Hannaði nýtt lasanja….

08.11.2015

í kvöld, steikti hakk, brytjaði niður sætar kartöflur og setti útí, einn poki af grænmeti, þe. gulrætur, brokkoli og blómkál ásamt einni dós af maukuðum tómötum, einni dós af salsa sósu og hálf dós af rjómaosti, þetta fékk allt að malla á pönnunni í 20 mín og á meðan lágu lasanjaplöturnar í bleyti og voru tilbúnar þegar kjötið var klárt, setti plötur á botninn, svo kjöt, aftur plötur og svo kjöt og enn og aftur plötur og ostinn þar yfir.
Þetta bragðaðist svona glimrandi vel og verður gert aftur en Mirrunni fannst óþarfi að hafa svona mikið grænmeti en sætu kartöflurnar mættu vera áfram.
Engin mynd tekin af þessum rétt enda svarta myrkur orðið um kvöldmatarleitið og bara kertaljós og kósí.
þangað til næst,

ykkar Kristín Jóna

kjona

Related Posts

Heimagerður rjómaís

Heimagerður rjómaís

Chili lax með pasta carbonara

Chili lax með pasta carbonara

Kjúklinga- og grænmetisborgari

Kjúklinga- og grænmetisborgari

Nýja ósæta rúgbrauðið mitt

Nýja ósæta rúgbrauðið mitt

No Comment

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

flokkar

nýjar fréttir

komment

Um mig

Ég heiti Kristin Jona og er frá  Vestmannaeyjum. En  bý núna í Marnardal í Suður-Noregi og hef búið hér síðustu tólf árin. Ég hugsa alltaf um Ísland sem heimilið mitt, en ég elska líka að búa hér í Noregi.

Ég hef bloggað síðan árið 2003 svo ef einhvern langar að kíkja aftur í tímann þá er það hægt hérna.

Ég ákvað svo nýlega að bæta ljósmyndablogginu mínu við á þessa síðu svo hægt væri að sjá það samhliða vengjulegu bloggi og mataruppskriftum.