Hraði, kraftur og fallegt útlit.

Við hjónin fórum á bílasýninguna í Fífunni í dag og þar voru nokkrir æðislegir bílar eins og þessi.
Þvílíkt fallegar línur og liturinn alveg geðveikur. Þeir voru að setja nokkra þarna í gang og ég fann sko alveg fyrir gamla fílingnum þegar ég heyri í svona krafti.  Man ennþá tilfinninguna þegar við settum Willisinn í gang í denn og 8 cylindrarnir og 360 hestar væru tilbúinir að taka á sprett.  Geðveikt.  Samt langar mig ekkert endilega að fara hratt, bara finna kraftinn.
Hér er búið að vera að mála um helgina, forstofuna og svefnherbergisganginn.  Æðislegur munur þegar það er búið, þá er bara stofan og eldhúsið næst og svo endum við á baðinu og aukaherberginu en þá er líka allt tilbúið

kjona

Related Posts

Hetjurnar mínar!

Hetjurnar mínar!

Gervigreindin

Gervigreindin

Þrjóska

Þrjóska

Vonbrigði ársins!

Vonbrigði ársins!

No Comment

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

flokkar

nýjar fréttir

komment

Um mig

Ég heiti Kristin Jona og er frá  Vestmannaeyjum. En  bý núna í Marnardal í Suður-Noregi og hef búið hér síðustu tólf árin. Ég hugsa alltaf um Ísland sem heimilið mitt, en ég elska líka að búa hér í Noregi.

Ég hef bloggað síðan árið 2003 svo ef einhvern langar að kíkja aftur í tímann þá er það hægt hérna.

Ég ákvað svo nýlega að bæta ljósmyndablogginu mínu við á þessa síðu svo hægt væri að sjá það samhliða vengjulegu bloggi og mataruppskriftum.