Já kallinn minn…

27.11.2015

Já fyrsta sem ég finn um Þráin er tilkynning um að hann sé að fara að fermast.

1986 var risastórt ár hjá LV þegar þau ákváðu að setja upp leikritið Oklahoma, það var farið með þetta stykki uppá land og allt.

1986 var líka sett upp Barnaleikrit hjá LV

Morgunblaðið 1987 sagði frá Grænjöxlum Leikfélags Vestmannaeyja

En það gerðu Eyjafréttir líka

Og meira af Grænjöxlum, þetta hefur verið vinsælt að fjalla um hjá blöðunum.

 

Fleira gerðist nú á því herrans ári 1987

Og aftur eru það Grænjaxlarnir, sýnist að það sé það leikrit sem mest hafi verið fjallað um í blöðunum

Árið 1988 var hið snilldarleikrit sett upp hjá LV sem hét jólasveinninn sem villtist en ég get svo svarið það að ég hélt þetta væri Snorri á þessari mynd en ekki Þráinn, vissi ekki að þeir væru líkir, ha ha ha

Gott kvöld var skemmtun sem haldin var í Hallarlundi árið 1990

Árið 1991 setti LV upp leikritið Síldin kemur – Síldin fer og ég tók nú líka þátt í þessu verki og sýnist meira að segja vera mynd af mér þarna að syngja einsöng sem var með því erfiðasta sem ég hef gert en ekki tók því að nefna mig á nafn og því kemur þetta ekki upp þegar ég leita eftir mínu nafni.

 

1993 er Kardemommubærinn settur upp hjá LV og þar stóð ljónið sig allra best að öðrum ólöstuðum.

Jeminn einasti haldiði ekki að strákurinn hafi komið í tekjublaðinu og það sjálfsagt ekki vegna hárra tekna því á þessum tíma vorum við nú bara fátækir verkamenn

Já svo finn ég tilkynningu um að við höfum gift okkur en hún kemur einungis upp ef ég leita að nafninu hans Þráins en ekki mínu nafni, það er mjög skrítið þar sem nafnið mitt stendur þarna líka ha ha ha

Að sjálfsögðu er hann í sömu fréttum og ég þegar kemur að hjónabandi okkar og brúðkaupsferðinni margfrægu sem var árið 1995.

Hér koma svo ýmsar fréttir af því að Raufarhafnarhreppur gerði bíómynd í tilefni af afmælinu sínu og þar var aðalleikarinn Þráinn Óskarsson

Árið 1995 setti LV upp Leynimel 13 og lék ég í því en Þráinn kom eitthvað að smíði sviðsmyndarinnar enda sjómaður á þessum tíma, en eins einkennilegt og það nú er, það er að ég var einn af leikurunum en hann smiður þá birtist þessi grein þegar ég leita að nafninu hans en ekki mínu, hummm og samt stendur þarna að ég hafi leikið frú Madsen, hummm eitthvað er nú einkennilegt við þetta.

 

Hann fékk að vera með í seinni fréttinni um að hún Ástrós Mirra væri fædd en það er árið 2000.

 

Ekki eru allar greinar skemmtigreinar sem birtast en það er gott að eiga minningar og minningargreinar eins og annað, elskulegur tengdafaðir minn lést alltof snemma og er enn saknað mikið. Set hér með minningargreinarnar sem birtust um hann.

 

 

 

Fjarðarpósturinn 2010 segir okkur að maðurinn hafi verið í framboði

Fréttablaðið 2011

Svo kom spurning dagsins til leikhússtjórans

2011 skrapp Þráinn til Eyja til að taka þátt í afmælishátíð hjá LV

Hjá Þráni eins og mér endar þetta á viðtalinu sem tekið var við okkur fyrir 1 ári eða 2014.

 

 

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.