Hann er búinn að vera veikur síðan á föstudag og þetta ætlar ekkert að lagast hjá honum. Hann hefur aldrei verið svona veikur svona lengi svo ég muni eftir.
Það er bara búið að vera 39 stiga hiti allan tímann með miklum höfuðverk og kulda- og hitaköstum. Og það sem er ekki síður vont, hann er SVOOOO pirraður á þessu að skapið hefur verið frekar lélegt hjá þessari elsku.
En við Ástrós Mirra erum bara eins og einhverjir naglar við hliðina á honum því það er ekkert að hrjá okkur nema svefnleysi að hrjá mig en það eru ástæður fyrir því. Lítil stúlka sem er að verða of stór í rúminu mínu og kallinnn við hliðina á okkur sem bröltir og skröltir og hóstar og geispar. Svo ég hef ekki alveg verið að sofa nógu vel alla nóttina.
Vona að það tengist ekki því að ég er í átaki að minnka kaffidrykkju. Var á fyrirlestri hjá strák sem heitir MATTI og hann sagði okkur á mannmáli hvað við værum að gera líkama okkar með kaffi, pepsi max og öðrum óþverra sem við erum að innbyrða. Mjög skemmtilegur fyrirlestur og fróðlegur.
Jæja er á leið í klippingu og strípur hjá SIGGA því ég klúðraði tímanum hjá ÓLA BOGGA og það kostar 5 vikna bið í viðbót sem ekki gengur upp hjá mér.
Þangað til næst
Kristín Jóna
Ps. var ég búin að segja hvað við erum ánægð í nýju íbúðinni og á Völlunum almennt. Var í foreldraviðtali í morgun og allt gengur mjög vel hjá Mirrunni, félagslega og námslega.