Jesus Christ hvað

…. Jesus Christ Superstar er flott stykki.

2 þumlar upp til Borgarleikhússins og allra sem þátt taka í sýningunni.  Krummi kom mér þvílíkt á óvart, góður söngvari, heyrði rödd þarna sem svipar til Bjögga Halldórs og svo getur strákurinn leikið.  Hann tók mig allavega með í leiknum.
Jenni í Brainpolice var rosa flottur líka og stelpan sem leikur Maríu Magdalenu virkilega góð.  Þessi 3 halda að sjálfsögðu sýningunni uppi enda burðarhlutverk en aðrir voru virkilega góðir líka.
Mjög skemmtilegar útfærslur á atriðum sem ég ætla ekki nánar útí því þið skuluð bara öll skella ykkur á sýninguna.

… en það var eitt sem skyggði á.  Ég gaf Þráni mínum þessa miða í jólagjöf og hann var svo lasinn í dag að hann lá í rúminu en ég og Klara systir fórum í leikhúsið.  Verð að bæta mínum þetta upp einhvernveginn.  Dettur í hug að bjóða honum á WhiteSnakes í vor, en þá ætla ég ekki með.  Finnum út úr því hver gæti farið með honum seinna.

En alla vega allir í Borgarleikhúsið að sjá Jesus Christ Superstar, nema þið þolið ekki hávaða og geðveika rokktónlist.

Þangað til næst,
Kristín Jóna

kjona

Related Posts

Hetjurnar mínar!

Hetjurnar mínar!

Gervigreindin

Gervigreindin

Þrjóska

Þrjóska

Vonbrigði ársins!

Vonbrigði ársins!

No Comment

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

flokkar

nýjar fréttir

komment

Um mig

Ég heiti Kristin Jona og er frá  Vestmannaeyjum. En  bý núna í Marnardal í Suður-Noregi og hef búið hér síðustu tólf árin. Ég hugsa alltaf um Ísland sem heimilið mitt, en ég elska líka að búa hér í Noregi.

Ég hef bloggað síðan árið 2003 svo ef einhvern langar að kíkja aftur í tímann þá er það hægt hérna.

Ég ákvað svo nýlega að bæta ljósmyndablogginu mínu við á þessa síðu svo hægt væri að sjá það samhliða vengjulegu bloggi og mataruppskriftum.