26.11.2015
kellingin og gaman að skoða Timarit.is og setja í gæsalappir nafnið sitt og sjá hvað hefur komið í fjölmiðlum um mann. Það er þó einn galli á og það er að ég á eina alnöfnu á Íslandi og þar með verða greinarnar fleiri og ég þarf að skoða og velja hvað er ég og sem betur fer er ég, ég en ekki hún því það eina sem finnst um hana á timarit.is eru minningargreinar og tilkynningar um andlát. En ég er nú skemmtilegri en það og hef brallað ýmislegt um ævina eins og sjá má á þessari samantekt minni hér að neðan:
Fyrst er að finna að ég sótti um vinnu sem skólaritari en fékk ekki, heppin ég því þá hefði ég kannski aldrei sótt um vinnuna á bæjarskrifstofunum þar sem ég vann alveg þar til ég flutti frá Eyjum og á ennþá ótrúlega sterkar taugar í þá stofnun.
Svo finn ég grein þar sem greinilega hefur verið tekið viðtal við mig eftir samningafund hjá Starfsmannafélaginu okkar. En sko einu sinni var ég mjög aktív í stéttarbaráttu og ég kem nú frá fólki sem barðist hart fyrir réttindum verkamanna og sálin mín er ansi oft þar, þó ég þurfi ekki á því að halda núna.
En nú fer að verða meira skemmtilegt í kringum á tímarit.is og hér er það umfjöllun í Morgunblaðinu um Leynimel 13.
Og hér kemur svo ítarlegri umfjöllun um það leikrit. Þarna voru margir snillingar samankomnir og mikið gaman að leika í þessu stykki. Þetta er líklega fyrsta leikritið sem ég leik í, án Þráins 🙂
Næst er það Kardemommubærinn hans Torbjorns Egners en hann átti einmitt sumarhús hérna í Mandal og því hef ég alltaf haldið því fram að Mandal væri fyrirmynd hans að Kardemommubænum. Hvar annars staðar vaknar fólk kl 7 við að lúðrasveitin gengur niður götuna með lúðrablæstri og skemmtilegheitum? Hvar annars staðar eru allir svona kátir og miklir vinir? Og hverjar eru líkurnar á því að við hjónakornin lendum í því að flytja til útlanda og óvart hittum á hinn eina sanna Kardemommubæ?
Jæja nú fer þetta að verða aðeins persónulegra því ég er hreinlega viðtal við okkur hjónakornin þar sem við fórum í mjög sérkennilega brúðkaupsferð svo ekki sé meira sagt. Og eins og þið sjáið þá höfum við ekkert breyst.
Svo er það stæðsta stundin í lífi okkar þegar hún dóttir okkar fæddist það varð auðvitað að tilkynna það í blöðunum líka.
En eitthvað rugluðust þeir á Fréttum og rangfeðruðu stúlkuna fyrst.
Spurning að athuga með þennan Þráin Hafsteinsson hvað hann sé að bralla í lífinu 🙂
Og næsti merkilegi atburður var nú bara ljósmyndasamkeppni en ekki var ég komin með bakteríuna sem ég hef í dag, þarna og þó….
Og já úps ekki gátu þeir beygt nafnið hennar rétt og það fer ekkert smá í taugarnar á mér þegar fólk beygir nöfn vitlaust. Norðmenn heppnir að þurfa ekkert að díla við það, nöfn bara ekki beygð.
Já gott fólk margur hefur gert minna en þetta og þetta er bara nafnið mitt, kannski ég setji í næsta blogg allt sem minn heittelskaði hefur gert og þá er ég ansi hrædd um að það verði lengri listi.
Njótið vel, kæru vinir og eigið yndislegan dag, mér sýnist sólin vera að koma upp í Mandal og ætla að hafa það dásamlegt í dag þrátt fyrir að hafa ofboðið bakinu mínu í gær með leikfimi og 2 göngutúrum einum stuttum en hinum hátt í 2 tíma löngum.
Ykkar Kristin Jona, sem sumir kalla ofvirka.