…. Jesus Christ Superstar er flott stykki.
2 þumlar upp til Borgarleikhússins og allra sem þátt taka í sýningunni. Krummi kom mér þvílíkt á óvart, góður söngvari, heyrði rödd þarna sem svipar til Bjögga Halldórs og svo getur strákurinn leikið. Hann tók mig allavega með í leiknum.
Jenni í Brainpolice var rosa flottur líka og stelpan sem leikur Maríu Magdalenu virkilega góð. Þessi 3 halda að sjálfsögðu sýningunni uppi enda burðarhlutverk en aðrir voru virkilega góðir líka.
Mjög skemmtilegar útfærslur á atriðum sem ég ætla ekki nánar útí því þið skuluð bara öll skella ykkur á sýninguna.
… en það var eitt sem skyggði á. Ég gaf Þráni mínum þessa miða í jólagjöf og hann var svo lasinn í dag að hann lá í rúminu en ég og Klara systir fórum í leikhúsið. Verð að bæta mínum þetta upp einhvernveginn. Dettur í hug að bjóða honum á WhiteSnakes í vor, en þá ætla ég ekki með. Finnum út úr því hver gæti farið með honum seinna.
En alla vega allir í Borgarleikhúsið að sjá Jesus Christ Superstar, nema þið þolið ekki hávaða og geðveika rokktónlist.
Þangað til næst,
Kristín Jóna