19.08.2015
Ég var að fá uppskrift af flatökunum hennar Laufeyjar ömmu og prófaði að baka þær í dag og YES þær eru svo góðar og svo komst ég að því að þessa uppskrift erfði amma frá Sesselju mömmu sinni og því er hún að fara í 4 legg núna og fljótlega í þann 5 ef við geymum hana vel.
Flatkökurnar hennar Sesselju langömmu
5 bollar hveiti
1 bolli rúgmjöl
1/2 tsk matararsóti
2 tsk salt
1 mats sykur
Soðið vatn 5 dl
Ölum þurrefnunum blandað saman, sjóðandi vatni ( ég nota hanska) helt saman við og hnoðað vertu eins fljót og þú getur að hnoða annars verða þær seigar. Þú verður að giska á vatnsmagnið og skiptir svo deginu í kúlur og fletur út ekki of þunnar. Muna að stinga svo með gafli í kökurnar meðan þú bakar þær. Best að baka á hellu úti eða nota gamaldags pönnukökupönnu úr stáli.
Ég nota gamla stálpönnukökupönnu á hellunni úti, sumir setja beint á helluna en mér finnst þetta snyrtilegra og sé engan mun á kökunum.
Þessi stafli er 3föld uppskrift en ég geri deigið 3svar, margfalda ekki uppskriftina í byrjun og geri eitt stórt deig, held það sé ástæða fyrir því að langamma gerði það svoleiðis.
Hér sjáiði höfund þessarar uppskriftar, hún Sesselja langamma mín í Þorlákshöfn, áður Stokkseyri. Það var alltaf flatkökulykt af henni langömmu minni og flatkökur minna mig á hana.
Ha en strålende dag videre,
Kristin Jona