Blogg árið 2015

fögnum árinu 2016?  Ég veit að ég fagna nýju ári meira en ég kveð það gamla, það er bara einhvern veginn þannig.  Ég vil ekki dvelja við það sem er liðið heldur hlakka til þess sem kemur og tilhlökkun er einhver frábærasta tilfinning sem til er.  En áður en ég segi ykkur hvers ég hlakka til á árinu 2016 þá ætla ég aðeins að renna yfir árið 2015 sem byrjaði ekki vel þar sem ég beinbrotnaði í fyrsta sinn á ævinni þann 27. des. 2014 og byrjaði þar með árið 2015 í gifsi.

Átti að vera frá vinnu alveg í 6 vikur en samviskan mín leyfði það ekki svo ég reyndi að taka smá þjónustu en það gekk ekki vel þar sem ég var brotin á hægri hendi og ekki svo hraðvirk með einni og það vinstri á lyklaborðinu.  Fékk smá ákúrur frá yfirmanni að geta bloggað en ekki unnið og það varð til þess að ég fór að hugsa hver staða mín væri inni á þessum vinnustað sem ég var á og þetta endaði með því að ég sagði bara upp eftir að minn ástkæri eiginmaður sagði að ég ætti betra skilið en að vera að vinna þarna og fá litlar sem engar þakkir fyrir (nema frá kúnnunum sem ég elska og veit að flestir elskuðu mig líka).  Eftir sem sagt 19 ár í starfi sagði ég upp og upplifði svo ótrúlega mikið frelsi að það var eiginlega undarlegt, ég hef ekki saknað vinnunnar einn dag en ég hef sko saknað vinnufélaganna mikið og oft.  Ég fékk ekki einu sinni “takk” frá framkvæmdarstjóranum, reyndar bara ekki orð, reyndar bara eins og ég hafi ekki verið til og það hefur valdið sárindum.  En lífið eftir Wise er svo miklu skemmtilegra að ég eiginlega í dag vil bara þakka fyrir þessa miður skemmtilegu framkomu því án hennar væri ég líklega ekki hætt.
En svona vinnufélaga eins og tóku þátt í þessu verkefni með mér er auðvelt að sakna og ég vann með nokkrum í ansi mörg ár en einhvern veginn er nú eins og fjarlægðin dragi smá úr söknuðinum til þeirra.

En árið byrjaði samt eiginlega frekar á óvissuferðinni sem ég bauð eiginmanninum mínum uppá í tilefni þess að hann varð fimmtugur, ég var drullustessuð að ég kæmist ekki í þessa ferð út af handleggsbrotinu en það gekk upp en ég þurfti smá hjálp frá Þráni við að pakka svo hann var búinn að fatta að það væri ferðalag í vændum. En sko ég sem get aldrei beðið og á mjög erfitt með að eiga eitthvað án þess að ræða og diskutera við Þráin átti ótrúlega magnaða þagnarstundir í 3 mánuði því ég pantaði ferðina með góðum fyrirvara.  En sem sagt við Ástrós Mirra buðum afmælisbarninu til Gdansk yfir helgi og áttum við æðislegar stundir þar saman við göngur um bæinn, góðan mat og kózí.  Þráinn vissi ekki fyrr en á flugvellinum hvert hann var að fara og held ég barasta að kallinn hafi verið ánægður með sína þarna.
Næsti stóri viðburður ársins var partý aldarinnar sem haldið var í tilefni þess að Þráinn 50 ára og Hadda og Grímur 40 ára áttu öll afmæli á fyrstu dögum ársins og í byrjun febrúar slógu þau saman í partý sem var alveg hrikalega skemmtilegt.

Eftir afmælispartýið skrapp ég ein til Íslands og þá var ég ekki búin að segja upp hjá Wise en tók mér bara frí til að fagna því að afi minni hefði orðið 100 ára. Það var ljúft að hitta allt fólkið sitt og njóta samvista við það.

Ég leigði mér líka stúdeo í febrúar og tók nokkrar skemmtilegar myndatökur.

Amma Steina kom með mér til Mandal í febrúar og var æðislega gaman að geta sýnt henni fallega bæinn okkar.
Marsmánuður virðist hafa verið uppfullur af æðislegum myndatökum hjá mér en lítið finn ég annað þar í upprifjuninni.

Í apríl mætti Klara og sólin skein á hana eins og henni væri borgað fyrir það, en það er góðlátlega gert grín að því að Klara virðist ekki einu sinni mega tala um það að koma til okkar að þá flytjum við, hún er sem sagt búin að koma 3svar eða 4 sinnum og við flytja 3svar sinnum og erum að fara að flytja aftur og hún kemur svo í mai en ef þetta eru álög þá ætlum við að leysa okkur undan þeim við það að kaupa hús og ákveða að það gildi annað um það.

Mars og apríl fóru í það að klára vinnuna í wise og byrja að byggja upp Mirra Photography og vinna að myndatökum og þess háttar.
Ég fékk reyndar opinberlega þann vafasama titil að vera Idiot og tók því bara þegjandi.

Ég var einnig með skemmtilegar myndatökur í apríl og þessi mynd svolítið uppáhald hjá mér

Mai mánuður var ansi viðburðarríkur, ég var á fullu að setja inn myndir á FineArtAmerica þar sem hægt er að kaupa púða, töskur, strigamyndir ofl. með mínum myndum.  Er sjálf búin að panta og gefa bæði púða og töskur og allt kemur svo ótrúlega flott út.
Og svo mætti Óli Boggi og tók okkur stelpurnar í gegn og aðallega Mirruna mína sem fékk alveg nýtt look

En Óli kom sko ekki aleinn heldur kom hún Petra mamma hans með honum og á sama tíma mættu Inga, Óli og allt gengið úr Sandefjord og með Gerði mömmu Ingu með og hún og Petra skemmtu sér mjög vel saman.
Eins og flestir vita sem þekkja mig þá tek ég ekki mikið af point and shoot myndum og virðist ekki finna neina mynd af þeim vinkonum saman en við skelltum okkur líka í dagsferð til Stavanger þar sem Óli og Anna Svala hittust í fyrsta sinn eftir að Anna Svala flutti til Noregs og þarna kynntumst við þeim Önnu Svölu og Þresti sem eru orðin góðir vinir okkar hér í Noregi.

Fleira gerðist nú í mai því þá var Eurovision eins og alltaf en núna hélt ég kannski að Noregur myndi vinna en svo var ekki samt áttum við besta lagið sem ég hlusta á mjög reglulega en alveg búin að gleyma vinningslaginu.  En ég verð víst að átta mig á því að ég er ekki með yngsta fólkinu sem hlustar á Eurovision og því kannski eðlilegt að mitt lag nái ekki að sigra.
Ég pantaði mér markaðsefni og þar á meðal voru tveir bolir fyrir mig og aðstoðarmanninn minn því næsta verkefni var brúðkaup, það fyrsta sem ég tek fyrir ókunnugt fólk og ég verð að viðurkenna að það var talsvert stress í gangi fyrir það.

En eftir að hafa klárað þetta brúðkaupsverkefni með stæl og skoðað myndirnar þá varð ég nú bara ansi ánægð og þetta er mín uppáhaldsmynd úr þessari myndatöku.

Líka mjög gaman að myndunum sem Þráinn tók af mér að taka brúðarmyndirnar.

Annað stórt verkefni sem ég vann að í mai var að mynda allar brýr í Mandal og það var stundum heilmikil ævintýri að finna þær því Norðmenn kunna ekki að merkja áhugaverða staði, hér er bara ætlast til að manni sé sýnt allt af heimamönnum en mér tókst þetta og hér er ljósmyndablogg um allar brýrnar í Mandal.
Í júní fórum við hjónakornin með lestinni til Osló og áttum það mjög notarlega helgi á hóteli og einungis gangandi um miðbæinn.  Osló er ekki mín uppáhaldsborg, finnst hún frekar skítug og allt of mikið af framkvæmdum en við fundum alveg smá parta með engum útigangsmönnum og engum framkvæmdum.  En mikið er gaman að ferðast með lest og vera bara gangandi í fríi, það er bara einn galli á því og það er að þá kemst maður ekki allt sem manni langar nema þá að taka taxa sem var nú ekki uppáhaldið mitt þarna í Osló einhver indverji sem keyrði tómar krókaleiðir og endaði svo með okkur á snarvitlausu hóteli og við þurftum að ganga í bæinn sem við hefðum þá getað gert í upphafi, held það hafi verið álíka langt fyrir utan að við vissum ekkert hvar við vorum þegar hann stoppaði loksins. Passið ykkur á leigubílstjórum sem tala mikið þeir eru víst bara að dreifa athyglinni til að svína á ykkur, alla var mér sagt það.
Við fundum götuna hans Þráins samt í Osló

Önnur stórfrétt frá júní var að frú Kristin Jóna keypti sér nýja sandala, þeir verða vonandi orðnir fínir eftir næsta sumar því í sumarlok voru þeir enn að meiða mig og það skýrir einmitt af hverju ég kaupi mér helst ekki nýja skó, því þeir eru bara alltaf vondir við mig en þeir gömlu yfirleitt ljúfir sem lamb og mjúkir eftir því, enda búnir að fá að aðlagast mér í einhvern tíma.

Meira sem gerðist í júní var afhending á afmælisgjöf Steinu og bræðra Þráins en þau gáfu honum miða á Sting tónleika (og fyrir mig líka) ásamt hótelgistingu í Kristiansand.
Þetta voru geggjaðir tónleikar með íslensku yfirbragði þe. grenjandi rigningu og þarna var ég handtekin í fyrsta sinn, reyndar bara af gæslumanni en handtekin samt og gert að eyða út öllum myndum af kortinu mínu og skilja myndavélina eftir í eftirlitsskúr, það gekk ekki vel að fá hana til baka heldur því óviðkomandi áttu ekkert að fá að koma þangað, þetta var eitt allherjarklúður og furðulegt hvernig staðið var þessu öllu saman.  Það mátti ekki taka myndir á stóra myndavél en símar allt í lagi en vita menn ekki að símarnir eru margir komnir með svo flottar myndavélar að það nálgast þessar stóru, eins mátti ekki vera með regnhlíf þarna en við fengum samt að fara með hana inn á svæðið, skildum ekkert af hverju hún var bara ekki tekin af okkur við innganginn fyrst þetta var svona en þetta var allt saman aukaatriði því tónleikarnir voru æðislegir og þegar ég kom heim þá gat ég auðvitað endurheimt allar myndirnar af kortinu mínu því tæknin er svo flott.

Júlí mánuður var merkilegur að mörgu leiti, en aðallega vegna þess að ég bakaði kleinur í fyrsta sinn og heppnaðist svona líka vel og var endurtekið aftur fljótlega en svo bara ekki söguna meir en ég get lofað ykkur því að það verða bakaðar kleinur á Nesan 7 og flatkökur líka því ég lærði líka að baka þær á árinu sem er að líða.
Það er núna eins og ég hafi ekki tekið myndir á þessu tímabili en það er nú aldeilis ekki rétt því ég tek myndir í hverjum mánuði alveg helling en þó hefur desember verið í mikilli ládeyðu en samt ekki án mynda.
Til dæmis var Tall Ship racing í Kristiansand og við hjónakornin skelltum okkur í bíltúr og tókum myndir af þessum mögnuðu skipum sem sigla langar leiðir um höfin blá áður en þau koma hingað.  Gaman að sjá svona mikið af fallegum skipum.

Við hjónin fundum einnig fossinn Rafoss sem við vorum búin að leita lengi að og hann er alveg flottur á sinn hátt en fólk sem er vant Gullfossi, Skógarfossi og Seljalandsfossi finnst nú ekki mikið til hans koma.

En við fórum einnig í sumarfrí í júlí og þar heimsóttum við nokkra staði hér á suðurlandinu en öllum ferðum til norður noregs var frestað, sumarfríið einhvern veginn rauk frá okkur og kannski frestaðist allt líka vegna þess að það var aldrei þurrt nema 2 daga í röð og við ætluðum í tjaldferðalag.  En þá eigum við það bara eftir og stefnum á það á næsta ári.
Staðirnir sem við heimsóttum í fríinu voru æðislegir og þarna fórum við á eyju sem er ekki með neina bíla en þarna býr fólk samt og er mikið af húsum til leigu yfir sumartímann, þarna er líka verslun og veitingarstaður en engir bílar, bara bátar, elska svona staði.
Eyjan Lyngør er svo falleg.
Við tjölduðum í Hove camping og gengum uppá Trogfjell og kíktum við á gamalli lestarstöð sem ég á eftir að heimsækja aftur og taka myndir eða vera með myndatöku á.

Svo var fullt af gestum í júlí en Inga og Óli komu með vini sína frá Íslandi, þau Jónínu og Robba með sér, þau leigðu sér bara hús hérna í nágrenninu og áttum við frábæra daga saman með mikilli gleði og strákarnir að veiða lax í Mandals Elve.
Arnfinn átti afmæli og var það skemmtilegt garðpartý sem við tókum þátt í.

svo kom ágúst með fleiri gestum og mörgu skemmtilegu en þá mættu Óli Boggi, Anna Svala og Þröstur á Skeldýrsfestivalinn sem er alltaf aðra helgi í ágúst og er okkar þjóðhátíð.  Þetta var geggjuð helgi sem endaði á seinna partýi ársins hjá Arnfinn og Hege.  Mikið fjör og mikið gaman með skemmtilegu fólki.  Húmorinn var í betra lagi og mikið sungið og trallað.

Ég fékk líka verkefni hjá nágrönnum okkar að taka myndir af vörunum sem þau eru að selja og það var mikil áskorun því þetta er það erfiðasta sem ég hef myndað þar sem allt glampar í þessum kristöllum.

Í ágúst náði ég dóttirinni í æðislega myndatöku

og síðustu helgina í ágúst skruppum við Mirra til Sandefjord og hittum þar vini okkar og ég skellti í 5 myndatökur þá helgi með dyggri hjálp frá Ingu vinkonu.  Alltaf svo gott að koma til þeirra en vegna mikils gestagangs hjá þeim þá voru ferðir til Stavanger eitthvað færri þetta árið en ég hefði viljað en ég hlakka nú mest til að sýna þeim svo nýja húsið og umhverfið, vona að þau láti ekki bíða lengi eftir sér á nýju ári.

Í september fór ég til Stavanger með Höddu og tók myndir af yfir 40 manns sem voru á linkedin námskeiði og við fengum hana Nölu eða kannski var hún komin aðeins fyrr en alla vega tók ég myndir af henni í september.

en svo urðu heldur betur ský á lofti því í september veikist hann Siggi stjúpi minn og hann lést svo eftir rétt um 2 vikna veikindi, þá kominn með krabbamein um allt.  Í hönd fóru ótrúlega erfiðir tímar, verst var að vera svona í burtu en ég komst alls ekki strax til Íslands því ég átti tíma í aðgerð þar sem verið var að taka ber úr brjóstinu á mér sem var góðkynja.  Þetta er annað berið sem er tekið hjá mér og úr sitthvoru brjóstinu og bæði góðkynja en ég heppin að þau eru bara fjarlægð sem ég er ekkert að láta það angra mig að ég sé með eitthvað sem ekki á að vera þarna.
Um leið og ég fékk ferðaleyfi fór ég heim til Íslands til að vera hjá mömmu minni sem átti um sárt að binda vegna fráfalls Sigga.  Mikið var gott og ljúft að geta verið hjá henni í þessar vikur sem ég var og mikið var ég fegin þarna að vera ekki í fastri vinnu einhvers staðar og geta bara ráðið mér sjálf.  Eina sem kallaði mig til baka á þeim tíma sem ég fór var brúðarmyndatakan sem búið var að bóka hjá mér.
En nú renna saman september og október þar sem ég var á Íslandi en ég gerði mér nú tvisvar ferðir á Þingvelli, skrapp í dagsferð til Eyja og villtist út um allt land eins og þeir sem eru fésbókarvinir mínir fundu nú fyrir.
Má til með að sýna þessa yndislegu mynd af mömmu og Sigga sem mynd þessa mánaðar.

Jarðarförin hans Sigga var ein sú fallegasta sem ég hef farið í og yndislegt hvernig presturinn nálgaðist hann og sagði frá honum með okkar orðum, engin helgislepja heldur bara eins og það var.  Hann byrjaði á þessum orðum “Í fréttum var þetta helst” og einhverjum í kirkjunni brá og fannst hann vera að segja að hann ætlaði að lesa fréttir af Sigga en þarna var hann að vísa til þess að Siggi var fréttasjúkur og helst mátti ekki trufla þegar fréttirnar voru þannig að með þessum fáu orðum lýsti hann honum svo vel.
En ég kom aftur heim um miðjan október og tók brúðarmyndir af vinum okkar Viðari og Tonju, það var mikið gaman að fá að taka þátt í brúðkaupinu með þeim.

Svo var allt í einu kominn nóvember og Mirran okkar 15 ára en í þessum mánuði kom hún í starfskynningu til mín sem var okkur báðum talsvert lærdómsríkt.  Hún stóð sig mjög vel, við vorum með nokkur spennandi verkefni, ss. taka myndir af skartgripum, taka stockmyndir af Söndru að lita og teikna, ég fékk förðunarfræðing til að mála mig eins og dúkku og Ástrós Mirra sá algjörlega um að stilla ljósunum og græja allt í stúdeoinu og síðan taka myndinar af mér.
Ótrúlega skemmtilegt verkefni og já eitt til viðbótar þá fékk hún það verkefni að fara með myndavélina út og mynda Mandal með sínum augum.  Það verkefni kom mér svo á óvart og gerði mig svo stolta af henni.

Hér getið þið skoðað ljósmyndabloggið hennar úr göngutúrnum um Mandal.
Anna Svala og Þröstur mættu einnig í nóvember og við skelltum okkur á Beatles tónleika með ýmsum flytjendum frá Noregi en þar á meðal var Eiríkur Hauksson okkar íslendinga.  Þetta var virkilega skemmtilegt og við stóðum okkur vel í salnum því Eiríkur heyrði vel að það voru íslendingar á staðnum.
Svo var farin stelpuferð til Köben í tilefni afmælis hennar Mirru og fóru Hadda og Sunna með okkur og áttum við skemmtilega helgi þarna en Köben var í viðhaldi eins og Osló fyrr á árinu og var það svekkjandi.

Jæja Óli Boggi kom og klippti okkur og strípaði einu sinni enn, svo fór hann til Stavanger en við sóttum hann svo og áttum Thanks giving þar og borðuðum þá bestu máltíð sem ég hef nokkurn sinnum smakkað.

Auðvitað mikið af myndum teknum af Mirra Photography og mörg verkefni unnin sem ekki eru nefnd hér, mikið gert af því að búa til jólakort, setja myndir á vefi þar sem þær eru til sölu og alls konar svoleiðis vinna.  Og svo kom desember…
Og hvað er að frétta þar, jú jú við gerum tilboð í hús og erum að flytja í janúar, við undirbjuggum jólin, fengum Maddý tengdó í heimsókn og bara höfum haft það huggulegt með engum snjó nema einn dag og sem betur fer komst ég út þá og jú jú gott fólk ekki má nú gleyma því að Kristín Jóna fékk bara alveg óvart vinnu við ræstingar í skóla og elliheimili hér í Mandal, byrja kl. 6 á morgnanna og vinn til 9 í 3 daga en til 11 í tvo daga.  Dásamleg vinna sem hentar svo vel með ljósmynduninni.  Hef samt lítið getað hugsað um annað en að við erum að flytja og ég hlakka svo til.  Við ætlum að hætta að vera miðbæjarrottur og fara út í sveit eða í lítið þorp hér aðeins inní dag.  Mandals áin rennur í garðinum okkar, höfum eina brú við garðsendann sem var byggð 1850 ca. og já bara dásamlegt umhverfi og húsið verður æði þegar við erum búin að gera það að okkar.  Við fórum í desember í laufabrauðsgerð með Höddu og fjölskyldu, skruppum til Stavanger í dagsferð og fengum að borða Pinnekjøt að hætti norðmanna og var gaman að fá að smakka það.  Svo komu bara jólin en skugga bar á þau þar sem Þráinn er búinn að vera veikur síðan á þorláksmessu, hann varð hitalaus í tvo daga en sló svo niður aftur og er enn veikur og veit hreinlega ekki hvort hann komi með í áramótapartýið hjá Fjólu og Robert í kvöld
En árið 2016 byrjar sem sagt á flutningum en er annars opið fyrir mörgum skemmtilegum stundum við leik og störf sem við hlökkum öll svo mikið til.
Skál og gleðilegt nýtt ár.

28.12.2015
Inni í Nesan 7…
Já gott fólk, við erum barasta komin með lykil að húsinu sem við erum að kaupa án þess að fyrri eigandi sé alveg fluttur en hann vildi endilega að við fengjum lykil strax svo við gætum byrjað að flytja kassa þangað, sem við og gerðum strax í dag og ég notaði tækifærið og tók myndir inni svo þið sem eruð jafn óþolinmóð og ég getið séð myndir að innan þrátt fyrir draslið hans Einars sem er þarna ennþá.
Hér sjáið þið forstofuna og vinstra megin við Maddý er gestaklósett, útidyrahurðin á móti henni og hægra megin er stiginn uppá loft, ég stend í borðstofunni og tek myndina.

Stiginn uppá loft sem verður æðislegur þegar ég verð búin að mála hann og glugann og listana þarna hvíta.  Það verður gert mjög fljótlega en veggirnir og loftið málað eitthvað seinna.

Hérna erum við komin uppá loft en þar er allt panelklætt en þó þarf að mála hurðarnar öðrum megin, en mér verður nú ekki skotaskuld úr því.

Hér sjáum við inní svefnherbergið og takið eftir hljóðfærinu sem er þarna á gólfinu, við gátum ómögulega fengið kallinn til að láta það fylgja ha ha ha.  En þarna í svefnherberginu ætlum við að vera með sófa og kommóðu svona eins og Einar en við verðum líklega bara með sófaborð í staðinn fyrir trommusettið.

Svona er svo svefnherbergið í hina áttina og þarna er sko nóg pláss fyrir rúm og tvö náttborð, vá hvað ég hlakka til að hafa náttborð og geta farið fram úr réttum megin en ekki að þurfa að klifra yfir kallinn minn.  Þarna rétt við hægri partinn á myndinni er svo kamína og eitt það fyrsta sem ég ætla að gera áður en ég sef fyrstu nóttina í húsinu er að kveikja uppí kamínunni í svefnherberginu og setjast í sófann og fá mér hvítvínsglas með eiginmanninum.

Hér eru svo svalirnar í svefnherberginu

og þetta útsýnið í aðra áttina af svölunum og út um annan gluggann í svefnherberginu.

og hér útsýnið út úr hinum glugganum sem nær alveg niður í gólf.

Einn svona þakgluggi á ganginum þarna uppi á lofti sem hleypir birtunni inn.

Það var ekkert ljós í Mirruherbergi svo þetta eru hálfgerðar myrkramyndir en sýna samt kannski stærðina sem Þráni mælist til að sé að um 23 fm.

Og Ástrós Mirra nettengin eru staðsett í þínu herbergi, reikna með að þér þyki það ekki verra.

Nú erum við komin inná baðherbergi en það var allt tekið í gegn fyrir 3 árum og er mjög flott.

Og með baðkari sem við ætlum að slást um fyrstu dagana.

Sætur gluggi þarna fyrir ofan klósettið svo líklega getum við horft á stjörnurnar ef við förum í bað eftir myrkur.

Stiginn niður.

Hér er Þráinn inní borðstofu við svalahurðina þar.

Útsýnið úr borðstofunni

Hér er svo stofan og ég stend í borðstofunni þegar ég tek þessa mynd.

og í stofunni er líka kamína og þennan skorstein ætla ég að byrja á að mála hvítann.

Útsýnið úr stofuglugganum sem nær alveg niður í gólf.

Svo kemur að lokum eldhúsið sem er alls ekki draumaeldhús en kannski ekkert alveg eins slæmt og mér fannst fyrst og þegar búið verður að mála hurðarnar hvítar þá verður þetta allt annað.

Hinum megin í eldhúsinu.

og já alls staðar fallegt útsýni í garðinn okkar.

Nágrannarnir eru með falleg jólaljós.

Hægt að keyra bílnum alveg uppað en þá er hann við hliðina á bílskúrnum sem ég tók engar myndir af í þessar ferð.

Kíkt út í garð frá innganginum á húsinu.

Engar myndir eru að gestaherberginu þar sem þar var alveg myrkur og sprungin ljósapera enda notaði Einar það fyrir geymslu á ónotuðum líkamsræktartækjum oþh og því engan veginn hægt að fá mynd af því hvernig það verður en það er líka stórt og já eldhúskrókurinn sem verður skrifstofan mín til byrja með og þvottahúsið fengu enga myndatöku í dag.
Og vitiði hvað, ég hlakka bara ennþá meira til að flytja núna en áður og kannski verður það bara eftir 11 – 12 daga. Jeiiiiii
Þangað til næst,
ykkar ofurspennti hrútur að nafni Kristín Jóna

24.12.2015
Aðfangadagur jóla…
og það fyrsta sem ég rakst á í netheimum í dag þegar ég var búin að sofa út til kl. 7.45 var þetta spakmæli.
“The only way to be truly satisfied is to do what you believe is great work, and the only way to do great work is to love what you do. If you haven’t found it yet, keep looking, and don’t settle. As with all matters of the heart, you’ll know when you find it. And like any great relationship, it just gets better and better as the years roll on. So keep looking, don’t settle.”
~~Steve Jobs

Þetta er eitthvað sem maður á að minna sig á reglulega það er ekki spurning og hvaða dagur er betri en einmitt þessi dagur þegar maður fagnar gleðinni, lífinu og nýtur þess að vera í faðmi fjölskyldunnar.

En já það eru að koma jól og svo bregðast krosstré sem önnur og Þráinn Óskarsson er lasinn, þetta held ég hafi aldrei gerst áður alla vega ekki í okkar 33 ára sambúð.  En þetta er duglegur strákur og hann lætur þetta líklega ekkert stoppa sig en auðvitað fer hann kannski ekki að gera allt sem hann ætlaði að gera í dag, ss. fara í kirkju (og smita alla kirkjugesti) ryksuga stigann, elda matinn osfrv.  Kannski þetta sé trikk til að fá mig til að taka meira þátt, ég ætlaði nefnilega bara að sjá um súpuna og eftirréttinn. (eins og það sé ekki nóg) Ryksugaði og skúraði allt húsið í fyrradag eða sko neðri hæðina, lét Robba um efri hæðina en hann getur ómögulega tekið stigann.  En talandi um Robba hann var bilaður um daginn og það er greinilega með hann eins og uppþvottavélina, þetta er tæki sem þú telur þig alveg geta verið án, en þegar þú ert búinn að eiga það og nota í einhvern tíma þá er ekki séns að þú getir verið án þess.  Ég mun alltaf eiga Robba hér eftir alveg eins og Þvottavél og Uppþvottavél.  Og fyrir ykkur sem þekkið ekki Robba þá er hann IRobot ryksuga sem skríður hér um öll gólf og týnir upp dýrahár og annað fusk sem er í miklum mæli þar sem eru tveir kettir og einn hundur.

Ég ákvað að skreyta bloggið mitt í dag með myndum frá síðustu Þingvallaferðinni minni þar sem það er smá snjóföl á þeim og svolítið vetrar- og jólalegt en hér hjá okkur er ekkert í veðrinu sem minnir á jólin, hitinn fer í 9,5 gráður yfir hádegið og við höfum ekki þurft að setja við í arininn í tvær vikur eða svo nema kannski bara okkur til gleði og ánægju en ekki af því að veturinn er kaldur.

Í kvöld verðum við með pínu óhefðbundinn aðfangadagsmat en samt mjög hefðbundinn jólamat því við ætlum að hafa hangikjötið í dag, eigum stórann stafla af laufabrauði sem við gerðum um síðustu helgi með Höddu, Fúsa og fjölskyldu og er það orðin hefð hjá okkur að hitta þau í aðventunni og skera út laufabrauð.  Mikið gaman að búa sér til nýjar hefðir.
En í forrétt verður sveppasúpa (ekki aspas eins og ég er vön), aðalrétturinn verður hangikjöt með kartöflum í uppstúf, með grænum baunum, rauðkáli og rauðbeðum og í eftirrétt einhver brjáluð sælgætiskaka sem ég á eftir að baka, talandi um að vera frekar sein með hlutina en einhvern veginn hefur þessi aðventa verið pínu skrítin, og ég ekki fundið nógu vel fyrir því að jólin séu að koma, kannski það sé út af veðrinu og kannski það sé út spennunni við að vera að kaupa sér hús og ætla að flytja í janúar.  En við verðum uppfullt af jólastemningu í kvöld og ætlum að njóta þess að vera saman og ef Þráinn verður eitthvað slappur þá knúsum við hann bara extra mikið.

Smá TV í morgunsárið eins og maður gerði alltaf sem barn, veit ekki alveg hvort ég fari í teiknimyndirnar en það höfum við oft gert bara til að finna barnið í okkur, svo bakað og kvöldmaturinn undirbúinn og já svo þarf að ákveða í hvaða fötum á að vera, já við erum skrítið fólk sem erum bara ekki búin að ákveða og engin ný föt voru keypt á gamla settið en Mirran mun skarta sínum undurfagra kjól sem hún fékk í jólagjöf frá okkur og amma gamla verður í nýjum kjól líka svo það reddast ég trúi ekki að jólakötturinn geri sér leið hingað út fyrst þetta er svona 50/50.
Eigið yndisleg jól og munið að njóta.
Ykkar Kristin Jóna

22.12.2015
Five is the new seven…
og eftir viku er ég nú bara að byrja að venjast því, hef þessa tvo daga í þessari viku bara vaknað og farið á fætur og hress og kát í vinnunni.  En í dag byrjaði jólafrí í skólanum hjá mér, ég er sem sagt komin heim úr vinnu þegar þið elsku vinir eruð að mæta heima á Íslandi, þe. klukkan 9 hjá mér og 8 hjá ykkur þá er vinnudagurinn búinn þennan daginn og já komið jólafrí en á morgun þarf ég samt að fara á elliheimilið og þrífa þar fyrir jólin en það er bara 2 tímar svo það er nú lítið mál.
Verð svo að vinna þar tvisvar milli jóla- og nýjárs en alveg í fríi í skólanum og það finnst mér æðislegt.  Þá er öll fjölskyldan í fríi milli jóla- og nýjárs og ætlum að byrja að pakka niður.  Nýjustu fréttir eru að við ætlum að reyna að fá að flytja inn í húsið okkar þann 10. janúar nk. sem er laugardagur.  Ég meina er eftir einhverju að bíða ef seljandinn er fluttur úr og við fáum hvort eð er ekki að losna héðan fyrr en 21. mars.  Já ég sagði 21. mars en við sko sögðum upp leigunni 5. des. sem þýðir auðvitað 1. janúar ef við erum ströng á reglunum og það eru norðmenn og samningur er samningur og leigusalinn er tilbúinn að koma til móts við okkur og losa okkur þann 21. mars.  Æi mér finnst þetta frekar fyndin dagsetning en virði hans prinsippmál.  Hann ætlar sko ekki að leigja húsið aftur heldur nota það sjálfur svo í rauninni skiptir þetta hann engu máli en eins og ég sagði samningur er samningur og þannig er það og punktur.
En við gerum samning við seljandann þannig að við byrjum ekki að borga af lánum fyrr en í mars og því verður þetta ekki tvöfalt hjá okkur nema í 21. dag og við förum létt með það og getum ekki beðið eftir að flytja.
Við ætlum að flytja inn í húsið eins og það er og byrja svo að mála og ditta að eftir behag og eftir því sem við kynnumst húsinu.  Ég veit alveg hvað ég ætla að mála strax og það er skorsteinninn sem er hlaðinn og dökkbrúnn í dag en verður hvítur eins fljótt og hægt er, hitt er borðstofan sem er grámáluð og á að vera hvít eins og næstum allt þegar upp verður staðið.  Stiginn uppá loft og gestaklósettið verður svo mjög fljótlega málað og einnig hvítt en ekki ferskjubleikt.  En það liggur ekkert á þessu en okkur langar svo að fara sem fyrst í húsið vegna þess að það er á yndislegum stað, með geggjuðum garði og þá verður Þráinn aðeins 3 mín í vinnu og ég 10 og við getum sofið hálftíma lengur á morgnanna og ég held nú barasta að það að fá að sofa til 5.15 er bara allt annað en 4.50.
En vitiði hvað?  Jólin eru að koma og það er eitthvað pínu skrítið að vera hér í 10 stiga hita og rigningu.  Eins verð ég að viðurkenna að spennan við flutningana er aðeins að taka af spennuna við jólin en við ætlum nú samt að njóta þeirra og erum ekkert að fara að byrja að pakka niður fyrr en 28. des. þar sem hinir dagarnir eru fullpakkaðir af gleði.
Njótið jólanna og munið að hlakka alltaf til einhvers, hvort sem það eru jól, afmæli, partý, flutningar eða hvað sem er, því það er svo miklu skemmtilegra þegar mann hlakkar til.

Knús og kossar

18.12.2015
Komin í helgarfrí….
og það er sko langt síðan ég hef sagt þetta en það er ósköp notarlegt að geta sagt það nú og fara heim og ákveða að nú sé maður bara kominn í helgarfrí en ég er ekkert viss um að ég standi við það því ég þarf nú eitthvað að sinna eigin fyrirtæki, hef samt verið ótrúlega löt að mynda þessa vikuna eða bara ekki tekið upp myndarvél síðan ég byrjaði að vinna á föstudaginn síðasta.  En það er einnig svo margt að gerast þessa dagana annað en vinna eins og að skutlast eftir Þráni, tengdamamma komin í heimsókn og jólin að koma svo það verður sko myndað alla vega geggjað mikið eftir flutningana og gamla tekin í eitthvað verkefni áður en hún fer heim.  Einhverjar hugmyndir að skemmtilegu ljósmyndaverkefni með konu sjötíu og eitthvað sem er alveg til í allt?  Endilega sendið mér skilaboð ef ykkur dettur eitthvað í hug, ég er svo hugmyndasnauð núna enda búin að vera þreytt alla vikuna því ég hef ekki náð að sofna nógu snemma til að vera útsofin kl. 4.50.  Ég get ekki komið því úr hausnum á mér hvað við erum að vakna snemma og ég hlakka svo til að flytja því þá get ég sofið hálftíma lengur…. sem sagt klukkan verður meira en 5 það held ég muni öllu ha ha ha.
En alla vega þá er þessi vika í nýrri vinnu búin að ganga vel, ég er auðvitað eitthvað þreytt en mest syfjuð og þá sérstaklega milli 3 og 6.  Auðvitað get ég alveg sagt ykkur að ég ætla að baka á sunnudaginn og þá ætla ég að biðja Þráin að þrífa klósettin hér og skúra, mér finnst ég megi alveg minnka það á heimilinu og þá gera eitthvað í staðinn.

Já ótrúlegt hvað ég er lítið þreytt í fótunum miðað við að ég labbaði í dag 9.128 skref sem samsvarar 6.389 km eða 3,9 km á klukkustund, en Þráinn er búinn að vera að monta sig af því hvað hann labbar mikið í vinnunni en þegar ég hætti í morgun kl. 11 og var komin í 6.4 km þá var hann rétt að slefa í 4 km.  Ha ha ha svo ég vann í dag og heimta verðlaun frá honum.  Þó ekki væri nema fótanudd 🙂
En það eru víst að koma jól og einhvern veginn þá verð ég að viðurkenna að þau fölna aðeins í tilhlökkuninni að flytja í janúar og við munum byrja að pakka niður milli jóla og nýárs þar sem við verðum öll meira og minna í fríi þá og gott að nota tímann.
Munið elskurnar mínar að njóta tímans núna því hann kemur ekkert aftur það skiptir engu máli hvað margar sortir eru bakaðar eða hvort allt sé spikk og span, bara dempa ljósin og hafa kertaljós og þá verður allt svo fallegt.
Knús út í helgina til ykkar, við ætlum í laufabrauðsgerð á morgun og njóta samveru með yndislegu fólki
Ykkar Kristín Jóna

16.12.2015
Salthnetuterta á aðfangadag….
Hún bregst mér ekki frekar en fyrri daginn hún Dröfn hjá Eldhússögum en ég ætla að fá eftirréttinn úr uppskriftabókinni hennar:

Uppskrift:
•    4 eggjahvítur (lítil egg)
•     3 dl sykur
•    1 tsk vanillusykur
•    1 tsk lyftiduft
•    160 g Ültje salthnetur
•    80 g Ritz kex
Dumle krem:
•    60 g smjör
•    1 poki dökkt Dumle (110 g) eða orginal
•    4 eggjarauður
Ofan á kökuna:
•    3 dl rjómi
•    40 g Ültje salthnetur, saxaðar gróft
•    nokkrir Dumle molar, skornir eða klipptir í þrennt.

Ofn hitaður í 180 gráður við undir- og yfirhita. Eggjahvítur stífþeyttar og sykrinum bætt út í smátt og smátt. Salthnetur og Ritzkex mulið smátt í matvinnsluvél og bætt út í marengsinn með sleikju ásamt vanillusykri og lyftidufti. Deiginu er hellt í 24 cm smellu- eða silíkonform. Bakað í ofni við 180 gráður í um það bil 25-30 mínútur.
Smjör er sett í pott og brætt við meðalháan hita. Dumle molum er bætt út í og allt látið bráðna, kælt lítillega. Eggjarauður eru þeyttar ljósar og léttar og bræddu Dumleblöndunni bætt út í. Kakan er sett á kökudisk og Dumlekreminu dreift yfir kökuna. Að lokum er rjóminn þeyttur og honum dreift yfir kökuna. Skreytt með gróft söxuðum salthnetum og niðurskornum Dumle karamellum.

Takk Dröfn fyrir allar frábæru uppskriftirnar þínar
Eldhússögur úr Breiðholtinu

16.12.2015
Jeg er så veldig fornøyd med mitt….
nye jobb.  Denne dame som…
djók ég ætla ekkert að fara að bloga á norsku en verð að viðurkenna að þar sem ég tala norsku núna daglega þá er ég allt í einu farin að hugsa smá og bara smá og stundum á norsku.   En alla vega þá verð ég bara að segja að ég er svo ánægð með þetta nýja starf mitt sem er ræstingar í skóla á morgni frá 6-9 og svo tvo daga í viku á elliheimili frá 9-12.  Skólaræstingarnar eru unnar þannig að við erum 2 konur í teymi og sú sem er þarna fyrir og ég lít á sem verkstjórann minn er búin að vera í þessu sama starfi í 20 ár og líkar vel.  Já það er til fólk sem er ekki endilega á framabraut og líkar bara vel að vinna verkin í hljóði og það er akkúrat þangað sem ég er komin í dag, ég var svo búin að fá nóg af þessu erilsama og stressmikla starfi sem ég var í en ekki misskilja það var eitt skemmtilegasta starf í heimi en undir það síðasta og kannski af því að ég var í fjarvinnu þá var það ekki eins skemmtilegt og eftir að ég hætti þá sá ég enn fleiri hluti sem voru neikvæðir við starfið en enginn þeirra hluta var kúnnarnir mínir því þeirra sakna ég sko helling mikið.  Kannski var það leiðinlegasta þessi endalausa skilgreining á hvað ég var var gera hverja einustu mínútu og hvort það ætti að vera útselt eða ekki osfrv.  Núna er ég bara að skúra og þurrka af frá 6-9 og það þarfnast engrar nánari skýringa.  Jeiiiiiii
En aftur að nýju vinnunni, konan sem vinnur með mér heitir Aud og er líklega á mínum aldri og mjög vingjarnleg kona, hún þekkir mig auðvitað lítið og veit ekki hvað heilinn í mér starfar hratt og það er hreint yndislegt að hlusta á hana útskýra fyrir mér þetta og hitt um ræstingar og löng kennsla í því hvernig ég ætti að fylla út tímablaðið.  Og ég þessi yndisrólega ræstingarkona stóð bara þolinmóð (og ég sem vissi ekki að ég ætti þoliðmæði til) og lærði þvílíkt vel að fylla út tímablaðið.  Elska svona situasjónir.  En Aud líkar vel við mig og sagði mér í morgun að hún vonaðist til þess að ég yrði föst með henni, við vinnum svo vel saman og eftir einhvern tíma verð ég farin að ganga í hlutina alveg eins og hún.  Eða sko ekki alveg eins því hún vinnur þarna í skólanum til 14 svo hún á þetta dæmi alveg en ég kem og hjálpa milli 6 og 9.
Já svo er maður að spjalla og allt í einu uppgötva ég að ég kann ekkert um stjörnumerkin á norsku og þetta er í annað sinn sem ég ætla að tala um stjörnumerkin og uppgötva að norðmenn spá greinilega ekkert í það, ég hef aldrei hitt áður manneskju sem veit ekki í hvaða stjörnumerki barnið sitt er……..  WHAT!  en hún Aud vinkona mín bíður spennt eftir að ég læri þetta á norsku og geti sagt henni allt sem mig langaði til að segja henni ef ég hefði getað talað íslensku.
Svo hér fann ég þetta:
Væren – 21. mars – 19. april   Er du født i Væren? 
Da er du  dynamisk, høy avgjørelseskraft, har stort initiativ og motivasjon og er ærlig og direkte.  Men du har også en tendens til sinne, aggresjon, grovhet, utålmodighet, egoisme og raseri.
Du passer best sammen med Løven, Skytten, Vannmannen og Tvillingene
Element; Ild     
Tyren – 20. april – 20. mai   Er du født i Tyren? 
Da er du stabil pålitelig person, lidenskapelig partner, kunstnerisk, rolig og konkret. Men du har også tendens til å være påståelig og sta, grådig og materialistisk.
Du passer best sammen med Jomfruen, Stenbukken, Krepsen og Fisken
Element; Jord     
Tvillingene – 21. mai – 21. juni   Er du født i Tvillingene? 
Da er du temperamentsfull, filosofisk, intelligent, rasjonell og effektiv. Men du kan også være utålmodig og rastløs, snakkesalig, barnslig og useriøs. 
Du passer best sammen med Vekten, Vannmannen, Løven og Væren
Element; Luft     
Krepsen – 22. juni – 22. juli   Er du født i Krepsen? 
Da er du ærgjerrig og føler stor tilknytning, intuitiv, sympatisk og føler stor omsorg. Men du er også mistenksom, manipulerende og kan være innesluttet.
Du passer best sammen med Skorpionen, Fisken, Jomfruen og Tyren
Element; Vann     
Løven – 23. juli – 23. august   Er du født i Løven? 
Da liker du selvutfoldelse, er original og åpen, lojal, selvsikker og dynamisk. Men du har også tendens til å være selvopptatt og dominerende, nesten diktatorisk. 
Du passer best sammen med Skytten, Væren, Vekten og Tvillingene
Element; Ild
Jomfruen – 23. august – 22. september   Er du født i Jomfruen? 
Da er du organiserende/praktisk, analytisk, veloverveiende, myk, og ettergivende. Men du er også nervøs, skeptisk og lite tolerant.
Du passer best sammen med Steinbukken, Tyren, Skorpionen og Krepsen
Element; Jord
Vekten – 23. september – 22. oktober   Er du født i Vekten? 
Da er du vennlig, høflig, kompromiss-skapende, har sjarme, eleganse, liker diplomati, likevekt og fredlighet Men du har også en tendens til handlingssvakhet, uærlighet, smiger og koketteri.
Du passer best sammen med Vannmannen, Tvillingen, Skytten og Løven
Element; Luft     
Skorpionen – 23. oktober – 21. november   Er du født i Skorpionen? 
Da har du følelsesmessig dybde er sikker og håndfast, du har en stor idealisme og streber etter høyere nivåer Men du har også en tendens til fanatisme, selvdestruksjon, okkulte tanker, sjalusi og hevntanker, pining og besatthet.
Du passer best sammen med Fisken, Jomfruen, Steinbukken og Jomfruen
Element; Vann     
Skytten – 22. november – 21. desember   Er du født i Skytten? 
Da har du stor innsikt, er livlig og lærelysten  har humor, entusiasme, optimisme, toleranse og organiseringsevne. Men du har også en tendens til mental arroganse, utålmodighet og hovenhet
Du passer best sammen med Væren, Løven, Vannmannen og  Vekten
Element; Ild     
Steinbukken – 22. desember – 19. januar   Er du født i Stenbukken? 
Da er du ambisiøs, formende, hengivende, arbeidsom og målorientert. Men du kan også ha litt mangel på spontanitet og sensitivitet, og være sta, fordømmende og kontrollerende.
Du passer best sammen med Tyren, Jomfruen, Væren og Skytten
Element; Jord     
Vannmannen – 20. januar – 18. februar   Er du født i Vannmannen? 
Da er du veldig sosial, vennlig, kreativ, strålende og stolt. Men du kan også være tankeløs, indirekte og svevende.
Du passer best sammen med Tvillingen, Vekten Tyren og Skytten
Element; Luft     
Fiskene – 19.  februar – 20. mars   Er du født i Fiskene? 
Da er du Virkelighetsnær, fornuftig, snill, vurderende og planmessig.  Men du har også en tendens til å være humørsyk, uberegnelig og trang til å føle deg som martyr. 
Du passer best sammen med Krepsen, Skorpionen, Tyren og Stenbukken
Element; Vann
Sigga Kling þarf að koma hingað og kenna Norðmönnum á stjörnumerkin og spádóma þess.
Ég var ekki búin að lesa mína spá fyrir desember og hallast enn og aftur að því að Sigga liggja á milli okkar hjónanna því veit þetta allt.
Desemberspá Siggu Kling – Hrútur: Stökktu á spennandi tækifæri!

Elsku hjartans hrúturinn minn. Eins og þú ert sterkur fyrir í  öllum mögulegum aðstæðum og ert svo mikill stríðsmaður þá getur þú líka látið koma þér í uppnám. Mundu bara að margt af því sem er að koma þér í eitthvert uppnám skiptir bara hreinlega engu máli.
Það er mjög mikið að gerast núna sem er að breyta lífi þínu og þú ert að hugsa svo margt á öðrum nótum en vanalega.
Það er mikil ást í kortunum þínum og Venus sjálf situr um hrútana og þú ert þar af leiðandi að senda alveg óvenjumikla elsku út um allt júníversið núna!
Fólkið sem er í kringum þig sér á þér nýja hlið og hugsar: Ekki bjóst ég við þessu!
Það er mikið af tækifærum allt í kringum þig og það sem spennir þig upp er rétta tækifærið svo stökktu bara á það!
Það koma einhver skemmtileg skilaboð úr fortíðinni sem þér fannst kannski ekki skemmtileg fyrst þegar þú heyrðir eða last þau. Nú láta þau aftur á sér kræla og fá þig til að anda léttar.
Öll þessi dásamlega orka víkingsins sem þú í raun og veru ert gefur þér kraftinn til þess að halda áfram. Mundu bara, elsku hrútur, að þú munt aldrei brotna, kannski bogna pínu en þú munt alltaf standa upp teinréttur jafnharðan.
Það er eitthvað um lygar í kringum þig en þú skalt bara hlæja að vitleysunni sem er fólgin í þessu, lygi er alltaf lélegt vopn og hún mun rata beina leið heim til sín svo ekki vera að hafa of miklar áhyggjur af þessu.
Jólamánuðurinn verður spennandi og það verður nóg af partíum sem þú skalt mæta í því að þú ert að kynnast og hitta fullt af fólki og það er eitthvað sem þú elskar að gera.
Mottó verða aldrei gömul, hér vel ég tvö sterk sem þú hefur fengið áður og þau eru að sjálfsögðu enn í gildi í desember þannig að þú skalt hafa þau hugföst í mánuðinum:

Halló heimur, ég er kominn!
Það er ekki vandamálið sem drepur þig heldur afstaðan til þess

Knús og koss, Sigga Kling
———
Já svo er hitt jobbið mitt en það er að ræsta í svokölluðu alrými á elliheimili, það er matsalur, setustofur, gangar oþh. ekki inni hjá gamla fólkinu sjálfu.  Mér líkar þetta líka fínt, það er frekar hreint þarna og þetta er svona líkara því að maður sé að þrífa heima hjá sér nema aðeins lengri gangar oþh.
svo nú vona ég bara að ég haldi þessum tveimur störfum sem eru þá líklega eitthvað á milli 50 – 60% vinna og ég búin 3 daga kl. 9 og 2 kl. 12 og get því einbeitt mér að Mirra Photography með þessu.  Ég á reyndar pínu erfitt með að einbeita mér að því núna en það er bara meðan nýjabrumið er að fara af mér með vinnuna og að ég komist í vana að vakna eldsnemma og þurfa að fara í vinnu og eiga að vera mætt kl. xx og svo framvegis, ég hef alltaf getað ráðið því svolítið innan skynsamlegra marka og það hefur hentað mér mjög vel svo þetta er alveg nýtt fyrir mér og þarf að venjast. Sérstaklega svefninn ég hef ekkert sofið vel síðan ég byrjaði kannski eitthvað undirliggjandi stress að þurfa að vakna svona snemma og svo hitt að þurfa að sofna fyrir kl. 10 helst til að fá mína 7 tíma en það hefur ekki tekist ennþá.  Ég veit að þið sem þekkið mig haldið að ég hafi alltaf verið sofnuð kl. 10 en það er ekki svo, ég fór uppí kl. 10 og þá fór ég annað hvort að lesa eða horfa á tv í ipadinum og það gat oft verið í 1,5 tíma svo já þetta eru viðbrigði sem ég mun venjast þarf að komast í gegnum dag án þess að leggja mig til að ná þessu en gærdagurinn var sá fyrsti sem ég lagði mig ekkert enda tengdamamma komin í heimsókn og ég að sýna henni húsið okkar og umhverfi og það allt.
Eitt sem hefur verið talsvert mikið mál fyrir mig í þessari nýju vinnu er klæðnaðurinn, ég get ómögulega verið í kjól en djö.. hata ég það að vera í buxum og finnst þær alltaf vera að detta niður um mig og svo átti ég bara ekki neina boli sem hentuðu í svona og fyrst var ég tveimur bolum einum hlýrabol en síðum og öðrum stutterma yfir en hann er svo stuttur og einhvern veginn maginn alltaf út í loftið sem mér finnst óþægilegt svo þarf að vera í peysu eða öðru álíka utanyfir og helst með vasa svo maður geti geymt símann og gleraugun en ég átti ekkert nema lopapeysur og fann einhverjar gamlar íþróttatreyjur af Söru Rún og er búin að prófa 2 en þær eru eiginlega of litlar og ekki nógu þægilegar en allt í einu í gær, þá rek ég augun í cintamani peysuna mína sem ég fékk frá Wise einhvert árið og volla, þar er auðvitað komin hin fullkomna skúringarpeysa en ég veit ekki alveg hvort ég hefði keypt svona dýra skúringarpeysu en þetta er með ljótustu peysum sem ég sé svo ég nota hana aldrei nema innanundir þar sem hún ekki sést og svo nú í vinnunni þannig að það er hið besta mál en ég er nú alveg viss um að þegar fer að vora þá mæti ég í kjól í vinunna og hætti þessum svarta ljóta klæðnaði.  Er næstum viss um að ég skúra betur í fallegum kjól.  Annað sem er enn meira mál og það er hárið á mér.  Djísus hvað ég væri til í nýtt hár svona á seinni helmingnum í alvöru er ekki komið nægur tími sem ég hef verið með þunnt, líflaust og feitt hár og lít ekki vel út nema nýklippt og blásin af hárgreiðslumeistara.  En jú jú á 4 degi er ég búin að finna það út að best er að ég sofi með tagl og greiði svo aftur í tagl áður en ég fer í vinnuna því annars er ég eins og …. ja þið sem fenguð snapp í gær vitið um hvað ég er að tala og þetta er ekki gott þegar maður er að sann sig í nýju jobbi en sko ekki fyrir mitt litla líf nenni ég að faraí sturtu og blása á mér hárið fyrir kl. hálft fimm á morgnanna svo það verður bara að duga sem það er.  Ef það væri ekki svona óþægilegt að vera með fitugt hár og húfu þá myndi ég kaupa mér hárkollu og njóta þess að skella henni á hausinn á mér og fara út í daginn eins og venjuleg manneskja.
En já nú erum við sko að verða svo spennt að flytja, það verður styttra fyrir okkur bæði í vinnuna þó ég vinni í Mandal því ég vinn í Holum sem er hverfi í Mandal og það er nær Marnardal en miðbænum í Mandal svo….. hlakka þvílíkt til.
Svo er ein sem vinnur á skrifstofunni hjá Þráni sem býr þarna á Nesan og á unglingsstelpu sem hlakkar til að kynnast Ástrós Mirru og einn kennarinn í skólanum sem ég er að þrífa í, býr í þarnæsta húsi við okkur og við erum búin að spjalla heilmikið saman og hann er þvílíkt yndæll og ef allir nágrannarnir eru eins og hann þá verður nú lífið ljúft.
Við erum að vonast til að geta flutt um miðjan janúar og vonandi verður enginn snjór þennan veturinn eða ekki fyrr en í febrúar þá því það er ekkert gaman að flytja í snjó og hálku.
Jæja elskurnar mínar, þá er best að skella sér í sturtu eftir vinnu dagsins og koma sér í bankann að ganga frá einhverjum pappírum.
Þangað til næst,
Ha en strålende dag videre, Ykkar Kristin Jona

12.12.2015
Var búin að lofa….
að segja ykkur aðeins frá fyrsta norska vinnudeginum mínum sem kom algjörlega ofan af fjöllum eins og jólasveinarnir, kannski ég finni upp nafn á 14 sveininn sem tengist vinnu því ég sem sagt byrjaði að vinna í gær hjá Mandals bæ í þrifum í skóla og elliheimili.
Ég keyrði Þráni (eða sko hann keyrði og ég sat við hliðina á honum) í vinnu og fór svo beint í Holum skóla að hitta hana Aud sem ég átti að vinna með frá 6 – 9 ( sem varð reyndar 10 í gær) að þrífa skólastofur og ganga.  Hér í Noregi er þrifið á morgnanna en ekki kvöldin en það akkúrat svo lýsandi fyrir muninn á íslendingum og norðmönnum og eitt af því sem lætur mér líða vel hérna úti því ég gæti ekki fyrir mitt litla líf staðið upp í lok dags eða að kvöldi og byrjað þá að vinna en að vakna heldur fyrr en ég er vön og taka til hendinni virkar fínt fyrir mig.
Þessi vinna í skólanum var bara fín og Aud passaði alltaf uppá að við skiptumst á ef ég skúra þessa skólastofu þá þurrkar hún af borðum og töflu og svo öfugt í næstu skólastofu. Við unnum vel saman og kjöftuðum talsvert og hún hrósaði sérstaklega hvað ég talaði góða norsku og hún hefði átt mjög auðvelt með að skilja mig sem var frábært að heyra því ég verð alltaf jafn hissa hvað ég er orðin ágæt í norskunni miðað við að ég hef ekki svo mikið verið úti við meðal norðmanna nema bara vina og kunningja.
Ég er líka svo óhrædd við spyrja ef ég skil ekki og ég held að það virki vel á fólk og fái það til að treysta betur að ég skilji hvað það meinar.
Heima á Íslandi eru alltaf teknar pásur á klukkutíma fresti en það er ekki hérna því við unnum alveg frá 6 til korter í níu en þá er pása og næst verð ég búin í vinnunni kl. korter í 9 í skólanum sem er í rauninni bara pínu fyndið en flott líka, þá fer ég heim og sinni dýrum og ljósmyndavinnunni minni og eitt sem ég hugsa svo jákvætt um svona vinnu er að ég get nýtt tímann til að hugsa um verkefnin sem ég er að plana eða að gera í ljósmynduninni.  Fæ sem sagt enn að brúka heilann alveg fyrir sjálfa mig.

En já aftur að vinnunni í skólanum því eitt sem kom mér þvílíkt á óvart er að það eru ekki notaðar sápur í þessum þrifum einungis í klósettin en tuskur og moppur eru ekki einu sinni bleytt heldur þvegið og sett í ísskáp yfir nóttina og notað kalt á gólfin og borðin.  Já sæll hugsaði ég fyrst en þetta virkar meðan það er kalt en þegar líða fór á morguninn fannst mér ég þurfa að fara að bleyta tuskurnar og þá var það einungis gert með köldu vatni.
Já svo lengi lærir sem lifir.  Gólf eru meira svo þurrmoppuð og bara bleytt á þá parta sem eru með td. kaffislettum oþh.  Ég þarf líklega að venjast þessu því ég vil helst bleyta gólfin mikið en kalda vatnið og sápuleysið ætla ég að temja mér strax.
Klukkan 10 átti ég að hitta hana Ritu sem er með mikið ljóst og krullað hár var mér sagt.  Legðu bara bílnum á bílastæðið við elliheimilið og þú fattar hver hún er um leið og þú sérð hana.
Jæja ég var komin 10 mínútur í til að koma örugglega ekki of seint og beið á planinu (reyndar bara smá pása fyrir mig) en klukkan varð 10 og ekki kom konan og hún varð 3 mínútur yfir og þá fór ég að hugsa að hringja í yfirmanninn/konuna og spyrja hvort ég væri nokkuð að misskilja en ég ákvað að bíða með það til kl. 10.05 sem ég og gerði og hún sagðist myndi tékka á þessu en þá kom hún Ríta svingandi inná bílaplanið og við löbbum saman inn á þetta elliheimili sem er svona herbergi/íbúðir fyrir gamalt fólk og gangar þar fyrir framan, setustofur, borðsalur ofl.  Ég á sem sagt að þrífa allt alrýmið sem var í rauninni miklu meira en ég hélt fyrst og já svo eru skrifstofur, fundarsalur, eldhús og baðherbergi á neðri hæðinni fyrir starfsfólkið sem ég á líka að þrífa.
Jæja Ríta sýnir mér þetta allt saman og fer svo og ég bara dríf í því að byrja að þrífa og þarna eins og á hinum staðnum er meira þurrmoppað eða notað kalt vatn en aldrei sápa á gólfin og helst ekki bleyta þau mikið svo það verði ekki hált og gamla fólkið kannski dettur.
Þetta varð 3 tíma vinnu með því að ég stoppaði ekki allan tímann og auðvitað var ég alveg búin á því eftirá.  En það var meira, sko þetta er ekki svo flókið að læra en elliheimilið er bara gangar og fullt af hurðum og ég var ekki alveg viss um öll herbergin sem ég átti að þrífa en þóttist alveg viss um að það væru 2 klósett á efri hæðinni en fann bara eitt, ég hugsaði með mér að ég yrði þá bara að sleppa hinu ef ég fyndi ég það ekki, ég gat ómögulega munað í hvaða krók eða kima þetta klósett var.  Þetta minnti mig pínu á Kringlunni en ég hef aldrei getað lært á hana og hvar búðirnar eru oþh. út af mörgum göngum og krókum.  En alla vega ég er að þrífa þarna setustofu og ætla svo í matsalinn en þessi rými liggja saman en er þá einni gamalli konu ýtt þarna inn og stillt upp við endann og um leið og konan sleppir hjólastólnum byrjar gamla konan …. Hjelp… hjelp… hjelp… hjelp…hjelp… hjelp… hjelp…hjelp… hjelp… hjelp… og svo bara stanslaust og ég hugsa “fokk” ég ætla ekki þarna inn að skúra og þurfa kannski að sinna henn, því það kann ég sko ekki.  Ég kann það ekki á Íslensku og hvað þá á norsku svo ég þríf bara allt annað meðan hún situr þarna.
Svo endaði ég á að fara niður og taka starfsmannarýmið og þrífa það og kem svo upp og er þá að vona að fólkið sé búið að borða en ennþá sátu 3 sætar og fínar konur að klára matinn og akkúrat sem ég er að reyna að skúra aðeins í kringum þær kemur ein og rúllar vinkonu minni aftur í matsalinn og hún byrjaði aftur en aðeins lægri stemmd hjelp…hjelp… hjelp… hjelp…hjelp… hjelp…
Svo ég pakkaði bara niður skúringardótinu og sagði þessum degi lokið, næst ætla ég að byrja á matsalnum og vera búin með hann þegar fólkið fer að koma fram.

En reyndar þegar ég var að leita að klósettinu og gekk þarna um alla gangana þá sé ég eina litla sæta konu sitja í stól og göngugrindin við hliðina og eins og hún sé að reyna að standa upp svo ég lít til hennar og segi: “trenger du hjelp” og hún brosir bara til mín eins og hún skyldi ekki neitt sem ég sagði og brosið var með örfáum tönnum en samt svo einlægt og sætt. Svo ég reyni að spyrja hana hvort hún vilji standa upp, hvort hana vanti eitthvað osfrv. og er alveg að vanda mig að tala óskýrt svo hún kannski skilji betur en alltaf brosir hún bara út að eyrum og segir svo:  What is your name?  Já ok, ein sem skilur mig alls ekki og ætlar bara að prófa enskuna sína svo ég svara henni hátt og skírt:  My name is Kristin og brosti og fór.  Svo þarna í restina í matsalnum þá var hún ein af konunum og þá heyri ég starfsmann koma til hennar og tala ensku.  Hallóoooo þá var þessi eina kona sem ég ætlaði nú að hjálpa alls ekki norsk og það var nú kannski skýringin á að hún skyldi mig ekki.  ha ha ha ha ha ha.

Jæja ég var komin heim kl. 13.20 og alveg búin á því.  Lagðist í sófann og hafði ekki einu sinni rænu á að kíkja á FB eða Snapp.
Fékk mér svo að borða og lagðist aftur í sófann enda þessi skrokkur vanur að vinna sitjandi og brúka heilann meira en útlimina.  Svo kom Þráinn heim og fljótlega eftir það ákvað ég að leggja mig aðeins þar sem Arnfinn og Hege ætluðu að kíkja í øl og osta um kvöldið og skemmtilegra að ég sé hress þá.
Þegar ég vakna aftur þá er ég bara ágæt og fann að ég verð nú ekkert rosalega lengi að venjast þessu, þarf bara að passa bakið á mér sem var aðeins stirt i morgun.  En ég heyrði viðtal við konu um daginn sem var að segja að “kyrrseta is the new smoking” og meinti að stóru vandamálin í þjóðfélaginu núna er hvað mikið af störfum eru kyrrsetustörf, skólar og áhugamál.  Og nú ættu þjóðirnar að skjóta upp herör gegn því eins og þær gerðu með reykingar þar sem árangur er svo mikill.
Laugardagur í dag, jólaboð með vinnunni hans Þráins í kvöld, guðþjónusta og jólaball á morgun með íslensku kirkjunni og svo heil vinnuviku hjá nýjasta vinnandi meðlim norska þjóðfélagsins.
Heyrðu já gleymi að segja að Arnfinn og Hege voru auðvitað steinhissa að heyra að ég væri allt í einu komin í vinnu og Hege sagði að ég væri heppin að vera komin í vinnu hjá kommununni því þar væru bestu launin og mesta starfsöryggið.
Heppna Stína stuð og já ef ég fæ að halda þessum tveimur störfum þá er ég ánægð því þau virka svo vel með Mirra Photography sem einmitt fékk ný nafnspjöld í póstinum í gær og auglýsingar sem ég ætla að skella í póstkassa nágrannana.

Ha en strålende helg videre og munið að njóta aðventunnar það er öllum sama hvað margar sortið þú bakar eða hvort þú skúraðir tvisvar með sápu eða ekki, dempið bara ljósin og þá sést ekkert ryk.
Ykkar Kristin Jona

10.12.2015
Er bara orðlaus núna….
og það þarf sko mikið til.  En þannig er nú mál með vexti að þegar við fórum í bankann okkar að biðja um lán til húsakaupa þá var eitt aðal umræðuefnið hjá bankamanninum að ég hefði ekki fasta vinnu og ekki fastar tekjur.  Og því fengum við nei.
En svo fórum við í annan banka og í millitíðinni þá ákvað ég bara að sækja um í fyrsta sinn á ævinni atvinnuleysisbætur, ég væri þá með einhverjar fastar tekjur og ef það dygði til að fá lán til að kaupa hús þá “why not”.  Og já já ég byrja að fylla út umsókn um bætur á netinu og fer svo með skilríki á skrifstofuna, fæ svo bréf um það að ég teljist hæf til að leita mér sjálf að vinnu og boðuð á námskeið í atvinnuleit.  Vel gert allt saman og ég svo sammála því að ég sé alveg hæf til að leita sjálf að vinnu en ég ætlaði nú bara að fá atvinnuleysisbætur til að byrja með, taka því rólega að leita að vinnu og þar fram eftir götunum en varð að sækja um 3 vinnur strax til að eiga rétt á bótum sem ég og gerði.  Henti inn einhverjum 3 umsóknum í einhver létt störf sem ábyggilega yrði barist um og ég fengi örugglega ekki, þar sem ég var eiginlega ekki alveg tilbúin að fara að vinna strax, alla vega ekki akkúrat fyrir jólin.  En hvað?
Sama dag og ég á að mæta á fund og námskeið hjá þeim til að læra að leita að vinnu fæ ég sms frá konu sem er verkefnastjóri í þrifum hjá Mandals bæ og ég boðuð í viðtal.  Ég fór að hugsa, eitt af störfunum sem ég sótti um var ábyggilega þrif en sko umsóknarfrestur er varla liðinn eða þá bara rétt svo og ég strax komin með viðtal.  Jæja er það bara ekki fínt?
Fór í viðtalið í dag og er að byrja að vinna á morgun kl. 6 um morguninn, já gott fólk ég er víst bara komin með vinnu og þó það séu þrif þá er það eitthvað til að byrja á hér í Noregi og fínt að hafa með ljósmynduninni, sérstaklega þar sem vinnutíminn er frá 6 – 12 alla vega þar sem ég byrja.  Reyndar eru það 2 störf annað í einum skóla hér í bæ og það er 6-9 en svo er hjá eldri borgurum eitthvað félagsheimili og það er 2 svar í viku í ca. 2-3 tíma og má taka strax á eftir skólanum og er ég þá búin um kl. 12.  Hef ekki hugmynd um launin, konuna vantaði greinilega svo mikið starfsfólk að hún réði mig á staðnum án þess að vita neitt nema ég væri íslensk.
En vitiði hvað, ég hlakka bara til og hún sem verður með mér í skólanum á morgun heitir Aud, það hlýtur að vera norska merkingin á nafninu Auður og mér leist bara vel á hana, hressileg og vinaleg kona.
Sú sem hins vegar réði mig var eitthvað kunnugleg svo ég spurði hana eftir ráðningu (eða var ég ráðin ég var aldrei spurð, bara litið á það að fyrst ég sótti um þá vildi ég starfið) hvort við hefðum hittst áður og hún kannaðist ekki við það en ég fattaði allt í einu að hún væri konan sem keyrði brúðarbílinn í brúðkaupinu sem ég myndaði í sumar.  Jebb þetta er eins hér og á Íslandi, heimurinn er svo lítill.
Þetta er bíllinn sem hún keyrði.

Jæja gott fólk meiri fréttir eftir morgundaginn, ég veit að það verður munur að vinna á löppunum en ekki rassinum en það hlýtur að venjanst eins og allt annað, eina sem Þráinn hefur áhyggjur af er hvort ég muni hætta að þrífa heima hjá mér ef ég vinn við þrif en ég held ég þrífi hvort eð er ekki svo mikið heima að það muni sjást einhver munur ha ha ha.
Ykkar Kristin Jona som jobber hos Mandal kommune

10.12.2015
Jólaís…
Þessi uppskrift er fengin hjá Búkonunni
—–
Heimagerður ís er eitt það besta sem hægt er að hafa í eftirrétt á jólunum. Þessi uppskrift er búin að vera lengi í fjölskyldunni. Amma mín Steinunn Gísladóttir lærði að gera hann þegar hún var vinnukona í vist á Laufásveginum árið 1947. Ísinn er himneskur og yndislega einfaldur.

Amma taldi uppskriftina koma frá fjölskyldu frúarinnar sem hún vann hjá en sú frú var ættuð úr Vatnsdalnum í Austur-Húnavatnssýslu. Síðan tók mamma að gera þessa uppskrift  og tók uppskriftina með sér norður í Húnavatnssýslu til Blönduós og ísinn hefur fylgt okkar jólum síðan ég man eftir mér.
Vanilluís
1/2 l rjómi
6 egg
100 g sykur
2 tsk vanilludropar
Aðferð
Skiljið að eggjahvítur og eggjarauður og setjið í skálar sem hægt er að þeyta þær í.

Byrjið á því að þeyta saman eggjarauður og 100 grömm af sykri þar til blandan verður þykk og ljósgul.

Næst eru eggjahvíturnar þeyttar vel þar til þær verða léttar og þykkar.

Rjóminn er þeyttur seinast en setjið 2 tsk af vanilludropum út í rjómann áður en þið þeytið hann. Síðan er þeytta rjómanum bætt út í eggjarauðurnar og hrært varlega saman.

Eggjahvíturnar fara seinast út í blönduna. Best er að hræra þessa blöndu varlega saman með sleikju.

Þegar búið er að blanda ísinn er hann setur í form. Þið fáið um það bil tvo lítra af ís út úr þessari blöndu. Sniðugt er að setja þessa blöndu í sérstakt ísform eða í einhver ísbox sem þið hafið geymt. Ef ykkur langar í súkkulaðibitaís, þá getið þið saxað uppáhalds súkkulaðið ykkar í litla eða stóra bita og hrært saman við blönduna. Ísinn er glerharður þegar hann er tekinn úr frysti, þannig að það er gott að taka hann út um það bil 1 klst fyrir eftirrétta gleði og geyma í ískápnum, þá ætti hann að vera orðin mátulega mjúkur.

07.12.2015
Nesan 7 …
Jæja gott fólk þá erum við bara að festa okkur alvarlega í sessi hér í Suður Noregi og erum að ganga frá kaupum á æðislegu húsi hérna í Marnardal sem er rétt hjá Mandal.  Ekki hafa áhyggjur þið sem ekki hafið komið og heimsótt okkur í Mandal, það er nefnilega verið að sameina nokkur sveitarfélög hérna og þar á meðan Mandal og Marnardal og svo er bara 20 mín að keyra inní menninguna í Mandal.
En við ætlum að verða pínulítið sveitarfólk þótt þetta sé samt í byggð en Marnardalur er 2200 manna sveitarfélag. Við líkjum því við Hvalfjarðarsveit því þetta er ríkt sveitarfélag og sem dæmi þá eru ekki greidd fasteigna- og eða sorpgjöld þarna.
Við erum ótrúlega spennt að fara og eignast okkar eigin húsnæði hérna og sjá lánin lækka, geta breytt og lagað til eins og okkur langar og svo fær Þráinn í fyrsta sinni bílskúr og hann verður hreinlega dreyminn á svipinn þegar hann hugsar um allt sem hann getur gert þar.
En umhverfið þar er svo geggjað og við bara að verða mjög spennt en vitum ekki hvenær við fáum að losna út úr þessu húsi sem við leigjum en við erum með 3 mánaða uppsagnarfrest svo prisipp málið er að við verðum að vera hér í 3 mánuði en vonandi verður leigusalinn góður við okkur og sleppir okkur fyrr.  En alla vega verðum við flutt fyrir 1. mars 2016.
Hérna fáið þið að sjá nokkrar myndir sem ég tók í góða veðrinu í morgun af húsinu og nánasta nágrenni.

Eigið frábæran dag þrátt fyrir óveður, njótið þess bara að vera heima og innandyra.
Ykkar Kristin Jona

27.11.2015
Já kallinn minn…
Já fyrsta sem ég finn um Þráin er tilkynning um að hann sé að fara að fermast.

1986 var risastórt ár hjá LV þegar þau ákváðu að setja upp leikritið Oklahoma, það var farið með þetta stykki uppá land og allt.

1986 var líka sett upp Barnaleikrit hjá LV

Morgunblaðið 1987 sagði frá Grænjöxlum Leikfélags Vestmannaeyja

En það gerðu Eyjafréttir líka

Og meira af Grænjöxlum, þetta hefur verið vinsælt að fjalla um hjá blöðunum.

Fleira gerðist nú á því herrans ári 1987

Og aftur eru það Grænjaxlarnir, sýnist að það sé það leikrit sem mest hafi verið fjallað um í blöðunum

Árið 1988 var hið snilldarleikrit sett upp hjá LV sem hét jólasveinninn sem villtist en ég get svo svarið það að ég hélt þetta væri Snorri á þessari mynd en ekki Þráinn, vissi ekki að þeir væru líkir, ha ha ha

Gott kvöld var skemmtun sem haldin var í Hallarlundi árið 1990

Árið 1991 setti LV upp leikritið Síldin kemur – Síldin fer og ég tók nú líka þátt í þessu verki og sýnist meira að segja vera mynd af mér þarna að syngja einsöng sem var með því erfiðasta sem ég hef gert en ekki tók því að nefna mig á nafn og því kemur þetta ekki upp þegar ég leita eftir mínu nafni.

1993 er Kardemommubærinn settur upp hjá LV og þar stóð ljónið sig allra best að öðrum ólöstuðum.

Jeminn einasti haldiði ekki að strákurinn hafi komið í tekjublaðinu og það sjálfsagt ekki vegna hárra tekna því á þessum tíma vorum við nú bara fátækir verkamenn

Já svo finn ég tilkynningu um að við höfum gift okkur en hún kemur einungis upp ef ég leita að nafninu hans Þráins en ekki mínu nafni, það er mjög skrítið þar sem nafnið mitt stendur þarna líka ha ha ha

Að sjálfsögðu er hann í sömu fréttum og ég þegar kemur að hjónabandi okkar og brúðkaupsferðinni margfrægu sem var árið 1995.

Hér koma svo ýmsar fréttir af því að Raufarhafnarhreppur gerði bíómynd í tilefni af afmælinu sínu og þar var aðalleikarinn Þráinn Óskarsson

Árið 1995 setti LV upp Leynimel 13 og lék ég í því en Þráinn kom eitthvað að smíði sviðsmyndarinnar enda sjómaður á þessum tíma, en eins einkennilegt og það nú er, það er að ég var einn af leikurunum en hann smiður þá birtist þessi grein þegar ég leita að nafninu hans en ekki mínu, hummm og samt stendur þarna að ég hafi leikið frú Madsen, hummm eitthvað er nú einkennilegt við þetta.

Hann fékk að vera með í seinni fréttinni um að hún Ástrós Mirra væri fædd en það er árið 2000.

Ekki eru allar greinar skemmtigreinar sem birtast en það er gott að eiga minningar og minningargreinar eins og annað, elskulegur tengdafaðir minn lést alltof snemma og er enn saknað mikið. Set hér með minningargreinarnar sem birtust um hann.

Fjarðarpósturinn 2010 segir okkur að maðurinn hafi verið í framboði

Fréttablaðið 2011

Svo kom spurning dagsins til leikhússtjórans

2011 skrapp Þráinn til Eyja til að taka þátt í afmælishátíð hjá LV

Hjá Þráni eins og mér endar þetta á viðtalinu sem tekið var við okkur fyrir 1 ári eða 2014.

26.11.2015
Já, ýmislegt hefur hún brallað…
kellingin og gaman að skoða Timarit.is og setja í gæsalappir nafnið sitt og sjá hvað hefur komið í fjölmiðlum um mann.  Það er þó einn galli á og það er að ég á eina alnöfnu á Íslandi og þar með verða greinarnar fleiri og ég þarf að skoða og velja hvað er ég og sem betur fer er ég, ég en ekki hún því það eina sem finnst um hana á timarit.is eru minningargreinar og tilkynningar um andlát.  En ég er nú skemmtilegri en það og hef brallað ýmislegt um ævina eins og sjá má á þessari samantekt minni hér að neðan:
Fyrst er að finna að ég sótti um vinnu sem skólaritari en fékk ekki, heppin ég því þá hefði ég kannski aldrei sótt um vinnuna á bæjarskrifstofunum þar sem ég vann alveg þar til ég flutti frá Eyjum og á ennþá ótrúlega sterkar taugar í þá stofnun.

Svo finn ég grein þar sem greinilega hefur verið tekið viðtal við mig eftir samningafund hjá Starfsmannafélaginu okkar. En sko einu sinni var ég mjög aktív í stéttarbaráttu og ég kem nú frá fólki sem barðist hart fyrir réttindum verkamanna og sálin mín er ansi oft þar, þó ég þurfi ekki á því að halda núna.

En nú fer að verða meira skemmtilegt í kringum á tímarit.is og hér er það umfjöllun í Morgunblaðinu um Leynimel 13.

Og hér kemur svo ítarlegri umfjöllun um það leikrit.  Þarna voru margir snillingar samankomnir og mikið gaman að leika í þessu stykki.  Þetta er líklega fyrsta leikritið sem ég leik í, án Þráins 🙂

Næst er það Kardemommubærinn hans Torbjorns Egners en hann átti einmitt sumarhús hérna í Mandal og því hef ég alltaf haldið því fram að Mandal væri fyrirmynd hans að Kardemommubænum.  Hvar annars staðar vaknar fólk kl 7 við að lúðrasveitin gengur niður götuna með lúðrablæstri og skemmtilegheitum?  Hvar annars staðar eru allir svona kátir og miklir vinir?  Og hverjar eru líkurnar á því að við hjónakornin lendum í því að flytja til útlanda og óvart hittum á hinn eina sanna Kardemommubæ?

Jæja nú fer þetta að verða aðeins persónulegra því ég er hreinlega viðtal við okkur hjónakornin þar sem við fórum í mjög sérkennilega brúðkaupsferð svo ekki sé meira sagt.  Og eins og þið sjáið þá höfum við ekkert breyst.

Svo er það stæðsta stundin í lífi okkar þegar hún dóttir okkar fæddist það varð auðvitað að tilkynna það í blöðunum líka.

En eitthvað rugluðust þeir á Fréttum og rangfeðruðu stúlkuna fyrst.

Spurning að athuga með þennan Þráin Hafsteinsson hvað hann sé að bralla í lífinu 🙂
Og næsti merkilegi atburður var nú bara ljósmyndasamkeppni en ekki var ég komin með bakteríuna sem ég hef í dag, þarna og þó….

Og já úps ekki gátu þeir beygt nafnið hennar rétt og það fer ekkert smá í taugarnar á mér þegar fólk beygir nöfn vitlaust.  Norðmenn heppnir að þurfa ekkert að díla við það, nöfn bara ekki beygð.

Já gott fólk margur hefur gert minna en þetta og þetta er bara nafnið mitt, kannski ég setji í næsta blogg allt sem minn heittelskaði hefur gert og þá er ég ansi hrædd um að það verði lengri listi.
Njótið vel, kæru vinir og eigið yndislegan dag, mér sýnist sólin vera að koma upp í Mandal og ætla að hafa það dásamlegt í dag þrátt fyrir að hafa ofboðið bakinu mínu í gær með leikfimi og 2 göngutúrum einum stuttum en hinum hátt í 2 tíma löngum.
Ykkar Kristin Jona, sem sumir kalla ofvirka.

23.11.2015
Starfskynning…
Já gott fólk síðasta vika hefur verið talsvert viðburðarrík því dóttir mín hún Ástrós Mirra var í starfskynningu hjá mér og því var nokkuð mikilvægt að finna fullt af verkefnum og vinna þau saman.  Ég man nefnilega þegar ég var unglingur í starfskynningu að það sem við krakkarnir fengum að gera var að taka til í geymslum og hella uppá kaffi og máttum svo kannski horfa á hina vinna en það er ekki svoleiðis hjá Mirra Photography.  Þó við séum ekki með mörg launuð verkefni þessa dagana þá er lítil má að búa sér til verkefni og vinnu og ég er svo uppfull af hugmyndum að dagurinn minn dugir ekki til fyrir þau öll sömul.  Þannig að ég planaði verkefni fyrir stelpuna og vikan hennar var svona:
Mánudagur:  Þá kenndi ég henni á stockvefina sem ég er að vinna í að setja myndir á og ég þurfti nú ekki einu sinni að klára setninguna þegar hún var komin með það allt á hreint og helmingi fljótari en ég að setja myndirnar þarna inn, skýra þær og setja inn svokölluð keywords á þær enda enska hennar annað tungumál og hún svo fljót að hugsa á ensku.  Seinni partinn vorum við svo með 2 systkini í jólakortamyndatöku sem gekk bara ágætlega, vel frá okkar hálfu en þau óskaplega feimin og vonlaust að fá þau til að brosa eðlilega.   En þá er það bara þannig, stundum fær fólk myndir og börnin þeirra eru bara ekki brosandi og kannski brosa þau bara aldrei, hvað veit ég.

Þriðjudagur:  Þá fékk Ástrós Mirra að renna í gegnum myndirnar sem tókum deginum áður og vinna þær eins og ég myndi gera það, ég fór svo yfir þetta hjá henni og lagði blessun mína á það sem hún var að gera.  Hún fékk einnig að búa til 4 útgáfur af jólakortum til að leyfa kúnnanum að velja úr.  Seinna um daginn setti hún fleiri myndir á stockvefi og vann í því.
Seinni partinn fengum við Ástrós í heimsókn þær mægður Kollu Kvaran og Birtu dóttur hennar en Kolla er að búa til skartgripi og við ákváðum að fara í samstarf og ég tók myndir af gripunum hennar en þetta endaði þannig að Ástrós Mirra tók myndirnar og Birta stillti upp og við Kolla fengum okkur bara kaffi og höfðum það huggulegt.

Miðvikudagur:  Þá fékk Ástrós Mirra það verkefni að fara út með myndavélina og taka myndir af Mandal með sínum augum, kom svo heim og setti myndirnar í tölvuna og vann þær algjörlega sjálf eins og hún vildi vinna þær, hún hafði að sjálfsögðu aðgengi að mér til að spyrja og þess háttar.  Síðan þurfti hún að skrifa Photoblog með þessum myndum og þið getið lesið það hérna, ég er ekkert smá ánægð með bloggið og myndirnar og sé að hún hefur farið á staði sem ég hef ekki farið á og sýnir Mandal öðruvísi en ég myndi gera og þá er tilganginum náð, það er að hún geri þetta með sínum augum.

Ég er nýbúin að eignast FB vin í Ameriku sem heitir Jim Gundersen og afi hans og amma eru frá Mandal og hann hreinlega elskar myndirnar mínar héðan og sem sagt dugði ekki að vera aðdáandi að Mirra Photography heldur óskaði líka eftir að vera vinur minn á FB sem ég að sjálfsögðu samþykkti því það er bara gaman þegar maður finnur að það eru einhverjir sem meta það sem maður er að gera.  En Jim og systir hans (ég held alla vega að þetta sé systir hans) lásu bloggið hennar Ástrósar Mirru og komu með svo skemmtileg komment við það og ég hreinlega verð að pósta þeim hérna með.
—
Jim Gundersen Thank you for the great photos and commentary. I love learning about my grandparents birthplace .
Elaine Gundersen Bueschen · Friends with Jim Gundersen
Kristin, you do not know how much pleasure you have even me with these beautiful pictures. It means so much to me to see Mandal close up like this as I may never get there. I love your commentary and the tour. I cannot Thank You enough!

Ok, það er greinilegt að þau átta sig ekki á því að þetta blogg sé ekki eftir mig en það segir kannski bara enn meira um hvað þetta var flott hjá Ástrós Mirru.
Seinni partinn fengum við í heimsókn þær mæðgur Fjólu og Söndru Karen en verkefnið þann daginn var að taka myndir af Söndru að lita og læra og þess háttar.  Ástrós Mirra tók allar myndirnar í það skiptið og þær náðu bara vel saman stelpurnar.

Fimmtudagur:  Aftur að vinna í stockmyndum og þess háttar fyrripartinn en svo seinni partinn komu þær mæðgur Kolla og Birta aftur og núna var Birta að fara að farða mig eins og postulínsbrúðu og Ástrós Mirra að taka myndir af mér í studioinu okkar.  Hún þurfti að setja ljósin upp, stilla þau og allt saman sjálf, sagði mér hvernig ég ætti að pósa og sá algjörlega um myndatökuna sem gekk svona brilliant vel.

Föstudagur:  Þá bara fórum við lítillega yfir það sem hún hafði verið að gera, hún átti að útbúa fyrir mig auglýsingu en það varð ekkert úr því enda get ég ekki kvartað yfir mínum aðstoðarmanni þessa vikuna og allt í lagi að taka einn dag rólega.
Laugardaginn var ég svo með myndatöku úti af 5 vinkonum sem gekk bara fínt, þær eru jafngamlar Mirrunni og fannst ég oft og á tíðum skrítin en það er gott, ég vil alveg vera smá skrítin en alla vega gerðu þær það sem ég vildi og ég fer svo í það að vinna eitthvað af þessum myndum núna í vikunni en við fórum einnig á laugardaginn að skoða hús sem okkur leist vel á en verður ekkert sagt meira frá að sinni.  Sjáum til hvað gerist.  Svo fórum við í vennefest hjá Viðari og Tonju og þurftum svo að fara þaðan snemma til að sækja meistarann Óla Bogga sem var að koma með flugi, hann var svo að klippa og strípa í allan gærdag og ég skellti svínakjöti í nýja pottinn okkar og hægeldaði allan daginn og við nutum góðs matar þegar hann var búinn með vinnudaginn sinn.  Svo fer ég núna á eftir í klippingu og strípur og líklega verður ný klipping fyrir valinu en held áfram að vera ljóshærð með fallega strípur.  Einhver breyting verður líka á Mirrunni í dag ef ég skyldi Óla rétt í gær svo dagurinn í dag verður spennandi.  Síðan ætlar Óli til Stavanger á morgun og verður að klippa þar út vikuna en þá mætum við þangað og tökum pottinn og hvítvínið með honum og Önnu Svölu og Þresti um næstu helgi.  Spennandi vika framundan og eins og Þráinn sagði í gær, það er alltaf svo mikið að gera hjá okkur um helgar að hann hefur aldrei tíma til að reyna að laga hurðina á bílnum sem ekki er hægt að loka í frosti þegar búið er að opna hana en minn maður deyr ekki ráðalaus og setti bara rafmagnsofn í bílinn í gær og ætlaði bara að hita hann upp áður en hann kæmi út. Ég er spennt að heyra frá honum í dag, hvernig þetta hafi gengið.
Eigið frábæra viku framundan kæru vinir og munið að hlæja svolítið mikið það er svo hollt fyrir sálina.
Ykkar Kristin Jona

16.11.2015
15 ára…
Já litla stúlkan mín er orðin 15 ára og þó hún vilji gjarnan vera eldri þá finnst mér þessi 15 ár hafa liðið allt of hratt.  Mér finnst næstum eins og þau séu bara 8 eða svo.  Ég man að mamma og pabbi hafa oft talað um það að þau sjái það á börnunum sínum hvert tíminn hafi farið og það er alveg satt.  Mér finnst ég ekkert eldast en þegar ég horfi á litla barnið mitt þá get ég ekki annað en viðurkennt að það hljóti ég að hafa gert.
En þetta var pínu skrítinn afmælisdagur því litla stúlkan var hreinlega ekki heima, hún valdi það að vera hjá vinkonu sinni og fara á bæjarrölt með henni svo við bara frestuðum okkar knúsi um einn dag, ég bakaði köku og buðum henni svo á Marna Café sem klikkar aldrei með góðan mat, horfðum svo á gamla ræmu með Eddie Murphy og höfðum það kózí.
En í dag byrjar svolítið skrítin vika því Ástrós Mirra er að byrja í starfskynningu hjá mér.  Jebb skólinn samþykkti það að hún færi í starfskynningu til mömmu sinnar og ég vona að ég hafi gert henni dóttur minni það skiljanlegt að ég sé harður húsbóndi og ætlast til að fólk vinni vel í kringum mig.  Ég er búin að gera dagskrá fyrir vikuna (hverjum datt í hug að það væri ekki á hreinu) og er svo heppin að ég er með planaðar myndatökur alla dagana nema föstudaginn svo við munum hafa nóg að gera.  Þetta verður skemmtileg og spennandi vika með alls konar.
Hlakka til að sjá hvað stelpan gerir í þeim verkefnum sem ég úthluta henni því ég held hún hafi hellings hæfileika og svo er hún svo listræn.
Það er engin afmælismynd því hún er ekki mikið fyrir það að ég setji myndir af henni á netið og alls ekki að tagga hana á myndir nema hún gefi samþykki sitt fyrir því.
Svo ég set hér bara nokkrar myndir úr síðustu myndatöku sem hún var búin að gefa leyfi fyrir.

Já og í dag á hún elsku systir mín afmæli og þær frænkur eiga það sameiginlegt að leyfa ekki hvaða mynd sem er af sér, sko reyndar finnst Ástrós Mirru alveg gaman að láta mynda sig í dag, sé það gert almennilega og hún búin að skoða myndirnar og leyfir birtingu á þeim en Konný er enn meira til baka með það og líður best bakvið myndavélina en ég fann nokkrar myndir af okkur saman og setti í collage henni til heiðurs.
Til hamingju með daginn í fyrradag elsku Ástrós Mirra mín og til hamingju með daginn í dag elsku Konný mín.

Þangað til næst,
ykkar Kristín Jóna

12.11.2015
Kallinn á herðunum….
Já það er einkennilegt hvað kallinn minn er duglegur að detta og slasa sig á vinstri öxlinni en hann datt í vinnunni í gær og lenti með öxlina á færibandi og er búinn að vera alveg helv. aumur og fór svo til læknis í morgun sem sagði bara æææææ og ææææææ þegar hann sá hvað hann gat ekki lyfti hendinni eða hreyft sig neitt að ráði.  Læknirinn spurði hvort hann vildi fá verkjalyf en Þráinn sagði ibux alveg duga hann væri ekkert sérstaklega kvalinn og svo sagði læknirinn honum að vera heima í viku og jafna sig en þá spurði Þráinn hvort hann mætti fara í röntgen þar sem hann hefði áður slasast á þessari öxl og eins hryggbrotnað einu sinni svo við erum alltaf pínu hrædd þegar eitthvað kemur fyrir hann þannig.  Læknirinn sagði það sjálfsagt mál, hann skyldi bara á ákveðna stofu inní Kristiansand og þyrfti ekkert að panta tíma heldur bara mæta og sýna miðann sem hann fékk hjá lækninum.

Við ákveðum bara að drífa í þessu í morgun og Þráinn tékkar sig inn og ég skrapp í eina búð í nágrenninu og þegar ég kem til baka ca. 20 mín seinna þá er hann búinn í myndatökunni og er að bíða eftir niðurstöðum.  Þær komu ca. 3 mín eftir að ég kom og allt í góðu með kallinn minn.  Þetta kostaði 220 nkr. eða 3.300 isk.
Og nú getur hann einbeitt sér að því að liðka öxlina og ég að nudda kallinn því það er ekkert brotið og bara aumt.
Ég get ekki annað sagt en að ég elska norskt heilbrigðiskerfi eins og ég hef kynnst því.
Þangað til næst,
ykkar Kristín Jóna
Ps. við minnumst þess líka í dag að það eru 13 ár síðan elsku Óskar okkar fór í ferðalagið langa.  Söknum hans alla daga.

enda þetta á mynd af honum og fjölskyldunni hans.

10.11.2015
Stelpuferð til Köben…
Já við Hadda skelltum okkur með Sunnu og Mirru til Köben til að leyfa þeim að fara á tónleika með einni af þeirra uppáhaldshljómsveit sem heitir því fallega nafni Five fingers death punch.  Þetta er þungarokksveit frá USA svo það var talsverð upplifun að fá að sjá þá spila.  Þetta var afmælisgjöfin okkar Þráins til Mirrunnar.
Við byrjuðum á að vakna eldsnemma til að keyra Þráni í vinnu kl. 6 og svo að sækja Sunnu og Höddu og vorum komnar vel tímanlega á planið hjá ColorLine skipafélaginu.  Komnar um borð fyrir átta og fundum okkur góð sæti og komum okkur vel fyrir enda rúmlega 3 tíma sigling framundan.  Tíminn minnir á Herjólf en það er ekkert annað sem minnir á hann, finnum ekkert fyrir því einu sinni þegar skipið fer af stað og þarna er fríhöfn og fullt af búðum og einir 5 matsölustaðir osfrv.  Flott skip og yfirleitt bara notarlegt að vera um borð.
Jæja þegar skipsferðinni lauk var brunað af stað og það átti að keyra í gegnum alla Danmörku niður til Kaupmannahafnar en fyrir þá sem ekki vita þá kemur skipið að í Hirsthals.

Þarna keyrum við mestan part á 130 km. hraða og því miður fyrir okkur þá var talsverð þoka á leiðinni niðureftir sem gerði aksturinn ekki eins skemmtilegan og setti tafir á veginn þar sem það voru slys í báðar áttir og þetta eru engin smáslys þegar þau verða á þessum hraða.
Við keyrðum á ca 10 – 15 km hraða í nærri klukkutíma og þegar okkar töfum lauk sáum við einmitt að það var slys hinum megin líka og við keyrðum á 110 – 130 hraða í ca. 15 mín og allan tímann var bílaröð hinum megin, það hefur eitthvað tekið á að losa þá stíflu þegar búið var að hreinsa veginn.  Þarna var augljóslega þokan að segja til sín, menn ekki að átta sig á aðstæðum og fylgjast vel með umferðinni fyrir framan og aftan.  En á þessari leið lærði ég eitt nýtt og það er að þegar bílar verða varir við að það er allt stopp fyrir framan þegar þeir keyra á þessum hraða þá setja þeir hazzardljósin á til að vara þá við sem eru fyrir aftan.  Snilld.  En Hadda keyrði og ég stóð mig ágætlega sem CoPilot, gaf henni að borða og drekka og horfði líka mjög stíft á veginn og fylgdist alveg jafn vel og hún með allri umferðinni.  🙂
En við vorum komnar í svarta myrkri og þoku niður til Köben uppúr kl 18 og þá voru stíflur þar inn og út, og ég verð bara að segja að ég skil ekki hvernig fólk nennir þessu kannski á hverjum degi, sitja fastur í umferðarhnút.  Úff það er ekki fyrir mig.  Ég tæki nú lest eða rútu ef ég mögulega gæti frekar en þetta.  En jæja við finnum hótelið okkar fljótt og vel, já eða sko ekki þar sem það voru svo miklar framkvæmdir um allt, þá voru akreinarnar ekki alveg eins og Geirþrúður Pálína Sigurðardóttir sagði til um svo við tókum smá aukarúnt í myrkrinu en fundum hótelið og erum bara orðnar svolítið seinar því tónleikarnir áttu að byrja kl. 19 og klukkan er bara orðin hálf.  Og við inná hótel og ætlum sko snarlega að tékka okkur inn, Hadda er með svo góðan díl á svona hótelum að hún stóð í þessu fyrir okkur og æi nei, bara af því að við vorum svo rosalega að flýta okkur, þá lentum við á lærling og það tók hana 15 mín að tékka okkur inn á 2 herbergi en það tókst og við upp með töskurnar og stelpurnar að setja smá makeup á sig og beint út í bíl aftur og þeim skutlað á staðinn.  Hentum þeim út smá spotta frá því það var allt lokað vegna framkvæmda og sögðum þeim að labba og hvað húsið héti en það var stanslaus traffík þarna sem sýndi að það voru fleiri en þær að fara á þessa tónleika.
Jæja við kellurnar brunum með bílinn aftur niður á hótel og röltum út á Strik og fundum okkur veitingarstað og pöntuðum okkur eina hvítvín og smárétti.  Sátum þar og borðuðum, drukkum hvítvínið og kjöftuðum frá okkur allt vit og enduðum á að verða ansi syfjaðar eftir laaaaangan dag og röltum bara upp á hótel og þar var þá þessi fína stemning, trúbator að spila og syngja en allt of hátt fyrir okkur svo við settumst í lobbíið og fengum okkur kaffi.
Við höfðum ætlað að labba í hálftíma á staðinn sem tónleikarnir voru og sækja stelpurnar enda í Köben og enginn ratar neitt og þær allt of ungar til að vera að þvælast þetta einar en þarna erum við bara orðnar svo syfjaðar að við ákveðum að þær finni sér bara leigubíl.  Enda sá ég svipinn á Mirrunni þegar ég sagði að við ætluðum að sækja þær svo þær yrðu nú líklega ánægðar.  Við vorum búin að fá nokkur snöpp svo við vissum að þær hefðu fundið tónleikana og voru að skemmta sér vel.
Svo þegar tónleikarnir eru búnir þá erum við í sambandi og það virðist sem allir leigubílar séu pantaðir þegar þeir koma á staðinn svo Hadda tæknitröll finnur leigubílaapp þar sem hún gat pantað bíl og sagt hvert hann ætti að keyra, svo stelpurnar fengu bara bílinn í fangið og þurftu ekkert að spá.  Svo sá Hadda á appinu þegar búið var að setja mælinn í gang og þegar hann stoppaði fyrir utan hótelið og hvað hún greiddi fyrir bílinn, snilld alveg.
En áður en stelpurnar komu datt mér í hug að hlaupa út í seven eleven og kaupa kartöfluflögur og kók handa þeim því þær væru ábyggilega svangar og það allt eftir langan dag og skemmtilega tónleika.  Já þær skemmtu sér mjög vel og keyptu sér boli sem er nú bara skylda maður á að eiga eitthvað til minningar um svona ferð og skemmtun.  En Mirran sagði að þegar hún sá Pringlesstaukinn og kókið þá hefði ég alveg toppað daginn og kvöldið og að leggjast uppí rúm á hóteli með snakk og horfa á eitthvað í tölvunni hefði verið punkturinn yfir iið.
Frábær dagur að lokum kominn og við ætluðum að hittast í morgunmat kl. 9.
Ég vaknaði að sjálfsögðu kl. 7 og fór bara að horfa á Greys Anatomi þar til tími var að fara í sturtu og koma sér á fætur, við vorum svo mættar í morgunmatinn kl. 9 og vorum alveg á réttum tíma, fengum borð og allt en fljótlega eftir það var orðið erfitt að fá borð því traffíkin er svo mikil.
Eftir frábærann morgunmat fórum við upp og pökkuðum niður, tékkuðum okkur út og settum töskurnar í bílinn og lögðum leið okkar á hið fræga strik.  Ástrós Mirra ruglaðist aðeins og spurði hvort við værum núna á línunni?  Lína eða Strík er þetta ekki allt eins.  Ha ha ha.

En nú átti að vera stelpuferð á Strikið og birtan hvort eð er léleg enda var þetta ekki ferð fyrir mig heldur fyrir Mirruna svo ég var ótrúlega þolinmóð og stóð meira að segja stundum úti og hélt á pokum og kaffi og kakói eins og góðum eiginmanni sæmir eða þannig, enda þegar kemur að búðarrápi þá er ég ekki mikil kelling, finnst ekkert gaman að skoða eitthvað nema ég ætli að kaupa það.
En hvað er svona merkilegt við þetta Strik?  Þetta er bara gata með búðum engar sérstakar byggingar eða neitt sem gleður augað.  Ég er búin að komast að því að meirihluti mannkyns hefur gaman af að versla og ef það eru góðar búðir þá staðurinn flottur.  Ekki í mínum huga og ég fór að verða fyrir örlitlum vonbrigðum með Kaupmannahöfn.  Enn hafði ég ekki séð neitt sem vert væri að sjá aftur.  En þegar við vorum búnar að labba þarna aðeins í gegnum Strikið og stelpurnar að skoða og kaupa eitthvað smá, þá stakk Hadda uppá að við löbbuðum að Nyhofn og þá fara nú vonbrigðinn enn meira að kræla á sér því Köben er “under constuction” og ráðhústorgið er með plasti yfir og byggt utan um það þannig að það sést ekki.  Nyhafnartorgið líka en þetta eru víst staðir sem eru fallegir þarna og svo voru bara alls staðar byggingarkranar og framkvæmdir.
Hérna getið þið lesið fotobloggið mitt um Köben under constructions.
Hvað er þetta með mig að skoða nýjar borgir, svona var Osló í vor, hvergi hægt að horfa nema byggingarkranar væru fyrir eða göturnar sundurgrafnar svo ganga þyrfti krókaleiðir og nú Kaupmannahöfn.  Ja hérna en allt í lagi þetta var heldur ekki ferð fyrir mig en svo komum við niður að Nyhöfn og jæja þá var loksins eitthvað sem gladdi mitt litla hjarta. Litskrúðug hús, á og bátar og skútur og mannlíf.

En reyndar var verið að grafa götur og fleira þarna í kring en sem betur fer náði ég nú að njóta þessa.  Við stoppuðum þarna á veitingarstað og ég fékk mér øl eins og góðum kalli sæmir þar sem ég þurfti ekki að keyra og hafði staðið mig vel í að passa poka og kaffi fyrir stelpurnar.  Hadda og stelpurnar fengu sér kaffi og kakó með rjóma.
Svo þurfti bara að rölta til baka þar sem það styttist í að við þyrftum að keyra heim á leið og sem við erum að labba þarna eftir strikinu til baka sjáum við allt í einu vini Höddu koma út frá einu kaffihúsinu.  Þau voru jafn hissa og við að rekast svona á þarna, þrátt fyrir að vissum alveg af hvor öðrum í Köben.

Hér eru fleiri myndir af Strikinu.
Og hér eru myndir bara almennt frá Köben 2015.
Já ég gleymdi að segja ykkur frá ljósmyndasýningu sem var þarna fyrir utan Starbucks og ég var að skoða meðan þær hinar keyptu kaffi oþh.
Þarna voru myndir af gömlu fólki og titillinn var Hættir okkur einhvern tíma að dreyma?  Eða eitthvað álíka og þetta snerti mig svo mikið og fékk mig til að hugsa að auðvitað hættir okkur aldrei að dreyma en líkurnar á að draumarnir rætist verða líklega minni þegar maður er 96 ára sem dæmi.

En jæja nú þarf bara að fara að bruna aftur til Hirsthals og klukkan er akkúrat 14 þegar við leggjum af stað.  Ég hlakka nú smá til að fá að sjá brýrnar sem voru huldar í þoki á leiðinni niðureftir og gaman fyrir mig að það tókst ég sem er svo hrædd að keyra yfir brýr fann þannig sé ekki fyrir því þar sem þær eru svoooooooooooooo stórar og flottar, ég náði nú alveg að mynda þetta smá út um gluggann á 110 km. ferð, Hadda hægði aðeins á sér svo ég gæti smellt af.
En þegar við komum yfir minni brúnna þá er komin grenjandi rigning og myrkur að skella á leiðin eftir það var ömurleg, það rigndi svo svakalega og myrkrið svo mikið og við söknuðum þess svo að væru engin göng á leiðinni svo maður fengi smá hvíld í myrkrinu og bleytunni.  Fundum það þegar við komum yfir til Noregs og keyrðum í fyrstu göngin sem voru björt og þurr.
En þar sem akstursskilyrðin voru ekki góð var keyrt á 85 til 90 í staðinn fyrir 130 á leiðinni uppeftir og því vorum við bara tæpar á tíma en náðum samt og þreyttar fórum við um borð í skipið og sátum þar og dottuðum og sumir unnu smá og aðrir spiluðu spil eins og vera ber í svona ferð.
Komnar heim um hálf 2 um nóttina og þreyttar eftir mikið ferðalag en allir ánægðir með ferðina líka og vonandi lifa stelpurnar á þessum tónleikum áfram og minningunum.
Bara róleg venjuleg vinnuvika núna og svo á Mirran 15 ára afmæli um næstu helgi, ekkert haldið uppá það en eitthvað var hún að tala um að vinkonurnar ætluðu að koma heim til hennar og baka köku fyrst hún ætlaði ekki að halda uppá það.  Ha ha ha.  Kannski ég skelli í eins og eina marengs fyrir helgi.
Þangað til næst;
Ykkar Kristín Jóna

08.11.2015
Hannaði nýtt….
Lasanja í kvöld, steikti hakk, brytjaði niður sætar kartöflur og setti útí, einn poki af grænmeti, þe. gulrætur, brokkoli og blómkál ásamt einni dós af maukuðum tómötum, einni dós af salsa sósu og hálf dós af rjómaosti, þetta fékk allt að malla á pönnunni í 20 mín og á meðan lágu lasanjaplöturnar í bleyti og voru tilbúnar þegar kjötið var klárt, setti plötur á botninn, svo kjöt, aftur plötur og svo kjöt og enn og aftur plötur og ostinn þar yfir.
Þetta bragðaðist svona glimrandi vel og verður gert aftur en Mirrunni fannst óþarfi að hafa svona mikið grænmeti en sætu kartöflurnar mættu vera áfram.
Engin mynd tekin af þessum rétt enda svarta myrkur orðið um kvöldmatarleitið og bara kertaljós og kósí.
þangað til næst,
ykkar Kristín Jóna

04.11.2015
Pælingar um fólk…
Þeir sem þekkja mig vita að ég hef óskaplega gaman að spá og spekúlera í því af hverju fólk er eins og það er, eða ekki eins og það vill vera og alls konar þess háttar.  Nýjasta pælinging er vegna þess að ég hreinlega datt inní einhverja þætti um Kardashian fjölskylduna, sjálfsagt eitthvað gamlir þættir því á sama tíma er verið að sýna þætti í sjónvarpinu sem heita I’m Cait og eru um pabbann í Kardashian fjölskyldunni “Bruce Jenner” sem er gömul íþróttastjarna og var víst mikil fyrirmynd ungra manna hérna áður fyrr og tvöfaldur ólympíumeistari en á einhverjum tímapunkti (virðist vera þegar hann var giftur Kris Jenner, mömmu Kardashian systra) uppgötvar hann að hann sé fastur í röngum líkama.
Þar sem ég þekki engan sem hefur verið í þessari stöðu skil ég hana ekki og hef svolítið verið að dissa þennan gjörning eftir að horfa á nokkra Kardashian þætti og sjá þennan mann sem vill bara vera að leika eitthvað karlmannlegt með sonum sínum og svo á hinni stöðinni er hann orðinn kona.  Auðvitað er þetta óskiljanlegt og ég upplifði þetta fyrst sem hreinlega sölumennsku og “allt gert fyrir frægðina” en svo hitti ég ungan mann og af einhverjum furðulegum ástæðum fórum við að ræða þetta og hann hafði nú greinilega eitthvað heyrt meira en ég og fylgst betur með og sagði mér ýmsa hluti um Bruce sem ég vissi ekki og svo endaði ég á að horfa á 2-3 síðustu þættina um Cait og skipti algjörlega um skoðun á henni/honum.  Því það sem hún er að gera fyrir ótrúlegt og stendur uppi sem sigurvegari og svo ótrúlega sterk og dugleg manneskja sem vill bara láta gott af sér leiða og núna beinir hún öllum sínum kröftum að þessari veröld sem hún lifir í, þe. transveröldin og þá sá ég eitt skrítið líka þeir sem eru transkonur halda svo mikið hópinn og það er svo eðlilegt alveg eins og útlendingar á Íslandi halda hópinn alveg eins og Íslendingar í Noregi halda hópinn, það er manneskjunni eiginlegt að fylgja sinni tegund.
Og eftir þetta sá ég að maður er stundum svo fljótur að dæma og þá er það oftast án þess að vita eitthvað um það sem maður dæmir.  Eftir því sem maður lærir meira um málið því opnari verður maður fyrir því og nú dauðsé ég eftir að hafa ekki fylgst með öllum þáttunum um Cait því ég hefði ábyggilega lært meira um transfólk og getað opnað mig fyrir því og kannski skilið eitthvað smá en bara eitthvað smá því ég er alveg viss um að þetta sé eitthvað sem ekki er hægt að skilja ef þú hefur það ekki nálægt þér.  Að lokum af hverju ætli transkonur vilji ekki breyta röddinni eins og öllu öðru í útlitinu, því þær eru svo margar bara ósköp kvenlegar þar til þær fara að tala.  En nóg af pælingum svona eldsnemma á miðvikudagsmorgni, eigið góða vikurest kæru vinir.
Ykkar,
Kristín Jóna

28.10.2015
Þannig týnist tíminn….
Sko nú breyttum við klukkunni og færðum hana fram um einn tíma á sunnudaginn og mér fannst sá dagur aldrei ætla að líða, var reyndar mjög þreytt og syfjuð eftir djamm bæði föstudag og laugardag en allt í lagi með það en nú er líkamsklukkan mín komin í rugl og ég komin á fætur 3 daginn í röð klukkan 6, vonandi tekur þetta bara eina viku eða svo að jafna sig því ég er ekkert hrifin af því að vakna í þessu kolsvarta myrkri (aumingja Þráinn eða ekki því hann er myrkrakall).
En talandi um klukkuna og það að færa hana fram eða aftur þá eru svo misvísandi pælingarnar á Íslandi vegna þessa og oft finnst mér menn vera að tala um að færa hana enn framar svo þeir nái dagsskímu um kvöldmatarleitið þegar þeir loksins koma heim og ég hallast að því að það séu B menn, því við A menn viljum hafa dagsbirtuna þegar við vöknum svo við fáum birtu í sálina og þá erum við bara ekkert að hugsa um hvort við séum að fara í vinnu, því það er jú líka gott að hafa bjart í vinnunni eða hvort það sé helgi því jú þá erum við hvort eð er líka vöknuð snemma og þá er betra að snemma sé aðeins seinna svo það sé orðið bjart.
A menn og B menn (fólk) þetta er ótrúlega ólíkt fólk og mikill munur á þessum manneskjum og stundum finnst mér bara svo skrítið að heyra hvernig B menn eru því þeir eru svo ótrúlega latir á morgnanna þegar ég er stútfull af orku og vilja til að gera alls konar hluti, sú orka fer oftast þó í vinnuna mína eða skólann í gamla daga sem er auðvitað frábært því þar vill maður að orkan nýtist en ekki heima á kvöldin yfir sjónvarpinu.  Og nú veit ég að einhver B manneskja segir það sama um mig og skilur ekki hvernig ég get ekki hreyft mig eftir kvöldmat því þá hreinlega slökknar á mér.
En svona er þetta bara við erum ekki eins og það væri sko ekkert gaman að því ef svo væri því þá gæti ég til dæmis ekki bullað svona um mismunandi fólk.
En alla vega klukkan er 6 og hér er Þráinn farinn í vinnu, Ástrós Mirra sefur (enda B manneskja) en kóngurinn, prinsinn og prinsessan eru sko komin á fætur og eru svo ótrúlega krúttleg þegar þau elta mig öll 3 niður stigann þegar ég fer niður að ná mér í kaffi.  Fyrst er hundurinn sem bíður svo við stigaþrepin til að sjá hvort hann sé ekki að lesa mig rétt og ég ætli niður og svo kem ég, svo kemur kóngurinn og aftast trítlar Nala prinsessa og hoppar og skoppar á eftir okkur og skilur ekkert í því að við séum ekki alltaf að leika okkur.
Að hafa eignast svona lítinn kettling er ótrúlega skemmtilegt en pirrandi líka, ég hef aldrei verið með svona lítinn kettling fyrr og margt sem kemur á óvart en eins og ég sagði margt sem skýrist eins og orðið “kattliðugur” nú veit ég af hverju það er til í íslenskri tungu.  Orðið “apaköttur” fékk alveg fullkomna skýringu í fyrradag þegar Nala hoppaði jafnfætis á 4 uppí loft því hún var svo spennt því það var að koma gestur, 3 vitni sem sprungu úr hlátri. Svo var hún uppá gestinum (þe. hausnum á honum) og undir sófanum og uppá stól og ég veit ekki hvað og hvað og þá allt í einu fattaði ég að þess vegna væri þetta orð til, “apaköttur”.  Hvaða fleiri orð eru það nú sem ég hef skilið betur undanfarið?  Kattafár, kattþrifinn, kattarauga, kattartunga ofl. allt eru þetta orð sem ég skil miklu betur núna og kominn var tími til.
En nú er víst best að fara að vinna skemmtilegustu vinnu í heimi og njóta þess að vera bara inni á náttbuxunum með alla þessa apaketti í kringum mig.

Ha en strålende dag videre,
Kristin Jona
Ps. sýnist að ég þurfi að fara að mynda Nölu aftur, hún hefur breyst svolítið síðan þessar myndir voru teknar.

26.10.2015
Haustið tekið með stæl í Mandal…..
Það hefur stundum verið grínast með það í íslendingahópnum hérna hvað það er mikið um að vera í Mandal á sumrin en haustið í ár ætlar að sprengja öll met líka, 40 ára afmæli, 45 ára afmæli, tónleikar tribut Beatles 50 ár frá útgáfu plötunnar Yesterday og það er enginn annar en okkar ástsæli söngvari Eiríkur Hauksson sem tekur þátt í þessu showi sem verður næsta (eða næstkomandi eins og norðmenn segja)  föstudag og þá fáum við gesti frá Stavanger sem ætla að fá að njóta alls hins besta sem Mandal býður uppá.  En um síðustu helgi vorum við í aldeilis frábærum veislum 45 ára óvænt veisla fyrir Hege vinkonu okkar og hana grunaði ekki neitt en búið var að taka frá einn veitingarstað hér í bænum og allir hennar bestu vinir og ættingjar komnir þangað inn þegar hún í sakleysi sínu er að fara ein út að borða með Arnfinn, af hverju þessi staður jú Arnfinn langaði bara svo mikið í Tapas.  Ha ha ha og hún fór öll í kleinu þegar hún sá að hún þekkti alla á veitingarstaðnum og þetta endaði sem mikið skemmtilegt kvöld og þeir sem aldrei kunna að stoppa ég og fleiri enduðum á kariokibarnum og svo heima hjá okkur Þráni.  Hún fékk skemmtilega afmælisgjöf frá Tom vini sínum sem samdi texta og allir sungu saman fyrir Hege.  Þetta var nú ekkert auðvelt fyrir hana því hún vill ekki vera í sviðsljósinu og á það meira til að draga sig til hliðar.
Mikið gaman og allur laugardagurinn fór í það að gera sig kláran fyrir næstu veislu sem 40 ára afmæli Fjólu og þar var líka suprise í gangi því mamma hennar og 4 syskini ásamt syni hennar komu öll óvænt og mættu bara í afmælið, þau búin að plana þetta síðan í ágúst en hana grunaði ekki neitt.  Róbert eiginmaður Fjólu var búinn að pukrast með þetta og þurfi að vinna einhverja hellings yfirvinnu á fimmtudaginn og vesenast til að gera sótt liðið út á flugvöll og svo mættu þau bara og sonurinn labbaði bara inn og spurði hvað væri í matinn.  Mikið hefði ég viljað sjá svipinn á Fjólu þegar hún uppgötvaði hvaða fólk þetta væri sem var að sniglanst í kringum húsið hjá henni.
Fjóla bauð uppá frábæran mat og skemmtiatriði sem við gestirnir sáum um þe. það var farið í leiki og mikið hlegið og mikið gaman, ég prófaði í fyrsta sinn að anda að mér helium og söng fyrir fólkið í Bláum skugga og held ég hafi farið á kostum, ha ha ha.  Svo endaði þetta á tónlist og allir að syngja og njóta lífsins og síðasta lag áður en ég fór heim var að sjálfsögðu því ég er komin heim og við sprengdum alveg hjóðmúrinn í hverfinni.  Svo löbbuðum við hjónin heim um nóttina og áttum bara yndisdag í gær með nánast engri þynnku en kannski smá svefnleysi og leti.
Kíktum nú samt í bíltúr því búið var að benda okkur á hús til sölu aðeins fyrir utan bæinn, en sko þegar við vorum búin að keyra í 15 mín og upp háar brekkur og niður aðrar brekkur og komin út á einbreiðan malarveg sem lá í hlykkjum þá var okkur næstum orðið sama hvernig húsið leit út því við erum ekki að fara að grafa okkur svona langt í burtu og loka stelpuna af frá öllum vinum sem hún hefur eignast og hafði mikið fyrir.  En svo sáum við loksins húsið og datt fyrst í hug hillbillys eitthvað svo málið varð dautt á no time.
En varðandi þessi húsakaup okkar þá er svo erfitt fyrir mig að ákveða hvað ég vilji og Þráinn er sama sinnis, einn daginn viljum bara vera í miðbænum og geta labbað allt sem við viljum fara og gera en þann næsta dreymir okkur um sveitina og hlöðu og stór tún og mikið útsýni.   Verst að eiga nægan pening til að kaupa bæði.  Annars er alveg sveit í 15 hjólatúrs fjarlægð frá miðbænum og það er auðvitað draumastaðirnir okkar en þetta kemur bara í ljós, við þurfum ekkert að flýta okkur því við megum vera hér í 2 ár í viðbót.
En nú hefst ný vinnuvika og ég er komin með plan fyrir Mirra Photography og þarf að tímasetja það betur í dag.  Mánudagar eru blogg og skipulagsdagar hjá mér.
Svo njótið haustsins með allri litadýrðinni sem það býður uppá áður en allt þetta hvíta fer að birtast, og já munið að nú erum við bara einum tíma á undan ykkur því það breyttist í gær, við fengum aukaklukkustund til að njóta.
Ha en strålende dag videre,
Kristin Jona
ps. fáar myndir voru teknar af mér þessa helgi en smá djók gerði ég óvænt á föstudaginn þegar ég tók selfie af okkur hjónunum

Og skemmtilegt komment sem ein kom með á seinni myndina en það var “hann er varla heill né hálfur maður” hann Þráinn sko.

21.10.2015
Það skall á mig….
haustið í Mandal þegar ég kom hingað frá Íslandi, nú vakna ég í svarta myrkri og pínu kulda, finnst ég þurfa að kveikja upp núna en ef það verður eins og síðustu daga þá mun sólin skína hér inn frá klukkan 10 og verma húsið vel.  Þess vegna vil ég ekki draga fyrir gluggana því það er svo gott að fá ilinn en óþægilegt að sólin skíni á skjáinn hjá manni en það er lúxusvandamál.
En þegar ég fór til Íslands fyrir mánaðarmótin síðustu þá var ennþá þokkalega bjart þegar við vöknuðum klukkan 7 en núna er svarta myrkur, reyndar munum færa klukkuna fram um einn tíma um næstu helgi svo líklega nælum við okkur í örlitla dagsbirtu fyrr þá sem betur fer því mér finnst óþægilegt að vakna í myrkri en skárra að það sé komið myrkur á kvöldin, nema vá mig vantar svo ljós í garðinn okkar og nú fer ég í dag og kaupi eitthvað fyrst Þráinn er ekki búinn að því.  Ég hélt hann myndi nú dunda við að gera eitthvað sætt á meðan ég var í burtu en vitiði hvað?  Ég held hann hafi bara verið á fullu að hugsa um hús, bíl, mótorhjól, krakka, hund, kött og snælduvitlausan kettling.  ha ha ha
En hún Nala er ekkert snælduvitlaus bara svo ótrúlega orkumikil og sjúk í Nóa að það hálfa væri nóg, annars virðist hún mikið rólegri þegar ég heima en þegar þau eru ein, svo líklega er hún svona mikil félagsvera.  Ef hún kemst yfir það að bögga Nóa þá á hún það til að liggja í fanginu á mér, eða vefja sér um hálsinn á mér þegar ég er að vinna við tölvuna og malar eins og enginn sé morgundagurinn.  En auðvitað vill hún líka leika og gaman að sjá hvað hún getur fundið leik úr mörgu og nú er hún reynda sjúk að fara út með Nóa og Ástrós Mirra leyfði henni að fara í garðinn í gær með Nóa og þau voru að leika sér saman þar en það höfum við ekki séð fyrr, meira að Nói sé að siða hana til og bítur stundum í eyrun á henni til að fá hana til að skilja að hann vill ekki leika núna.  ha ha ha
En svo er líka svo krúttlegt þegar ég hef setið kjurr hér í stólnum mínum og þau eru öll 3 í rólegheitum hérna í stofunni og ég stend upp til að fá mér kaffi í bollann minn að þá standa þau öll upp og koma í halarófu á eftir mér niður stigann.
En já aftur að haustinu í Mandal (Noregi) það voru nánast engir haustlitir þegar ég fór en núna eru þeir ekkert smá æðislegir.
Ég fór í gær uppá sjúkrahús í skoðun og til að athuga hvað þetta var sem var tekið úr brjóstinu á mér og niðurstaðan er að þetta er óyggjandi ekki krabbamein og ekki xxx og ekki xxx sem ég kann ekki að hafa eftir svo eftir stendur að þetta var bara eitthvert þykkildi sem var fjarlægt og málið er dautt.  Brjóstið er reyndar allt eitthvað aflagað en vitiði mér finnst bara vænt um það, horfi á þetta skrítna brjóst og hugsa hvað ég var heppin, heppin að það var hægt að taka þetta burtu og að ekki var eitthvað meira sem fylgdi. Svo sagði læknirinn að örið myndi jafna sig á 3 mánuðum og brjóstið sjálft á einu ári, það er ekkert og svo  er ég hraust eins og hestur, til í slaginn í vetur, með fullt af hugmyndum og verkefnum í gangi og vonandi að einhvern daginn fái ég hellings tekjur af þeim.  Þó ég sé ekki lengur að vinna hjá öðrum þá vantar mig stundum tíma í viðbót ef ég ætti að gera allt sem ég vill gera núna.  En ég þarf líka að hugsa um að það þarf ekki allt að gerast núna, það má líka gera eitthvað á morgun og hinn daginn líka.
Svona líður mér …..

En núna ætla ég að einbeita mér að brúðarmyndunum sem ég tók á laugardaginn af vinum okkar Vidar og Tonje.

Ha en strålende dag videre,
Kristin Jona

19.10.2015
Ljósmyndatúr á Þingvelli… aftur……
Já gott fólk það komst ekki fyrir í fyrra blogginu mínu í dag að ég fór aftur í ljósmyndatúr á Þingvelli og það með Konný systur sem missti af konuferðinni helginni áður.  Hverjar eru líkurnar að fá dásemdarveður tvo laugardaga í röð í október á Íslandi ja 100% hjá mér í þessari ferð.
Við fórum nú ekki alveg einar því Silja og Kastíel hinn fagri keyrðu okkur svo við gætum notið samveru með þeim þennan dag líka og svo hittum við hana elsku Hrefnu mína sem ég hef ekki myndað í 3-4 ár og saknað mikið.  Að mynda fallegt fólk á Þingvöllum í haustlitunum er bara ólýsanlegt og tilfinningin sem ég fékk í hjartað þegar ég sá Þingvelli og þá óstjórnlegu fegurð sem er þar á haustin er ólýsanleg en myndirnar segja meira en nokkur orð og ég bíð ykkur að njóta.

Já Konný systir sem aldrei vill láta mynda sig slapp nú ekki svona vel þarna enda umhverfið svo flott og hún komin út á ystu nöf við að mynda hana Hrefnu, það hefði ekki mátt koma vindkviða þá hefði hún dottið.

Og hér kemur hún Hrefna mín sem hefur engu gleymt og er alveg jafn falleg og mig minnti.

en ekki má gleyma Kastíel hinum fagra sem leyfið okkur Konný að mynda sig aðeins en ekki of mikið og helst bara á hreyfinu.  Ég elska hárið á þessum dreng og vona að foreldrarnir verði aldrei svo löt að þau láti snoða hann.

Að lokum er svo ein af þessum fallegu mæðginum Silju Ýr og Kastíel, knús á ykkur og takk fyrir samveruna þennan yndisdag.

og þið sem nennið að lesa bloggið mitt,
ha en strålende dag videre
ykkar Kristin Jona

19.10.2015
Jæja….
þá er ég loksins komin heim og í rútínuna mína aftur.  Kom reyndar heim á fimmtudagskvöldið eftir ferðalög allan daginn svo bara helgi að kósíast með mínum sem ég hef aldrei verið svona lengi í burtu frá áður en ég var 16 daga á Íslandi vegna fráfalls stjúpa míns hans Sigga sem lést eftir örstutt veikindi eða aðeins 2 vikur.  Mikið erfitt en mikið gott að geta verið hjá mömmu sinni og veitt henni félagsskap og einhverja aðstoð.  Annars hafa systkinin verið henni ómetanleg aðstoð síðan þetta allt byrjaði og sýnir það manni hvað samstaða og gott samband getur skipt miklu máli.

Sjaldan eða aldrei áður hef ég fundið eins fyrir því hvað ég elska fólkið mitt mikið og alltaf er jafn erfitt að kveðja en svo tekur lífið og hversdagurinn við og ég passa mig á að vera í sambandi eins og ég get.
Jarðaförin hans Sigga var ein sú fallegasta sem ég hef farið í og engar upptalningar á ættbók hins látna voru lesnar heldur bara sögur sem eftirlifandi hafa að segja af honum.  Svo valdi mamma vel tónlistaratriðið en Bjarni Ara og 3 strákar úr Fríkirkjukórnum sáu um allan tónlistarflutning ásamt píanóleikara.  Ég sá að margar hendur voru komnar á loft til að klappa fyrir þessum snillingum.
Ég skrapp nú í ljósmyndatúr með konum og ljósmyndun á laugardegi, dobblaði Rakel að koma að sækja mig og eyddum við deginum saman á Þingvöllum og það er svo ótrúlega gaman í þessum ferðum alltaf þrátt fyrir að aldursbilið sé ca. 37 – 70 þá erum við allar fegurðardrottningar og allar svo miklar vinkonur.  En það var ein okkar sem sagði þessa setningu “þetta er eins og í fegurðarsamkeppni, við erum allar svo miklar vinkonur”.  Þannig að brandari dagsins var að við værum svo fallegar og góðar í að sitja fyrir jafnt og taka myndir og mikið hlegið og mikið gaman og margar stórkostlegar myndir teknar þar sem við erum náttúrulega allar snillingar.

Ég hitti líka fullt af fólki og náði tveimur myndatökum á mínum forsendum í þessari ferðinni, fyrst tók ég myndir af Maju, Þóri og Haddý Lilju en hafði ætlað að reyna að mynda Hugrúnu og Baldur og alla afkomendur þeirra en það náðist ekki, svo var ég eiginlega orðin lasin þarna svo ég var ekki alveg nógu kreative en sýnist ég hafa náð nokkrum fínum myndum, finnst alla vega gott að vera búin að fá að mynda þessa litlu fjölskyldu því þá hef ég myndað alla afkomendur þeirra þó ekki hafi það verið allt í einu.  Elska þessa fjölskyldu eins og hún væri mín eigin og ég veit að þau vita það.

Svo hitti ég fleira fólk sem ekki voru teknar myndir af og mikið gott að hitta alla, en vænst þykir mér alltaf að hitta hana ömmu mína sem er svo ótrúleg manneskja og flott og klár og lítur ekki út fyrir að vera orðin 96 ára.

Við Steina tókum okkur smá tíma saman og fórum svo í mat til Adda og Önnu Sifjar þar sem ég hitti bæði þau og Önnu og Snorra og alla krakkana þeirra.  Alltaf ljúft að koma þangað en ég get ekki að því gert að taka einn krakkann þarna fram yfir aðra þar sem hann fór algjörlega á kostum með lausnirnar sínar.  Ég elska það þegar fólk hugsar í lausnum en ekki vandamálum og það er nokkuð ljóst að glasið er rúmlega hálf fullt hjá honum Jóni Andra sem gat ekki hugsað sér að ég gæti ekki lesið á kvöldin uppí rúmi því hann Þráinn þyrfti að sofna á undan mér, hann stakk uppá að Þráinn svæfi  með augngrímu, ég fengi mér ljósálf á bókina (sem síðan fundust í dótinu hans Sigga stjúpa) gæti látið Þráin sofna á undan og laumast til að kveikja ljósið en að lokum sagði hann að best væri ef Þráinn myndi bara líka lesa bók, þá væri þetta ekki vandamál.
Tók því miður engar myndir af þessum krökkum en það væri gaman að koma því á í vor þegar ég kem aftur til Íslands.  En við amma Steina tókum “selfie”.

Ég skrapp nú líka í einsmanns ljósmyndatúr og týndist eða lét það líta þannig út og var með smá getraun í nokkra daga og spurði fólk hvar ég væri.
Hvar er Kristín?  Hét leikurinn og þetta eru myndirnar sem birtar voru undir þessum leik.

Þetta er ágætis felumyndasería hjá mér og endilega leikið ykkur að því að finna út hvar ég er, þe. ef þið voruð ekki búin að taka þátt í leiknum á fb.
En þegar ég var á þessum þvælingi alein þá hitti ég skoskan ljósmyndara sem auðvitað elskar Ísland og var með ljósmyndanámskeið á Íslandi fyrir Skota.  Hann hafði nú ekki komið til Eyja eða séð Gljúfrabúa svo ég benti honum á að kíkja á þessa staði næst þegar hann væri án nemenda á landinu.  En við skiptumst á vefsíðuslóðum og ég komst að því að hann er ansi þekktur og efstir á meðmælendalistanum hans eru Ewan McGregor og Sir Alex Ferguson, hóst hóst hóst.  Hann var að ráðleggja mér ýmislegt og vonandi get ég nýtt mér það eitthvað er alla vega alltaf full af hugmyndum sem munu vonandi borga sig einhvern daginn þó ekki hrynji krónurnar inn núna strax.
Andy Hall Photography
Ég skrapp til Eyja í dagsferð eða réttara sagt hálfs dags ferð einungis til að hitta pabba sem komst ekki til mín.  Það var ljúft og eins að fá að sjá eyjarnar mínar eftir allt of langan tíma, ég hlakka til að eyða nokkrum dögum þar á næsta ári, vonandi taka þær eins vel á móti mér þá og þær gerðu núna, því það var búið að hellirigna allan morguninn en ég sagði Konný að það myndi stytta upp kl. 13 og viti menn þegar ég sigli yfir þá er svo dökkt yfir eyjunum og mikil rigning og alls ekki gott veður en um leið og við nálgumst innsiglinguna þá opnast himnarnir og regnboginn birtist og sólin með honum.

Við Konný tókum okkur klukkutíma ljósmyndatúr en birtan var tæp en dugði þó og engin rigning á meðan.  Knúsaði pabba og svo fórum við Konný saman uppá land þegar ég var búin að stoppa í 4 tíma á Eyjunni fögru.
Systkinahittingur í mat hjá Konna bróður og Drífu var á laugardeginum og það var eins ljúft og alltaf, elska að borða matinn hans Konna (og Drífu) það er alltaf talað um hann sem kokkinn en ég held að þau geri allt saman.  Gott að hitta öll systkinin mín aftur á einum stað en það hefur ekki gerst í langan tíma.
Svo fórum við Konný og sóttum ömmu á sunnudeginum og buðum henni í heimsókn til mömmu.  Henni finnst æðislegt að fá svona smá bíltúra og heimsóknir og komast aðeins út af elliheimilinu.  Vonandi verða margir til að bjóða henni í bíltúra á næstunni þar sem hún er orðin svo miklu hressari en hún axlar- og mjaðmabrotnaði fyrr á árinu en virðist vera þokkalega góð núna og til í allt.  Henni fannst svo gaman að keyra um Hafnarfjörðinn sinn með Kollu um daginn og svo þessi ferð til mömmu, sitja við nýja borðið hennar mömmu og borða bakkelsi.  Þetta var ljúfur dagur en þarna byrjaði ég líka að þurfa að kveðja og var Konný systir fyrst en við hittumst svo oft á skype og það dregur úr aðskilnaðarkvíðanum hjá mér.

Svo hélt áfram alla vikuna fram á fimmtudagsmorgun kveðjustundirnar mis erfiðar en allar erfiðar.  En þó auðvitað verður minna erfitt að kveðja eftir því sem árin mín í Noregi verða fleiri en verst var að kveðja mömmu núna þar sem hún er allt í einu orðin ein.  En systkinin mín ætla að passa hana vel fyrir mig.
Þangað til næst, kæru vinir.
Ha en strålende dag videre,
Kristin Jona

30.09.2015
Ferðalög og fólk…
Vaknaði klukkan 3.50 til að gera mig klára í flugið til Íslands. Þráinn keyrði mér í Kjevik og vorum við komin þangað kl. 5.15 en flugið mitt var kl 6.25. Þar sem ég er yfirmáta róleg og þolinmóð kona þá var þetta bara góður tími. Rétt náði að koma mér á wifi og drekka einn kaffibolla. En ég er ekki bara róleg og þolinmóð heldur er ég stundum ótrúlega gáfuð og td. fyrir þetta ferðalag þá var ég búin að plana að vera í gallabuxum og bol en fattaði svo…. uss þá þarf að taka af sévr belti og meira vesen, svo ég skipti yfir í kjól og lopapeysu og ipadinn í stóru ferðatöskuna svo ég þurfti ekki úr neinu, ekkert að taka uppúr töskunni og var því örsnögg í gegnum leitarhliðið. Ekkert stress og já ég er að segja satt það var ekki vottur af stressi hjá mér á ferðalaginu í gær.
Flugstjórinn tilkynnti okkur að hann myndi leyfa honum Sigurd að fljúga til Oslo og viti menn…… Hann Sigurd var 10 mín á undan áætlun, vel gert.  En meðan á fluginu til Osló stóð var tilkynnt að reykingar væru með öllu bannaðar í flugvélum SAS og einnig á salernunum….. Humm árið 2015 og það þarf enn að ítreka bannið og taka fram að klósettin séu ekki undanþegin. Hvað segir það okkur?  Jú að ennþá er fólk að kveikja sér í sígarettum á klósettunum.

Jæja nú var bara að finna sér gott stæði og komast inna wifi og taka upp hekludót því næsta bið er er rúmlega 2 tímar. En ég sem er mjög tölvuglögg skil ekki síma og spjaldtölvur eins vel og skil ekki þegar sagt er að sé einfaldara, maður veit ekkert hvar hlutirnir eru eða hvað stýrir þeim.  En mér tókst ekki að fá wifi í símann minn og ákvað bara að prófa að færa mig og júps það dugði, humm enn eitt sem ég skil ekki, af hverju það gengur upp að græja þetta við hlið 45 en ekki við hlið 43.  Alla vega tekur við hekl og feisbúkk tími og svo er allt í einu er bara stutt í flugið og ég ákveð að gefa eftir sætið mitt og labba aðeins og teygja úr mér áður en ég færi í næstu vél.  BIG MISTAKE…. Þá var nefnilega tilkynnt um seinkun um hálftíma og svo aftur bætt við 10 mín.  og öll sæti upptekin.  Svo ég varð bara að hanga við borðið eða rölta fram og til baka í rúman klukkutíma.  En loksins erum við boðin velkomin að ganga um borð og þegar ég er búin að rétta miðann minn og strunsa áfram og heyri kallað á eftir mér Gudjonsdottir og kveikti ekkert hver það væri ég sem verið væri að kalla á en þá var verið að láta mig hafa annað sæti en ég bókaði, í 5 röð sem er snilld en við ganginn sem er ekki snilld, því þá eru nú líkur á að ég þurfi að vesenast við að standa upp alla vega tvisvar en nei nei ég lenti með þessum indælu strákum sem voru með jafn stóra ef ekki stærri samkvæmisblöðru og ég og þurftu ekkert að pissa.  En ég er bara rétt sest þegar ung stúlka vippar sér að mér og segir: Hæ, mér sýnist þú vera íslensk enda í íslenskri lopapeysu, en ég má bara til að segja þér að mér finnst þú með geggjaðan fatastíl.   TAKK það hlaut nú að vera einhver önnur en ég sem er með svona fatastíl en ósköp var nú ljúft að fá að heyra það frá ungri stúlku sem hreinlega hlýtur að vera alin uppí Noregi, því Norðmenn gera þetta hrósa ókunnugu fólki úti á götu en ég hef aldrei heyrt um það hjá íslendingi.
Jæja loksins lent, 3 mín í gegnum fríhöfnina en auðvitað mín taska síðust þar sem hún kom ábyggilega fyrst inn.  Silja beið bín fyrir utan og svo fórum við eftir smá bílastæðavesen á vellinum að sækja Kastíel sem fagnaði frænku sinni vel og innilega og gaf mér risaknús, fóstran hans var ánægð að hitta Kristínu frænku sem hann var víst búinn að tala mikið um.
Bakarí umm mig langar í íslenskt bakkelsi og get ekki hætt að hugsa um bakarí svo við komum við í bakarí ác leiðinni til mömmu.
Mikið var nú gott að sjá hana og knúsa fast og lengi.
Og svo systkinin seinna um daginn, enda ég búin að bíða eftir þessum knúsum í nokkra daga. Hitti líka Ásu Kollu frænku en hún kíkti við hjá mömmu, gott að knúsa hana líka.
Í dag verður flottasta konan á Íslandi heimsótt og hlakka ég mikið til þess.

25.09.2015
bloggar þrátt fyrir aðgerð í gær…
Þetta er brandari á okkar heimili þe. að ég geti bloggað ef ég er veik en það kemur út frá því að yfirmaður minn undraðist á því að ég gæti ekki verið í vinnu en samt bloggað og særði mig reyndar mjög mikið þá en í dag er þetta brandari þe. ég fæ nú ekki veikindaþjónustu á heimilinu ef ég blogga eða set status á feisbúkk osfrv.
Og já í dag er ég að blogga og hef reyndar ekkert fyrir því og ef ég væri ekki að vinna hjá sjálfri mér þá hefði ég fengið læknisvottorð og það var margítrekað á spítalnum í gær að ég hefði gleymt að setja inn hver ætti að fá vottorðið.
En ég var sem sagt í aðgerð í gær, það fannst ber í brjóstinu á mér í mars og átti reyndar að fjarlægja það í apríl en ég frestaði aðgerðinni þar sem Klara systir var að koma í 3 daga heimsókn akkúrat á þeim tíma og ég týmdi sko ekki að eyða 1-2 dögum af þeim tíma á spítala eða veik heima.  En það leið allt of langur tími þar til ég fékk nýtt bréf með tíma en kom loksins og já aðgerðin var í gær.
Ég átti upphaflega að mæta kl. 7.30 en svo var hringt í fyrradag og ég beðin að mæta kl. 10 í staðinn – það var sko ekkert mál fyrir mig en aðeins meira mál fyrir Þráin að komast frá til að keyra mér en við ákváðum á endanum að ég myndi bara mæta kl. 7 svo hann þyrfti ekki að taka meira en 2 tíma frí þar sem ég gæti sko alveg setið og heklað eða lesið bók eða hangið í símanum mínum þar eins og heima.  Svo ég er mætt kl. 7, finn strax deildina sem ég á að mæta á en þar er ennþá lokað opnar 7.30 svo ég fann mér sófa til að sitja í niðri í kaffiteriunni.  Ég eirði mér nú ekki mikið við neitt þarna fyrsta hálftímann, heklaði 2 umferðir, kíkti á símann, las 2 blaðsíður osfrv.  Tók nokkur snöpp og var farin að plana næsta snapp kl. 8 þegar kaffiterían myndi opna og ég mætti ekki kaupa neitt þar sem ég var fastandi frá miðnætti.  En þá hringir síminn eitthvað númer sem ég þekki ekki og ég svara og þá er það dagskurðdeildin að tékka hvort ég hefði ekki átt að mæta 7.30 en ég sagði að einhver hefði hringt deginum áður og beðið mig að mæta kl. 10.  Þá kemur svona ohhhh tónn í konuna svo ég segi henni að ég sé mætt og sitji niðri og hún oh það er gott því þú mátt fara núna í röntgen og sónar til að staðsetja hnútinn fyrir skurðaðgerðina.  Svo já ofurstundvísi Kristínar borgar sig oft hér í Noregi.
Svo ég skrái mig inná röntgen deildina og kemst þar inn strax, þannig er það bara alltaf hérna, ég hef aldrei þurft að bíða á læknastofu eða sjúkrahúsi hér í Noregi ef ég á tíma.  En ég byrja á að fara í sónar hjá sama lækni og síðast og aftur átti hún pínu erfitt með að finna og staðsetja hnútinn en ég hafði einhvern veginn ákveðið að þessi hnútur væri undir brjóstinu og fann aldrei fyrir honum sjálf en með þennan hnút sem var tekinn fyrir rúmum 20 árum fann ég sjálf.  Alla vega hún finnur hnútinn og stingur prjóni ofaní hann og þessi prjónn stendur út úr mér og svo teiknaði hún eitthvað meira á brjóstið þannig að þetta hefur verið skúlptúrlistaverk en ég sá þetta ekki sjálf þar sem mér var pakkað inn, svo er ég látin labba yfir í röntgenherbergið og hér er það þannig að maður röltir bara á brjóstunum eða fær handklæði til að halda yfir sig enda eru þetta bara ég og hjúkrunarfólkið sem gengur á milli þessara herbergja því biðstofan er frammi.  Mér fannst nú frekar óþægilegt að vita að það ætti að kreista brjóstið fyrir röntgen með þennan prjón standandi út en það gekk alveg vel, ég fann alveg til en lifði það vel af.
Jæja þegar þetta var búið fór ég uppá dagskurðdeild og tilkynnti mig og mér sagt að ég yrði sótt þegar kæmi að mér og ég vissi alveg að það yrði ekki strax þar sem búið var að fresta tímanum mínum.  En nú er ég komin á rétta deild og varð bara róleg að lesa, gat samt eiginlega ekki beðið því ég svaf nú frekar lítið um nóttina og vaknaði snemma sem auðvitað skipti ekki máli þar sem ég taldi mig nú fá að sofa allan daginn.  En jæja nú er ég kölluð inn og farið með mig í herbergi sem ég á að fara í slopp og það allt og svo inná svona svefnstofu (vöknun) en maður situr þar eða liggur áður en inná skurðstofuna er farið, þarna tekur á móti mér ung og undurnotarleg stúlka sem spyr mig alls konar spurninga og setur svo upp legg og segir mér frá lyfjunum sem ég muni fá klukkutíma áður en ég fer í aðgerðina.  Það er morfín og 3 tegundir í viðbót sem ég man ekkert hvað heita en samtals held ég þetta hafi verið átta töflur misstórar.  Þegar kom að því að gleypa þær hellti ég bara öllu í einu uppí mig og tók víkinginn á þetta og tók 2 litla vatnssopa með.  Fljótlega fór mig nú að syfja mikið og blundaði aðeins og svo kom læknirinn minn að heilsa uppá mig og það var þá sá sami og sagði mér að þetta væri ekki krabbamein en vildi samt fjarlægja þetta þar sem hann áttaði sig ekki á hvað þetta væri.  Hann er voða indæll útlendingur eins og ég og já svo rölti ég inná skurðstofu, já rölti hér er manni ekki rúllað um allt í rúmum og meira að segja eftir aðgerðina þá er ég látin standa uppaf skurðborðinu og setjast í stól.

Þarna hitti ég fleiri hjúkkur og lækna skurð- og svæfingar.  Allir jafn indælir og ánægðir með hvað ég er heilsuhraust og ég heyri bara sagt “Full heilbrigð kona með bara ofnæmi fyrir sulfa”.  En ég fæ á mig súrefnisgrímu svona yfir andlitið og svo tala þau eitthvað um að setja eitthvað í legginn á handlegginn á mér og ég veit ekki meir fyrr en ég er vakin og beðin að standa upp og setjast í stólinn.  What!
Maður verður alltaf jafn hissa eftir að vera bara sleginn svona út að vakna bara og allt búið og maður varð ekki var við neitt.
En allir sögðu þetta hafa gengið mjög vel en ég fer fljótlega að finna fyrir einhverju í hálsinum og þau segja að það sé eftir túpuna sem var sett ofaní mig og ég áttaði mig ekki alveg strax á því að súrefnisgríman hafði þá verið tekin af og þetta sett í staðinn enda ég steinsofandi þá.
Jæja ég vill nú bara fá að sofna aftur svo þær lögðu stólinn niður fyrir mig og sóttu kodda og teppi, ég hef nú eitthvað blundað en heyrði nú samt alltaf í fólkinu í kringum mig og svo kom að því að ég mátti fá vatn að drekka og fljótlega eftir það kaffi og brauð, klukkan að verða 3 og ég ekki búin að borða matarbita allan daginn enda held ég þetta hafi verið besta brauðsneið með smjöri, skinku og osti ever.
Klukkan 3 má ég hringja í Þráin og biðja um að sækja mig og fer bara að klæða mig og enda niðri á kaffiteríunni og bíð þar eftir honum, komin heim kl. 16.30 og ennþá aðeins vönkuð eða syfjuð og langar bara uppí rúm mér skildist að lyfjakockteillin hafi átt að virka í 10 tima þannig að ég var viðbúin því að þurfa að taka verkjatöflu kl. 8 um kvöldið.  Nota Bene ég fékk enga verkjatöflur með mér heim og var sagt að taka ekki meira en 2 panodil í einu ef ég þyrfti.  Ég man eftir að hafa farið í gyllinæðaaðgerð á Íslandi og fékk 2 parkodín forte með mér heim sem enduðu í ruslinu því ég fann aldrei neitt til eftir þá aðgerð.  Og núna eftir þessa klukkan orðin 8.40 daginn eftir og það eymir ekki fyrir verk í skurðinn eða neitt, ef ég væri ekki með umbúðir og undarlegt brjóst í löguninni þá er bara eins og ekkert hafi verið gert.  En þetta með lögunina á brjóstinu vona ég að lagist þegar saumurinn fer úr, ég alla vega skoða það betur þegar ég skipti á umbúðum á því.
Ég fékk leyfi til að fara til Íslands í næstu viku svo ég fer að skoða flug í dag.
Ps. Svo er Ástrós Mirra að fara í ótrúlega spennandi skólaferðalag á morgun þar sem þau fara héðan til Danmerkur, Spornitz, Berlin, Pragh, Krakow, Spornitz, Danmörk og heim.  Þau eru að fara að skoða Auschswitz og fleira tengt helförinni.  Samskonar ferðalag fara flestir 10 bekkir í hér í Noregi og þau læra mikið um þetta tímabil í sögunni enda eru hér stríðsmynjar um allt, bæði í náttúrunni og á söfnum.  Þau fara líka í einhvern Tropical garð í Berlin sem er eins og strönd undir þaki og það verður ábyggilega voða gaman.  Þetta er talsvert mikið rútuferðalag en margt að skoða og já þau fá líka að fara að versla enda unglingar hér á ferðinni.

Svo það er ýmislegt í gangi hér á þessu heimili.
Ha en strålende dag videre,
Kristin Jona

23.09.2015
af kettlingum, eldri borgurum og okkur öllum…
Já er ekki kominn tími til að segja ykkur svolítið frá lífinu hérna eftir að hún NALA kom til okkar.  Nala er fædd 11. júlí 2015 og líkist mest gremlins áður en þeir blotnuðu, jafn mikið krútt og bræðir okkur endalaust.

Við höfðum talsverðar áhyggjur af því hvernig hinir eldri á heimilinu tækju henni og fengum hana með þeim skilmálum að henni yrði skilað ef það gengi ekki en sem betur fer er það að ganga fínt, því ég myndi eiga mjög erfitt með að skila henni héðan af.
Nói er alveg búinn að sættast við hana og hún við hann, það verður nefnilega að segjast eins og er að hún var skíthrædd bæði við Nóa og Erro þegar hún kom hingað fyrst, Nói er líklega helmingi stærri en mamma hennar svo það er ekki furða, hún hafði aldrei séð svona stór dýr.
Nói leikur við hana og tekur hana í gegn ef þörf er á, hann lætur hana alveg vita hver hennar mörk eru og hvort hann vilji leika (já gamli er bara til í að leika við gremlinginn stundum) eina sem hann er ekki sáttur við gagnvart henni og það er að þurfa að slást um matinn sinn því hún er átsjúk og étur allt nema kettlingamatinn sem keyptur var dýrum dómi handa henni.
Erro er ennþá svolítið vandræðalegur gagnvart henni og veit ekki alveg hver hans staða á heimilinu er núna.  Hún er ekki lengur hrædd við hann og örlítið að byrja að leika við hann og það er Erro ánægður með en hún er ekki farin að vilja fá hann alveg uppað andlitinu á sér.  Og til dæmis akkúrat núna, þá lá Erro rólegur við hliðina á mér og Nala að skoppa allt í kring og hún endalaust að fara uppá skrifborðið mitt og ég að henda henni niður þar sem kettir eiga ekki að vera uppá borðum.  En svo meðan ég er að skrifa þetta þá er ég ekki eins snögg að henda henni niður og þar með er hún hærri en Erro og hann lítur upp, sér hana uppá borði og stendur upp og labbar niður í bælið sitt.  Hann er auðvitað pínu afbrýðisamur út í hana og virðist ekki skilja eins og Nói að hún sé svona lítil.  Ég þori nú ekki að fara út vitið hjá hundum og köttum en þeir sem þekkja mig vita hvað mér finnst.
Flesta morgna er lífið rólegt þrátt fyrir fjörkálfinn en það er ótrúlegt hvað svona lítill kettlingur getur lífgað uppá heimilið, með ærslagangi og fjöri, það er lítið heklað þessa dagana því ég fæ hvergi frið til þess en hún hoppar og skoppar út um allt, uppá allt, notar lappirnar á okkur sem klifrugrindur, hendurnar sem leikföng og Ástrós Mirra segir það augljóst mál að hún eigi kettling það sést á munstrinu á handleggjunum á henni.
Átvagl er þessi kettlingur, sífellt að biðja um meira og eitthvað annað, og vill helst allt annað en kettlingamatinn, á tímabili át hún hundamatinn líka og ég sá í morgun var hún að narta þar í vegna þess að Erro fékk smá af pottréttinum sem borðuðum í gær í bland við hundamatinn sinn og Nala var að reyna að næla í það.  Hún hefur fengið blautmat og er endalaust að væla eftir honum svo það verður pása á dekri í mat hérna þar til hún borðar matinn sem er í skálinni hennar.  Já vitiði ég get alveg verið hörð við svona kettling en ef hann Nói minn er óánægður þá fær hann dekur, ég verð bara að loka stelpuna frammi á meðan ha ha ha.
En nú er hún sem sagt búin að vera í nærri tvær vikur og mér sýnist að sambandið verði í lagi milli hennar og prinsins og kóngsins en eins og ég sagði áðan þá er prinsinn (Erro) aðeins óviss hvernig hann eigi að hegða sér og td. á kvöldin þegar Ástrós Mirra er í herberginu sínu og við í sjónvarpsstofunni og Nala út um allt eða sérstaklega ef hún er í sófanum hjá mér þá er Erro á röltinu hérna fram og til baka og endar að við rekum hann niður þar sem þetta er svo pirrandi að hann geti hvergi fundið sér stað.  Ég veit hann er smalahundur en ég held að þetta tengist Nölu frekar en því og er nú að spá í hvort við getum haft hana hjá Mirrunni eitt kvöld til að prófa en líklega tekur þetta bara tíma, ég kannski gúggla þetta á eftir en alla vega draumurinn sem við vorum með að Nala og Erro yrðu bestu vinir er ekki búinn að rætast en það er ennþá tími til þess.  Og vonandi verða þau bestu vinir ever og hann verndarinn hennar.
Í dag er planið að setja upp dýrastúdio í stofunni minni og ná myndum af öllum dýrunum mínum, kannski bara undirbúa jólakort eða þannig.  Á morgun er ég hins vegar að fara í aðgerð á sjúkrahúsið í Kristiandsand en það fannst fyrr á árinu ber í hægra brjóstinu á mér 25 árum eftir að ber var tekið úr vinstra brjóstinu og bæði eru þetta góðkynja svo ég er ekkert áhyggjufull en finn samt að það er að koma smá stress í mig og er það líklega frekar vegna þess að ég hef aldrei farið í aðgerð hér í Noregi, reyndar þegar verið var að skoða þetta ber hjá mér fékk ég bara svo yndislega þjónustu með mikilli hlýju og nánast tekið utanum mig þegar verið var að stinga mig og skoða en það er efni í aðra sögu seinna þar sem það er ekki dýramál.
Það eru einnig veikindi hjá ættingja heima á Íslandi sem gerir það að verkum að það er óþægilegt að vera svona langt frá og þá líka ekki bara langt frá heldur bundin því að hugsa um sjálfan sig rétt á meðan ég fer í þessa aðgerð.  En ég sendi hlýja strauma heim og knús á línuna og smá bunkt af rósum með.

Ha en strålende dag videre,
Kristin Jona

07.09.2015
Rómantík….
Já gott fólk, við hjónin gerðum ýmislegt rómantískt um helgina, fórum saman í bruktbutikker og hlöðu fulla af antik, gerðum svo heiðarlega tilraun til að fara í Dyreparken en það átti sko að vera aldeilis rómantísk ferð, sitja fyrir framan ljónin og fylgjast með þeim tæta í sig kjötstykki, sjá tígrisungana sem fæddust í sumar og fylgjast með öpunum éta lýs hver úr öðrum.  En nei þetta gat ekki verið satt, að fá frímiða í Dyreparken og njóta lífsins bara við tvö (og nokkrir aðrir).  Við lögðum nú af stað og keyrðum alla leið til Kristiansand en þegar við komum keyrandi eftir E18 og nálgumst Sørlandparken þá er bara umferðin stopp á annarri akreininni og ég kveiki um leið að það sé svona mikil traffík í garðinn að það er stíflað út á þjóðveg.  En við ætlum nú að vera sniðug og förum framúr stíflunni og ætlum að koma upp hjá Ikea og koma þeim megin að Dyreparken en sko….. þá eru þeir hjá Dyreparken búnir að fá lánuð bílastæðin hjá Ikea og þau að verða öll full og við sjáum fólk labbandi út um allt og ég er að reikna með að fólk hafi verið að labba í 30 mín frá bílastæði til að komast í garðinn og við sáum fyrir okkur troðninga og fólk alls staðar og enginn sér neitt og Þráinn sá fyrir sér að ég myndi verða brjáluð og fara að henda börnunum frá þegar þau væru fyrir mér svo ég gæti ekki tekið almennilegar myndir og því ákváðum við að snúa við.  En þeir sem stóðu að stæðavörslunni ætluðu sko ekkert að hleypa okkur til baka, og vildu bara ólmir að við færum aftur uppá bílastæði en með handapati og brosum gátum við komið þeim í skilning um að við ætluðum ekkert í garðinn svo við sluppum út.  Tölur dagsins voru 24.000 manns og sett met í Dyreparken.  Hjúkk að ég var ekki að þvælast þarna með.
Fórum bara heim og dóluðum okkur í garðinum okkar, borðuðum nestið og sóluðum okkur smá.  Ákváðum svo að fyrst þetta gekk ekki upp þá skyldum við bara fara út að Lista Fyr en ég var búin að ganga með þá hugmynd í maganum í nokkra daga að fara þangað og taka myndir af vitanum við sólalag.  Ég er nefnilega svo léleg að fara út á kvöldin og eins að keyra svona langt.  Svo rómantísk ferð að taka myndir af vita í sólarlaginu var ákveðin.
Við keyrum af stað en ferðinni er heitið til vita sem heitir Lista Fyr og ég hef komið nokkrum sinnum áður en aldrei séð sólarlagið þar og ekki verið það í logni og góðu veðri en það var nánast logn í gær.  Já eða sko í Mandal.
Lista Fyr er staður sem minnir mig á Stokkseyri eða Flekkuvíkina okkar þar sem fjaran þar er stórgrýtt og túnin slétt þar í kring en samt svona grjót komið uppá tún og þarna sjást líka þúfur og húsarústir, kindur og fjallgarður í bakgrunn sem er eins og pínulítil Esja.  En það er ekki bara þetta sem minnir á Ísland því þarna er alltaf ROK og það var það líka í gær þó ég héldi að það yrði logn og það var líka talsvert kaldara þarna en í Mandal.  Góður staður til að heimsækja en minnið mig á þetta með rokið og kuldann ef mér dytti í hug að flytja til Farsund og Lista.
En þarna fékk ég nú smá útrás fyrir þörfina að taka myndir af dýrum.  Ég byrjaði á að hitta þessar tvær að þvælast niðrí fjöru eins og þær væru íslendingar.

En svo þegar ég labba aðeins lengra þá finnst mér nú kindurnar þar orðnar svolítið einkennilegar eða eru þetta hestar eða …..

Gamla er nú farin að sjá svo illa að hún er bara ekkert viss hvaða dýr þetta eru og æðir nær

Ja hérna ég get svo svarið það að þetta líkist nú bara lamadýrum svo enn nær æði ég og fæ staðfestinguna á því.

Hrikalega sæt dýr en mikið var þeim nú alveg sama um mig og alveg sama hvaða hljóð ég gaf frá mér þau litu helst ekki upp enda grasið þarna vel saltað eftir sjóinn og mikið betra en allt annað sem þau hafa smakkað.
Ja hérna og þau voru bara laus eins og kindurnar, engar girðingar eða neitt og það minnir nú óneitanlega líka á Ísland.

Þarna er líka öldugangur og læti sem enn og aftur minnir á gamla góða Ísland.
Og hvað með þessar tröppur, þetta hef ég aldrei séð nema á Íslandi svo ég fer að hallast að því að ég hafi ferðast eitthvað án þess að vita af því.

En já rómantísk ferð….  Hvar er ástkær eiginmaðurinn og við saman að kósíast eitthvað?
Jú sko hann stóð með Erro afsíðis meðan ég klöngraðist í fjörunni og vitiði það var svo dásamlegt að klöngrast þarna í fjörunni, stökkva stein af steini og líða eins og mér leið þegar ég var smá stelpa í Flekkuvíkinni okkar.  En þarna sýndist mér engir hrútar vera til að hræða mig svo mér leið bara vel.
En í alvöru gott fólk, hvað með þessa mynd?  Hvar er hún tekin?

Og sjáiði litlu Esjuna þarna á bakvið?
…. og húsarústir

Og jú jú kallinn var þarna með mér í þessari rómantísku ferð en hann sá um hundinn og ég um myndavélina.

Flottir eru þeir í íslensku landslagi.  En eins og þið sjáið þá er sólin ekki enn farin að setjast en við ákveðum þarna að labba aftur uppað vita og gera okkur (eða sko mig) klár fyrir sólarlagið sem ég ætla svo að mynda.
Finnum okkur stað, sækjum þrífót og svo ætlar Þráinn eitthvað að fara að taka myndir en ég ýti honum nú frá, það er ekki sniðugt að þvælast fyrir mér þegar ég er að mynda og best að hann standi bara bakvið með hundinn.  Já sko svona er okkar rómantík.
En nei ég er nú bara að grínast þegar ég segist hafa ýtt honum frá því hann var auðvitað að taka mynd af mér að taka mynd.

Og hér gott fólk kemur afrakstur dagsins / kvöldsins

Rómatískara verður það nú varla og bíltúrinn heim með mínum ektamanni var góður og yndislegt að koma heim kl. 21 og heimasætan búin að elda handa okkur klúklingabita og kartöflur grillaðar í ofninum.  Ljúfur endir á góðri helgi.
Ha en strålende dag videre,
Kristin Jona

06.09.2015
Bruktbutikker og loppemarket….
Já það er eitthvað sem ég hef ótrúlega gaman að skoða og stundum kaupa.  Ég er búin að vera í / á búðarrápi eða kynningum alla helgina en það byrjaði með Tuppenwere kynningu á föstudaginn.  Ég tilkynnti að ég myndi mæta en ekkert kaupa og viti menn það var ekki margt þar sem vakti áhuga minn, þó örlaði á því þegar kökukeflið var kynnt til sögunnar en “Alveg róleg” ég á kökukefli og það hefur dugað hingað til og mun gera ótrúlega lengi hér eftir líka svo ég sleppti því að hugsa um kökukeflið.  En það var margt forvitnilegt og sniðugt en mikið ofboðslega eru þetta ljótar vörur, þeir hjá Tuppenwere hafa algjörlega gleymt að fá einhver töff hönnuð með sér í liðið því ég myndi ekki láta sjást í neitt af þessu dóti ef ég ætti það og þá er nú ekkert gaman að kaupa sér eldshúsdót.  En ég stóðst ekki fibertuskurnar því ég prófaði þær sjálf og þetta er bara draumatuska fyrir skjápússimaniskakellinguí101Mandal svo ég plataði Lovísu til að kaupa settið með 2 og ég kaupi svo eina af henni því þá get ég ennþá með góðri samvisku sagt að ég hafi ekki keypt neitt á kynningunni.  Ha ha ha ég fór líka á Tuppenwere kynningu rétt áður en ég flutti hingað út og keypti þá ekki heldur neitt svo ég held ég sé löngu læknuð af plastdótamaniunni minni.
Svo skruppum við í gær í Søgne og hittum Rúnu og Elínu og ætluðu þær að sýna okkur hlöðuna í Søgne sem er stútfull af antik og notuðum vörum.  Þetta var ótrúlega gaman að skoða en helv. var kallinn dýr svo ekkert var keypt þar, þrátt fyrir flotta gamla glugga, eldgamla dúkkuvagna, sjúklegt fuglabúr úr tré, gamlar ferðatöskur og alls konar húsgögn.  Gamlir málarstiga heilla mig þessa dagana en nei ekkert keypt og Þráinn er enn að reyna að átta sig á því hvað gerðist.  En þetta var sko ekkert búið þarna, því það er hjálpræðishersbúð líka í Søgne og við þangað, ég heppin að hitta Rúnu sem er eins og ég og elskar að skoða í svona búðir.  Þessi búð er með alls konar króka og kima og gaman að skoða og já þar kostaði gamall tréstóll 40 kr. en hjá gamla í hlöðunni 250 eða meira.
Þar sem við erum að rölta um hjálpræðishersbúðina rekumst við Rúna á horn sem er næstum bara með Tuppenwere dóti sem einhver hefur verið orðið leiður á og þar á meðan ostakúpuna sem stelpurnar á kynningunni voru svo svekktar yfir að væri ekki lengur í bæklingnum frá Tuppenwere.  Ég giska að hún myndi kosta 250 – 400 krónur beint frá seljanda en hún kostaði skitnar 30 krónur í hjálpræðishersbúðinni og hún virtist varla hafa verið notuð.
En ég spáði nú mikið í að kaupa mér kertastjaka þarna eða jafnvel gamla ljósakrónu en Þráinn gat sannfært mig um þetta væri allt saman eitthvað bilað.  Ha ha ha svo ég labbaði út enn og aftur án þess að kaupa nokkuð.  Þetta hefði nú getað orðið tilefni hátíðarhalda en laugardagskvöldið ( í gær sem sagt ) var nú með þeim rólegri og horft á TV og snemma að sofa því í dag ætlum við hjónin í rómantíska ferð í Dyreparken.
Já við köllum það rómatíska ferð og hvað er rómantískara en að sitja og borða nestið sitt með þeim sem maður elskar og horfa á nýfædda tígrisunga, eða ljón tæta í sig kjötstykki.  Gíraffa sem eru svo kynþokkafullir með langan háls og kyssulegar varir.  Sebrahesta sem snúa nú oftast í þig bakendanum sem reyndar er nú töluvert sexy ef út í er hugsað.  Já gott fólk rómatísk ferð í Dyreparken er á dagskránni á eftir og unglingurinn nennir ekki með (þá væri ég heldur ekki að kalla þetta rómatíska ferð).  En í dag er rafmagnsfyrirtæki hér að bjóða fólki frítt í garðinn svo ekki eyði ég peningnum þar heldur og ætla að smyrja nesti en sleppi rauðköflótta dúknum því ég á hann ekki.
Hlakka svo til að taka myndir af fallegu dýrunum í dag og njóta útverunnar í sólinni.

Ha en strålende dag videre.
Kristin Jona

04.09.2015
Flóttamenn
Ég get ekki orða bundist yfir þeirri mannvonsku sem ég er að upplifa þessa dagana á fésbókinni og hvað sumt fólk getur látið út úr sér þar og í kommentakerfum dagblaðanna á Íslandi.
Það er ekki möguleiki fyrir manneskju sem er fædd og uppalin (og þó það væri við fátækt) á Íslandi að setja í spor þeirra sem eru að flýja heimaland sitt vegna stríðs.  Það er ekki minnsti möguleiki fyrir okkur að segjast skilja eða ekki skilja.
Ég hef séð eitthvað af myndum af látnum börnum í flæðamáli og ég sá frétt í gær á BBC þar sem farið var með myndavél í flugvél yfir einhverja borg og mér datt helst í hug einhver stríðs framtíðarmynd því það var ekki eitt einansta hús með þaki eða gluggum, það var búið að leggja borgina í rúst og þetta var svo absúrt að mér leið eins og ég væri að horfa á bíómynd.  Þess vegna get ég aldrei sett mig í spor þeirra sem bjuggu þarna og sáu ekkert annað í stöðunni en að fara með börnin sín í ótryggan bát og taka sénsinn á því að komast eða deyja.  Það sjálfsagt skipti þau ekki höfuðmáli, bara að komast burt.
Ég græt í hjarta mér yfir þeim örögum sem býr þessa fólks.  Hvort sem þau komast til einhvers lands sem flóttamenn eða ekki.  Það verður ekkert auðvelt líf fyrir þau að fóta sig í nýju ólíku landi en jú þau munu fá húsaskjól og fæði og fyrir það verða þau líklega ævarandi þakklát.  Hvernig þeim tekst svo að koma sér fyrir er á ábyrgð okkar eða þeirra sem bjóða þau velkomin.  Það er á ábyrgð sveitarfélaganna sem taka við þeim að kenna þeim okkar siði og tungumál.
Að líkja okkur brottfluttum íslendingum í Noregi saman við þetta fólk er svo skammarlegt og með ólíkindum.  Ég bjó ekkert við örbyrgð áður en ég flutti.  Ég bjó ekki við sprengingar áður en ég flutti.  Ég bjó ekki við það að hafa kannski aldrei heyrt í vindinum því það eru svo mikil læti í herflugvélum sem endalaust fljúga yfir.   Ég bjó ekki við það að þurfa að taka þá ákvörðun að jafnvel fórna lífi mínu og barnanna minna til að komast til annarra landa.
Ég hafði það ágætt á Íslandi en vildi hafa það betra og það á sko ekkert skylt við flóttamenn sem flýja örbirgð og stríð.

Eitt las ég á kommentakerfi dagblaðanna og það var öryrki á Íslandi sem var að sækja lyfin sín í apotek og sá manneskju á undan sér vera að kaupa ilmvatn en það getur öryrkinn ekki og þar með vildi sú manneskja meina að komin væri ástæða til að hjálpa henni frekar en þessum flóttamönnum.  Í alvöru!
Svo er ég búin að vera að lesa komment frá fólki sem ég þekki á fésbókinni þar sem við erum vöruð við því að þetta fólk ætli sér að yfirtaka hinn vestræna heim og koma saríalögum og múslimatrú í okkur öll og birtir myndir sem þessa:

Ég get verið 100% viss um að það fólk sem er á þessum bátum að flýja land sitt og þjóð vegna styrjanda er ekki að hugsa um hvað það sé heppið að geta átt þátt í því að múslimavæða skandinavíu til dæmis.
Annað sem ég sé líka er að fólk er að segja að allir sjóðir í evrópu verði tómir árið 2020 vegna þess að þessir flóttamenn verði búnir að éta þá upp til agna því þeir vilji bara þiggja bætur og nenna ekki að vinna.  Einmitt, auðvitað nenna þeir ekki að vinna, það er bara svoleiðis (kaldhæðni).

Ég þekki til flóttamanna hér í Mandal sem hafa leitað sér að vinnu í mörg ár en fá ekki, hver sem ástæðan er, þetta er vel menntað fólk með enskukunnáttu en hefur átt erfiðara með að læra norskuna en er samt að því og búið að vera í skóla hér að læra tungumálið og samfélagið í einhver ár.  Fjölskyldufaðirinn sagði við okkur að það væri svo erfitt að fá ekki vinnu því hann fyndi það alveg að hann kæmist ekki inní samfélagið fyrr en hann hefði vinnu.  Þarna er það nú ekki flóttamaðurinn sem ekki nennir að vinna heldur fær hann ekki vinnu því hann er útlendingur.  Vonandi fer það að breytast, því við erum líka útlendingar hér og ég veit um fullt af íslendingum hérna sem “nenna ekki að vinna” eða ef rétt skal orðað fær ekki vinnu.
Ein segir á fésbókinni að það sé nú sorglegt þegar börn lenda í svona en það sé á ábyrgð foreldrana sem láta börnin sín ganga í gegnum þetta og það sé sjálfsagt að taka við flóttamönnum sem eru kristnir.  Mér finnst liggja í orðunum að ef þú ert ekki kristinn þá er allt í lagi að murka úr þér og börnunum þínum lífið.
Hvar er kristnin þarna?
Vitiði það að ég er svo orðlaus enda hef ég alltaf viljað trúa á það besta í fólki en þegar svona er komið þá get ég það ekki lengur.
Ég græt í hjarta mínu og íhuga hvort og hvernig ég geti komið til hjálpar.  Kannski bara með því að vera með opinn hugann, kannski rekst ég á auglýsingu þar sem óskað er eftir fólki til að aðstoða flóttamenn og kannski……  geri ég lítið sem ekki neitt af því að ég kann það ekki en ég veit að sama hvað ég þykist trúa og þykist ekki vera sátt við þá hverfur það allt þegar ég sé fólk í neyð.  Ég get ekki pikkað einn og einn úr röðinni og sagst ætla að hjálpa honum og henni af því að þau eru kannski með rautt hár eða trúa á annan Guð en ég eða ganga í grænum buxum.
Þangað til næst,
ykkar Kristín Jóna sem gat ekki orða bundist.

19.08.2015
Flatkökurnar hennar Sesselju langömmu…
Ég var að fá uppskrift af flatökunum hennar Laufeyjar ömmu og prófaði að baka þær í dag og YES þær eru svo góðar og svo komst ég að því að þessa uppskrift erfði amma frá Sesselju mömmu sinni og því er hún að fara í 4 legg núna og fljótlega í þann 5 ef við geymum hana vel.

Flatkökurnar hennar Sesselju langömmu
5 bollar hveiti
1 bolli rúgmjöl
1/2 tsk matatarsóti
2 tsk salt
1 mats sykur
Soðið vatn  5 dl

Ölum þurrefnunum blandað saman, sjóðandi vatni ( ég nota hanska) helt saman við og hnoðað vertu eins fljót og þú getur að hnoða annars verða þær seigar. Þú verður að giska á vatsmagnið og skiptir svo deginu í kúlur og fletur út ekki of þunnar.  Muna að  stinga svo með gafli í kökurnar meðan þú bakar þær.  Best að baka á hellu úti eða nota gamaldags pönnukökupönnu úr stáli.

Ég þarf að muna að við notum ekki þennan disk heldur pottlok til að skera út kökurnar, byrjuðum vitlaust.

Ég nota gamla stálpönnukökupönnu á hellunni úti, sumir setja beint á helluna en mér finnst þetta snyrtilegra og sé engan mun á kökunum.

Þessi stafli er 3föld uppskrift en ég geri deigið 3svar, margfalda ekki uppskriftina í byrjun og geri eitt stórt deig, held það sé ástæða fyrir því að langamma gerði það svoleiðis.

Hér sjáiði höfund þessarar uppskriftar, hún Sesselja langamma mín í Þorlákshöfn, áður Stokkseyri.  Það var alltaf flatkökulykt af henni langömmu minni og flatkökur minna mig á hana.

Ha en strålende dag videre,
Kristin Jona

14.08.2015
3ja bloggið í dag og nú um heilbr…..
já um heilbrigðiskerfið á Íslandi.  Hvað er að gerast þarna?  Fór allt til andskotans þegar allir fengu launahækkun, hættu menn (og konur) þá að nenna að vinna vinnuna sína?  Ég er búin að heyra 3 ömurlegar sögur núna á 2 dögum og get barasta ekki orða bundist og skil bara ekki hver stjórnar þessu apparati.
Saga 1
Ungur drengur er þunglyndur, byrjar um 12 aldur.  Er mikið í tölvuleikjum, félagsfælinn og funkerar illa í venjulegu samfélagi.  Hann á ábyrga foreldra sem reyna allar leiðir, tala við alla sem hægt er að tala við, biðja um hjálp og allt það.  Hann fer inn og út af geðdeild og ekkert breytist og alltaf fer allt á sama veg.
21 árs er enn verið að reyna að hjálpa honum, inn og út af geðdeild, kominn með sjálfsmorðshugleiðingar og foreldrarnir gjörsamlega búin á því.  Hann nýkominn út af geðdeild en þau reyna aftur, það tekur þau 3 daga að sannfæra hann að það sé það besta fyrir hann, en hann segir að það sé aldrei neitt gert fyrir hann þar, hann sitji bara við borð og stokki spil.  Nánast ekkert við hann talað, hvað þá gert eitthvað með honum.  En jú hann samþykkir þetta og þau fara með hann á geðdeildina, tala þar við starfsfólk og spyrja og biðja um að það verði eitthvað gert og jú jú þeim er sagt að það verði farið út í göngutúra, iðjuþjálfun og fleira í þeim dúrnum.  Þetta er klukkan 8 um morguninn og um kvöldið hringir drengurinn heim og biður foreldrana að sækja sig því hann sé búinn að sitja á sama stólnum við sama borðið og stokka sama spilastokkinn allan daginn.
Þau trompast hreinlega (foreldrarnir) og rjúka niðureftir og spyrja hvað varð um öll loforðin frá í morgun?  Jú sko það kom upp bráðatilfelli sem varð að sinna var svarið en við munum sko á morgun……  hvaða kjaftæði er það að allir sjúklingar á deildinni sitji bara við borð með spilastokk ef upp kemur eitt bráðatilvik,  eru bara 2 starfsmenn þarna eða hvað?  Á ekki að vera ákveðið teymi í bráðamóttöku og aðrir starfsmenn að sinna sjúklingum deildarinnar?
Jæja til að gera langa sögu stutta þá kemur þarna inn sálfræðingur sem ekki hafði áður starfað á geðdeild og segir eftir litla skoðun að hann vilji nú að þessi drengur fari í greiningu því hann sé að öllum líkindum með Asperger.  Eftir 10 ár hjá sálfræðingum, geðdeild og öllum öðrum sem reynt var að tala við kemur inn einn afleysingarlæknir og sér þetta strax.  Það breytir öllu varðandi hvernig á að tala við drenginn, hvað hann skilur osfrv. að vera með svona greiningar á hreinu og jú núna 2 árum seinna er lífið allt annað, það er ekki endilega rosalega gott en það er breyting til hins betra.  Mikið hefði verið hægt að vinna öðruvísi með þennan dreng frá 12 ára aldri ef einhver hefði áttað sig á þessu.

Saga 2
Eldri maður er nýbúinn að vera hjá bæklunarlækni þar sem hann er svo slæmur í hnénu og fær þar að vita að hann sé líklega með beinþynningu og lítið hægt að gera en vísar honum á sjúkraþjálfa sem gerir eitthvað til að láta honum líða betur.  En svo fer þessi maður að að bólgna upp á lærinu og reyndar aðeins áður en það uppgötvast vera bara talsvert veikur og ekki að átta sig á hvað, þreyttur, lystalaus og horast mikið, svolítið grár húðliturinn og eitthvað fleira.  En þetta er kall sem ekki alltaf hlustar á þá sem í kringum hann eru en fer samt til heimilislæknis (já það er sko önnur saga því hans læknir er hættur og hann fær engan annan í staðinn og fer því til mismunandi lækna á heilsugæslunni í hvert sinn, getur ekki valið því hann á ekki heimilislækni) og þegar hann kemur inn til læknisins þá byrjaði hann reyndar á að tala um svefninn sinn, svefnlyfin ofl. og þegar hann svo ætlar að fara að tala um fótinn þá segir þessi læknir að hann geti ekkert gert í því það vanti að bæklunarlæknirinn klári sín mál og svo er tíminn búinn.
Ha
Svo er tíminn búinn og þú þarft bara að fara (veit ekki alveg hvernig hann orðaði þetta) og aldrei skoðaði hann bólguna á lærinu á manninum sem fór bara heim og hélt áfram að vera veikur en átti svo nokkrum dögum seinna tíma hjá sjúkraþjálfanum sem sagðist ekki snerta á honum fótinn svona og benti honum á að fara á bráðamóttökuna og helst bara að nóttu til svo hann fengi betri þjónustu.
Þetta gerir maðurinn og fyrstu viðbrögð þar eru að hann sé líklega með blóðtappa.  En heimilislæknirinn sagði bara að tíminn væri búinn.  Akkúrat.  Blóðtappi.
En svo reyndar kom í ljós að það voru stíflaðar bláæðar (ekki alveg kominn tappi) og maðurinn drifinn í aðgerð daginn eftir.

Saga 3
Aftur eldri maður og þessi er búinn að vera talsvert veikur og liggja á spítala og fara heim og þess háttar, ég þekki ekki alveg sjúkrasöguna hans en konan hans fer alltaf með honum til læknist og er með möppu þar sem hún safnar öllu saman sem hún hefur í höndunum um sjúkrasögu mannsins síns.  Samt eru læknaskýrslur í sameiginlegum gagnagrunni á Íslandi og því ætti það að vera óþarfi en svo er aldeilis ekki.
Þessi maður fer til læknis sem vill senda hann til annars læknis og láta hann fara í lungnamyndatöku og þau mæta svo til þess læknis sem þeim var vísað á og hann heilsar og segir “hvað get ég gert fyrir ykkur”?  Hvað get ég gert fyrir ykkur? eins og hann viti ekki af hverju þeim er vísað þangað, hann er búinn að fá beiðni frá öðrum lækni, hann er með sjúkrasögu mannsins í tölvunni og þarna verður eiginkonan frekar reið og segir að þeim hafi verið vísað þangað til að fara í lungnamyndatöku.  Læknirinn sendir þau fram í myndatökuna og þegar þau koma aftur inn til hans þá var aðeins annað hljóð í lækninum og hann segir að hann sé nú búinn að kíkja yfir sjúkrasöguna osfrv.  Af hverju í andskotanum var hann ekki búinn að því áður en hann bauð þeim inn?  Eru læknar virkilega að halda að sjúklingarnir hafi allt á hreinu sem næsti læknir á undan sagði að þyrfti að gera, til hvers er þessi sameiginlegi gagnagrunnur ef enginn les hann eða ef enginn læknir heldur utan um sjúkrasögu eins manns, hver á að sjá um það?  Heimilislæknirinn myndi ég halda en nú er bara fullt af fólki sem hefur engan heimilislækni.
Jesús góður hvað maður getur orðið reiður að heyra svona sögur.
Annað hvað í ósköpunum eru læknar stundum að gefa fólki lyf við hinu og þessu og fylgja því svo aldrei eftir eða reyna að gera eitthvað annað og skoða þeir aldrei hver forsagan er.  Þekki eina konu sem hefur verið á blóðþrýstingslyfjum í 50 ár og það hefur aldrei neinn læknir talað við hana um það síðan hún fékk fyrsta skammtinn fyrir 50 árum, enginn bent henni á að grenna sig, eða breyta mataræðinu eða hvað sem er.  Aldrei neinn gert neitt annað en að framlengja lyfseðlinum og það í 50 ár.  Nú er hún orðinn sjúklingur og það má líklega rekja til lyfjanotkunar.  (ok þetta er næstum saga 4)
En nú er ég orðin svo reið innaní mér að rifja þessar sögur allar upp svona á örskömmum tíma að það hálfa væri nóg.
Í lokin langar mig að segja ykkur hvernig reynslu ég hef af læknum, sjúkrahúsum ofl. hér í Noregi.
Mín læknasaga hefst þegar ég brýt á mér úlnliðinn um síðustu áramót og ég fer á læknavaktina hér í Mandal og þaðan send á sjúkrahúsið í Kristiansand þar sem ég er meðhöndluð og á endanum gifsuð.
Vikunni eftir það, fæ ég bréf þar sem sagt er frá hvað var gert og hvert framhaldið eigi að vera og tilkynnt að afrit af þessu bréfi sé sent heimilislækninum mínum.
Svona var þetta alltaf.
Svo þegar ég er útskrifuð af sjúkrahúsinu fæ ég bréf þar sem mér er boðið að koma í beinmælingu mér að kostanaðarlausu þar sem ég er fimmtug og brotnaði nýlega.  Ég fer í það og fæ að vita að ég þarf að taka meira kalk og passa uppá beinin mín.  Og alltaf þegar eitthvað er svona þá fær maður bréf og í því er tilgreint að þú eigir tíma þennan dag kl. þetta ef þú vilt ekki nýta þér það þá vinsamlegast láttu vita en auðvitað drífur maður sig bara fyrst maður er kominn með tíma.
Staðinn fyrir ef þú færð bréf og þér er bent á að þú sért í áhættuhópi og ættir kannski að panta tíma hér og þar þá annað hvort gleymist það eða maður drollar með það of mikið.  Algjör snilld hjá norðmönnum að gera þetta svona.  Svo afpantar þú tíma og biður um annan, þá færðu ekkert að vita það í símann heldur færðu bréf með nýjum tíma.
Þetta á þó ekki við um tímapantanir hjá heimilislækninum en alltaf ef þú þarft til sérfræðings eða röntgen eða annað þvíumlíkt.
Jæja gott fólk ég er búin að koma þessu frá mér í bili, veit alveg að þið sem lesið þetta berið enga ábyrgð á þessu en ég bara varð að tala aðeins um þetta þar sem mér er gjörsamlega ofboðið.
Eigið góða helgi elskurnar
Ykkar Kristin Jona

14.08.2015
Sá tími mánaðarins….
Já gott fólk ef ég væri ekki löngu komin á breytingarskeiðið þá mætti halda að það væri sá tími mánaðarins hjá mér núna því ég er búin að vera vel aktív seinni part vikunnar.
Þreif allt hátt og lágt niðri á þriðjudaginn fór í hjólatúr með Erro og gerði dásemdarsúpu í matinn, fyrir utan að vinna líka hérna heima fyrir Mirra Photography,  miðvikudagurinn hófst á vinnu líka, bakaði svo kleinur með Mirrunni, reitti smá arfa í garðinum, fór með Erro í hjólatúr og þurfti ekkert að elda þar sem enn var súpa frá deginum áður en okkur Ástrós Mirru datt í hug að skella okkur út um kvöldmatarleitið í smá myndatöku sem er “oh my God” ein af mínum uppáhalds það er á hreinu, lærði nefnilega eitt nýtt á námskeiði þann daginn og varð að prófa það, stúlkan mín var að kaupa sér kjól og nýklippt og á svo geggjaðan rauðan varalit að það varð bara að skella í myndatöku.
Þetta er líklega mín uppáhaldsmynd úr tökunni en ég reyndar eftir að fara í gegnum þær allar og vinna þær eins og ég vil.

Fimmtudagurinn hófst á vinnu eins og venjulega fram yfir hádegið en þá reyndi ég að setjast út í sólina en hún var bara allt of sterk til að ég gæti setið úti og heklað eða gert eitthvað annað svo ég var nú bara að dunda mér inni, fór reyndar með Erro í sturtu þar sem ólin hans hafði litað feldinn þegar hann fór að synda síðast en það gengur ekki að svo fallegur hundur sé með nánast eins og ryðbletti á bringunni, ha ha ha.  Jæja Þráinn kom snemma heim og við bara svo sem dóluðum okkur og ég að kíkja á bootcamp námskeið í ljósmyndun, vinna myndir, elda ritskexbollur og borða snemma og svo var bara tv kvöld hjá okkur hjónunum.  En eitthvað var Þráinn að kvarta um að geta ekki setið með fæturnar uppí sófa eða á kolli svo ég fékk þá hugmynd í hausinn að breyta í sjónvarpsherberginu svo….
ég vaknaði í morgun, föstudag kl. 7 og var búin að breyta, færa allar snúrur tengja allt dótið uppá nýtt kl. 9, bíð núna bara eftir að heimasætan vakni svo ég geti klárað að ryksuga og skúra því ég er svo að fara í spennandi myndatöku í dag með henni Julie vinkonu minni en við ætlum að taka myndir af henni að störfum en hún er smiður og vinnur sem slík og það getur verið spennandi að taka myndir af henni (sexy lady) í smíðagallanum með allar græjur.  Hlakka til.  Svo er fjölskyldumyndataka á sunnudag / mánudag fer eftir því hvort Yr hafi rétt fyrir sér með rigninguna á sunnudaginn, svo bara hefst skólinn hjá Ástrós Mirru í næstu viku, ferming hjá vinafólki og þannig séð rólegheit nema ég veit ég finn mér ný verkefni og framkvæmi og hef gaman af.

Erum búin að fá ársframlengingu á leigunni hér á Store Elvegate 131 svo Konný systir á ennþá möguleika á að koma hingað og heimsækja okkur þannig að báðar systur mínar hafi þá komið á alla þá staði sem við höfum búið á í Mandal.  Engin pressa Konný en september er góður tími hér í Noregi passlegt hitastig fyrir þig og ég hef sko nægan tíma til að þvælast með þér um allt. 🙂
Ha en strålende dag videre og en god helg.
Kristin Jona

12.08.2015
kominn 12 ágúst og ekkert að frétta….
eða kannski bara svo mikið að ég hef ekki haft tíma til að blogga.  En sko hér er búið að vera ótrúlega skemmtilegur tími, Óli Boggi mætti á svæðið á mánudaginn 3. ágúst og það byrjaði ekki vel, því taskan hans kom ekki með honum og hann átti klippingu og strípur daginn eftir, reyndar ég og Mirran en líka 3 aðrar konur en okkur var sagt fljótlega að taskan væri fundin og yrði svo keyrt út.  En jæja við vöknum daginn eftir og einhvern veginn héldum við bæði að hún kæmi nú fyrir kl. 10 en nei.
En klukkan 11, nei.  Og þá þurfti að fara að hringja í konur og fresta tímum.  Sem betur fer voru þær svo yndislegar sem áttu tíma þennan daginn að það var lítið mál enda lítið sem Óli gat gert í þessu en þegar ekkert bólaði á töskunni kl. 1 þá reyni ég að hringja í Sas og tekst að fá þær upplýsingar að sá sem keyrir töskunum út hafi sótt þær í Kjevik kl. 8 um morguninn, já svo hún hlýtur að fara að koma….. þetta geta nú ekki verið svo margar töskur ekki voru allir að koma úr tengiflugi frá Stokkhólmi???
En ekkert gerðist og við búin að hringja í næstu konu og fresta hennar tíma líka en ég fer nú eitthvað samt að reyna að taka til dótið sem hann skyldi eftir síðast og spyr hvort hann sé ekki með neitt efni til að geta byrjað en nei segir Óli ég er með strípuefni en engan festi.  En ég held nú áfram og sæki dótið og byrja að græja eldhúsið mitt í hárgreiðslustofu og hvað kemur uppúr fyrsta kassanum…. FESTIR!  svo það var nú aldeildis hægt að fara að byrja á minni sem ætlaði hvort eð er að verða ljóshærð aftur.  Jæja gott að gera byrjað og dreift tímanum.  Frábært, þá getur 3ja konan komið því hún vill líka vera ljóshærð svo það verður hægt að setja bara strípur í hana líka segir Óli.  Geggjað, hann nær að strípa mig og svo kemur næsta og hann fer að strípa hana líka og er að klára þegar hann fattar að ……… hann mun ekkert geta klárað hana því hann er ekki með nein skæri.  Whoooo nú verð ég að hringja aftur og athuga hvar mannhelv….. er með þessar töskur og næ sem betur fer fljótt sambandi og er bara sagt það sama, hann sótti þær og er að keyra þeim út svo ég spyr hvort það sé ekki möguleiki að hringja í hann og athuga hvenær hann verði í Mandal sem hún lofar mér að hún muni gera og hringir til baka eftir nokkrar mínútur og segir hann verða í Mandal eftir hálftíma.  Hjúkk þá reddast þetta og ég fer að hringja í hinar tvær og lær þær vita að þær geti komið núna ef þær vilja klára tímann sinn þennan daginn sem þær báðar vilja þar sem þær eru að fara eitthvað annað eftir vinnu daginn eftir og því tímabundnar.

Jæja taskan kom og allt reddaðist Óli reyndar að klippa og strípa langt fram á kvöld.  Svo var bara normalt klippidagur hjá honum daginn eftir og við enduðum svo þann daginn á að kíkja á Onsdagstónleika en það voru þeir síðustu þetta sumarið.  Mikið fjör og mikil gleði á Hesterøya sem er torgið okkar hérna í Mandal.  Og við Óli kláruðum þetta fyrir miðnætti en aumingja Þráinn var löngu farinn heim því hann þurfti að vakna snemma og vinna.  Ég hitti brúðhjónin sem ég myndaði fyrr í sumar og það er voða krúttlegt að hitta “kúnna” sem koma til manns og faðma og knúsa og þakka fyrir allt sem ég gerði fyrir þau.  Þau munu reyndar alltaf vera svolítið spes í mínum huga þar sem þau koma nánast ókunnug inn og velja mig sem ljósmyndara eftir verkum mínum en alls ekki reynslu í brúðarmyndatökum því þær hef ég ekki haft margar.

Fimmtudagurinn hófst með rólegheitum enda bara 3 í klippingu og strípur þann daginn og dreifðust svolítið en eftir það var farið aftur út á lífið því nú var Skalldyrfestivalið hafið og við ætluðum að sjá 2 hljómsveitir þetta kvöldið.  Hittum Arnfinn og Hege og kjöftuðum af okkur fyrri hljómsveitina en sáum þá seinni sem náðu upp mikilli stemningu í bænum.  Svo kíktum við á Buen og sátum þar og nutum útsýnis og tónlistar (það heyrðist sko alveg þangað yfir) og kíktum svo á einn enn stað áður en við fórum heim.
Föstudagur og Óli í fríi og við eigum von á Önnu Svölu og Þresti í dag frá Stavanger.  Þau voru svo almennileg að koma með gest handa Erro líka hana Emmu og þau voru svo góð saman alla helgina.  Urðu miklir vinir og nutu þess að hafa félagsskap.

Við aftur á móti tókum þjóðhátíðarstemninguna á þetta kíktum á markaðstorgin sem voru full af kræsingum og líka alls konar dótaríi, fórum í parísahjólið og nutum útsýnisins en það var eina tækið sem við prófuðum í tívolíinu, fórum svo út á lífið um kvöldið og sáum Dunkey boys spila, kíktum á nokkra pöbba og skemmtum okkur vel.

Laugardaginn var okkur svo boðið í hytte (bústað) til mömmu hennar Hege en þar átti að fara út á bát og sækja krabba í net, verka’nn og borða.  Áttum þar yndisdag með góðu fólki en aðeins of miklum vind en við verður lítið gert.  Ég tók að mér að vera driver þennan daginn svo ég myndi nú ekki vera sofnuð kl. 9 og keyrði 3 ferðir út í bústað að sækja fólk og skutla í bæinn og kom svo heim og þá er Þröstur að gera Mojito handa okkur og þetta er maus, þegar maður kann að gera þetta og heimilisfólkið á ekki réttu græjurnar en þegar Þráinn kom með sleggjuhamarinn þá fór allt að gerast.  Eða sko klakinn var barinn í tætlur með hamrinum og þá var búið að kremja saman mintuna, sykurinn og læmið.  Ég varð nú bara að stoppa aðeins núna og loka augunum því mig dreymir þennan drykk ….. besti Mojito sem ég hef smakkað og ég mun aldrei kaupa hann aftur á börum því þeir kunna sko ekkert að gera þetta.  Prófa kannski sjálf einhvern daginn og leita til Þrastar eftir aðstoð.
Fékk þessa mynd lánaða hjá Önnu Svölu, strákarnir svo ánægðir með krabbaveiðarnar.
Eftir Mojito skelltum við okkur í garðinn hjá Arnfinn og Hege og ég get svo svarið það að þjóðhátíðarstemningin var þar sko og það var svo gaman að við gleymdum að fara á aðaltónleika kvöldsins en skemmtum okkur aftur á móti svo vel að það verður lengi í minnum haft.  Ég spilaði á harmonikku og Anna Svala á gítar, neiiii ekki alveg en það var næstum því, því Hege kemur með nikkuna og spyr hvort ég spili ekki og ég segi fyrst jú jú en nei auðvitað spila ég ekki og þetta var alveg að verða vandræðalegt þegar Þröstur tók við nikkunni og spilaði eitt lag…. en ég komst að því seinna af hverju í veröldinni henni Hege datt í hug að ég spilaði á nikku en það var víst Þráinn sem sagði henni það.  Ha ha ha og ég sem er svo fötluð þegar kemur að því að spila á hljóðfæri þó ég geti sungið mann hæst og mest.
En við sungum þarna og dönsuðum og svo komu fleiri grannar og þeir voru sumir komnir með hárkollur og tóku Prestley slagara og dönsuðu líka.  Skemmtilegt fólk í kringum okkur og ótrúleg gleði.
Svo kemur sunnudagurinn og viti menn Kristín er ekki þunn, en auðvitað svolítið þreytt og ryðguð eftir 4 daga skemmtun en ég græjaði hádeigismat handa liðinu og við sátum og spjölluðum um kvöldið og gerðum óspart grín hvert að öðru eins og sannir íslendingar.
Svo fóru Anna Svala og Þröstur og tóku bæði Óla Bogga og Emmu með sér seinni partinn og mikið varð nú tómlegt í húsinu og mikil varð nú öfundin þegar við fengum snapchat frá þeim um kvöldið þegar þau voru skriðin ofan í heita pottinn sem Þröstur var að kaupa og ég hefði nú verið til í að prófa með þeim.
En svo skríðum við uppí bara snemma þar sem Þráinn á að fara í vinnu og ég búin að vera hálfþreytt allan daginn en nei nei, þegar Þráinn vaknaði kl. 5 var ég ekki ennþá sofnuð svo mánudagurinn varð hálfskrítinn með svefnlausri nóttu.  En í gær svaf ég normalt og átti ágætan dag, vann slatta í mínum málum í tölvunni, ryksugaði og skúraði, fórum svo að versla fyrir vikuna enda ég aftur byrjuð að gera matseðla fyrir vikuna til að spara eftir smá bruðl sumar.  Kjúklinga-, kartöflusúpu gerð með ást og listrænum hæfileika og kíkt á námskeið online kl. 18.  TV og kózí með mínum svo um kvöldið og nú er kominn miðvikudagur og sólin skín en ég ætla í kleinubakstur aftur í dag, því nú er ég búin að uppgötva hvað er auðvelt og jafnframt æðislegt að eiga kleinur í frystinum.
Ha en strålende dag videre.
Kristin Jona
Ps. eitt sem er búið að vera að trufla mig alla vikuna og það er þessi uppskriftabæklingastandur sem ég tók mynd af niðrí bæ, þvílíkt klúður að hafa ekki náð mér í bækling til að sjá hvaða uppskriftir þetta voru, krabbi, laks, sushi og börn?  Hvernig meðlæti ætli sé haft með þeim?  Þe. börnunum.

30.07.2015
Fyrstu kleinurnar…
Já gott fólk, eins og þið vitið er ég hrútur og mér datt í hug í gær að prófa að baka kleinur og nú er klukkan 12.50 og ég er búin að fara að versla í þær, hnoða deigið, fletja út, steikja kleinurnar og borða nokkrar.  Sem sagt ég bíð ekkert ef ég tek ákvörðun, það er bara þannig.
Og þetta var svo miklu auðveldara en ég gat ímyndað mér og verður sko gert oftar en þá þarf ég að fá mér meiri feiti í pottinn þetta var fulllítið og var ansi tæpt að það næði að flæða yfir í restina.  En það tókst og ég er svo ánægð með útkomuna og verð að segja það að þegar Ástrós Mirra sagði þær góðar þá hélt ég hún væri að plata því hún borðar helst aldrei kleinur en nei nei, henni þóttu þessar góðar og þetta eru Kleinurnar hennar Ingu lítilsháttar breytt uppskrift eins mér einni er lagið.
Uppskriftin er svona eftir mínar breytingar:
Kleinurnar hennar Ingu
1 kg Kornax hveiti
360 gr sykur
150 gr smjör/smjörlíki
2 egg
2 tsk lyftiduft
2 tsk hjartasalt
5 dl súrmjólk
 1/2 tsk vanilludropar
Aðferð:
Öllum þurrefnum hrært saman. Smjörið skorið í litla bita og mulið saman við hveitiblönduna með fingrunum þar til það er orðið að fínkorna mulningi.

Súrmjólk og eggjum hrært saman ásamt dropum (best að nota alla, þá verða þetta ekta Ingu-kleinur ?? )  og svo hrært út í hveit/smjör blönduna. Öllu hvolft á hveitistráð borð og hnoðað mjög vel, hveiti bætt við eftir þörfum. Deigið á að vera aðeins blautt en þó þannig að það sleppi bæði höndum og borðplötunni.

Ég er ekki vön að hnoða í höndunum, en þetta er of mikið deig fyrir venjulega kitchen-aid þannig að ég lét mig hafa það í þetta skiptið 🙂
Síðan er hluti af deiginu klipinn af, og flattur út á vel hveitistráðu borði, ca. hálfs cm. þykkt og skorið út í kleinur.

Ætli þetta sé ekki svona hálfur cm.?
Ef þið eigið ekki kleinujárn (sem við eigum hvorugar, járnið á myndinni eign mömmu) má t.d. hnota beittan hníf eða pizzuskera. Skorin er lítil rauf í miðjuna á hverri kleinu og öðrum enda kleinunnar ýtt í gegnum raufina.

Þær eru helst til ílangar hjá mér kleinurnar, ég gerði þær aðeins breiðari og styttri þegar á leið.

Þetta er endurtekið við allar kleinurnar (Við settum inn myndband til að útskýra þetta betur, sjá neðst í póstinum). Best er að strá örlitlu hveiti á fat eða ofnskúffu og leggja kleinurnar þar (ef hveitinu er sleppt eiga þær á hættu að klessast bara við fatið og skemmast).
Við viljum byrja á því að biðja fólk um að fara MJÖG varlega þegar feitin er hituð og kleinurnar steiktar. Feitin nær miklum hita og auðvelt er að skaðbrenna sig ef ekki er farið varlega.

1 tólgardós á móti 2 palmín-stykkjum!
Hitið  500 gr  af tólg og 1000 gr feiti á rétt yfir miðlungshita, einnig er hægt að notast bara við feiti en þá er notað 1500 gr feiti. Þegar tólgin er bráðnu er gott að setja afgangs deigbita útí til að sjá hvenær feitinn er orðin nógu heit til að steikja kleinurnar. Ef feitin verður of heit verða kleinurnar of dökkar of hratt en hráar inní, mamma sem er nánast með háskólagráðu í kleinubakstri setur 6-8 stk í einu í pottin. Við það nær hún að kæla feitina aðeins í hvert sinn sem kleinur fara í pottin og viðhalda þannig góðum hita á feitinni.
Þegar ég byrjaði að steikja var ég bara með 2-4 i einu og því náði feitin að hitna meira og þurfti ég að lækka hitann en á meðan ég beið eftir því að feitin kólnaði tók ég pottinn af hellunni. Í myndbandinu sem fylgir er hægt að sjá að það tekur rúma mínútu að steikja kleinuna. Þegar kleinurnar eru steiktar er nauðsynlegt að velta þeim reglulega til að kleinurnar fái jafna steikingu og verði jafn gylltar báðumegin. Veiðið kleinurnar upp úr og leggið þær á eldhúspappír. Það fer eftir potti, eldavél og feiti hvaða hitastilling hentar í hvert sinn þannig það er um að gera að prufa sig bara áfram. Kleinurnar eru bestar nýsteiktar og volgar en það er auðvitað mjög þægilegt að frysta þær líka.
Njótið ??
Mínar breytingar voru þær að það fór óvart aðeins of mikill sykur í skálina eða um 10 gr. og svo átti ég bara 90 gr. mjúkt smjörlíki og bætti því við 50 gr. smjöri líka en mér þykir oft gott að bæta við smjöri í þær uppskriftir sem ég prófa.
Kardemommudropa og sítrónudropa fékk ég ekki í búðinni og reyndar heldur ekki vanilludropa en ég átti þá og notaði.
Þráinn var búinn að panta stórar kleinur og þær eru nokkrar þarna stórar en ég er hrifnari af litlum og fannst betra að hafa litlar kleinur í pottinum og já það þarf víst ekkert kleinujárn heldur bara gamla góða pizzaskerann, auðvitað.  Ég er smá að pæla í því hvort einhver viti hvort það sé ekki gott að setja eins og eina teskeið af salti líka í kleinurnar, mér finnst eins og það vanti örlítið svoleiðis en kannski er það bara tóm vitleysa í mér, kannski finnst mér vanta eitthvað því ég hafði ekki kardemommudropana.

Ha en strålende dag videre / Eigið frábæran dag framundan
Kristin Jona

Ps. er þá nokkuð annað en að skella sér í það að prófa að baka flatkökur fyrst ég er búin að rifja upp hvernig á að hnoða og fletja út.

27.07.2015
Aftur í rútínuna og ….
morgunleikfimina en ég hef verið ótrúlega löt við það í fríinu, það er reyndar eins og ég geti ekki gert verkin mín eða leikfimi eða annað sem ég er vön að gera þegar ég er ein heima þegar fjölskyldan er öll heima.  Það vill bara allt einhvern veginn gleymast en nú er Þráinn farinn í vinnu og unglingurinn sefur svo ég ákvað að það væri ekki seinna vænna að taka smá morgunleikfimi eins og ég var vön að gera áður.
En ég var búin að gleyma hvað ég á meðvirkan hund því hann vill gera þessar æfingar allar með mér og þegar ég tók magaæfingarnar þá var hann svona við hliðina á mér.

Svo þegar ég tók bakæfingarnar þá hefði einhver annar en ég þurft að grípa til myndavélarinnar því hann ekki aðeins hermdi eftir mér heldur gerði hann það ofan á mér, já ég gerði sem sagt nokkrar æfingar (gat nú ekki margar) með hann á bakinu.  Ha ha ha litla krúttið, ég man núna af hverju ég lokaði hann alltaf niðri þegar ég gerði þessar æfingar síðast.
En við fjölskyldan erum búin að eiga gott frí, ekki svo mikið gert af því sem við ætluðum okkur enda hefur sumarið ekki ennþá komið til Noregs sbr. í morgun þegar ég vaknaði þá voru aðeins 12 gráður úti og ég fór í ullarsokka og peysu (þar til ég var búin að gera æfingarnar) því mér var svo kalt.
Sumarið er búið að vera frekar ömurlegt og við ekki farið einn einasta dag á ströndina, sjórinn nær ekki 13 gráðum og það er allt of kalt til að vaða hvað þá meira.  En við fórum í útilegu og það var æði, fór að rigna um leið og við komum heim en við erum ekki búin að gefa upp alla von og vonum að ágúst verði góður.
Við erum líka búin að ganga á fjöll, fara í bústaði og hitta góða vini, út að borða og á nokkra tónleika eins og vera ber í Mandal á sumrin.  Nú verður bara rólegheit framundan svo kemur Óli Boggi í byrjun ágúst og svo er skeldýrafestivalið okkar hér í Mandal aðra helgina í ágúst en það er okkar þjóðhátíð og verður mikið af flottum hljómsveitum, góðum mat (aðallega skelfisk) fáum gesti og er boðið með þá í bústað þar sem á að veiða krabba osfrv.
Rútínan mín er að hefjast aftur þe. að vinna á morgnanna við að markaðssetja mig, finna leiðir til að selja myndirnar mínar ásamt myndatökum.  Góðir hlutir gerast hægt svo ég verð bara að vera róleg og njóta þess að hafa tíma til að gera það sem mér finnst skemmtilegast.  Væri samt alveg til í fleiri myndatökur en það kemur ábyggilega þegar fer að líða á ágúst því Noregur var í sumarfríi og er að hluta til ennþá og verður fram til 10. ágúst ca.
Ég er alveg að ná 700 like markmiðinu og þá tekur við nýtt markmið en það er 800 og svo heldur það svona áfram.  Ný og ný markmið.
Nýjasta sem ég er að gera eru töskur með myndum frá mér sem þið getið pantað á síðunni minni á FineArt  eins og þessi poki til dæmis.  Púðarnir eru líka ótrúlega flottir ég er búin að panta mér einn púða sjálf og annar á leiðinni ásamt tösku, hlakka til að sjá hvernig þetta kemur út.

Ha en strålende dag videre,
Kristin Jona

17.07.2015
Trogfjell og fleiri sigrar…
Jæja nótt númer 2 var heldur betri í tjaldinu, Þráinn svaf með Erro í öðru herberginu og ég og Mirran í hinu og hún í betri pokanum en ég í ullarnærfötum og lopapeysu í kalda pokanum.  Það var smá tími um nóttina sem mér var kalt og man ég eftir að hafa reynt að troða nefinu í hárið á Mirrunni til að hlýja mér.
Norðmenn segja þetta ekkert sumar og það sé alltof kalt á nóttinni og sjórinn nær ekki að hitna eins og venjulega.  Við segjum þetta gott íslenskt sumar en það rignir allt of oft og vindurinn er of mikill til að hægt sé að segja þetta gott veður.
Við tókum niður tjaldið eftir sturturnar og morgunmatinn og gengum frá eftir okkur og skiluðum lykilkortunum og tékkuðum okkur út af þessu gistisvæði sem við vorum á, létum vita að við hefðum ekki tekið neitt af minibarnum en notið tímans sem við vorum mjög vel.
Í dag er ferðinni heitir til sveitarfélags sem heitir Åmli og þar er fjall sem heitir Trogfjell og ætlunin er að labba uppá það.  Sem betur fer var ekki eins heitt í dag og í gær og því mun betri dagur til að klífa fjöll.
Við fundum loksins bæinn Åmli sem hefur að geyma lengstu steinbrú í norður Evrópu.

Við byrjuðum á að fá okkur að borða í þessum bæ, skrítið hvað við vorum öll sammála um að það væri eins og við hefðum komið þangað áður, ég tel þennan bæ líkjast Hvammstanga þegar keyrt er inní hann og veitingarstaðurinn gæti hafa verið gömul vegasjoppa á íslandi minnti kannski á Staðarskála áður en hann var tekinn allur í gegn.  Gamlar lúnar innréttingar en allt voða hreint og fínt.  Fínustu hamborgarar og pylsan eins og pylsur eru það þarf víst ekki sérstaka kokkahæfileika til að framreiða pylsu.

Við röltum yfir þessa undurfallegu brú sem vantar samt staði til að komast vel að og mynda hana, en það er svo víða hér í Noregi, Norðmenn eru frekar aftarlega þegar kemur að ferðamannaiðnaði og merkingar eru víða lélegar og ekki hugsað fyrir því að fólk vilji mynda sögulega og fallega staði.
Fyrir ofan okkur gnæfði þetta fjall og Þráinn spurði mig hvort við værum að fara uppá það en það taldi ég ólíklegt þar sem þessi fjallganga var sögð auðveld fyrir alla.

Svo upp við fórum og ég þakkaði Guði fyrir að vera ekki í gallabuxum því það er svo vont að ganga í þeim, ég fór sko bara í kjól og skrítin tilfinning er það að labba uppá fjall með engin aukaföt ha ha ha.

Jú þetta er ansi hátt fjall og eins og ég sagði nei ólíklegt að við séum að fara uppá það, enda erum við að labba meira til vinstri og þar hlýtur að vera minna fjall sem við sjáum bara ekki fyrir gróðri.

Og talandi um gróður það er allt morandi í bláberjatrjám þarna og þar sem hún Hege vinkona mín er alltaf að segja mér að vökva bláberjatréin mín meira, gat ekki varist því að hugsa um hver það væri sem vökvaði þessi?  ha ha ha
En svo komum við upp að þessum stað og þá gat ég bara ekki hætt að hugsa um málverkið hennar Konnýjar sem mér fannst svo líkt þessu landslagi, það var svo ekkert svakalega líkt þegar ég bar þetta saman en minnti samt á það.

Jæja búnar að labba fram hjá 6 af 12 merkingum.  Þetta tók ótrúlega mikið á okkur mæðgur sem mættum alveg vera í betra formi, hvað er það alltaf að þó maður slaki á í nokkrar vikur en maður sé endalaust alltaf á byrjunarpunkti, hvernig get ég lært að hreyfa mig það mikið að ég endi aldrei aftur á þessum byrjunarpunkti.  Þarna var nú Þráinn farinn að tala aftur um að við værum ábyggilega á leiðinni uppá þetta stóra fjall en nei það getur ekki talist auðveld leið, eða er það?

Jæja komin næstum því alla leið upp og jú jú auðvitað vorum við á leiðinni uppá stóra fjallið og með því að stoppa og anda og anda og anda anda nokkrum sinnum á leiðinni höfðum við þetta og ég var nú farin að söngla kvennasönginn “Ég bæði þori, get og vil”  og bætti við líka “ég skal” og upp fór ég og við öll.

Alltaf góð afsökun að hafa myndavél og staldra við og láta engan taka eftir því að ég mynda þegar ég er að hvíla mig smá og Þráinn hann sprettur þetta alltaf og hann og Erro standa svo ofan við okkur og bíða.  Sætu strákarnir mínir.

430 metra yfir sjávarmáli stendur á þessu skilti og mér fannst það sko vera slatta mikið og alveg að slaga uppí Esjuna en hún er víst yfir 900 metrar svo ég á eitthvað í land með það, en gott ef ég á ekki eftir að skella mér uppá hana einhvern daginn.

Ferðafélagarnir komnir á toppinn og engin gestabók.  Það er nú svind, ég las að það ætti að vera gestabók á toppnum og það var það sem fékk mig til að komast alla leið, ég skyldi nú skrifa nafnið mitt í bókina.  ha ha ha

og eftir að hafa hvílt sig og notið útsýnisins í nokkrar mínútur þá er bara farið niður aftur.  Tilgangurinn?  Jú jú hreyfa sig og njóta útsýnis, ná einhverju takmarki og fleira í þeim dúrnum.

Ég sem geng oftast aftast og tek svo mikið af afturendamyndum á ferðalögum bað ástkæra eiginmanninn að taka nú vélina og fanga á mynd minn fagra afturenda, sem hann gerði svona listavel, finnst ég vera eins og álfadrottning þarna í skóginum í grænrósóttum kjól.

Dansa um og nýt útsýnisins.

og svo stilltum við okkur upp saman mæðgurnar og Erro, hann kann þetta strákurinn.

Þegar niður var komið fór ég úr skónum, enda tærnar alveg orðnar helaumar eftir niðurgönguna, hvað gerir fólk sem labbar á fjöll til að tærnar kremjist ekki svona á niðurleiðinni?
En svo kíktum við í safnið þeirra þarna í Åmli og það var þrælgaman, þetta er svona safn sem sýnir hvernig vinnan í sveitinni var í gamla daga og svo er eitt herbergi með stóru hnífasafni þe. handgerðir hnífar og vitneskja um flesta handverksmennina sem gerðu þá, eina sem mér fannst vanta var að hafa ártölin við, þe. hvenær þessir hnífar voru gerðir.
Svo var herbergi með uppstoppuðum norskum dýrum og við uppgötvuðum að við erum ekki viss hvað sum þeirra gætu heitið á íslensku og því væri nú gaman að eignast barnabók með dýrunum í noregi til að bera saman við íslensku dýrin.  En til dæmis vissi ég ekki að gaupur hlaupa hér um skógana eins og ekkert sé, úlfana vissi ég um en áttaði mig ekki á hvað þeir eru stórir og svo eru öll beltadýrin broddgöltur, otur og

17.07.2015
Eyjan Lyngør…
Jæja nóttin var köld að hluta til hjá mér en aðallega hallandi, Ástrós Mirra svaf nánast ekki neitt fyrir kulda en hún var ein og í lélegasta svefnpokanum en með Erro inni hjá sér en hann hitar greinilega ekki nógu mikið upp.
Dýnan okkar var greinilega í halla en þegar ég ákvað bara að ég skyldi liggja alveg uppvið Þráin og hann hefði ekkert með það að segja þá hætti ég að renna til enda hann notaður sem stoppari og þá svaf ég aðeins betur en fyrsta nóttin í tjaldi og á vindsæng er alltaf erfið en við vöknuðum í þessu blíðskaparveðri og ég fór og prófaði 4 mín sturturnar og ég veit ekkert hvort þær stoppi eftir 4 mín eða hvað alla vega bara þvoði ég mér og kláraði eins og ekkert væri en ég er reyndar aldrei lengi í sturtu svo það er ekkert að marka.  Alla vega dugir þessi tími mér og vel það.  Sturturnar eru svona fullt af litlum klefum sem eru tvískiptir, þe. sturta öðrum megin og stóll og snagi fyrir fötin þín hinum megin og svo opið að ofan.  Minnti mig eitthvað að sundhöllina í Reykjavík í gamla daga en veit ekki alveg af hverju.
Jæja Þráinn hitaði vatn í kaffi og ég smurði brauð og Erro fékk vatn og svo fórum við af stað en ferðinni var heitið út á Tvedestrand í bæ sem heitir Gjeving og þaðan er hægt að taka taxibát yfir í Eyjuna Lyngør en reyndar er Lyngør svona eins og Vestmannaeyjar, þe. hópur eyja sem mynda eitt sveitarfélag.
Þetta er undurfallegur staður eins og svo margir staðir hér í Noregi og ég fæ aldrei nóg af þessu eyja- og bátalífi þeirra frænda okkar.
Beðið eftir taxibátnum, fólkið situr bara á bryggjunni og nýtur útsýnisins.  Það var svakalega mikil sól þennan dag og mikið heitt.

Hérna kemur taxibáturinn siglandi að bryggjunni og hann keyrir bara beint á bryggjuna og við löbbum um borð, engar festingar og ekkert vesen.  Svo stóðu allir úti því veðrið var svo gott og hliðið sem er opnað til að taka inn vörur og flytja á milli var bara opið allan tímann og ekkert mál.  Auðvitað ekkert mál að taka hundinn með sér og alltaf þegar við spyrjum hérna má ég hafa hund með mér þá er svarað “að sjálfsögðu”.

Siglingin tók um 10 mínútur en þvílík fegurð sem við fengum á þeim tíma.

Og litli bærinn Lyngør er algjört krútt, fallegar götur og þarna er matvöruverslun, veitingarstaður, gjafavörubúð og tvær hönnunarbúðir önnur með föt og leikföng fyrir börn og hin með handsmíðuð verkfæri fyrir smiði.

Við byrjuðum á að finna veitingarstaðinn og fá okkur öl og gos, löbbuðum svo um eyjuna og nutum útsýnis og þess að horfa á fallegu húsin og bátana allt í kring en það var bara svo heitt að við ákváðum að fara fljótlega aftur á veitingarstaðinn og fá okkur pizzu og gos og finna svo stað að sitja á þar til báturinn kæmi aftur.

Við eyddum 4 tímum í þessari eyju og erum alvarlega að hugsa um það að skoða leigu á húsi þarna næsta sumar, myndum gjarnan vilja fá einhvern með okkur í vikutíma þangað.  Þetta er svona miðja vegu milli Mandal og Sandefjord og jafnvel nær Sandefjord en Mandal svo það væri snilld að við og vinir okkar þar myndum kannski taka vikufrí saman næsta sumar.

Eftir þessa ferð var ljúft að koma að tjaldinu sem stóð í skugga því það var svo mikil sól þennan daginn og eftir að hafa grillað svínalund og njóta góðs matar fengum við okkur smá kvöldgöngu og horfum út á hafið sem er alls staðar í kringum okkur hér á suðurlandinu.  Elska hafið og árnar og vötnin hérna.

Ha en strålende dag videre,
 dine Kristín Jóna

17.07.2015
Fyrsta útilega ársins….
Jæja við erum búin að fá sent frá Íslandi tjaldið okkar góða þar sem góð tjöld kosta slatta hérna úti og skipapósturinn er ekki svo dýr frá Íslandi eða það kostaði 9000 kr. að senda tjaldið, ætli nýtt hefði ekki kostað nokkur þúsund norskra króna.  Svo vorum við búin að kaupa svefnpoka í fyrra, svo við bættum við núna vindsængum, borði og stólum, gasgrilli (sem notast bæði heima og í útilegu) og flestu því sem þarf að eiga þegar farið er í útilegur.  Og nú skyldi farið í fyrstu útilegu ársins.  Öll mín plön hafa farið í marga hringi, fyrst ætlaði ég að fara alla leið til Lofoten en mér er sagt að þá þurfi ég nánast að taka 3 vikur bara í það sérstaklega ef ég ætla að skoða mig um á leiðinni.  Svo við hættum við það og næsta plan var að fara í Lysebotna og uppá Kerag boltann og þaðan til Bergen og svo bara sjá til hvert við færum eftir það en það spáði bara rigningu í Lysebotnum alla vikuna svo ég færði okkur á hinn endann og valdi bara Arendal og nágrenni þar sem spáði sól og 25 stiga hita.
Svo á miðvikudagsmorguninn var pakkað í bílinn, Arild nágranni fékk lykil svo hann gæti hleypt Nóa út og inn og við lögðum af stað.
Ferðinni var heitið á tjaldstæði sem heitir Hove og er í Arendal.  Þegar þangað var komið sáum við skilti að það væri allt fullt en við ákváðum að þykjast ekki sjá það og héldum áfram.  Þegar nær dró þá sáum við að það var eitthvað stórmót í gangi þar og ég sá aftan á einhverja boli og þar stóð World Championship….. eitthvað og þarna voru reiðhjól, sjóbretti og eitthvað meira.  Sem sagt stórmót í gangi og við þarna með.  Þegar við komum að þjónustumiðstöðinni og fórum þar inn til að spyrja hvort það væru laus tjaldstæði þá hringdi sá aðili í annan sem var að vinna inná svæðinu til að tékka og við vorum spurð hversu stórt tjald við værum með og við sögðum það bara meðalstórt og þá sagði gaurinn að það væri laust pláss fyrir okkur, við þyrftum bara keyra inná svæði K og hitta Bjorn og hann myndi sýna okkur plássið okkar.  Næs og já við fengum svo lykilkort sem ganga að sturtum og klósettum og þar sem við keyptum 2 nætur var okkur tjáð að við yrðum að tékka okkur út fyrir hádegi á föstudaginn.
Svo við keyrum inná svæðið hittum Bjorn og hann sýnir okkur tvö stæði og við veljum annað til að tjalda.  Við lentum á fínu tjaldstæði reyndar í miklum skugga sem stundum var gott en hefði mátt koma sól á morgnanna en þarna vorum við innan um dani sem voru á þessu móti sem ég talaði um.  Beint á móti okkur var veitingarstaður og þar niðri eru sturtur, klósett og öll aðstaða fyrir tjaldbúa og ég hef aldrei komið inná klósett á tjaldstæði sem eru svona hrein og snyrtileg.  Hvort sem er að morgni eða kvöldi.  Enda held ég almennt að Norðmenn séu mjög snyrtilegt fólk og gangi alltaf svo vel um.
Við tjölduðum þarna og það gekk vel þrátt fyrir að mörg ár séu síðan síðast.  Grilluðum um kvöldið, röltum um og dóluðum okkur þarna.  Það var pínu skrítið fyrst, það þurfti nefnilega að koma sér í gírinn að vera bara saman og njóta.  Ekkert sjónvarp eða tölvur eða annað sem fangar athyglina.
Á þessu tjaldstæði er strönd með sjóbrettaleigu, skútuleigu þarna eru hyttur og auðvitað fullt af hjólhýsum sem eru þarna alltaf og mis fallegt í kringum þau.  Leiksvæði fyrir börn, fjara með steinum í, skógur í kring og bara yndislegt tjaldsvæði til að vera á.
Á þessu tjaldstæði eru nokkur hús með þjónustu fyrir gestina og mestan part af svæðinu taka hjólhýsin sem eru komin með pall og allt í kringum enda heitir það svæði Traler Park (ég las þetta nú vitlaust fyrst) en hvað um það, snyrtilegt svæði og malbikaðar götur alls staðar á milli og tjaldstæðið frekar ódýrt eða 200 nkr. á tjald yfir nóttina og innifalið öll aðstaða.  Önnur tjaldstæði sem ég skoðaði voru með sama grunngjald en svo bættist við 40 nkr. pr. mann.

Stöndin við tjaldstæðið er æðisleg og fullt að gera þar ef fólk vill.

svo örlítið í hina áttina er þessi steinafjara og ég er að segja ykkur að ég tók með mér tvo stóra steina heim, veit ekki alveg hvað ég ætla að gera við þá en þeir eru svo fallegir og ég get setið (reyndar vont að sitja þarna) og skoðað þessar dásemdir lengi lengi og tekið myndir í allar áttir og aldrei eins.  Já Þráinn sagði við mig þegar við sáum þessa fjöru “Velkomin á Stokkeyri” þar sem þetta er pínu líkt íslenskum fjörum.

Svo voru alls konar farartæki / hýsi á svæðinu eins og þessi gamla.

Í þessu tjaldi voru hippar með dreadlocks og allar græjur, hæfir vel og pínu krúttlegt.

Hér er svo sauna en ég sá nú engan vera að nota það á þessum tíma sem við vorum þarna.  En það er í boði samt.

Og svo eignuðumst við vin, hann er ótrúlega krúttlegur og naut þess að danirnir fóru ekki með ruslapokana strax í öskutunnuna og hann var orðinn ansi frakkur og farinn að hlaupa smá á milli fólksins án þess að frjósa en það er svo fyndið þegar íkornar verða hræddir þá frjósa þeir og vona að þeir sjáist ekki þá.

Eins og ég segi flott aðstaða, flott umhverfi og gott að vera þarna á Hove í Arendal.
Þegar við tékkuðum okkur út þá létum við vita að við hefðum ekki tekið neitt af minibarnum og það fannst staffinu fyndið og þökkuðu fyrir falleg orð.
Ha en strålende dag videre, lærði ég á þessu ferðalagi og finnst ótrúlega flott setning, hef samt ekki fengið tækifæri til að nota hana en ætla að muna vel.

17.07.2015
Gestir og lax…
Það var pínu skrítin helgi þe. sú síðasta, Þráinn var búinn að fá leyfi hjá vinnufélaga sínum sem á hús við Mandals elve til að veiða með 3 stangir hjá honum, hann var einnig búinn að panta fyrir nokkrar stangir á tveimur öðrum stöðum í ánni og Sandefjord gengið var á leiðinni því Óli ætlaði að veiða með þeim og Inga tók bara gestina sína með sér til Mandal svo allir gætu verið saman.  Þau leigðu sér mjög fína íbúð hérna aðeins innar í sveitinni en bara 8 mín að labba í miðbæinn svo það var bara snilld.  Fín íbúð og sú ódýrasta sem ég sá til leigu á svona high season.
Jæja þá gerist það líka að Þráinn hafði ætlaði að skipta sjálfur um hjólalegur á bílnum en náði ekki að taka þær gömlu af og prófaði að tala við verkstæði hér en það var á bilinu 3 til 9 vikur í bið þar til hann kæmist inn og við vildum þetta gert núna í sumarfríinu ef við færum að keyra eitthvað að ráði og Arild í næsta húsi benti á strák sem er ekki með verkstæði en mjög klár í bílaviðgerðum og hann kom bara hingað heim og gerði við bílinn á planinu hjá okkur.  Eirik heitir hann og hér var hann 2 kvöld í röð að reyna að skrúfa í sundur bílinn minn.  Á meðan var Þráinn í veiði og við stelpurnar að dúlla okkur.  Pínu skrítið að hafa ókunnugan mann liggjandi undir bílinum sínum fyrir utan útidyrnar hjá sér.

En sem sagt helgin varð þannig að Óli og Sara komu um kl. 6 á föstudagsmorguninn og svo komu Inga, Jónína, Robbi, Róbert Arnar og Mikael Máni á föstudagskvöldinu.
Helgin var skrítin að því leiti að strákarnir voru að fara að veiða kl. 6 um morguninn, komu svo kannski smá heim og fóru aftur og voru fram á nótt, einhvern veginn varð húsið eins og umferðarmiðsstöð en það var ótrúlega skemmtilegt hjá okkur öllum samt.  Ég kynntist þarna yndælishjónum úr Hafnarfirðinum Jónínu og Robba og það var einhvern veginn þannig að Robbi virtist alltaf vera að taka til svo ég splæsti nú á kappann einni heimaprjónaðri borðtusku og kallinn var svo ánægður að hann hreinlega hlakkaði til að koma aftur heim og geta prófað hana.  ha ha ha þetta var brandari helgarinnar og ég sýndi nú Robba líka nafna hans sem skríður hér um öll gólf og ryksugar svo það er nokkuð ljóst að Robbar eru mestu þrifnaðarkallar.
Þau Robbi, Jónína, Inga og Óli buðu okkur í grill heima hjá okkur á laugardeginum og grilluðu þetta dýrindins nautakjöt og rann það ljúft niður í góðum félagsskap.

Á sunnudeginum fór ég síðan snemma út til að hitta Julie vinkonu mína en ég var að fara með henni út í eyju í bústað sem amma hennar á og er reyndar til sölu á litlar 25.000.000 nkr. en þar átti ég að taka myndir af systir Julie eiginmanni og syni en þau hjónin eru bestu róðrarkappar Noregs og er Eirik búinn að koma með gullið heim af Olympíuleikunum og Mira stefnir á gullið næst svo þetta er pínu frægt fólk hér í Noregi og ekki leiðinlegt að fá að taka myndir af þeim.
Ég tók auðvitað miklu fleiri myndir í eyjunni og var bara að mynda allan daginn fólkið við hin ýmsu tækifæri en ég var þarna með Julie frá hádegi til 8 um kvöldið.  Tók aðeins 800 myndir sem ég á eftir að fara betur í gegnum, vinna og koma frá mér.  En dagurinn var yndislegur og ég fæ bara ekki nóg af því að fylgjast með þessu frábæra sumarlífi sem norðmenn lifa við sjóinn og allir einhvern veginn kunna á sjóskíði, sigla bátum, veiða, synda og njóta útiveru.
Litli guttinn átti 2 ára afmæli þennan dag og var boðið uppá rækjur og brauð í hádegismat (kl. 14) og kaka á eftir.  Drengurinn fékk fullt af flottum gjöfum og þá meina ég samt ekki á íslenskan máta því ég var alveg agndofa yfir því hvað gjafirnar voru ódýrar en barnið elskaði þær allar.  Stuttermabolur frá ömmu, sverð með sápukúlum frá frænku osfrv.  Enginn að kaupa stórar gjafir nema ein amman sem gaf honum blautbúning en ég held samt að hann kosti ekkert mikið á svona lítið kríli hérna úti.  Hér eru það foreldrarnir sem sjá börnunum fyrir því sem þau vantar en afar og ömmur og frænkur og frændur gefa bara dót sem gaman er að leika með og kostar ekki mikið.  Og þetta fólk á sko alveg peninga, svona er þetta bara í Noregi, stelpur eins og Ástrós Mirra gefa kannski 100 kr. norskar í afmælisgjafir og það er bara flott.  Enda eiga afmæli að vera vettvangur til að hittast og njóta samveru en ekki samkeppni um flottar gjafir.  Kútur og vatnsbyssa er til dæmis alveg geggjaðar gjafir og nytsamlegar.

Amma hennar Julie sem á þennan stað sem við vorum á vildi endilega fara og óska nágranna sínum sem einnig átti afmæli til hamingju með daginn og þá fórum við öll (hirðljósmyndarinn líka) á 3 bátum og sigldum að bústaðnum hans í samfloti og þar var stoppað, fánum veifað og sunginn afmælissöngurinn.  Ótrúlega flott pínu lítil athöfn en samt svo margt sem hún sagði, virðing og vinátta.

Það er eitthvað magnað við þetta sumarlíf, ég get ekki sagt annað og þessi dagur þó ég væri svona pínu aukakelling þarna þá leiddist mér ekki eina mínútu því bæði eru norðmenn yfirleitt svo kurteisir og tala við aukagesti og svo var bara gaman að sitja og njóta þess að fylgjast með þessu lífi.
Ótrúlega góður dagur og ég held að myndatakan sjálf hafi nú heppnast vel og sýni hér nokkrar myndir frá henni, vona að það rigni eitthvað um helgina svo ég geti með góðri samvisku setið inni og unnið myndir.

Svo keyrði ég heim um kvöldið og hitti gestina mína smá stund, sátum saman og spjölluðum og áttum góða kvöldstund, strákarnir fóru svo að veiða morguninn eftir, stelpurnar fóru með krakkana í Dyreparken og beint þaðan aftur til Sandefjord.  Skemmtileg og öðruvísi helgi lokið.
Þangað til næst,
ykkar Kristín Jóna

08.07.2015
Myndir í kristal….
Nágranni minn er með lítið fyrirtæki sem brennir þrívíddarmyndir í kristal og ég tók að mér að taka myndir fyrir hann fyrir nýja heimasíðu og ég held ég hafi aldrei unnið eins erfitt verkefni og tekist á við eins mikla áskorun því sko ef kristallarnir væru allir eins þá væri hægt að finna eina lýsingu og eina stöðu fyrir myndavélina en þetta eru hjörtu sem standa beint og halla aftur á bak.  Þetta eru ferhyrningar, kassar, átthyrningar sívalingar og ég veit ekki hvað og hvað og þessir kristallar grípa allt ljós í sig og allt speglast sem hægt er að speglast og það má sko ekki koma auka birta inn um gluggana og ég sé það að best hefði verið að komast inní svart herbergi, klæða mig í svört föt og hafa hettu með götum fyrir augun (muna að vera í vettlingum líka) til að losna við allt þetta en því miður hef ég ekki aðstöðu til þess og því bjó ég til tjald í stofunni til að taka þessar myndir en stundum er það ekki nóg (það fer eftir kristallinum) en stundum fínt.

Og þarna undir er ég skríðandi og bograndi og já …. ég vona að ég sé að taka síðustu myndirnar í dag, hélt reyndar að ég hefði klárað í gær en ég var búin að gleyma eða ekki skilið nágranna minn nógu vel þegar hann sagðist þurfa myndir á hlið líka svo fólkið sæi þykktina á kristallinum.
En ég hef sko upplifað hann Óskar tengdapabba með mér í þessu verkefni því ég hef aldrei verið svona nákvæm og aldrei pússað kristall svona mikið og oft og samt er alltaf eitthvað fusk sem sést þegar ég lýsi og tek mynd.  Óskar var nefnilega mesti nákvæmnismaður sem ég hef þekkt og auðvitað var hann þess vegna svona góður ljósmyndari því hann vandaði sig ávallt svo mikið.
En til að sýna ykkur hvað ég er að tala um og plís ekki gagnrýna myndirnar því ég þoli það ekki á þessum tímapunkti, sá sem er að kaupa vinnuna af mér er ánægður og það er nóg.
Þetta er reyndar uppáhaldskrystallinn minn og langauðveldast að mynda.

En svona er myndin sem er núna á heimasíðunni og ég verð að segja að þegar ég sé þessar tvær saman þá er ég mjög ánægð 🙂

En annars er það að frétta að það rigndi í gær og hellirignir í dag en við erum að fara í útiafmælisveislu í kvöld svo ég vona að Yr hafi rétt fyrir sér og það hætti að rigna seinnapartinn.  Svo koma gestir á morgun en Sandefjordgengið er að koma og með aukafjölskyldu með sér.  Þau eru búin að leigja litla íbúð í nokkra daga og strákarnir eru að fara að veiða og við stelpurnar að chilla og ég reyndar svo að fara á sunnudaginn í burtu frá gestunum til að mynda stórfjölskylduna hennar Julie.  Það verður sko gaman og þá ætla ég að vera búin með kristallana.
Ég sá að ljósmyndarar erlendis eru voða mikið með myndaveggi hjá sér til að sýna á prenti myndir sem þeir hafa tekið og ég ákvað að herma en mitt er aðeins minna í sniðum þar sem mitt stúdeo er í minna lagi líka (vá hvað mig allt í einu að komast inní gamalt ónotað iðnaðarhúsnæði og græja þar graffitivegg, brettavegg og svo einn vegg með hvítum innibakgrunni og geta bara verið þar (þetta má sko vera með múrsteinsveggjum, timburveggjum og eldgömlum gluggum líka) sama hvernig veður er.  En eins og er þekki ég engan með svoleiðis hús á lausu en það getur nú komið seinna.

æi já ég sé myndina á skjánum þarna hjá mér og það minnir mig að ég ætlaði að gera umrenningasyrpu frá Osló, en ég fer í það þegar kristallarnir eru tilbúnir 🙂  Kristín takmarkaða getur ekki unnið í tveimur verkefnum í einu, verð að klára eitt fyrst og svo næsta og hananú.
Þangað til næst,
ykkar Kristín Jóna
ps. ég kíkti á Yr og það á að hætta að rigna kl. 11 svo það er best að ég klári að mynda kristallana áður en sólin og hitinn gera mig brjálaða og veðrið verður svona næstu vikuna svo ég verð víst að muna að vökva á hverjum degi.

02.07.2015
Verslurnarferð til DK…
Ég og Mirran mín skelltum okkur í smá verslunartúr til Danmerkur í gær, úff smá verslunar….. varð að risa….  en við vorum ekkert svo lengi að þessu enda með fyrirfram ákveðið hvað átti að kaupa eða næstum því.  Enduðum í allt of hárri upphæð (eða það finnst manni þegar allt er verslað svona í einu) en nú eigum við hreinlætisvörur alla vega næstu 7 mánuði og kjúkling og svínakjöt fyrir alla vega hálft ár held ég hafi endað með 20 kg. af kjúklingi og 15 af svíni fyrir utan beikon, álegg, hakk og eitthvað örlítið af öðru kjöti svo við ættum ekki að svelta á næstunni.
En svona túrar taka á, byrjuðum daginn á að skutla Þráni í vinnu klukkan hálf sex og fara svo heim og sækja Mirruna og koma okkur að skipinu en þar er mæting klukkutíma fyrir brottför eða kl. 7.  Skipið fer kl. 8 og er komið til Hirsthals kl. 11.15.  Þá er keyrt í klukkutíma til Álaborgar í Bilka sem er risastór ódýr verslun.
Við vorum nú ekki nema 2 tíma að versla og ganga frá öllu í bílinn og uppgötvuðum þá að ég keypti óvart tvöfaldann skammt af kjúklingalærum en engar bringur, tók sem sagt smá feil svo inn aftur og bringunum bætt við svo nóg var keypt af kjúklingnum í þessari ferð.

Eftir verslurnartúrinn hittum við svo Eddu stjúpu mína og Önnu (stjúp)systur og Tony manninn hennar Önnu sem ég hef aldrei hitt áður á Starbucks og fórum við svo saman á veitingarstað og fengum okkur að borða og kjafta frá okkur allt vit, ég fékk smá kennslu í prjónaskap og sé að ég þarf að hitta Önnu oftar til að læra meira.  Keyptum smá garn saman og eins og ég segi áttum góða stund þó hún væri ekki löng.
Klukkan sex fóru þau svo heim og við Mirra til Hirsthals og við vorum nú komnar þangað 40 mín áður en við áttum að mæta en það var búið að segja mér að það væri ekki gott að koma allt of snemma því þá myndi maður lenda uppi á lyftu og vera svo lengi út úr skipinu.  Á leiðinni til DK var ég ekki of snemma en lenti í því að bílaröðin inn í skipið var löng og mjög hæg og það er mjööööööög brött brekka uppí skipið þar sem bílarnir voru stopp, ég nánast panikaði, þoli og þori ekki að stoppa í svona brekkum með bíla beint fyrir aftan mig og ég ákvað bara að keyra ekkert strax uppí brekkuna og lét myndast bil á milli mín og bílanna á undan svo ég gæti næstum keyrt á lúsahraða upp og þyrfti ekki að stoppa alveg, ég næstum náði því en ekki alveg og Mirran heldur því fram að ég hafi verið komin svo nálægt bílnum fyrir framan því ég vildi ekki stoppa að stelpan þar hafi verið orðin hrædd við mig en ég held að það hafi frekar verið af því að hún sá framan í mig og ég var líklega mjög geðsjúklingsleg á svipinn þar sem ég var svo einbeitt í því að stoppa ekki, alveg á taugum og það allt.  En um borð komumst við og á góðum stað.
Fengum samt ekkert sérstök sæti í bátnum því við vorum ekki svo snemma í því en allt í lagi samt. Alltaf betra að vera ekki of margir saman, sá mikið af fjölskyldum 5 eða fleiri sem áttu erfitt með að fá sæti saman svona seint.
Jæja við vorum sem sagt komnar snemma í Hirsthals og ég ákvað bara að það væri allt í lagi að lenda uppá lyftu og við förum bara strax í röðina og erum bíll númer 2 sem sagði mér að nú gæti ég sko andað rólega því ég myndi geta keyrt upp landganginn án þess að stoppa þar sem þessi eini bíll fyrir framan mig færi nú líklega ekkert að stoppa í miðri brekku.  Þetta var ekkert slæmt enda ekki svo mikið af bílum að fara til Noregs þannig að það tók ekki nema 5 – 10 mín að afferma alla bílana úr bátnum en þá tók við röðin í gegnum tollinn og mín röð hreyfðist varla svo líklega voru þeir að stoppa bara bíla þeim megin og ég með tvær hvítvínsbeljur en ekki bara eina eins og ég má koma með.  Stórsmyglari þarna á ferðinni sem vert er að kíkja á hugsa ábyggilega tollararnir en nei nei, við runnum í gegnum þetta eins og ekkert væri og ég hugsaði damn að ég skyldi ekki hafa keypt 3 beljur.  Ha ha ha
Vorum komnar heim kl. 1 og þá átti eftir að ganga frá öllu kjöti í frystinn og kælinn og sem betur fer var ísskápurinn ekki fullur svo ég gat sett ófrosið þangað til að geta sett það í réttu magni í poka í dag svo áður en allt færi í frystinn yrði búið að skammtamæla þetta allt ofaní okkur.  KJúklingarnir voru lausfrystir og fóru beint í kistuna.
Ég var að skríða uppí uppúr klukkan hálf tvö í nótt og sofnaði um hálf þrjú.  Vaknaði kl. 8 og hékk í rúminu til 9 en gafst þá upp, samt örþreytt og lennan ekki í lagi.  Ætla kannski bara að skríða í sófann smá stund og nenna svo að ganga frá restinni á eftir og leyfa þessum degi bara að rúlla án plana eða fyrirhafnar.

Hér er mynd af því sem keypt var fyrir utan tugkílóa af kjöti og áleggi.

Þangað til næst, 
ykkar Kristín Jóna

30.06.2015
Handtekin á Sting tónleikum…
Já gott fólk við hjónakornin fórum á Tónleika með Sting á sunnudaginn í boði bræðra Þráins og fjölskyldna og mömmu Steinu þannig að hann var eiginlega að halda aftur uppá fimmtugsafmælið sitt sem er bara frábært, um að gera að halda oft uppá svona viðburði.
Við áttum pantað hótelherbergi í Kristiansand og mættum þangað um kl. 15.  Flott hótel Clarion Ernst eitthvað sem er staðsett í miðbænum.  Herbergið var æðislegt, stórt með góðu rými og æðislegu baðherbergi.
Við fengum okkur smá hvítvín þarna uppi á herbergi og svo áttum við stefnumót við fólk kl. 17 á veitingarstað úti á fiskibryggjunni sem er rétt við tónleikastaðinn.
Við vorum síðust á staðinn það er nú pínu skrítið en sem sagt Jóhann og Anna Sofia ásamt kunningjum þeirra Írisi og Bjarka voru sest úti á þessum stað og biðu okkar.  Þjóninn kom og sagði það borga sig fyrir okkur að panta strax því það væri svo mikið að gera að biðin eftir matnum gæti orðið allt að 40 mín.  Svo við gerðum það, fengum okkur Øl og pöntuðum matinn.  Sátum svo þarna og spjölluðum og borðuðum og höfðum það huggulegt þar til tími var að rölta uppá tónleikasvæðið.
Viti menn ég held að Sting hafi ætlað að vera á Íslandi því það fór að rigna um leið og við löbbuðum inná svæðið, við vorum búin að sjá að það átti að rigna þetta frá 0,1 til 2 mm og ég var nú að vona að það yrði þá bara eitthvað lítið regn en nei nei, það rigndi stanslaust alla tónleikana og konan sem hafði nú fyrir því að blása á sér hárið og mála sig aðeins fyrir tónleikana leit fljótt út eins og hún væri á þjóðhátíð, niðurringd og maskarinn eitthvað farinn að leka.  En tónleikarnir byrjuðu með Susan Vega sem var bara fín,  hún tók þarna 2-3 lög sem maður þekkir og nokkur sem maður þekkir alla vega eitthvað minna.  Hún minnir pínu á Evu Cassidy og er kannski ekki rétt á svona stórum tónleikum mér finnst þessi tónlist eiga að vera meira nær, ekki á svona risastóru sviði eins og þarna var.  En sem sagt Susan var fín og tónlistin mjög þægileg.
Svo mætti kappinn sjálfur á sviðið kolskeggjaður og sjaldan flottari.  Hann talaði norsku til að byrja með og baðst afsökunar á rigningunni þó hann gæti illmögulega átt við veðrið.
Meðan Susan Vega var að spila komu einhverjir verðir og tóku af okkur regnhlífina því það má víst ekki vera með regnhlífar á svona tónleikum svo þær skyggi ekki á þá sem vilja sjá uppá svið, ég get alveg skilið svona reglu en af hverju var þetta ekki bara sagt við innganginn því við vorum sko ekkert að fela hana þar.
Og já svo fór ég nú að taka myndir af Sting sjálfum og var með súmmlinsuna mína og tók í fyrsta sinn með mér svokallaðan einfótung svo ég gæti nú náð betri myndum. Ég var bara pínu spennt, hef aldrei nennt að vera með myndavél á tónleikum en nú ætlaði ég að prófa.  Ég á ekkert brjálæðislega súmmlinslu en hún myndi alveg duga, ég náði ágætis myndum þarna inná milli og var aðeins farin að fá í magann yfir því að ég myndi nú kannski eignast mynd af Sting á tónleikum sem yrði eftirteknarverð og ákvað að verða svolítið frakkari og færa mig úr stað því parið fyrir framan mig var á svo mikilli hreyfingu stundum og kyssast og alls konar og fóru þá akkúrat fyrir mig.
Ég rölti þarna aðeins til hliðar, finn stað sem ég næ að sjá svona þokkalega vel á sviðið en er varla búin að taka eina mynd þegar einhver vörður pikkar í mig og segir eitthvað sem ég áttaði mig ekkert á strax, en hann var að spyrja hvort ég væri með passa.  Passa til hvers spurði ég og þá byrjar þarna maður við hliðina á honum að toga í spjald sem hann hafði um hálsinn og var greinilega svona pressupassi en ég sagðist auðvitað ekkert vera með svoleiðis þar sem ég væri bara að taka myndir fyrir sjálfa mig.  Ég væri ekkert blaðaljósmyndari eða neitt þvíumlíkt.  En það er ekki leyfilegt að taka myndir á tónleikum segir strákurinn og þú verður að koma með okkur.  Ha, er ekki nóg að ég bara formatti kortið hér fyrir framan þig og pakki vélinni niður í tösku?  Nei það er ekki nóg, þú verður að koma með okkur og verður að tala við yfirvörðinn.  Ja hérna, má ég segja manninum mínum sem stendur hér rétt hjá að ég þurfi að fara með ykkur svo hann fari ekki að hafa áhyggjur af mér?  Já já en Þráinn ætlaði nú eitthvað að vernda sína konu en ég sagði honum að þetta væri allt í lagi, ég færi bara með þeim og gerði það sem þeir báðu um.  Verst fannst mér að missa af tónleikunum á meðan.  En ég þurfti að rölta þarna nánast út af tónleikasvæðinu og að einhverju hliði þar sem 3 verðir stóðu en þeir opnuðu að sjálfsögðu fangelsishliðið þegar vörðurinn kom með glæpakonuna.  Inni í húsi var yfirvörðurinn sem fékk skýrslu og hann bað mig að formatta kortið svo hann sæi að engar myndir væru lengur á því og svo átti ég að skrifa nafnið mitt og símanúmer á blað sem ég og geri og þá segir hann mér að skilja vélina eftir – ég bara ha á ég að skilja vélina mína hérna eftir án þess að fá eitthvað í hendurnar um að ég eigi þessa vél?  Já þú meinar það, ég get svo sem alveg skrifað miða fyrir þig og ég .. að sjálfsögðu vil ég það.  Ég fer ekkert frá myndavélinni minni án þess að vera með eitthvað sem sannar að ég eigi hana svo ég fái hana nú aftur.  Jæja hann skrifar nafnið sitt og símanúmer og hvaða myndavél þetta er og hvaða linsa og lætur mig hafa og segir mér að sýna þetta þegar ég komi að hliðinu eftir tónleikana svo mér verði hleypt inn.  Ég tek við miðanum og fer og hitti Þráin og þau aftur.  Þráinn er nú fúlli en ég yfir þessu en það er kannski bara af því að mér brá bara frekar mikið og varð trúlega nervus.
Jæja ég náði nú 2-3 lögum eftir að ég kom aftur og stemningin var gríðarleg og þetta voru bara frábærir tónleikar því Sting tók öll réttu lögin og tók nokkur Policelög með sem var algjör snilld.
Jæja eftir tónleikana kveðjum við Jóhann og co þar sem við þurfum að fara og endurheimta myndavélina mína.  Við komum að hliðinu og segjumst þurfa að fara þarna inn til að sækja hana en NEI hingað fer enginn inn.  Ég var nú ekki tilbúin að sætta mig það, sagði að þeir hefðu tekið af mér myndavélina, hún væri geymd í húsi þarna og ég væri með miða með nafninu á þeim sem ég ætti að hitta og þá rankaði einn vörðurinn við sér og virtist muna eftir mér og hleypti okkur í gegn.  Hjúkk það var eins gott.
Þegar inn var komið fékk ég að sjálfsögðu myndavélina aftur og ekkert mál með það en við Þráinn þurftum nú að ræða aðeins við þá um þessa reglur því þegar við mættum á tónleikana þá var skoðað í töskuna mína og ég spurð hvað væri í henni og ég segi myndavélin mín.  Af hverju í andsk….. var mér ekki sagt þá að ég mætti ekki taka myndir, hvað það hefði getað sparað mér mikið vesen og leiðindi, því ég vissi ekkert að þetta væru svona reglur á tónleikum en ég skil þetta alveg svona eftirá.  Við komumst nú líka að því að afi yfirvarðarins er íslendingur en hann mundi ekkert hvaðan af Íslandi hann væri.   OK, við erum búin að röfla nóg og ætlum út úr garðinum en þá kemur annar vörður og segir að við megum ekki fara þessa leið út og verðum að fara einhverja aðra leið fyrst við vorum komin þangað.  HA, hvað er nú í gangi segir Þráinn.  Þið sem eruð verðir hérna virðist vera að leika í Lísu í Undralandi og vitið ekkert hvað hver annar er að gera.  Eigum við kannski að slá hælunum þrisvar saman og sjá hvort það opnist einhver ný leið?  Í hvaða ævintýri lendum við þá í?  Málið var nefnilega að við áttum eftir að sækja regnhlífina okkar og Þráinn var ákveðinn í því fyrst þeir létu svona við okkur að hann gæfi ekki þessa regnhlíf eftir enda fínasta regnhlíf merkt fyrirtækinu sem hann vinnur hjá og hann meira að segja sagði vörðunum að hann hefði fengið hana þegar hann var kosinn starfsmaður mánaðarins.  ha ha ha.  Eftir þref og vesen í viðbót fengum við að fara í gegnum hliðið aftur og við gerðum það til gamans að slá hælunum þrisvar saman þegar við vorum komin í gegn bara til að sjá hvað myndi gerast, ég átti alveg von á að verðirnir og girðingin myndu hverfa en það gerðist nú ekki.  Jæja við röltum svo að innganginum og finnum okkar regnhlíf og röltum uppá hótel og fengum okkur hvítvín þar sem við sátum á brókinni.  Já því sko Kristín Jóna á það til að finnast farangur óþarfur og að ætla að vera eina nótt á hóteli og svo heim daginn eftir þýddi að það væri bara asnalegt að dröslast með ferðatösku sem yrði svona varla opnuð og bara til að þvælast fyrir.  Eeeen það var áður en ég vissi að það myndi rigna allt kvöldið og það væri ekki þurr þráður á okkur þegar uppá herbergi kæmi.  Svo fötin hengt til þerris og við höfðum það huggulegt þar til við fórum að sofa.  Vöknuðum allt of snemma við að síminn hans Þráins fór að vekja hann til vinnu… damn ætlaði aldrei að ná að sofna aftur og var svo syfjuð og ómöguleg í allan gærdag.  En sæl og ánægð vorum við þrátt fyrir ýmsar hindranir.  En ég segi nú bara að þessir tónleikar verða eftirminnilegri fyrir vikið.
Takk Addi, Anna Sif, Snorri, Anna og Steina fyrir frábæra afmælisgjöf handa Þráni sem ég fékk að njóta með honum.
Þetta var upplifun.
ykkar Kristín Jóna
vandræðagemsi

ps. haldiði að konan hafi ekki getað endurheimt eitthvað af kortinu í myndavélinni þrátt fyrir að vera búin að formata það 🙂

23.06.2015
Eftir fyrstu sýn á Osló….
Jæja kannski finnst ykkur ég neikvæð um Osló en hvert sem ég leit var verið að gera við eða byggja eða rífa upp eða rífa niður svo þannig sá ég Osló í fyrsta sinn en svo labbar maður kannski smá spöl og sér eitthvað fallegt en þá þarf bara að passa sig að horfa ekki útfyrir það, því annars koma kranar og viðgerð hús inná.
En eftir smá hvíld og øl og snakk skelltum við okkur í betri fötin og fórum aftur út og nú skyldi gengið að Akershus en það er höll (slot) sem TripAdviser segir að maður skuli skoða.
Með TripAdviser og Google maps saman í símanum er ferðalagið bara dásemd ein, nema þegar maður skilur ekki hvert á að labba þrátt fyrir að horfa á kortið en þar held ég að mín skerta rýmisgreind komi inní.  En alla vega við röltum sem leið lá að Akershus og það er æðislegur staður, fallegar byggingar og allt svo grænt og blómstrandi í kring og þar er ekki rusl út um allt eins og í miðbænum.
Fyrsta sem ég sá var þetta.  Gullfallegar byggingar og umhverfið lítur vel út, ég verð alltaf svo spennt þegar ég sé svona fallegar byggingar og á oft í smá vandræðum með að ná þeirri mynd sem ég vil því ég á ekki víðlinsu en ég tek bara myndir eins og ég get og geri best og hananú.
Þarna var yndislegt að ganga um og svo mikil kyrrð og ró alls staðar.

Mér finnst alltaf svo æðislegt þegar ég sé fólk út um allt í görðum, sitjandi, liggjandi, njótandi.

Þessi unga stúlka ákvað að anda að sér útsýninu og sat þarna heillengi og hugleiddi.  Hún hefur ábyggilega fengið alveg gríðarlega orku þarna.

Því útsýnið er æðislegt og þarna steyma bátar af öllum stærðargráðum inn því það áttu að vera útitónleikar þarna um kvöldið VG lista eru víst tónleikar sem eru haldnir á hverju ári þarna í Osló og streyma unglingarnir þangað til að hlusta á uppáhaldshljómsveitirnar sínar.  Við litum við þarna og stoppuðum stutt.  Ekki alveg það sem sækjum í enda komin aðeins uppfyrir unglingsárin.

Þarna var líka útileikhús.  Ég náði ekki alveg hvernig en eitthvað átti það að tengjast fuglum.  Hvort leikkonan er með fugla með sér eða hermir eftir fuglum er ég ekki með á hreinu.  Ég ætti nú kannski að gúggla þetta og athuga betur.  Teater i fugleperspektiv heitir þetta.  Hér er umfjöllun um leikritið.

Fólkið er látið sitja á stillönsum og með headphones á eyrunum.  Ég var einhvern veginn alltaf að hugsa um þessi fuglahljóð sem leikonan yrði með en skv. umfjölluninni sem ég setti link á hér að ofan fjallar þetta um móður og dóttir sem eru að fara að kaupa fermingarkjól.  En af hverju það heitir leikhús með augum fuglanna skil ég ekki.  Við hefðum bara átt að kaupa okkur miða til að sjá þetta en ég er bara ekki mikið fyrir fugla og það fældi mig frá.

Allt að verða klárt fyrir unglingatónleikana í miðbænum og fólkið streymir alls staðar að. Við kíktum að sviðinu en hugnaðist ekki það sem var á skjánum og mér líkar aldrei við svona fólkstroðninga.  Hefði þetta verið uppáhaldshljómsveitin mín þá hefði ég fundið mér brekku og gras til að sitja á þó ég væri langt frá 🙂  Þess vegna fannst mér svo gott á þjóðhátíð að hafa brekkuna, ég sat oft þar á kvöldin og hlustaði á hljómsveitirnar frekar en að vera niðri í troðningnum.  Já ég er að fatta það að líklega hefur mér aldrei liðið vel í svona margmenni, þarf að sjá uppfyrir og útfyrir og ná augnkontakt við sem flesta.

Eftir þetta rölt um Akershus og kíkja á leikhús í bígerð og tónleika í bígerð fundum við okkur veitingarstaði úti en þar var allt fullt en á endanum ákváðum við að velja einn þeirra og bíða bara eftir borði.  Við héldum nú alveg að það gæti orðið talsverð bið en nei nei, fengum borð á innan við 10 mín.  Fínn staður með frábæru starfsfólki og góður matur en stór bjór aðeins of stór.  Þráinn gat ekki einu sinni klárað sinn.
Eftir matinn röltum við heim á hótel í rólegheitunum og vorum nánast ein á götunum enda allir á þessum tónleikum.  Uppi á herbergi beið bjórinn og snakkið og tónleikarnir í sjónvarpinu en við fundum okkur góða bíómynd eftir Baltasar og horfðum á hana.
Vöknuðum fyrir kl. 8 eins og alltaf eða sko ég.  Þráinn nær yfirleitt að kúra lengur svo ég læddist bara í sturtu og þess háttar þar sem þrátt fyrir gott hótelrúm, bakið var orðið þreytt að liggja enda lá ég og horfi á sjónvarpið fyrir svefninn og alltaf í sama rúminu.
Planið á sunnudeginum var að labba í Vigelandsgarðinn þó einhver hefði sagt að það væri of langt en þó oft líti út fyrir að við hreyfum okkur ekki mikið þá hefur okkur aldrei þótt erfitt að labba enda má setjast niður á leiðinni og njóta.
Svo við stillum Trip Advisor og Google Maps og löbbum af stað og nú er ekkert fólk á göngugötunni svo við sáum framundan og hvað blasir bara við, höll konungsins eða ég held það alla vega.  Alla vega var það höll með varðmönnum og öllu því sem tilheyrir.

Þetta hefðum við ekki rekist á hefðum við tekið strætó eða leigubíl.  Og já veitingarstaðurinn sem við borðuðum á kvöldið áður er á þessari sömu götu en við löbbuðum alls konar krókaleiðir á hann og því löbbuðum við alls konar krókaleiðir til baka.  Svo sunnudagar eru betri í miðbæ Oslóar en laugardagar þar sem við sáum ekki húsin eða götuna fyrir mannmergð.
Við rákumst einnig á leikhús þeirra Oslóarmanna.

Fundum okkur svo yndælis kaffihús til að fá okkur morgunmat og kaffi á áður en lengra yrði gengið.  Við vorum búin að sjá að þetta væri 50 mín ganga og við áttuðum okkur ekkert á hvað við værum búin að labba lengi þar sem ýmislegt var að skoða á leiðinni.
Eftir kaffihúsið löbbðum við smá spöl og sáum þá götuna hans Óskars og auðvitað stillti sonur hans sér upp við hana.

En svo héldum við áfram smá krókaleiðir og rákumst á kirkju og stillta hunda og hús Rudolf Steiners.

Jæja nú átti að fara að styttast í garðinn og eftir smá stund vorum við komin að tennisvöllum og datt okkur í hug að það væri hornið á garðinum, við sem sagt komum ekki inná réttum stað.  En svo birtist allt í einu þessi undurfallegi garður stútfullur af stórkostlegum listaverkum og ég hafði það nú á að orði að þó ég hefði bara farið í þennan garð þá var 10 tíma lestarferð þess virði.

Ég ákvað meira að segja að þykjast vera ein af styttunum hans og hefði ég verið nakin hefði það tekist því hans konur eru í normalt stærðum.

Ég fell kannski betur inní ef myndin er svarthvít.

Svo völdum við hjónin okkur styttur sem líktust okkur mest og stilltum okkur upp hjá þeim og eitt verð ég að segja að hann Vigeland hefur ekki þjáðst af minnimáttarkennd því fólkið hans er að réttum stærðum og allir líkamspartar í medium en ekki super large eins og sést svo oft þegar gerð eru listarverk af nöktu fólki.

Þegar við vorum að labba til baka úr garðinum þá fór að rigna og ég vil endilega bara tékka á strætó eða sporvagni en Þráinn vill fara með leigubíl svo ég læt það eftir og þar lendum við á indverja sem samkjaftaði ekki og við teljum hann hafa verið að kjafta svona mikið svo við tækjum ekki eftir hvað hann fór miklar krókaleiðir en ég tók nú samt eftir því og fannst við ótrúlega lengi að keyra leið sem átti bara að taka 50 mín að ganga og hann fór með okkur að vitlausu hóteli á allt öðrum stað og bílinn kostaði þegar við fórum út úr honum 260 nkr. sem eru mestu blóðpeningar sem ég hef gefið lengi.  Við ætluðum aldrei að finna út hvar við vorum en alla vega vorum við í einhverju slömmy hverfi sem mér líkaði ekki við.  Þegar við loks áttuðum okkur á hvar við vorum og hvert við ættum að fara þá vorum við 10 mín. frá Karl Johansgate og þá fannst mér enn skrítnara hvað hverfið var ömurlegt fyrst það var svona nálægt miðbænum.  Þetta var greinilega alveg hinum megin við það sem við löbbuðum þegar við fórum í garðinn en þar var allt svo huggulegt og hreint og flott en þarna var það bara, já eiginlega svona hálfgert fátækrahverfi með ljótum blokkum og skítugum húsum.
Svo Osló hefur þetta allt.  Fátæktina, skítinn og ruslið.  Viðgerðir alls staðar og já gleymi að segja ykkur að meira að segja inní þessum fallega Vigelandsgarði er verið að gera við og þar eru grindur utan um gangstéttir sem verið er að gera við.  Þetta viðgerðarsvæði hefði verið hægt á klára að laga á einni nóttu svo aldrei þyrfti að sjást svona drasl í garðinum.  En já svo er fegurðin líka þarna, margar fallegar byggingar en ég mun seint segja að Osló sé falleg borg, þó þar finnist fallegir staðir innanum, því það er svo marg þar sem er miður fallegt.  Svo tók ég eftir að sveitarfélög sem við fórum framhjá með lestinni sem liggja nálægt Osló eru greinilega iðnaðarbæir og langt frá því að vera eins fallegir og bæirnir hérna suðurfrá en einmitt eftir því sem sunnar kom varð allt fallegra og meira svona Norskt að mínu mati.  En mitt mat hlýtur að byggja á því sem ég hef séð hingað til og heppna ég að hafa lent hér í Mandal sem er sko fallegasti bærinn sem ég hef séð hérna í Noregi ennþá.
Ég sá til dæmis alveg dásamlega fallegt hús rétt hjá höllinni sem er byggt í svona alladín stíl og líklega eldgamalt svo hefur verið byggt hús við sem líkist bara ljótum steinkumbaldi með grænu þaki.  Svo mikil skömm að eyðileggja húsið við hliðina með þessu.  Og húsin á móti…  Svo ljót þannig að eitthvað hefur verið að hjá bygginganefnd þarna á sínum tíma.  Ég verð oft svo glöð með að bæjarstjórnin hér í mandal séu afturhaldsseggir þegar kemur að því að byggja því þá er minni hætta á svona slysum.

Ég heyrði til dæmis einn íslending kvarta yfir því hvað þeir væru afturhaldsamir í Mandal, til dæmis hefðu þeir ekki samþykkt að reist yrði risastór plastrennibraut niðrá strönd, og ég horfði bara á þessa manneskju og þakkaði í hljóði fyrir þessa afturhaldsseggi.  Því í fyrsta lagi þá myndi mynd strandarinnar verða forljót þar sem eitthvað plastferlíki stæði þar í miðjunni og þar fyrir utan þá er ströndin í dag, næstum það eina sem fólk getur farið með börnin sín á og það kostar ekkert en auðvitað myndu börnin suða og suða ef það væri rennibraut þar og eðlilega vilja fara en meðan hún er ekki þá dugir sandurinn og sjórinn.
En jæja þá erum við aftur komin í Osló í sögunni og núna búin að finna hótelið og skelltum okkur uppá herbergi (sem by the way maður getur haft til kl. 18 á sunnudögum án þess að borga exstra bara láta vita) og kláruðum bjórinn og snakkið áður en við færum á lestarstöðina.  Smá hvíld líka, við vorum ekki í alveg nógu góðum skóm fyrir svona miklar göngur svo það var gott að hvíla lúin bein.
Jæja kl. 15.15 tékkuðum við okkur út og löbbuðum sem leið lá að Operuhúsinu þeirra Oslóarmanna og þar er verið að byggja og gera við allt í kring en við sáum samt að þetta er mjög flott bygging og löbbuðum uppá húsið og allt í kring.

Jæja þá er frábærri ferð að ljúka og við búin að sjá Osló, hótelið sem við vorum á fær 10 í einkunn frá okkur og við munum sko gista þar aftur. Næst þurfum við að fara uppá Holmenkollen og þá verður nú Mirran með okkur, það vantaði hana smá og sérstaklega fannst okkur asnalegt að vera þarna þegar tónleikarnir voru og hún bara heima en þetta er nú reyndar ekki hennar tónlistarsmekkur þar sem hún er rokkari fram í fingurgómana en ekki sykurpoppari en auðvitað hefði samt verið gaman fyrir hana að sjá þetta, hann Mons eða hvað hann heitir sem vann eurovision var þarna með lagið sitt og það hefur verið geggjað enda flottur tónlistarmaður og humm humm  svo sætur líka.
En jæja gott fólk það tók mig tvo daga að koma þessu öllu frá mér og samt er ég ekki búin að minnast á svo margt en við skemmtum okkur konunglega og nutum þess að vera bara 2 ein í nýrri borg.  Pínu eins og að vera í útlöndum en samt í landinu sem við búum í.
Þegar við svo komum heim kl. 22 á sunnudagskvöldið var húsið fullt af stelpum (ok, bara 4) og mikil gleði og gaman, verið að hlusta á tónlist og borða snakk og svo skruppu þær út í menningarmiðstöðina og fóru svo heim um miðnætti svo skólafríið byrjar vel og helgin var góð hjá okkur öllum.
Næsta helgi er svo Sting og Susan Vega og hótel í Kristianssand.  Alltaf batnar það.  Lífið er leikur það er á hreinu.
þangað til næst
ykkar Kristín Jóna

22.06.2015
Fyrsta sinn til Osló….
Já við hjónin skelltum okkur í lestarferð til Osló og er það okkar fyrsta heimsókn þangað.  Höfum sem sagt millilent en aldrei farið út úr flugstöðinni og fannst okkur kominn tími til að kíkja á höfuðborgina.  Svolítið asnalegt að vera búin að búa í 3 ár hérna í Noregi og aldrei komið til höfuðborgarinnar.  En nú átti að bæta úr því og við tókum lestina frá Marnardal til Osló og það var óskaplega mikil tilhlökkun í mér sérstakega að fara að ferðast með lest í staðinn fyrir að keyra og auðvitað er miklu skemmtilegra að geta setið hlið við hlið og kjaftað og notið útsýnisins bæði tvö heldur en að keyra og annar aðilinn upptekinn við það, meðan hinn nýtur.
Við vorum að sjálfsögðu komin eldsnemma á Marnardal station og fórum bara að leika okkur í góða veðrinu, ég væri nú til í að koma með einhverja flotta stelpu þangað í myndatöku einhvern daginn.

Jæja svo kom lestin og 5 tíma ferðalag hófst. Það var búið að segja mér að maður gæti orðið sjóveikur í lestinni en ég fann ekki fyrir því þó hún vaggaði stundum talsvert mikið en ég er að spá í hvort það sé ekki vagg sem ég veik af heldur þegar (skipið) skoppar upp og niður.  Alla vega lestin og útsýnið og við hjónin að fara bara tvö ein… já sko fengum alveg móral að skilja stelpuna eftir aleina heima en við förum nú ekki oft bara tvö svo það var kominn tími á það enda nýbúin að eiga 20 ára brúðkaupsafmæli og 33 ára sambúðarafmæli og héldum ekkert uppá það þá.  Þannig að þetta var svoleiðis ferð.  Við létum engan vita sem við þekkjum í og nálægt Osló enda ætluðum við bara að vera tvö ein að þvælast og njóta.
Vorum bara ánægð með lestarferðina og komin til Osló um 14.30 og ákváðum að rölta upp aðalgötuna sem var gjörsamlega stútfull af fólki ég hef aldrei séð svona mikið af fólki á göngugötu áður. Og troðningurinn og allir einhvern veginn löbbuðu bara það sem þeim sýndist og stoppuðu þar sem þeim sýndist án þess að spá í að þeir yrðu fyrir öðru fólki.  5 manna fjölskylda leiddist og labbaði þannig að þau nánast lokuðu götunni og svo stoppuðu þau bara þar sem þau stóðu á miðri götu og spáðu ekkert í fólkið sem þurfti að taka sveig framhjá þeim.  Humm svo var talsvert heitt og mollulegt og við nýkomin úr 5 tíma lestarferðalagi og hótelherbergið ekki tilbúið en Þráinn hafði ætlað að kaupa sér bol eða skyrtu og við fundum nú fljótlega Jack and Jones búð og hann fór þar inn og var að máta oþh. en búðin svo þröng að ég komst ekki fyrir þar inni með ljósmyndatösku og bakpoka svo ég beið bara úti og fylgdist með maurunum fara upp og niður götuna, stoppa út um allt og vera bara í eigin heimi. Eins og þessir hjólreiðamenn, stoppa bara á miðri göngugötu til að ræða heimsmálin. Ha ha ha

en jæja við tókum smá hring þarna um miðbæinn og rákumst á búð með flottum kjólum og ég stóðst ekki mátið og keypti mér einn og við sem ætluðum ekkert í búðir eða að versla.
Jæja uppá hótel næst og losa okkur við bakpokann sem var óþægilegt að þvælast með.  Fundum hótelið eftir smá rölt.  Enn og aftur rákum við á skrinilegar merkingar í Noregi því gatan sem hótelið er á er sögð vera sitthvorum megin í aðalgötuna en svo var öðrum megin bara allt önnur gata, en jæja við fundum þetta alveg eftir 2 hringi.

Humm, leit nú ekkert sérstaklega vel út að utan og verið að vinna í götunni beint fyrir framan og húsinu á móti þannig að upplifunin var að við værum komin á eitthvað vinnusvæði en ekki í miðbæ Oslóarborgar en þegar inn var komið þá var bara flott og tæknilegt.  Já já Hadda var sko alveg búin að segja mér það og við erum nú alveg sæmilega vel tæknisinnuð alla vega fyrir okkar aldurshóp nema smá problem, ég er með Check in í símanum og hann dó í lestinni svo við byrjum bara að finna hleðslutækið og hlaða símann þarna í lobbíinu.  En nú ætla ég aðeins að lýsa því meðan síminn er að hlaðast.  Þetta er 7 hæða hótel með 167 herbergi en í lobbíinu er bara einn lítill bar og borð með tölvum þar sem á að skrá sig inn, kóda sinn eigin herbegislykil og já allt gert með símanum og tölvubúnaði hótelsins. Þú getur fengið aðstoð á barnum þar sem er oftast bara einn til tveir að vinna ef þú lendir í vandræðum en við tæknittröllin ætluðum nú bara að sjá um þetta sjálf.  Jæja síminn er hlaðinn og ég opna skeytið með strikamerkinu og labba að þessum litlum tölvuskjáum sem segja leggðu símann hér við svo við getum lesið strikamerkið og hvað gerir Kristín …. jú jú hún leggur símann á skjáinn (og heyrir svo hlátur úr horninu) fatta svo að auðvitað átti ég að leggja símann undir og leyfa tölvunni að lesa strikamerkið svoleiðis en það gerðist ekkert.  Svo ég prófaði að snúa símanum á alla kanta og út um allt þar sem líklegt væri að geislinn næði að lesa þetta en allt kom fyrir ekki.  Vá, nú er mér farið að líða illa og síminn aftur að verða batteríslaus því ég hlóð bara í 2 mín rétt til að ná þessu og nú dó hann aftur.  Svo ég set hann aftur í hleðslu og anda djúpt inn og út til að róa mig.  Þetta er ótrúlega stressandi að standa svona við tölvuskjá og vera bara ekki að skilja hvað á að gera.  Sko þegar ég vann í búð þurftum við að slá inn verðin á vörunum í kassann sem virkaði bara eins og reiknivél en engin strikamerki til að lesa úr þá.  Jæja síminn aftur kominn með smá hleðslu og ég búin að róa mig og ákvað sko að prófa aðra tölvu, hin væri bara biluð.  Sem ég og geri og loksins les hún merkið og segir mér að taka herbergislykil út kassanum við hliðina og leggja þarna á borðið svo hægt sé að kóða hann.  Ég geri það, brosi til Þráins og segi herbergisnúmerið og svo ákveðum við að drífa okkur bara upp og þá er ég allt í einu komin með tvö númer í hausinn 604 eða 612… humm hvort var það, nú reyndi á að hann hefði hlustað á mig og myndi það sem ég segi.  Ég er nefnilega þannig að ef ég segi einhverjum eitthvað þá ætlast ég til að sá aðili muni það sem ég sagði svo ég geti bara gleymt því og munað eitthvað annað í staðinn, eins og alls konar pinnúmer, password ofl. (ég man ennþá öll password allra fyrirtækjanna sem ég þjónustaði þegar ég var að vinna í Wise og það tekur pláss, vonandi get ég hent þessari vitneskju út fljótlega og farið að muna það sem skiptir máli). En alla vega hélt Þráinn að það væri 604 og mér fannst það líklegt svo við pöntun okkur lyftuna og ýtum á 6 en ekkert gerist.  Við ýtum aftur og ekkert gerist.  Bíddu hvað er í gangi, ég fer að lesa allt sem stendur í lyftunni ef það væri eitthvað sem þyrfti að gera annað en að ýta á hnappinn en sé ekkert nema auglýsingar að One direction eigi að vera þarna að spila um kvöldið svo við ákveðum bara að þessi lyfta sé biluð og förum aftur út, enda kellingin í lyftunni marg búin að segja okkur að við séum enn á fyrstu hæð.  Jæja við inní næstu lyftu en alveg það sama svo við förum út og bíðum bara eftir öðru fólki og laumum okkur með þeim inn og sjáum þá að maður á að leggja herbergislykilinn á eitthvað stykki þarna fyrir ofan lyftuhnappana, við vorum reyndar búin að prófa að renna honum framhjá en það dugði ekki til enda átti að leggja hann rólega uppað.  Jæja hjúkk við erum komin uppá hæðina okkar og finnum herbergi 604 og …..
…. það opnast ekki en stepa situr fyrir framan herbergið á móti og segir að hennar sé ekki tilbúið og því opnist ekki en ég ákvað nú bara að ég hlyti að hafa klúðrað því að kóða lykilinn og fer niður í lobbíið og tala við strák á barnum sem spurði hvaða herbergi og ég sagðist halda 604 og nafnið væri Gudjonsdottir og þá sagði hann Oh, sexhundruðogfjórir og spurði hvort ég talaði ekki norsku því ég hafði sagt six o four við hann og ég játti því, sagðist tala smá og spurði hvort hann talaði íslensku og þá sagðist hann kunna smá enda væri það gammel norsk.  Yndisstrákur sem reddaði lyklinum mínum með bros á vör.  Allt viðmót á hótelinu var yndislegt.
Jæja ég upp aftur og opna bara herbergið þannig að ég var með rétt númer og við inn og sjáum þetta fína herbergi sem lét samt ósköp lítið yfir sér en hiti í gólfinu á baðinu og rúmið leit út fyrir að vera þægilegt og sjónvarpið var á veggnum fyrir ofan rúmið eins og það á að vera en ekki á borði til hliðar eins og svo oft.
En svo ætla ég nú á klósettið að pissa enda ekki pissað síðan kl. 8 um morgunin en þá kvikna ekki ljósin… í alvöru ætlar þetta ekki að taka enda.  Ég fer fram og finn stúlkuna sem er að þrífa herbergin og spyr hana og hún sýnir mér hvar eigi að setja lykilinn í og já við gerðum það en …. við ýttum honum ekki nógu fast niður.  ha ha ha – jæja komið rafmagn á herbergið og síminn settur í hleðslu, pissað og rúmið prófað, fínar dínur (ekkert að hugsa dónalegt núna, það var bara einn stóll og við tvö svo ég varð að prófa rúmið).  Ákváðum að skreppa út og kaupa aðeins inn, þe. Øl, snakk og eitthvað sem gott er að hafa á hótelherberginu.  Við út og jæja, það var ekki auðvelt að finna búð eins og Rema1000 eða álíka en fullt af sjoppum sem selja ekki bjór og tannkrem en við fundum loksins einn securitas mann sem var tilbúinn að vísa okkur leiðina með brosi á vör.  Svo við verslum, förum uppá herbergi og kózum okkur smá og fáum okkur bjór og spáum í hvað við ætlum svo að gera.
Ákveðum að fara út á eftir í betri fötunum eða hreinlega bara í nýju fötunum og fara og skoða Akershus og kíkja svo á þessa tónleika sem eru þarna fyrir unglingana og finna svo veitingarstað og fara að borða.  Þetta var nú allt planið fyrir þennan daginn.
Jæja við út og fyrsta upplifun fyrir utan troðning og mikið af fólki var að Osló væri hreinlega “under constuction” og pínu sóðaleg borg alla vega hef ég hvergi séð svona mikið af rusli um allar götur eins og þarna í miðbænum og þetta var ekkert nálægt þar sem tónleikarnir áttu að vera þannig að ekki er hægt að kenna unglingum um.
Hér fáið þið myndrænt fyrstu upplifum okkar af Osló.

Þetta er fyrir utan dómkirkjuna í miðbænum.

Og það skal tekið fram að við vorum bara gangandi á svona 10 mín gönguradíus frá sentral station í miðbænum.
Og það skal líka tekið fram að ég hætti að taka svona myndir eftir smá tíma því einhvern veginn er alls staðar verið að gera við.
Og til að bæta gráu ofan á svart þá eru merkingarnar svona:

Austur og vestur eru í sömu átt og þetta var nú ekki gott fyrir konu sem þekkir ekki mun á hægri og vinstri og með skerta rýmisgreind.    ha ha ha
En nú er ég bara búin að segja ykkur frá lestarferðinni og fyrstu 2 – 3 klukkutímunum í Osló og það er ekki allt meira seinna í dag eða á morgun.
Þangað til næst
Ykkar Kristin Jóna

17.06.2015
3 ár í Noregi…
Nú erum við mæðgur búnar að búa í 3 ár hér í Mandal og kannski bara skrítið að það sé ekki lengri tími því mér finnst svo margt og mikið hafa gerst.
Ástrós Mirra er búin að fara hér í Móttökuskóla fyrir útlendinga, barnaskóla og er að klára 9 bekk í unglingaskólanum.  Við fögnum ekki útskrift hjá henni því það er ekki útskrift á hverju ári í okkar orðabók heldur bara þegar þú klárar 10 bekk og svo næst þegar þú tekur stúdentspróf eða sambærilegt próf.  Það var ekki heldur útskrift þegar hún færðist úr barnaskóla í unglingaskóla en við föngum þeim áfanga sem hún nær í hvert sinn en útskrift heitir það ekki.  Við fögnum líka bara oft út af næstum engu.
Ástrós Mirra er búin að ganga í gegnum það að skilja alla sína vini og allt sem hún þekkti vel eftir á Íslandi og byrja nýtt líf í Noregi.  Það er búið að taka hana þessi 3 ár að finna sig og verða viðurkennd sem ein af krökkunum.  Þess vegna segi ég við alla sem telja sig hafa prófað að búa í útlöndum eftir að búa í minna en 2 ár að þeir hafi því miður ekki náð að vera nógu lengi til að vita hvernig það er að búa í landinu.
Og stúlkan fermdist í fyrra og eftir ár fer hún að læra á bíl, þetta er nú ekkert smáræði.
Ástrós Mirra stendur sig vel í lífinu og við erum óskaplega stolt af því hvað hún hefur náð að gera á þessum 3 árum og hlökkum til að aðstoða hana við að verða hestastelpa í sumar en við erum búin að komast í samband við konu sem vill endilega sjá hvað hún getur og fá hana til að aðstoða sig og jafnvel svo leigja okkur hest þannig að hún geti séð hvort það sé eitthvað fyrir hana að eiga hest.  Spennandi tímar framundan hjá henni.
Þráinn er búinn að vinna í öllum geirum byggingariðnaðarins en fékk í fyrra loksins fastráðningu og er núna að vinna í límtrésverksmiðju.  Þar vinnur hann frá 6 á morgnanna til 14 og er oftast kominn heim fyrir kl. 15 á daginn.  Þeir vinna þó reglulega yfirvinnu og ég get aldrei skilið það þegar íslendingar segja Norðmenn lata því þeir vinna alveg jafn mikla yfirvinnu og íslendingarnir og þeir eru alltaf að ditta að húsunum sínum þegar þeir koma heim og laga til í kringum sig, það er ekki leti.  Þeir eru líka mjög mikið úti að leika með börnunum sínum og það er ekki heldur leti.  Það virðist vera að íslendingar kalli menn lata af því að þeir vilja ekki eyða lífinu í vinnu og vilja gera svo margt annað við líf sitt en það er auðvitað ekki rétt.    Þráinn er ánægður í vinnunni og keyrir alveg undurfallega leið til og frá vinnu og ég á það til að keyra hann að morgni ef ég þarf að nota bílinn og alltaf naga ég mig í handarbökin ef ég hef ekki tekið myndavélina með.  En stundum er ég bara svo óskaplega þreytt svona eldsnemma á morgnanna að ég hef ekki rænu á því.
Þráinn er líka orðinn ansi handlaginn bifvélavirki síðan við fluttum í þetta hús og hann hefur smá aðstöðu til að leggjast undir hann.  Hann hefur líka verið að sanka að sér veiðidóti og ætlar í laxveiði í sumar og svo er hann að kaupa sér mótorhjól og ætlar að taka prófið á næsta ári.  Svo það er ýmislegt í gangi hjá honum.  Jú og ekki má gleyma að hann hefur verið ráðinn í sérverkefni hjá Mirra Photography líka.
Ég (ég skrifa auðvitað mest um mig þar sem ég um mig frá mér til mín veit allt mitt best) hef upplifað alveg ótrúlegar breytingar á sjálfri mér.  Ég átti ekki von á því að ég myndi flytja til útlanda en gerði það og Wise ehf gerði mér það auðveldara með því að leyfa mér að vinna í fjarvinnu fyrstu árin en nú hef ég einnig sagt upp vinnunni minni, klippt á þá líflínu og öryggið sem fólst í því og er farin að vinna sjálfstætt og er með nánast engar tekjur í dag en kvíði ekki neinu.  Það er stærsta breytingin.  Ég kvíði ekki neinu enda á ég ekki neitt (jú við eigum sumarhús á Þingvöllum og bíl) en kannski er aðalmálið að ég (við) skuldum ekki neitt.  Og ef þú skuldar ekki neitt þá hlýtur lífið að vera auðveldara.  Alla vega líður mér þannig.  Ég er farin að taka mig á í hreyfingu og mataræði og það er líka eitthvað sem ég hélt ég myndi aldrei gera.  Það gengur hægt en ég held að þá virki það líka betur.  Mér finnst asnalegt að fara á bílnum eitthvað sem ég er í innan við 10 mín að hjóla, mér finnst asnalegt að fara á bílnum út í búð en neyðist til að gera það við stórinnkaup, því ég hef bara tvær hendur og önnur er ennþá pínu veikbyggð eftir úlnliðsbrotið.  Ég gleymi stundum að ég eigi bíl (enda á ég ekkert í honum, hann Þráinn á hann) og labba allt eða hjóla hérna innanbæjar.  ÉG HEF EKKI BORÐAÐ KARTÖFLUFLÖGUR Í 3 MÁNUÐI en fæ mér oft poppkorn í staðinn.
Ég elska veðrið hérna líka á svona vori og sumri eins og núna þegar það var ekki gott, þá var það samt alltaf miklu betra en á Íslandi.  Reyndar rignir eins og andskotinn sé að grenja núna en það er viðeigandi á þessum degi.  Finnst eins og það hafi næstum alltaf ringt á 17. júní.  Íslendingafélagið hér heldur ekki uppá 17. júní á 17. júní og það finnst mér verra, það er alltaf skellt á næstu helgi en sjálfsagt er það af því að vinnandi fólk í Noregi á ekki frí í dag og skólarnir eru ekki búnir svo það yrði kannski fámennt en þess vegna verður lítið um að við fögnum þessum degi og sérstakleg fyrst hann rignir.
Framundan er snilldarsumar á norskri grundu og við byrjum það á að skella okkur með lest í helgarferð til Osló um næstu helgi.  Helgina þar á eftir erum við að fara til Kristiansand á hótel og svo tónleika með Sting en það fréttist svo að Susan Vega ætlar að hita upp fyrir kappann, ekkert slor upphitun það.  Svo kemur bara róleg heimahelgi, þá fer að styttast í sumarfrí og það hefst á að góðir vinir koma hingað og strákarnir ætla í veiði en við stelpurnar á ströndina.  Eftir þá helgi förum við að huga að því að fara í útilegu og ferðalag um Noreg og njóta lífsins og anda að okkur sólinni og náttúrunni.  Ég tek auðvitað myndir af þessu öllu og líklega líka af strákunum að veiða.  Ég ætla jafnvel að skella mér ein á Risør til að skoða og mynda handverksmarkað, nema einhver nenni með mér en ef ekki þá fer ég ein.  (þetta er líka nýtt hjá mér)  Við ætlum í útilegunni að fara á Kerag boltann og gista í Lysefjorden og skoða hann aðeins betur, fara svo til Bergen og þar í kring og svo jafnvel til Trondheim, vorum fyrst með Lofoten í huga en það er alltof langt og núna finnst mér líka Trondheim of langt svo kannski förum við bara frá Bergen til Lillehammer og þannig hring.  Sjáum til það þarf nefnilega ekki að klára að plana þetta alveg strax.
Þessi mynd er tekin á fystu dögunum okkar hérna í Noregi enda fæddist Erro prins viku eftir að við fluttum.

Hér erum við búin að vera í 3 vikur og ég bara enn að leika mér í sumarfríi

2 mánuðir í Noregi og þá kom Klara systir sem hefur verið svo dugleg að heimsækja okkur enda við flutt svo oft og hún verður að hafa gist í hverri íbúð/húsi sem við búum í.
Þessi mynd er tekin í garðinum á Langåsen þar sem við bjuggum fyrst.

Svo fluttum við á Store Elvegate 55 þar sem við bjuggum í 2 ár.

Þessar myndir eru teknar eftir tæpt ár í Noregi, við fórum heim til Íslands 17 júní svo myndir eftir akkúrat ár eru ekki til í Noregi.

Á leiðinni til Íslands eftir ársdvöl í Noregi

2 ár í Noregi, þessar myndir eru teknar 15. – 17. júní 2014

Og það var slátur í matinn þá á sautjándanum.  Ekki slæmt

Nýjustu myndirnar eru ca. vikugamlar og þessi sýnir nú til dæmis hversu langt ég er komin þar sem ég tók þátt í kvennahlaupinu um síðustu helgi.

Fjárfestum í gasgrilli og kallinn alveg með réttu taktana um leið.

Og Mirran í vinahópi eftir skóla að baða sig í Hogganvikinni.

Svo eins og þið sjáið þá leiðist okkur ekki, við söknum fólksins okkar en það er ekki eins sárt og það var fyrst enda höfum við hitt flesta á hverju ári og suma oft, okkur finnst yndislegt að fá gesti og njótum þess eiginlega betur en þegar við hittum fólkið okkar á Íslandi þar sem við erum þá að hitta allt of marga og oft í einhverjum veislum þar sem enginn nær að tala saman.  En þegar fólk kemur hingað þá erum við saman og njótum vel.
Njótið dagsins elsku íslendingar, hér rignir svo við gerum mest lítið annað en að knúsa hvert annað.
Þangað til næst,
Ykkar Kristín Jóna

10.06.2015
Hvert flaug tíminn….
Mér finnst svo einkennilegt að eftir að ég hætti í 8-4 vinnunni minni að ég hef ekkert brjálæðislega mikinn aukatíma eða þannig.  Ég sit alla vega ekki auðum höndum og hef nóg að gera alla daga og svo koma dagar eins og í dag þar sem mér finnst ég ekki hafa tíma til að gera allt sem ég ætla og vil gera.
Ég er búin að vera voðalega dugleg að vinna fyrir Mirra Photography þó ég sé ekkert að drukkna í launuðum verkefnum en ég hef trú á að það komi, þetta tekur allt tíma og ég þarf bara að sýna þolinmæði.  Ég var alla vega að fá pöntun á mjög spennandi verkefni í sumar sem gæti haft mikið auglýsingagildi fyrir mig eftirá (vona alla vega að ég muni mega setja myndirnar á netið en það er ekki alltaf hér í Norge) og svo heyri ég af fólki sem er að spá svo þetta bara kemur.
En hefðbundnir dagar hjá mér eru ca. svona:
Vakna kl. 7 eða fyrr og tek stöðuna á FB og Instagram.  Ákveð hvað ég ætla að gera þann daginn.  Td. velja mér online námskeið eða skoða kennsluefni alls konar, hvort sem er í ljósmyndum eða markaðssetningu.  Ég hef td. verið að fylgjast með námskeiði í markaðssetningu á Instagram og þetta námskeið var í 3 daga og 7 tíma hvern dag.  Ég hef nú getað bútað það aðeins niður þar sem ég fékk það lánað og þarf ekki að horfa á beint.

Annars er svo fráfær vefur sem heitir Creative Live þar sem maður getur fylgst með námskeiðum online og það kostar ekki neitt en svo kostar það ef þú vilt eignast námskeiðið.  Þetta er snilld fyrir fátæka ljósmyndara 🙂

Eins fer ég að skoða hvort og hvaða myndir ég ætla að setja á netið þann daginn, hvort ég setji texta á þær eða bara venjulegar myndir.
Svo fer ég og tek úr uppþvottavél og set í hana aftur, spái í hvað verður í matinn það kvöldið ef ekki er þegar kominn matseðill upp á ísskáp.
Sest aftur við tölvuna og nú að vinna myndir – finna eldri myndir og setja á sölusíðuna mína. Skelli kannski Robba ryksugu í gang og niðri og tek svo smá leikfimi hérna uppi því eins og þið vitið þá er ég í fjarþjálfun hjá Volcanic Training (þetta er samt svona miníþjálfun þar sem ég vil frekar taka þetta hægt og vita að það endist)
Það er svo ótrúlega fyndið að gera þessar æfingar mínar hérna uppi ef Erro er á staðnum.  Hann heldur í fyrsta lagi að ég sé að leika við hann þegar ég tek upphitunaræfinguna en svo er hann alveg rólegur (eða næstum því) þar til ég tek æfingu sem heitir Donkey kicks en þá er ég á fjórum fótum og sparka fætinum út (veit ekki hvort þið fattið hvað ég meina) en þetta er voða eitthvað hundalegt og það finnst Erro líka því hann hefur setið við hliðina á mér og þegar ég sparka fætinum þá lyftir hann annarri framloppunni og gerir í takt við mig.  Svo er önnur æfing sem honum finnst eitthvað kunnugleg og þetta er teygjubakæfing sem minnir auðvitað bara á hund á að teygja sig og Erro gerir það auðvitað með mér.  Að lokum þá er æfing sem veldur því að ég ætla alltaf að muna að loka hann niðri þegar ég geri æfingarnar og það er magaæfing þar sem ég er með hendur undir höfði og lyfti mér upp og þá kemur kappinn og leggst yfir annan handlegginn á mér svo þyngdin verður kannski aðeins of mikil fyrir mig, ha ha ha.  Ég ætti kannski að gera myndband sem gæti heitið:  “miðaldra kelling í leikfimi með hundinn sinn”  það er spurning hversu mörg “hit” það myndband fengi.
En jæja eftir leikfimi er það sturtan (æi nú sé ég hvað dagarnir eru fátæklegir þegar sturtan er orðinn hluti af dagskránni ha ha ha) og svo er kannski ákveðið að halda áfram að vinna myndir, læra markaðssetningu (þetta er svo flott setning “social media marketing”) eða meira og meira um ljósmyndun.  Út að mála og jafnvel að prjóna og sóla sig eins og síðustu 3 daga en loksins kom sumarið í Mandal og nú finnst mér ég bara vera að missa af einhverju og ég muni ekki hafa nægan tíma þar sem það er komið fram í miðjan júní fljótlega.

Nú svo kemur fólkið mitt heim uppúr kl. 14 og við gerum eitthvað saman eða ekki saman.
Og allt í einu er komið framyfir norskan tíma á kvöldmat og við erum svo oft alltof sein að elda kl. 18 þeas.  ha ha ha ólíkt íslendingum sem borða kl. 19 eða 20 sumir hverjir.  En mér finnst gott að borða kl. 18 og hafa smá kvöld cozy tíma fyrir okkur en hér er farið í háttinn kl. 22 þar sem húsbóndinn vaknar fyrir kl. 5 á morgnanna til að fara í vinnu og við mirra skríðum oftast uppí á svipuðum tíma og lesum eða horfum á eitthvað í ipadinum.
En nú ætla ég að horfa á námskeið í ljósmyndun úti með flassi 🙂

Eigið góðan dag elskurnar og enn og aftur munið að njóta lífsins.
Ykkar Kristín Jóna

25.05.2015
Prinsinn…
Já ég er búin að vera á leiðinni í talsverðan tíma að segja ykkur aðeins frá prinsinum okkar honum Erro en það var á tímabili sem ég var svolítið mikið að skrifa um hann og í leiðinni að leita ráða hjá ykkur hvernig ég ætti að höndla þetta og hitt með honum svo lífið væri auðveldara.  En svo leið tíminn og prinsinn hætti að vera hvolpur og unglingshvolpur þó hann sé ennþá mjög leikglaður og það allt þá er hann orðinn óskaplega reglusamur og góður hundur.
Mér fannst td. mjög vænt um þegar ég heyrði óvænt Klöru systur segja frá því í símann hvað hann væri vel upp alinn og auðvelt að eiga við, það segir mér að vinnan hefur borið árangur en sko við erum að tala um 2,5 ár sem hefur verið stanslaus vinna að kenna, aga og þjálfa hann upp.  Samt kann hann ekkert mikið af listum oþh. enda er hann hundur en ekki sirkusdýr en hann kann svo ótrúlega margt og ég er svo þakklát fyrir að hann valdi okkur svo ég fékk ekki tækifæri að velja einhvern hund sem er megakrútt en líklega með lítinn heila.  Mér skilst nefnilega að Erro sé af því kyni sem þyki óskaplega gáfað og er jafnvel sagt að hann sé “the rocket scientist of the dogs” og samt er hann alveg pínu vitlaus stundum en ég geri bara kröfur að heimilisfólk og dýr skilji það sem við þau er sagt. ha ha ha  og já Nói skilur allt en hann nennir bara ekki alltaf að gegna því.
En aftur að Erro sem ég elska að fara út að hjóla með, hann elskar það líka og ef hann sér mig taka til ljósmyndatösku þá verður hann alveg svakalega eirðarlaus og fer að ráfa fram og til baka þar ég er tilbúin (stundum er ég samt bara að setja í töskuna og þá verður hann svo vonsvikinn) og ef ég opna hurðina inní geymslu og taskan er nálægt þá veit hann hvað er að fara að gerast.
Og í gærkvöldi fórum við 3 saman í hjólatúr, ég hann og Þráinn og það er bara alltaf þannig að út götuna hjá okkur þá hjóla ég ekki, hann dregur mig og við kannski hjólum í hálftíma en þá fer að draga úr honum smávegis en eins og í gær, þá hjóluðum við á ströndina og þar fékk hann líka að synda í miklum öldugangi og sækja prik og allt og aftur svo spenntur fyrir hjólið og við héldum áfram að hjóla á bara svona þægilegum hraða en þegar við nálguðumst heima þá hjólaði Þráinn á undan og fór að kalla á Erro og hann tók á öllu sínu til að draga mig (ég hjólaði með) svo hann næði Þráni því svona hvatning hefur alltaf virkað, því hann er þessi hundur sem gerir allt sem hann er beðinn um svo framarlega sem hann skilur beiðnina.  Þvílíkur sprettur á kappanum og hann glaður og ánægður allt kvöldið.
En hann var svo fyndinn þegar við komum niður á strönd þá sá ég að það voru engir aðrir hundar þarna svo ég sleppti honum (ekki það ég get alveg sleppt honum þó aðrir hundar séu en geri það ekki af tillitsemi við eigendur þeirra) og akkúrat kemur skokkari hlaupandi eftir ströndinni og Erro tók bara sprettinn með henni, hún skellihló að þessum félagsskap sem hún fékk þarna í smá tíma eða þar til ég kallaði á Erro og hann kom aftur til mín.

Við getum haft útidyrnar opnar hjá okkur og hann fer ekki út.  Hann getur fengið að fara út og er bara kjurr á stéttinni fyrir framan.  Ef hann fer eitthvað frá okkur þá kemur hann þegar við köllum og ef við mætum öðrum hundum (sem hans veikleiki) þá getum við stjórnað honum oftast með því að byrja að segja honum að vera rólegum, rólegur Erro, rólegur rólegur osfrv. og þá passar hann sig en ef hinn hundurinn geltir þá gerir okkar það líka en veit uppá sig skömmina og verður lúpulegur eftirá.   Svo þið sjáið að þetta er mesti ljúflinghundur og já við sátum úti í garði um daginn og allt í einu hleypur hann framfyrir húsið eitthvað fram og til baka og svo aftur til okkar og alveg út að girðingu og er eitthvað svo skrítinn svona fram og til baka eins og hann sé spenntur og eitthvað sé að fara að gerast og þá kemur bíll keyrandi framhjá sem er alveg eins og bíllinn þeirra vina okkar í Sandefjord og prinsinn hélt bara Inga sín væri að koma.  En svo keyrði bíllinn bara framhjá og þá lagðist okkar maður niður soldið svekktur.  Hann sem sagt þekkir bílinn þeirra orðið.
Já annað, ef við förum í bíltúra eftir að við keyptum okkur stationbíl og búr fyrir hann þá liggur hann í búrinu sínu og við eigum það til að gleyma að hann sé með í bílnum alveg þar til bíllinn stoppar.  Hvort sem það er á leiðinni sem við erum að stoppa eða á áfangastað.  Við keyrum til Sandefjord í rúma 3 tíma án þess að stoppa og án þess að það heyrist múkk í honum en hann var mjög órólegur í bíl alveg þar til hann fékk búrið sitt þar sem honum líður greinilega eins og hann sé öruggur.
Svo opnum við skottið og hann fær að koma út, stundum þegar við erum bara í bíltúrum og stoppum hér og þar (sko ljósmyndari í bílnum) þá fer hann og hleypur um og þegar við köllum þá kemur hann bara á fullu spítti og beint uppí skott þar til á næsta stoppi.
Já svo er hann auðvitað svo góð fyrirsæta eins og þið sem fylgist með okkur hafið nú séð og hann á það til að verða abbó ef ég nota hann ekki þegar ég er að prófa eitthvað og um daginn ætlaði ég að taka mynd af sjálfri mér en fékk varla frið til þess fyrir honum.  ha ha ha

Ég gerði eitt nýtt í gær af því að hann fór í sjóinn og var blautur og við fórum svo beint upp að horfa á TV en ég vil ekki að hann liggi blautur á parketinu svo ég sótti mottu og setti á mitt gólfið í stofunni uppi og hann fattaði strax og lagðist á hana og hefur síðan lagst beint á þessa mottu og búinn að ákveða að þetta sé hann sjónvarpsstaður, ekki beint bæli en mottan hans.
Og um daginn þá hjóluðum við út á Langestranden og ég var að stúdera sólina og vindinn oþh. fyrir brúðarmyndatökuna og setti myndavélina á þrífót og stillti hana á tíma og ætlaði reyndar bara að taka myndir af mér (til að sjá hvernig sólin færi með andlit ekki hundshár) og ég stillti tímann og hljóp á staðinn sem ég ætlaði að vera á og sjáið afraksturinn hérna.  Prinsinn er bara eins og ég hafi stillt honum upp og í sömu stellingu og ég, hann er algjör snillingur það er nokkuð ljóst.

Eigið góðan “Annan í hvítasunnu” og njótið þess að leika ykkur.
Ykkar Kristín Jóna

20.05.2015
Alltof mikið….
Ég bara verð að segja ykkur frá því að ég fékk bréf í póstinum í dag sem er ekki í frásögur færandi nema að því leiti að í bréfinu stóð að ég væri hreinlega búin að greiða allt of mikið í lækniskostnað á árinu og því væri meðfylgjandi svokallað “fríkort” sem ég ætti að nota hér eftir ef ég færi til læknis svo ég þyrfti ekki að greiða krónu meira.  Og ekki nóg með það, ég var vinsamlegast beðið að skrá hjá þeim bankareikninginn minn því ég væri þegar búin að greiða of mikið og þeir þurfa að endurgreiða mér.
Ja há mig grunaði nú að ég væri ábyggilega komin langt að þeim mörkum að fá fríkort en ég taldi nú bara að ég þyrfti að sækja um það, finna allar kvittanir og senda og þess háttar svo ég ætlaði auðvitað alls ekki að nenna því en nei nei á þessu bréfi er meira að segja yfirlit yfir allt sem ég hef borgað hjá læknum, sjúkrahúsum og apotekum og sundurliðað eftir dagsetningum.  Mér var líka bent á að ef ég væri búin að greiða meira en sæist á þessu yfirliti þá yrði ég að láta þá vita svo þeir gætu líka endurgreitt það.
Tók mig 7 mín að logga mig inn hjá þeim og skrá inn bankareikninginn og ég fæ þá millifærðar 470 nkr. fljótlega.  Þetta kalla ég þjónustu.  Og svo er verið að tala um að allt gerist á hraða snigilsins hérna.  Það getur reyndar vel verið en það er fínt ef það verður til þess að ég þarf ekkert að hugsa um svona mál.
Fyrsta fríkortið sem þessi fjölskylda eignast og hún þó orðin 33 ára þessi fjölskylda.
Stundum finnst mér eins og peningarnir detti bara inn um lúguna hjá mér, vonandi heldur það bara áfram á næstunni þar sem Mirra Photography er ekki að drukkna í verkefnum svo til að byrja með, þó það séu alveg verkefni og tekjur.
Brúðarmyndataka á laugardaginn og það spáir heilli sól og 16 stiga hita.  Getur maður beðið um eitthvað meira?
Ef einhver hefur hugmyndir af uppstillingum þá má endilega dæla þeim á mig.  Það verður fyrst fjölskyldumyndataka svo með vinum og svo brúðhjónin ein og allt á þetta að taka undir 3,5 tíma.  Hlakka bara til og enginn kvíði í myndinni – held bara að ég sé að verða alveg tilbúin fyrir þetta starf sem ég ætla mér í framtíðinni.
Nóg er að skoða ef maður vill

19.05.2015
Af snillingum og meiri snillingum…..
Það er ótrúlega gefandi að hafa húsið fullt af snillingum eins og við vorum með alla síðustu viku.  Fyrstan skal nú nefna hárgreiðslumeistarann Óla Bogga sem var hér í vinnu- og skemmtiferð og tók hana Petru móður sína með sér.  Mikið þægilegir gestir og auðvelt að gleðja og hafa ofan af fyrir.  En þau komu hingað á mánudagskvöldinu í síðustu viku og Óli var að klippa og lita í 3 daga.  Við mæðgur fengum aldeilis uppliftingu og erum báðar rauðhærðar í dag eða þannig.

En svona var þetta umhorfs heima hjá mér meðan hárgreiðslustofan er opin, pínu erfitt að hugsa um mat og þess háttar á meðan svo matarátakið mitt fór alveg út um þúfur og mikið gott að geta kennt einhverju um öðru en letinni í sjálfum sér.

Petra hafði það held ég bara mjög gott úti í garði að prjóna og spjalla við mig og kúnnana hans Óla og svo mætti hér allt Sandefjord gengið á fimmtudeginum en þau leigðu sér bústað úti á Sjosanden og Inga skellti sér í klippingu og strípur og svo fórum við öll á Marnakafé um kvöldið að borða og njóta félagsskapar um kvöldið.  Það var yndisdagur og ljúfur með góðu fólki.
Á föstudeginum var eiginlega mest gaman að fylgjast með hvað Gerður mamma Ingu og Petra náðu vel saman og voru krúttlegar að fara að versla og xxxxveiðar…. nei það var nú meira í djóki en þær fengu báðar klippingu og leið svo vel og voru svo flottar og ánægðar með sig.  Sem er bara yndis.
Föstudagskvöldið var tekið heima með rækjum og eggjum að hætti Norðmanna og þetta höfðum við ekki borðað síðan Óli var hér síðast svo það verður kannski hefð að borða rækjur þegar hann er hjá okkur.  Svo var bara bíó og kózý því laugardaginn átti að taka snemma í ferðalag.
Vöknuðum kl. 8 á laugardeginum og skveruðum okkur og skelltum í bíltúr til Stavanger þar sem Óli ætlaði að hitta hana Önnu Svölu vinkonu sína og við hin að njóta bíltúrsins og kynnast nýju fólki.

Við byrjuðum á að rölta um miðbæinn og fá okkur svo að borða hádegismat, röltum svo meira um miðbæinn og fengum okkur svo hvítvín og Øl á útisvæði við bryggjuna þar sem ómaði mikill gleðskapur og tónlist enda leikur um kvöldið og áhangendurnir að hita upp.  Sumir hituðu svo vel upp að ég er ekki viss um þeir hafi komist á leikinn en það skiptir engu máli bara að gleðjast og vera með.
Seinnipartinn fengum við boð frá vini hennar Önnu Svölu um að koma í mat til hans í staðinn fyrir að fara út að borða svo við skelltum okkur í bílinn og mættum á svæðið.  Hann er eðalkokkur frá Íslandi og heitir Þröstur og var þarna að útbúa mexíkóska máltíð handa sunnlendingunum sem settust bara út í garð og nutu síðustu sólargeislanna og samverunnar.  Borðuðum dásamlegan mat og heimferð kl. 22 um kvöldið, við vorum ekki komin heim fyrr en rétt undir 1 eftir miðnætti og allir beint í bólið því 17. maí daginn eftir og þá er risið snemma úr rekkju.
Vöknuðum kl. 8 og fórum að klæða okkur í sparifötin til að gefa farið niður í bæ að njóta hátíðarhaldanna.  Ég elska þennan dag í Noregi og elska hvað þeir sýna uppruna sínum mikla virðingu og fastheldnir á hefðir og njóta þess að sýna og vera í þjóðbúningunum sínum.

Það þurfti reyndar að fara að rigna þarna um morguninn þannig að í barnagöngunni voru ansi margir blautir og kaldir því hitastigið er ekkert mikið ef engin er sólin.
Jæja eftir barnagönguna blautu var fór helmingurinn okkar heim til að útbúa eitthvað að borða á meðan hinn helmingurinn skellti sér í myndatöku.
Þráinn og Petra fundu til rækjur og bökuðu pönnukökur á meðan ég tók myndir af Óla Bogga.

Svo lögðum við okkur smá og skelltum okkur svo út að fylgjast með borgargöngunni sem er svo ótrúlega flott með öllum félögum og íþróttaliðum bæjarins og endar á Russenum sem eru útskriftarnemar í fjölbrautarskólanum.  Og mér skilst að þau kunni að skemmta sér og séu nánast að því í heilan mánuð fyrir útskrift.
Leyfi nokkrum myndum að fljóta með en það eru fleiri á feisbúkksíðunni minni.

Svo koma hérna nokkrar Russamyndir

Jæja eftir Borgargönguna fórum við á Smoi og fengum okkur hvítvín og sátum í sólinni og nutum dagsins og töluðum um göngurnar sem við vorum öll sammála að hefðu verið æðislegar, hvort sem það rigndi eða ekki.
Læri og kózí um kvöldið og svo bara fóru gestirnir í gærmorgun og nú er lífið aftur að komast í réttar skorður hollur matur og hreyfing.  Heimaleikfimi á eftir og ekki reyna að misskilja þetta því Þráinn er í vinnu.  Og já ekki reyna að misskilja það heldur.  Heimaleikfimi er bara heimaleikfimi og punktur.

Eigiði góða vinnuviku elskurnar og munið að vinnan er ekki allt, leikum okkur svolítið líka.
Ykkar Kristín Jóna

08.05.2015
Algjört met….
Já ég hef sett met í læknaheimsóknum á þessu ári, held ég hafi ekki farið svona oft til læknis alla mína búsetu í Hafnarfirði eins og ég hef farið hér þetta árið og það er bara kominn maí.  Það byrjaði auðvitað á hinu fræga úlnliðsbroti sem reyndar gerðist rétt fyrir áramótin en ég átti auðvitað flestar læknaheimsóknirnar eftir áramótin.
Hér er linkur á vídóið sem Þráinn tók af mér í þeim aðgerðum ef það skyldi hafa farið fram hjá einhverjum og einnig mynd.

Jæja þessi aðgerð kostaði nokkrar heimsóknir til Kristiansand í myndatökur og skoðanir eins og vera ber.  Í öll skiptin sem ég hef þurft að fara á þetta sjúkrahús og í myndatöku eða hitta lækni eða hvað sem er, hef ég komist inn á nákvæmlega þeim tíma sem mér var gefinn upp og stundum fyrr ef ég var komin snemma.  Ótrúlegt að ein þjóð geti skipulagt sig rétt en önnur (hóst Íslendingar) ekki.
Jæja eins og þetta væri ekki nóg þá til að halda mér við fékk ég bréf um að fyrst ég væri nú orðin fimmtug þá skyldi ég nýta mér rétt minn að koma í brjóstamyndatöku en það byrjar um fimmtugt hérna en ef ég miða við hvenær ég fór síðast heima þá passaði þetta fínt og ég dríf mig í góðu veðri og lenti á svo yndislegum stað með yndislegum konum og allt öðruvísi og þægilegra en hjá Krabbavörn heima.  Þarna situr maður á biðstofunni í öllum fötunum og er síðan kallaður inn í lítið herbergi þar sem yndisleg kona tók á móti mér og spurði alls konar spurninga og bað mig síðan að fara úr að ofan og setja fötin mín í körfu, sem ég og gerði, hún þreifaði brjóstin og sendi mig svo “á brjóstunum” yfir í næsta herbergi en þar voru tvær konur við myndavélina og þær fóru “mjúkum höndum” um brjóstin á mér þegar þær tróðu þeim og toguðu til að setja á milli tveggja spjalda svo hægt væri að mynda þau að innan.  Svo þegar þær voru sáttar var mér boðið að ganga “á brjóstunum” inní næsta herbergi og klæða mig og út kom ég fullklædd og horfði bara á fullklæddar konur en ekki konur sitjandi í hvítum sloppum eins og þær séu á leiðinni í eitthvað skelfilegt.

Jæja út úr þessu kom nú að ég var kölluð aftur uppá spítala því myndatakan gat ekki sýnt að ég væri hrein ef ég má orða það svoleiðis og þá var ég send á sjúkrahúsið í nánari myndatökur, þar var þetta líka eins aldrei setið á slopp frammi á gangi, alltaf sér herbergi fyrir framan skoðunarstofuna til að klæða sig úr og þar kemur enginn inn fyrr en ég er búin.  Þarna var ég mynduð og mynduð og mynduð, man ekki hvort ég setti nú á mig gloss eða annað punt en alla vega var það ekki nóg svo ég fór í sónar líka og út úr honum kom að ég væri með ber í brjóstinu en hún gat ekki séð almennilega hvernig það væri og þurfti að taka sýni úr því.  Ég þurfti svo að bíða í viku eftir svari og það var að þetta væri ekki krabbi en þeir áttuðu sig ekki alveg á hvað þetta væri og vilja taka það til að rannsaka betur.  Reyndar átti læknirinn erfitt með að finna berið með þukkli en skv. myndunum er það þarna.  Og þá dettur mér í hug, hvernig ætli  það sé fyrir Þráin að sitja þarna við hliðina og horfa á einhvern mann þukkla konuna sína 🙂  nei djók, auðvitað er það ekkert svoleiðis.
En áður en ég hitti lækninn fór ég að fá einhverja flekki á hægri öxl og aðeins niður að hægra brjósti og mig grunaði strax að ég hefði fengið einhverja sýkingu eða ofnæmi eftir sýnatökuna.  En ég sýndi krabbameinslækninum þetta og hann sagði mér að fara til heimilislæknisins og biðja hann að skoða þetta.  Ég dró það auðvitað dálítið en þegar flekkjunum fjölgaði bara og þessi fyrsti stækkaði og stækkaði þá dreif ég mig.

En áður en ég fór til læknisins var ég er búin að gúggla og gúggla til að finna samskonar myndir af flekkjum en finn ekki neina sem eru eins, samt eru mínir flekkir svona rauðir fyrst og svo er eins og þeir byrji að jafna sig í miðjunni fyrst og gróa þar þannig að það myndast hringur og skinnið inní er orðið mjúkt og fínt en allt hrufótt að utan.  Svo endar þetta eins og það flagni utan af.  Þetta eru bara myndir sem fann af handahófi.
Hjá heimilislækninum er það eins, maður labbar inn kl. 10.30 ef maður á tíma 10.30 og hann kíkti lauslega á þetta og spurði hvort ég hefði verið að gera eitthvað sem gæti orsakað ofnæmi en ég sagði honum frá grun mínum að þetta hafi komið eftir sýnatökuna.  Hann gaf nú ekki mikið fyrir það, vildi frekar vita hvort ég ætti hund eða kött eða hefði verið í einhverjum plöntum sem ég gat sagt að allt væri rétt.  Ég ætti bæði hund og kött og var að setja blóm í potta á þessum tíma og laga til í garðinum mínum.  Ja há þarna er þá orsökin komin, ofnæmi.  Svo hann vildi að ég prófaði bara að taka þessar venjulegu ofnæmistöflur sem maður á alltaf í skápnum hjá sér ef ske kynni…. sem ég og gerði en á þessum tíma eru flekkirnir komnir yfir allan búkinn og aðeins út á handleggi.  Ég átti að taka þetta í viku og sjá svo til.  Auðvitað varð vikan að tveimur en þá eru flekkirnir orðir rauðari og komnir niður á læri svo ég dríf mig aftur til hans og þá vildi hann að ég héldi samt áfram að taka ofnæmistöflurnar og skrifaði uppá 100 stykki fyrir mig sem kostuðu helmingi minna en 10 stykki keyptar beint í apóteki.  Já sæll.  Og svo sendi hann mig í blóðprufu svo við gætum nú séð fyrir hverju ég væri með ofnæmi.  Ég átti að hafa samband viku til 10 dögum eftir þetta til að fá niðurstöðuna og á meðan minnkuðu auðvitað fyrstu blettirnir og voru orðnir meira svona eins og hella yfir kroppinn en nýjir komu bara á rassinn og mjaðmirnar og örlítið niður á kálfa.  Jæja tveimur vikum eftir þetta hringi ég á læknastofuna og bið um niðurstöður sem stúlkan las fyrir mig “EKKERT OFNÆMI”  og allt annað kom svakalega vel út (það er alltaf skoðað þetta hefðbundna) svo ég sá það að ég yrði nú að panta tíma hjá lækninum aftur því eitthvað er þetta.  Ég var alltaf viss um að þetta væri ekki ofnæmi, ég hef bara eitt ofnæmi og það er fyrir súlfa fúkkalyfi og ég er alveg viss um að ef ég fengi annað ofnæmi þá væri það fyrir einhverju sótthreinsuðu en ekki hundi, ketti eða moldardrullu.  En hvað veit ég!
Jæja við skoðuðum myndir og stúderuðum og ég enn og aftur sagði honum að ég teldi að ég hefði fengið þessa flekki eftir sýnatökuna á spítalanum og nú var eins og hann hlustaði betur og ég er komin á eitthvað steralyf til að vinna á þessari sýkingu sem ég líklega hef fengið.  Jahá!  það tók mánuð að hlusta á kellinguna en einmitt hvað veit ég!  Flekkirnir eru nú eitthvað að minnka og breyta sér og ég vona bara að þetta klárist núna í vikunni því það fer að koma sumar og ég vil kannski geta setið úti án þess að vera alklædd alla daga.
En sko þetta er ekki búið því meðan ég var í þessu ofnæmis / sýkingardæmi þá fékk ég bréf þar sem búið er að gefa mér tíma í beinmælingu (já hér fær maður bréf og sagt að maður eigi tíma þennan dag kl. þetta og ef maður geti ekki mætt þá hringir maður og afpantar) fyrst ég er orðin fimmtug og brotnaði.  Þetta þáði ég að sjálfsögðu og út úr því kom að ég rétt hangi neðst í meðaltali og þarf að taka kalk og D í stórum skammti.  Bara frábært að fá að vita svona og geta þá komið í veg fyrir að fá einhverja beinsjúkdóma seinna meir.  Þetta kostaði sama og venjulega læknisheimsókn.  Og það er alltaf sama gjald í röntgen og læknisheimsóknin.  Ekki það að ég sé ekki búin að borga slatta í öllu þessu veseni en það er samt ekki mikið miðað við allt og allt.
En já ég fékk svo bréf um að koma í aðgerðina en þá átti hún að vera akkúrat á meðan Klara systir var hjá mér og ég hringdi bara og sagðist ómögulega geta komið á þeim tíma og bíð því enn eftir bréfi með tímasetningu en hef bara áhyggjur að það verði svo akkúrat þegar ég verð með brúðarmyndatöku hér í Mandal.  En ég ætla nú ekki að leyfa mér að hugsa svona neikvætt og vona bara að það verði akkúrat í vikunni eftir það.

Svo þið sjáið nú kæru vinir að þetta er orðið algjört met og alveg löngu orðið nóg.  Þegar ég verð búin í þessari aðgerð þá er ég að hugsa um að taka mér ársleyfi frá læknum og fara bara vel með mig og kannski bara greina mig sjálf enda hefur það sýnt sig að ég veit nú kannski stundum bara betur.  Þó ekki með berið í brjóstinu því ég hafði ekki fundið það en það gerði ég fyrir 20 árum þegar ber fannst í vinstra brjóstinu og var einmitt ekkert merkilegt en samt tekið.  Það verður miklu flottara að hafa ör á þeim báðum í staðinn fyrir bara á öðru.  🙂
Jæja kæru vinir sólin skín í dag og við Erro ætlum að hjóla saman eða sko hann ætlar að draga mig fyrsta kílómeterinn og svo hjóla ég og hann hleypur.
Eigið góða helgi og munið að vera jákvæð og hafa gaman af lífinu, því það er allt of stutt til eyða því í pirring og læti.
Ykkar Kristín Jóna sem er þrátt fyrir allt mjög hraust og kát kona.

07.05.2015
Be yourself….
Eitt af uppáhaldslögunum mínum í dag heitir Try og er með söngkonunni Colbie Caillat, textinn er eitthvað sem allir unglingar ættu að hlusta á daglega og fullorðnir líka því við erum svo föst í því að líta út eins og við höldum að aðrir vilji að við lítum út.
Ég í gegnum tíðina hef verið svo heppin að láta ekki allt of mikið (en þó hef ég látið skoðanir annarra hafa mikil áhrif á mig) stjórna hvernig ég lít út og sérstaklega eftir að ég flutti til Noregs, en það er skelfilegt að maður ráði kannski ekki við þetta fyrr en um fimmtugt.  Samfélagið stjórnar okkur svo mikið og við erum alltaf að reyna að líta út eins og samfélagið segir að við eigum að líta út.
Dæmi eru td. með augabrýr, ég hef aldrei plokkað mínar mikið og fer kannski einu sinni til tvisvar á ári og læt lita þær og augnhárin og þá plokka í leiðinni en oftast plokka ég bara smá það sem er utanvið en ég hef gengið í gegnum tískubylgjur þar sem augabrúnir áttu helst að líta út eins einhver hefði teiknað þær á með blýanti og helst ekki að vera loðnar en mér finnst ég ekki ég ef ég er ekki með þykkar augarbrúnir.  Til góða fyrir mig er aftur að koma fram ungar konur með þykkar brúnir og annað sem er að koma aftur líka og ég sé aðallega í bíómyndum og það eru konur með eðlileg brjóst, þe. sín eigin og oft á tíðum bara gert í því að sýna lítil en falleg brjóst.  Sem betur fer, því við erum alls konar og þannig á að sýna okkur og leyfa okkur að vera án þess að fólk fari að krítisera okkur.
Put your make-up on
Get your nails done
Curl your hair
Run the extra mile
Keep it slim so they like you, do they like you?

Get your sexy on
Don’t be shy, girl
Take it off
This is what you want, to belong, so they like you
Do you like you?

You don’t have to try so hard
You don’t have to, give it all away
You just have to get up, get up, get up, get up
You don’t have to change a single thing
You don’t have to try, try, try, try

Get your shopping on, at the mall, max your credit cards
You don’t have to choose, buy it all, so they like you
Do they like you?

Wait a second,
Why, should you care, what they think of you
When you’re all alone, by yourself, do you like you?
Do you like you?

You don’t have to try so hard
You don’t have to, give it all away
You just have to get up, get up, get up, get up
You don’t have to change a single thing

You don’t have to try so hard
You don’t have to bend until you break
You just have to get up, get up, get up, get up
You don’t have to change a single thing

You don’t have to try, try, try, try
You don’t have to try, try, try, try
You don’t have to try, try, try, try
You don’t have to try

You don’t have to try, try, try, try
You don’t have to try, try, try, try
You don’t have to try, try, try, try
You don’t have to try
You don’t have to try

Mm, mm

You don’t have to try so hard
You don’t have to, give it all away
You just have to get up, get up, get up, get up
You don’t have to change a single thing
You don’t have to try, try, try, try

Take your make-up off
Let your hair down
Take a breath
Look into the mirror, at yourself
Don’t you like you?
‘Cause I like you

Þetta er svo undurfallegur texti og lagið líka og gott að byrja daginn á að hlusta á þessi orð og líta í spegil og sjá hvernig líst manni á þann sem þar stendur.
Núna ætla ég einmitt að drífa mig í sturtu og klæða mig í litskrúðug föt því það spáir sól í dag bæði inni og úti.
Ætla að skrifa meira í dag eða á morgun en þá um allt annað sem passar ekki með hér.

Munið það elskurnar mínar að vera þið sjálf, oftast 🙂

01.05.2015
1. mai og 33 ár síðan….
síðan ég kyssti þennan sæta strák í fyrsta sinn

Við hittumst á balli og sátum heila nótt saman og töluðum saman og kroppuðum í afganginn af hryggnum sem hafði verið í matinn hjá mér.  Ég veit það eru ekki margir sem trúa því þegar ég segi að hann hafi verið ljóshærður með krullur en það var hann víst og mikið fallegur og einstaklega ljúfur strákur.  Þessi dagur er því mikill lukkudagur í okkar lífi því ég trúi því að honum líði nú eins og mér.
En þó hugsa ég alltaf meira um Jón afa og Stínu ömmu á þessum degi og er örugglega næstum því árlega búin að segja ykkur frá því en það gerir ekkert til þetta eru minningar sem ég á og vil deila með öðrum, sérstaklega á þessum tímum þegar krakkar sem eru að alast upp og vita nánast ekkert um lífið í gamla daga og vita ekkert hvað afar þeirra og ömmur lögðu á sig svo við hefðum það svona gott í dag og þá er ég auðvitað komin að tilgangi dagsins og það er að verkalýðurinn (í dag bara almennt vinnandi menn og konur) komi saman og setji fram réttmætar kröfur til að lifa mannsæmandi lífi.
Afi minn Jón Ingiberg var virkur þátttakandi í verkalýðsbaráttunni og tók þátt í “Gúttóslagnum” og er líklega einn af “kommúnistunum” sem nefndir eru í þessari grein en mig langaði að finna einhverja góða grein sem segði vel frá Gúttóslagnum og því sem þarna átti sér stað en fann bara þessa grein.  En þegar ég var 14 ára gerði ég ritgerð um verkalýðsbaráttuna á Íslandi og þar kemur Gúttóslagurinn mikið við sögu og þar las ég um að hann afi minn hefði tekið þátt og verið handtekinn fyrir óeirðir.  En hann var kommúnisti og verkalýðssinni og vildi að allir vinnandi menn gætu lifað mannsæmandi lífi, er það eitthvað skrítin krafa?  Þessi mikli ljúflingur sem hafði svo risastórt hjarta og var svo mikill íþróttamaður vildi bara að fólk gæti lifað af laununum sínum.  En ég las það sem sagt þarna að hann hefði verið handtekinn fyrir óeirðir og það segir mér hvað neyðin hefur verið mikil því hann hefði ekki tekið þátt í svona nema verið hafi brotið á vinnandi mönnum.  Sem auðvitað oft er gert.

Ég les það núna einmitt að það sé allt vaðandi í verkföllum heima á íslandi þessa dagana en það virðist nú ekki vera þeir lægst launuðu sem þar eru að biðja um mannsæmandi laun þe. verkalýðurinn enda hefur lengi verið litið þannig á það á íslandi að þeir megi bara hafa léleg laun, að þeir sem ekki gátu farið í framhaldsnám og þurfa því að vinna verkalýðsvinnu megi bara hafa lægri laun en greiddar atvinnuleysisbætur eru.  Nei það eru ekki þeir sem eru í verkföllum því það er orðið svo mikið af útlendingum sem vinna þau verk og örfáir íslendingar sem hafa lítið bakland með sér.
En nóg um það, ég er víst ekki í þeirri aðstöðu að gagnrýna það land sem ég er flutt frá, ég horfi samt allt öðrum augum á það úr fjarska en þegar ég bjó þar og alls ekki ánægð með svo ótrúlega margt og skil ekki af hverju landar mínir kjósa að hafa þetta svona.
En aftur að þessum dásemdardegi.  1. mai og mér líður svo vel.  Ég er eins og aðra frídaga vöknuð á undan öllum öðrum, meira að segja hundurinn og kötturinn sofa ennþá í bælunum sínum.  Ég sit hér og hugsa um afa og ömmu og verð bara ósköp lítil stúlka aftur og langar að faðma þau og ég hugsa oft hvað ég hefði viljað þekkja þau eftir að ég varð fullorðin, en ég var bara rúmlega tvítug þegar amma dó en aðeins 7 ára þegar afi dó.
Þó ég sé ekki að mæla með því að fólk eignist börn allt of snemma þá verður mér stundum hugsað til hennar Alenu Ýrar og Kastíels sem eru svo heppin að eiga afa og ömmu sem eru rétt um fimmtugt, langafa og langömmur rúmlega sjötug og langalangömmu sem er 95 ára á þessu ári.  Við Konný vorum næstum svona heppnar man samt ekki eftir langalangömmu en við áttum fullt af langömmum (langafarnir dóu allir eitthvað yngri) og langömmusystur og erum ríkari í sálinni vegna þeirra kvenna.  Það er nefnilega svo hollt fyrir unga fólkið að hlusta á gamla fólkið og það væri svo gott ef við myndum blanda þessu betur saman, hvað varð um þá hugmynd td. að hafa elliheimili og leikskóla í nálægð og nýta jafnvel eldri borgara til að koma og vera með börnunum á leikskólunum, þau gætu lesið fyri þau sögur eða hreinlega sagt þeim frá því hvernig lífið var þegar þau voru lítil.  Það vantar svo að þjóðfélagið fatti hvað það eru mikil verðmæti í eldri borgurum, reynsla og þolinmæði og nægur tími.  Já þarna komum við að því sem skiptir börnin okkar svo miklu máli og það er nægur tími, þetta kjaftæði sem gekk um Ísland fyrir nokkrum árum að það væri ekki fjöldi klukkustundanna sem við eyddum með börnunum okkar heldur gæði þeirra er bara bull og vitleysa, því það er miklu frekar að vera löngum saman og geta verið saman án þess að hafa vini eða prógröm í gangi heldur bara “vera” sem ég held að skipti miklu meira máli.  Hafa einhvern nálægt sem hægt er að tala við þegar mann (nú tala ég sem barn) langar, ekki þurfa að bíða eða tala í síma.  Reyndar finnst mér á þessari tækniöld flestir geta sagt meira og talað dýpra frá hjartarótunum í síma en augliti til auglitis og sé ég það manna best á dóttur minni sem er með símann gróinn við eyrað á sér.  Eitt af því sem ég er svo glöð með eftir að ég hætti í Wise er að ég þarf ekki að vera að tala í síma alla daga.  Ég til dæmis elska það að tala á skype og upplifi það ekki sem síma því þá er ég í mynd og sé fólkið á móti og get horft í augun á þeim sem mér þykir vænt um en svo eru aðrið sem þola það ekki og vilja frekar tala í símann því þá er hægt að vera að gera svo margt annað á meðan.
Ég á nú ekki marga skype vini sem ég tala reglulega við, það er nú eiginlega bara systur mínar og eldri borgararnir í fjölskyldunni en þeir hafa tíma til að setjast niður.  Ég er ekkert að auglýsa eftir vinum því ég er daglega að hafna einhverjum köllum sem vilja vera vinir mínir en mig vantar ekkert vini, mig vantar meira að geta talað við þá sem ég á, en nú er líka kominn tveggja tíma mismunur á milli landanna og þá verður þetta erfiðara, við erum hreinlega að fara að sofa þegar íslendingar eru að borða kvöldmat, við erum að vakna um miðja nótt á íslandi og borðum hádegismat kl. 10 þegar ansi margir eru bara rétt að skríða í vinnu.
En nóg um það, ég veð svo úr einu í annað þegar ég blogga en ég geri það nefnilega líka þegar ég tala og sumir ná ekki alltaf að fylgja mér eftir en það er bara allt í lagi.  Ég segi ykkur þá bara sömu söguna aftur og aftur.
Njótið dagsins með fjölskyldunni og munið af hverju við höldum uppá 1. maí og syngjum saman Maistjörnuna

See ya

27.04.2015
Vika í vinnu og svo frí….
Það er spurning hvernig starfsmaður það er sem byrjar í vinnu og fer svo strax í frí en þannig var það hjá mér því Klara systir kom alla leið frá ísalandinu kalda til að kíkja á sólina okkar í Mandal.
Reyndar segist hún vera með álög á sér og það sé alltaf rigning þar sem hún er í fríi og tók með sér regnkápu, hún næstum þurfti að nota hana, veðrið sem var í vikunni áður en hún kom hélst ekki meðan hún var, en þó fékk hún bæði sól og þoku og rigningu.  En við áttum yndisstundir saman, drukkum talsvert hvítvín og borðuðum smá súkkulaði með, sátum úti í sólinni og fórum í búðir.  Skelltum okkur svo öll fjölskyldan í Buen að sjá Footloose söngleikinn hjá krökkunum í kulturskólanum.  Vel gert hjá þeim, mikil músík og flottir söngvarar þessir krakkar og allir skiluðu sínu mjög vel, þó var ýmislegt að trufla okkur Klöru sem erum sko systur ef þið vissuð það ekki og þurfum að greina hlutina í frumeindir.  Það var eitthvað skrítið við byrjunina á leikritinu, okkur fannst kona koma í bæinn og hún var svo ung að hún gat ekki verið mamma Ren’s og aldrei sást mamma hans sem við munum þó eftir í myndinni.  Eins voru fleiri svona smáatriði að trufla okkur, of mikið af fólki og litlum stelpum og þegar hann kenndi Will að dansa þá komu stelpur og dönsuðu við hann en skv. okkar kokkabókum voru þeir bara tveir í því.

En frábær uppsetning samt og mikið gaman og mikið gott að þau þýddu ekki söngtextana á norsku svo við gátum alveg haldið þræðinum.  Ég skildi nú alveg mest allt en Klara skyldi ekki orð af því sem sagt var.  Fyndið að fara í svoleiðis leikhús.
Jæja við ákváðum á laugardagseftirmiðdeginum eftir að hafa farið í þokubíltúr að fá okkur bara kózí með bíó og fyrir valinu varð auðvitað Footloose og myndin byrjar og við erum ekki að skilja þetta, mundum ekki eftir að Dennis Quaid hefði leikið í myndinni eða Andy McDowell, hvaða bull er þetta?  Svo kom Ren og með rútu það passaði ekki og auðvitað allt annar Ren, svo við gúggluðum og komumst að því að myndin var endurgerð 2011 og það var greinilega sú mynd sem notuð var í uppsetningu á leikritinu.  Alls ekki nógu góð endurgerð, 2 aðalhlutverkin voru alls ekki að ná strákunum í gömlu myndinni en nú höfum við sem sagt séð Footloose 2 bíómyndir og einn söngleik og erum með þetta á hreinu.  Mjög góð tónlistin í þessari mynd og voru nokkur lög sem komu okkur Klöru á óvart að hefðu verið í myndinni því við mundum ekki eftir því.

En sem sagt þegar Klara kemur til okkar er ekkert endilega farið í marga bíltúra og skoðunarferðir en þó alltaf smá og laugardagurinn var valinn til þess.  Við ætluðum að sýna henni útsýnið á Hótel Utsikten sem þýðir einfaldlega hótel útsýni.  En það var bara smá þoka hér í Mandal og eftir því sem við nálguðumst Kvinesdal þá varð það meira og meira.  En þetta var samt sjarmerandi og svo ætluðum við að finna foss því Klöru finnst gaman að skoða fallega fossa og ég var búin að sjá á TripAdvisor að það væri foss í Kvinesdal en við marg keyrðum að staðnum sem hann var merktur inná en fundum engan foss, hittum þó á mann sem gat sagt okkur að við værum vitleysu megin við þjóðveginn og við fundum fossinn en það var talsverð gönguleið að honum í bleytu og þessháttar og við ekki skóuð í það svo Klara fékk bara að vita að þarna væri foss en fær ekki að sjá hann fyrr en ég fer aftur og tek myndir af honum.
Og eins og ég sagði bío á eftir og góður matur um kvöldið.  Reyndar var alveg góður matur öll kvöldin, fórum út að borða á föstudeginum fyrir leikhús og prófuðum í þetta sinn veitingarstaðinn Provianten, andrúmsloftið inní honum er yndislegt, þjónustan klikkaði að því leiti að þeir gleymdu matnum hennar Klöru og þegar hann svo kom var osturinn ekki bráðnaður sem átti að vera þannig að það var klúður og eyðilagði slatta fyrir því að maður nyti matarins því við vorum alltaf að spá í hvenær hennar matur kæmi.  Svo er þetta ekkert ódýr staður.  En maturinn var góður, samt heyrði ég engan dásama hann heldur bara jú jú hann var góður.  Spurning hvað það þýði?
Já svo í gær skelltum við okkur í hjólatúr og svo var setið úti í sólinni þó það þyrfti að hafa teppi með því golan var köld til að njóta síðustu geislanna áður en Klara færi aftur í snjóinn heima á Íslandi.  Og svo var henni skutlað í flug seinnipartinn.  Strax orðið tómlegt eftir að hún fór.  Hlakka svo til að fá næstu systur seinna á árinu 🙂 hvenær sem það verður.

En fleira verð ég segja ykkur frá og það er að ég fékk símhringingu um daginn, ég var reyndar akkúrat að leggja mig og var eitthvað úldin í símanum og maðurinn babblar eitthvað og spyr svo hvort ég sé íslendingur og ég játa því og þá fór hann að tala íslensku en greinilega verið búin að búa hér í Noregi ansi lengi því ég skyldi hann ekkert allt of vel.  En jæja hann sagðist vera að selja eitthvað og ég náði bara eitthvað parabl….. og tók sem hann væri að selja parabolur sem eru gervihnattadiskar á hús og hann væri að fara framhjá Mandal á mánudeginum og spurði hvort hann mætti koma við.  Já já auðvitað komdu bara í kaffi og spjall.  (ég ætlaði nú ekkert að fara að kaupa af honum gervihnattadisk, enda við í leiguhúsi en alltaf gaman að vera kurteis við landann) Þá spyr hann mig hvar ég sé með stofu og ég sagðist bara vera með hana heima.  Svo kemur mánudagurinn og maðurinn hringdi aftur og sagðist vera á leiðinni, bara fínt, sólin skein og ég bíð honum bara kaffi úti í garði.  Hann er með tösku með sér og eitthvað af pappírum og svo förum við að tala saman.  Í fyrsta lagi er hann Norðmaður sem bjó í 4 ár Íslandi en á íslensk börn.  Í öðru lagi selur hann ekki parabolur.  Fljótlega spyr hann mig hvort ég sé búin að vera lengi hárgreiðslukona………
…. ha hárgreiðslukona, ég ekki hárgreiðslukona af hverju heldurðu það?  Ja, ég veit það ekki segir hann, ég hef bara séð eitthvað í grúbbunni okkar Íslendingar í Kristiansand (hann er sko þar, vegna tengsla sinna við ísland) og skrifað hjá mér að spjalla við þig einhvern daginn.  Hann er nefnilega að selja náttúrlegar hársnyrtivörur sem eru án parabena.  Jahá.  Við förum náttúrulega bara að hlægja þar sem þetta er einn alls herjar misskilningur og ég uppgötva svo að þetta hlýtur að koma út frá því að konur í grúbbunni hafa verið að panta tíma hjá Óla Bogga í gegnum mig.  Svo við áttum bara gott spjall um hann og íslensku börnin hans og hans líf á íslandi og svo var hann að segja mér hvaða staði við ættum að skoða í Noregi og þess háttar.

Snyrtivörur – Gervihnattadiskar  er það ekki alveg það sama?  ha ha ha.
Svo var annað atvik sem ég lenti í, í síðustu viku en ég fór til læknis því ég er með eitthvað ofnæmi og lít út eins og holdsveikissjúklingur og þarf að fá að vita fyrir hverju þetta ofnæmi þetta er.  Spjalla smá við lækninn og við erum sammála um að þetta sé líklega ofnæmi og ég þurfi í blóðprufu til að fá úrskurð um það.  Ekkert mál, ég er beðin að fara aftur á biðstofuna til að bíða eftir meinatækninum sem ég og geri, ég er rétt sest ( líklega 7 mín) þegar kallað er í mig og þegar ég kem inn til hennar biður hún mig innilega afsökunar á því að ég hafi þurft að bíða.  Ha, þetta kalla ég nú ekki að bíða, enda átti ég ekki pantaðann tíma í blóðprufu svo ég segi við hana að þetta þyki nú ekki löng bið á Íslandi því þar bíði bara stundum í nokkra klukkutíma eftir að komast að á rannsóknarstofu og þá segir hún mér frá vinkonu sinni sem fór til íslands og átti stefnumót við mann sem kom allt of seint á stefnumótið eða meira en klukkutíma seinna en þau ætluðu að hittast, ég sagði það vera landlægt á Íslandi að vera óstundvís og hún varð svo hissa því þá voru þær búnar að ræða þetta og finnast mjög einkennilegt.  Ég skellihló því ég hef nú alltaf átt í svolitlum erfiðleikum með mig á Íslandi því ef ég kem 5 mín í þá er fólk ekki tilbúið.  Og nokkrum sinnum hefur verið íað að því að þegar verið sé að bjóða í viðburði að best sé að bjóða mér hálftíma seinna því annars komi ég of snemma, þess vegna líður mér td. svo vel hérna.  Ef ég á tíma hjá lækni kl. 11 þá fer ég inn til hans kl. 11.  Við höfum líka sé það í veislum hérna úti þar sem bæði íslendingar og norðmenn eru að norðmennirnir eru allir mættir kl. xx þegar íslendingarnir koma bara eftir dúk og disk eftir þann tíma.  Sbr afmæli oþh.
Alla vega var þetta búið að vera undrunarefni þessara stelpna þessi óstundvísi maður.
Jæja gott fólk, ný vinnuvika og sólin skín aftur, þó heldur kalt í morgun eða bara 3 gráður kl. 6.30 en það hlýnar með deginum.  Knús á ykkur.

20.04.2015
5 dagar í vinnu hjá sjálfri mér…
Já það er pínu skrítin tilfinning að vera nú bara að vinna hjá sjálfri sér og geta pínu ráðið tímanum.  Ég er svo heppin að þetta hefur verið áhugamál það lengi að mér finnst ég enn vera að leika mér og nú þarf ég að læra að segjast vera að vinna þegar ég er að vinna myndir til að afhenda viðskiptavini og einnig þegar ég er að vinna myndir fyrir sjálfa mig því þær nota ég í auglýsingar.
Markaðssetning er ótrúlega flókin og fer mikil vinna í það.  Ég er á fullu að finna mér námskeið og tala við vinkonu mína sem er svo klár í þessu.  Ég trúi því að einhverjir af vinum mínum eru stundum alveg búnir að fá nóg þegar enn ein myndin kemur frá mér eða enn einn auglýsingapósturinn en ég vona að sem flestir umberi þetta því bara það að 5 vinir setji like á eina mynd margfaldar svo auglýsingamáttinn.  Svo kæru vinir endilega lækið sem mest og helst kommentið og deilið, sérstaklega ef þið eigið vini í Noregi sem gætu líka lækað og deilt.
Ég er auðvitað ekki 8 tíma á dag þessa dagana í Mirra Photography enda má ég kannski bara vera í smá fríi líka en tek þá bara borð og stóla og mála, þrífa og breyta og alls konar.  Eitt sem ég tek eftir núna eftir að það fór að verða betra veðrið og meiri birta að ég er alveg hætt að leggja mig á daginn eins og ég gerði í vetur.  Jeiiiii þá er komið vor og næstum því sumar.
En fyrsta vikan hjá Mirra Photography var góð, forstjórinn er ansi lipur og skemmtilegur og mjög sveigjanlegur.  Ég fór til dæmis einn morguninn með Þráni kl. 5.25 til að skutla honum í vinnu svo ég gæti fengið bílinn, ég hélt svo áfram inní Tregde til að taka morgunroðamyndir, fékk ágætismyndir þar.  Ákvað svo kl. 7 að fara bara aftur heim og taka annan ljósmyndatúr um hádegið þegar himininn yrði orðinn alveg blár og þá fór ég og tók prinsinn með, inní Skjernøy og þar var undurfallegt og yndislegt.  Eyjan var full af börnum í skólaferðalagi og ómaði barnatal og köll um alla eyju.  Þetta var alveg yndislegt og á ég eftir að birta ykkur fleiri myndir þaðan í vikunni.
Ég fór svo aftur á föstudeginum með Þráni því ég þurfti bílinn til að komast í ljósmyndaverkefni eftir hádegið.  Reyndar byrjaði myndatakan ekki strax þá heldur þurfti ég að keyra í 2,5 tíma til að komast á staðinn og sá staður er svo undurfallegur og heitir svo flottu nafni eða Bokhotellet sem þið skiljið nú líklega öll.  Þarna eru bækur upp um alla veggi, gleraugu í öllum gerðum í kössum á borðunum ef þú skyldir hafa gleymt þínum, skemmtileg “Quotes” uppum alla veggi og já bara notarlegt andrúmsloft og útsýnið er stórkostlegt.

Þarna var ég að mynda ráðstefnu og taka hópmyndir og portrait á eftir og svo fór ég heim þegar þau fóru að borða, ég var komin heim kl. 10.30 eftir skemmtilegan dag.
Svo var helgin bara notarleg í sól og blíðu sem reyndar var toppuð í gær (já það er kominn nýr dagur þegar ég klára þetta blogg) með langt yfir 20 stiga hita (þarf að fara að kaupa almennilegan hitamæli) í garðinum í skugga, fór uppí 35 í sólinni, svo ég lá eiginlega bara frá 11 – 2 í sólbaði, eða sat og fór svo í göngu með prinsinn og tók bara lit.  Það sést bara talsverður munur þar sem hlýrarnir á bolnum voru.
Í dag ætla ég að sitja og læra um markaðsmál, taka einhverjar myndir og þrífa og taka til því ég er að fá gest frá Íslandi á morgun, en það er hún elsku Klara systir sem ætlar að njóta góða veðursins í nokkra með mér.  Svo Mirra Photgraphy verður með lokað á fimmtudag og föstudag og auðvitað um helgina líka.  Já nú breytist vinnutíminn hjá mér svolítið þar sem helgarnar verða líklega svolítið mikið notaðar í myndatökur því aðrir eru að vinna á virkum dögum og hentar betur að koma um helgi í myndatöku, en þó verð ég að passa mig að gera ekki of mikið af því, því auðvitað getur fólk tekið sér frí einn dag ætli það í myndatöku, það gerir það heima á Íslandi og ætti að geta það hér líka.
Knús í daginn til ykkar og njótið hérna smá myndbands sem ég gerði af fyrstu vikunni í fullu starfi hjá Mirra Photography.

14.04.2015
Brölt og snúningar og meira brölt….
Já gott fólk svona eru næturnar hjá mér þessa dagana en það kemur til af góðu, því ég læt svona af því að ég er í fjarþjálfun hjá henni Söru Rún og þá þarf ég að passa mataræðið og gera æfingar og þessi skrokkur sem er svo ungur í anda er bara orðinn ansi stirður eftir kyrrsetur síðustu ára án hreyfinga með.  En það er gott að gera eitthvað svona þegar á annað borð verða breytingar á lífi manns og já ef ykkur finnst ég tala mikið um það hvað það eru miklar breytingar að ætla að hætta í föstu vinnunni sem maður hefur verið í, í 19 ár þá er það nefnilega meira en að segja það.  Og ætla að hafa engar fastar tekjur er líka svolítið erfitt fyrir mig sem vill vera með allt á hreinu.  En …..  nú er tími breytinga og það á mörgum sviðum og líka í breyttu mataræði og í fyrsta sinn á ævinni er ég ekki grenjandi yfir því að mega ekki borða brauð og það gekk svo langt að ég ætlaði að setja brauðristina inní skáp í gær en það var bara ekkert pláss.  Ég veit að þeir sem þekkja mig segja þetta langt gengið því elska brauð og ég elska enn meira ristað brauð og gæti lifað á því eingöngu og kannski reyndar fengið mér kartöflur stundum með.  Já ég veit að þetta er það sem margir taka fyrst út, brauð og kartöflur svo þið sjáið að það er ekkert auðvelt fyrir manneskju eins og mig að fara í svona átak en ég reyndar má borða kartöflur svo það er bara frábært.
Hélt ég væri að syndga svakalega í gær þegar ég ákvað að hafa síðustu 2 lifrapylsukeppina í matinn og með kartöflumús en þjálfarinn minn sagði að það væri í lagi svo framarlega sem ég sykraði ekki kartöflumúsina og þá fattaði ég að það hef ég aldrei smakkað og fyrst ég má ekki sykra kartöflumúsina þá má ég ekki sykra slátrið á disknum eins og við gerum alltaf.  En ég ákvað að prófa og viti menn þetta var gegjað gott án sykurs og ég held ég hafi hér eftir kartöflumúsina ósykraða. Nammi namm

En já í dag er síðasta dagurinn í vinnunni hjá Wise og það er einkennilegt að hætta bara og ekki kveðja almennilega.  Hugsa nú að ég eigi eftir að sakna nokkurra starfsmanna þaðan en hef sem betur fer FB til að fylgjast með þeim.
Skyldi ég fá köku?

11.04.2015
Ammalis og fleiri breytingar….

Jæja það er nú ekki mjög merkilegt þegar maður á afmæli sem endar á 2 og er fyrsta virka dag eftir páska en ég ákvað að þetta yrði samt svolítið merkilegur dagur því ég byrjaði í fjarþjálfun hjá henni Söru Rún og eftir 4 daga er ég ennþá bara sátt og alls ekkert pirruð yfir því að borða ekki brauð, bara langaði ekkert í það þessa viku.  Skrítið þetta þegar maður er tilbúinn, þá er maður tilbúinn, þetta minnir mig á þegar ég hætti að reykja og var tilbúin að þá bara gekk það og hefur aldrei verið vandamál.  Svo þannig vona ég að þetta verði núna með heilsuátakið.  En sko það kemur ekki til af góðu, ég uppgötvaði það um jólin að það er greinilega ekki eins sniðugt og ég hélt að eiga ekki vigt.  Nei í alvöru, ég hélt að ef maður ætti ekki vigt þá væri maður bara ekkert alltaf að velta fyrir sér þyng og eitt kíló til eða frá gerði nú ekki mikið en úps þau urðu bara allt í einu 10 og ég veit ekkert hvaðan þau komu eða hvernig þau komust til mín en þau komu og eru enn og svo fékk ég vigt í jólagjöf og hún nánast eyðilagði jólin (djók en samt) því þegar hún stígur þetta miklu hærra en manni finnst hún eiga að gera þá er bara ekkert gaman en það hefur sem sagt tekið mig 4 mánuði að átta mig á að þetta er bara svona, þessi 10 kíló eru ekkert að fara af sjálfu sér af því að ég á vigt svo ég verð að gera eitthvað í þessu sjálf og ég er svo ótrúlega heppin að eiga undurfallega og klára systurdóttir sem er einkaþjálfari og er byrjuð að taka fólk í þjálfun og meira að segja fjarþjálfun svo ég skráði mig hjá henni og fékk sko heillangan lista hvað er gott fyrir mig að borða, hún einfaldaði mjög fyrir mér að lesa á efnisinnihald matvara svo nú get ég loksins vitað hvort það sé mikill sykur eða ekki (já ég veit að þetta er ótrúleg heimska að hafa aldrei getað lært þetta fyrr) svo ég er hætt að kaupa jógúrt í Noregi því hún er bara sykur en það var reyndar Klara systir búin að segja mér og ég hefði getað sagt mér það sjálf því hún er svo góð.

En sem sagt matardagbók og æfingar er málið núna og já haldið ykkur fast þetta er bara búið að vera skemmtilegt að gera og uppgötva skemmtilegan og fallegan mat og reyndar uppgötva að það er hægt að borða svona oft bara ef maður er ekki svona fastur í vinnunni sinni og niðurnjörvaður því hún Kristín Jóna getur ekki staðið upp að fá sér að borða þegar mörg verkefni bíða.

En sko já æfingarnar, ég fékk linka á fullt af flottum æfingum og ég fór upp og setti þá í tölvuna sem tengist sjónvarpinu og byrjaði … en sko whoooo hvaða gamla belja var þarna að fetta sig og bretta?  Ég þekki hana ekki vel, það er á hreinu en hin unga og fima Kristín Jóna sem ég þekki er held ég bara farin í sumarfrí allt of snemma eða kannski bara vetrarfrí.  Alla vegana ég var í hálfgerðu sjokki eftir þetta og gat bara rétt prófað æfingarnar í staðinn fyrir að gera þær en ég ákvað að líta á þetta sem kynningu og svo raðaði ég þeim (linkunum sko) eftir því í hvaða röð mér sýndist best fyrir mig að gera þetta.  Daginn eftir er ég að drepast í harðsperrum, hummmm eftir hvað?  Jú þó ég væri eins og gömul belja á svelli þá hef ég greinilega verið að ýta við einhverjum vöðvum sem ég var búin að gleyma að væru þarna á bak við því þess vegna koma harðsperrurnar. Og já daginn eftir ákvað ég að hjóla bara með hundinn og hjólaði talsvert langt og bara í 3ja gír.  Daginn þar á eftir ætlaði ég ekki að komast fram úr rúminu fyrir harðsperrum en það jafnaði sig fljótt þegar ég fór að hreyfa mig og seinni partinn var ég ákveðin að prófa æfingarnar aftur og viti menn beljan var eitthvað að víkja og ég gat farið í gegnum allar æfingarnar nema tvær sem reyna of mikið á úlnliðinn minn sem er ekki alveg fullgróinn ennþá svo ég sleppti þeim.  En þetta var góð reynsla og æfingarnar eru ekki leiðinlegar (WHAT)  já því svo beygjast krosstré sem önnur og ég er víst engin undantekning.

En aftur þá einmitt að vinnunni sem hefur haldið mér svo upptekinni svo lengi eða í 19 ár og ég er alveg að hætta í, ég get alveg viðurkennt að það er ekkert allt auðvelt við þetta eins og þegar kúnnar sem hafa verið hjá mér í 19 ár segjast bara vera í þunglyndi og sumir segja bara hundreiðir af því að ég er að hætta, aðrir bara skokkerast því ég er einn af föstu punktunum í lífinu greinilega þar sem ég breytist ekki svo gjörla.  En já kæra fólk ég er að hætta í 8-4 vinnunni sem ég hef verið í svona lengi og þurft að skrá og skilgreina hverja mínútu hvað ég er að gera, skrá og skilgreina og greina á milli hvort ég eigi að rukka fyrir viðvikið eða hafa það innan þjónustusamnings, eiga á hættu að kúnninn verði ósáttur við þessa ákvörðun ef ég rukka og eiga á hættu að yfirmenn verði ósáttir við þá ákvörðun að rukka ekki.  Fá lítið af hrósi frá yfirmönnum en reyndar mikið frá kúnnum sem er líklega ástæðan fyrir því að ég hef verið svona lengi þarna en ég nefnilega er Hrútur ef einhver vissi það ekki og það verður að hrósa hrútnum reglulega eins og öðrum börnum en ef þið vissuð það ekki þá er hrúturinn litla barnið í stjörnumerkjunum og þannig ber að koma fram við hann.  Ég hef í gegnum lífið verið óskaplega dugleg að sækja mér hrós ef þau koma ekki sjálfkrafa.  Ef ég hef td. gert einhverja breytingar á heimilinu og enginn tekur eftir því þá dreg ég bara fólkið að breytingunni og segi “sjáiði hvað ég var að gera, er þetta ekki flott?” og hvernig svarar fólk þá?  Auðvitað með jú þetta er æði og þá hef ég fengið mitt hrós þann daginn en sem betur fer þarf ég ekkert að sækja mér hrósin hér á heimilinu eða hjá vinum og vandamönnum en atvinnurekendur á Íslandi hafa ekkert verið duglegir að hrósa mér.  já ok það er ekkert langur listi hjá mér ég gæti nánast nafngreint þá alla en það er þó undantekning á þessu og hún er þegar ég vann hjá AKS þar var endalaust verið að hrósa mér enda held ég að sá vinnustaður, fjöldi starfsmanna og fjöldi yfirmanna og eiganda hafi verið í réttum hlutföllum.  En auðvitað fæ ég stundum hrós og þá frekar frá vinnufélögum en yfirmönnum það er eitthvað sem gleymist í þessum yfirmannaskóla á Íslandi og það er að kenna að hrósa undirmönnum því það er staðreynd að við funkerum betur ef okkur er hrósað en ég reyndar veit líka að það er ekki til neinn yfirmannaskóli á Íslandi og því er svo mikið af yfirmönnum ekki hæfir til þess.  Ég er ekkert með ádeilu á neinn sérstakan í þessum orðum og ætla að biðja fólk að misskilja mig ekki en ég hef verið á vinnumarkaðinum í 35 ár og þó ég hafi ekki skipt oft um vinnustaði þá hefur mun oftar verið skipt um yfirmenn á þessum vinnustöðum svo ég hef massa reynslu af yfirmönnum og eins og ég segi þeir eru bestir sem vinna með fólkinu og vita hvað fólkið er að gera frá degi til dags, hinir sem fjarlægjast fólkið í sinni yfirmannsstöðu geta auðvitað ekkert hrósað því þeir vita ekkert hvað er í gangi.

Nóg af þessari pælingu en það er sko meira að segja frá og það er að ég fór í það að pakka niður tölvudótinu sem Wise á og losa skrifstofuna og færa skrifstofu Mirra Photography uppá loft á sama stað og “mitt hjemmelige studio” er, og gera klára svítuna niðri.  En það verður sem sagt flott gestaherbergi með tvíbreiðu rúmi og huggulegheitum á neðri hæðinni.  Dobbla Þráinn í það á morgun því dagurinn í dag fer í vini og þannig skemmtilegheit.

Jæja elskurnar munið að njóta lífsins því glasið er alltaf hálffullt ef ekki stútfullt.
Ykkar Kristín Jóna

Ps. eigum við eitthvað að ræða það að ég þekki engin merki – ha ha ha
ég þekki sko apple, bose og skyr 🙂

06.04.2015

Páskafjör

Einhvern veginn finnst mér páskarnir svo æðislegir, sérstaklega þar sem nú er til dæmis komið vor og það var alltaf komið vor þá í æskuminningunni en ég held reyndar að ég rugli í minningunni góðum sumardegi og afmælisdeginum mínum sem mig minnir alltaf að hafi verið baðaður sól og góðu veðri.  Kannski var það bara góðar tilfinningar sem orsaka þessar minningar en alla vega bý ég nú á þannig stað að það er komið vor og við erum búin að sitja úti í sólinni og njóta og prjóna og hitta góða vini og þetta nær sko hámarki í dag þegar við fyllum húsið af gestum til að gæða sér á kalkún ala Þráinn og góðum félagsskap.

Við hjónin vinnum ekkert mikið saman í eldhúsinu þó eldum bæði og það allt, heldur verður þetta einhvern veginn alltaf verkaskipt.  Ég er sem sagt búin að gera fyllinguna í kalkúninn og salatið og klára þetta, þríf og tek til eftir mig og þá kemur hann inn og fer að dedua við kalkúninn og verður í því næstu tímana, svo fæ ég að koma aftur inn og gera kartöflumús og sósu og þá verður maturinn til.  Og málið er að þetta er svo þægilegt, hjálpumst að án þess að þvælast fyrir hvort öðru í eldhúsinu.

Við erum ekkert mikið páskaleg í dag, veit ekkert hvar og hvort páskaskrautið okkar sé í einhverjum kassa í geymslunni eða hvort við yfirhöfuð eigum eitthvað páskaskraut í dag, en það eru gul blóm úti og við látum það duga, ég myndi fara í gulan kjól ef ég ætti en ég get nú farið í gula sokka til að redda málunum.  Við erum búin að hafa það dásamlegt síðustu daga eins og ég sagði áðan, sitja úti og njóta og hitta góða vini, fara í bíltúr og göngutúra.  Við fórum að skoða strönd í gær sem heitir Langaströnd og er svolítið íslensk með skeljum og þara og þangað á ég eftir að rölta með Erro einhvern daginn og dóla okkur og njóta.  En við vorum nú að skoða þessa strönd því ég er að fara mynda brúðhjón þar í mai og var að skoða aðstæður.  Yndislegur staður og ég rétt að uppgötva hann eftir tæpa þriggja ára búsetu í Mandal.

Eiginmaðurinn og starfsmaður á plani hjá Mirra Photography kom að sjálfsögðu með í gær svo ég gæti prófað að mynda manneskju á þessari strönd, en ég var nú ekkert með allar græjur því þetta var bara fyrsta skoðun, ég er að hugsa um að dobbla Julie vinkonu mína að koma þangað með mér í fyrirsætustörf svo ég verði með þennan stað alveg á hreinu.

Við erum nú að hugsa um að fara aftur þangað á morgun og hjóla og þá ætla ég að hafa macrolinsu með mér og mynda fjöruna.

Lífið er eitthvað svo dásamlegt þegar sólin skín og maður getur farið úr úlpunni.  Ég er sko enginn sólardýrkandi en ég dýrka hlýindi og góð veður, það þarf sko ekkert að vera glampandi sól og oft bara betra án hennar.

En ég ætlaði líka að segja ykkur frá einkennilegum draumamorgni hjá mér, en sem sagt kötturinn vakti okkur kl. 7 eins og hann gerir svo oft og klórar í svefnherbergishurðina því hann vill fara út eða fá að borða eða bara fá smá klapp, honum finnst nóttin hafa verið nógu löng á þessum tíma.  En við erum auðvitað smávegis að snúa sólarhringnum við og ekki tilbúin að fara á fætur kl. 7 og látum sem við heyrum ekki í honum og viti menn ég sofna aftur í morgun sem er ekki algent og mig fer að dreyma og auðvitað bara tóma vitleysu en einhvern veginn voru þetta 3 draumar en allir svona stórslysadraumar eða þannig.

Fyrst var það þannig að ég var greinilega unglingur í skóla og tók strætó í skólann og náði að týna nýja dýra símanum mínum og draumurinn er um það að ég fer fram og til baka að leita símans og finn ekki.

Næst er ég fullorðin með Konný í ljósmyndatúr og næ að missa myndavélina mína og skemma hana smá en þó ekki þannig að ég geti ekki tekið myndir á hana, ég fer svo eitthvað frá Konný að leita að einhverju sem hafði dottið og týnst þegar ég missti myndavélina og þá sé ég svifflugvél koma og hrapa í sjóinn (þá er það allt í einu Kársnesið eða hvað sá fjörður er kallaður en ég er Nauthólsmegin) og ég er að hugsa hvort ég eigi að henda mér útí til að sækja flugmanninn þegar hann kemur syndandi og ég hjálpa honum á land og svo kemur einhver þar að sem þekkir hann og tekur hann að sér, svo ég held áfram til Konnýjar og við förum svo í bílinn hennar og erum að keyra þarna í sveitinni eiginlega bara úti í móa og keyrum að öðrum jeppa sem er að leggja af stað með opið skottið og svaka stór og flott myndavél með risalinsu stendur uppí skottinu á þrífæti og þegar bíllinn þeysist af stað skutlast þetta auðvitað út og smallast þarna í sveitinni.  Þetta voru þá ljósmyndarar sem voru þarna á ferð og vélin gjörsamlega ónýt.  Þeir tóku það ekki eins nærri sér og ég en við fórum að hjálpa þeim að týna allt brakið úr vélinni og safna saman  og svo vakna ég.

Skrítnir draumar og hvað ætli það þýði að dreyma svona alls konar stórslys á tækjum og tólum en sem betur fer ekki manneskjum?

Jæja kæru vinir, eigiði yndislega páska og njótið samveru við vini og fjölskyldur og endilega njótið þess að fá fullt af málsháttum því við fáum enga eða alla vega verða þeir þá heimatilbúnir.

Ykkar Kristín Jóna

08.04.2015

Blog of the day

texti og svo mynd

08.04.2015

Teenager…

Jeg elsker a ta bilder av teenager.  Det er ikke så ofte som jeg har gutter men jentene som kommer er så vakker.

Så pruver jeg mere.

08.04.2015

Ammalis….

Jæja maður verður líklega að segja frá síðari hluta páskanna og ekki síst afmælinu mínu sem var í gær, já í gær á þriðjudegi eftir páska.

04.04.2015

Páskafjör…

Einhvern veginn finnst mér páskarnir svo æðislegir, sérstaklega þar sem nú er til dæmis komið vor og það var alltaf komið vor þá í æskuminningunni en ég held reyndar að ég rugli í minningunni góðum sumardegi og afmælisdeginum mínum sem mig minnir alltaf að hafi verið baðaður sól og góðu veðri.  Kannski var það bara góðar tilfinningar sem orsaka þessar minningar en alla vega bý ég nú á þannig stað að það er komið vor og við erum búin að sitja úti í sólinni og njóta og prjóna og hitta góða vini og þetta nær sko hámarki í dag þegar við fyllum húsið af gestum til að gæða sér á kalkún ala Þráinn og góðum félagsskap.

Við hjónin vinnum ekkert mikið saman í eldhúsinu þó eldum bæði og það allt, heldur verður þetta einhvern veginn alltaf verkaskipt.  Ég er sem sagt búin að gera fyllinguna í kalkúninn og salatið og klára þetta, þríf og tek til eftir mig og þá kemur hann inn og fer að dedua við kalkúninn og verður í því næstu tímana, svo fæ ég að koma aftur inn og gera kartöflumús og sósu og þá verður maturinn til.  Og málið er að þetta er svo þægilegt, hjálpumst að án þess að þvælast fyrir hvort öðru í eldhúsinu.

Við erum ekkert mikið páskaleg í dag, veit ekkert hvar og hvort páskaskrautið okkar sé í einhverjum kassa í geymslunni eða hvort við yfirhöfuð eigum eitthvað páskaskraut í dag, en það eru gul blóm úti og við látum það duga, ég myndi fara í gulan kjól ef ég ætti en ég get nú farið í gula sokka til að redda málunum.  Við erum búin að hafa það dásamlegt síðustu daga eins og ég sagði áðan, sitja úti og njóta og hitta góða vini, fara í bíltúr og göngutúra.  Við fórum að skoða strönd í gær sem heitir Langaströnd og er svolítið íslensk með skeljum og þara og þangað á ég eftir að rölta með Erro einhvern daginn og dóla okkur og njóta.  En við vorum nú að skoða þessa strönd því ég er að fara mynda brúðhjón þar í mai og var að skoða aðstæður.  Yndislegur staður og ég rétt að uppgötva hann eftir tæpa þriggja ára búsetu í Mandal.

Eiginmaðurinn og starfsmaður á plani hjá Mirra Photography kom að sjálfsögðu með í gær svo ég gæti prófað að mynda manneskju á þessari strönd, en ég var nú ekkert með allar græjur því þetta var bara fyrsta skoðun, ég er að hugsa um að dobbla Julie vinkonu mína að koma þangað með mér í fyrirsætustörf svo ég verði með þennan stað alveg á hreinu.

Við erum nú að hugsa um að fara aftur þangað á morgun og hjóla og þá ætla ég að hafa macrolinsu með mér og mynda fjöruna.

Lífið er eitthvað svo dásamlegt þegar sólin skín og maður getur farið úr úlpunni.  Ég er sko enginn sólardýrkandi en ég dýrka hlýindi og góð veður, það þarf sko ekkert að vera glampandi sól og oft bara betra án hennar.

En ég ætlaði líka að segja ykkur frá einkennilegum draumamorgni hjá mér, en sem sagt kötturinn vakti okkur kl. 7 eins og hann gerir svo oft og klórar í svefnherbergishurðina því hann vill fara út eða fá að borða eða bara fá smá klapp, honum finnst nóttin hafa verið nógu löng á þessum tíma.  En við erum auðvitað smávegis að snúa sólarhringnum við og ekki tilbúin að fara á fætur kl. 7 og látum sem við heyrum ekki í honum og viti menn ég sofna aftur í morgun sem er ekki algent og mig fer að dreyma og auðvitað bara tóma vitleysu en einhvern veginn voru þetta 3 draumar en allir svona stórslysadraumar eða þannig.

Fyrst var það þannig að ég var greinilega unglingur í skóla og tók strætó í skólann og náði að týna nýja dýra símanum mínum og draumurinn er um það að ég fer fram og til baka að leita símans og finn ekki.

Næst er ég fullorðin með Konný í ljósmyndatúr og næ að missa myndavélina mína og skemma hana smá en þó ekki þannig að ég geti ekki tekið myndir á hana, ég fer svo eitthvað frá Konný að leita að einhverju sem hafði dottið og týnst þegar ég missti myndavélina og þá sé ég svifflugvél koma og hrapa í sjóinn (þá er það allt í einu Kársnesið eða hvað sá fjörður er kallaður en ég er Nauthólsmegin) og ég er að hugsa hvort ég eigi að henda mér útí til að sækja flugmanninn þegar hann kemur syndandi og ég hjálpa honum á land og svo kemur einhver þar að sem þekkir hann og tekur hann að sér, svo ég held áfram til Konnýjar og við förum svo í bílinn hennar og erum að keyra þarna í sveitinni eiginlega bara úti í móa og keyrum að öðrum jeppa sem er að leggja af stað með opið skottið og svaka stór og flott myndavél með risalinsu stendur uppí skottinu á þrífæti og þegar bíllinn þeysist af stað skutlast þetta auðvitað út og smallast þarna í sveitinni.  Þetta voru þá ljósmyndarar sem voru þarna á ferð og vélin gjörsamlega ónýt.  Þeir tóku það ekki eins nærri sér og ég en við fórum að hjálpa þeim að týna allt brakið úr vélinni og safna saman  og svo vakna ég.

Skrítnir draumar og hvað ætli það þýði að dreyma svona alls konar stórslys á tækjum og tólum en sem betur fer ekki manneskjum?

Jæja kæru vinir, eigiði yndislega páska og njótið samveru við vini og fjölskyldur og endilega njótið þess að fá fullt af málsháttum því við fáum enga eða alla vega verða þeir þá heimatilbúnir.

Ykkar Kristín Jóna

30.03.2015

Og meira af brjóstum…

Já nokkrum sinnum í lífinu fær maður harða áminningu, ég fékk eina svoleiðis fyrir um 2 vikum þegar ég fékk bréf eftir hefðbundna brjóstamyndatöku þar sem kom fram að eitthvað hafi sést athugavert við hægra brjóstið á myndunum og því ekki hægt að útiloka krabbamein og því var ég boðuð í fleiri myndatökur sem enduðu með sónar og sýnatöku.

Í dag fór ég svo til læknisins til að fá útkomuna úr sýnatökunni og ég verð að viðurkenna að þó ég hafi alla vikuna hugsað jákvætt og verið næstum viss um að þetta væri góðkynja fékk ég nett stresskast í gær og svaf lítið í nótt.  Skrítið hvernig líkaminn bara tekur völdin, ég var alveg jákvæð en samt kom stress, ég var ekkert áhyggjufull en samt kom kvíði.  

Ekki það að ég var alveg búin að taka ákvörðum hvað ég myndi gera ef þetta væri krabbi, ég var harðákveðin í því að láta taka brjóstið og meinið og þurfa ekki að fara í þessa andstyggilegu geisla sem fóru svo illa með hana mömmu.  Erfið meðferð sem tók mikið á hana, í staðinn fyrir að láta fjarlægja þetta bara allt saman.

En ég þarf ekki að standa við þessa ákvörðun því þetta er góðkynja æxli sem ég er með sem læknirinn vill samt fjarlægja og setja í ræktun.  

Svo þetta er bara svona endurtekið 20 ára gamalt efni því ég fékk líka ber í vinstra brjóstið fyrir 20 árum og það var góðkynja en tekið burt til að setja í ræktun.

Ég veit ekkert hvernær ég fer í þessa aðgerð, ég fæ bréf með tímasetningu svo það er bara besta mál.  En einkennilegt samt hvað það er búið að vera mikið læknavesen á mér þetta árið, byrjaði á úlnliðsbroti sem ég átti í, í 6 vikur og á auðvitað enn í því ég er ekki komin með fulla getu á hægri hendina.  Svo fékk ég svaka flensu sem ég fæ ekki oft og svo þetta.  Held ég sé þá búin með þriggja ára skammt af læknaveseni og óska eftir pásu næstu 3 ár í staðinn.

Eiginmaðurinn og dóttirin hafa verið dugleg að létta mér lundina undanfarnar vikur eins og sjá má á þessari mynd.

Þangað til næst,
ykkar Kristín

27.03.2015

Brjóst

Enn og aftur erum við hérna úti í Noregi ekki að ná að fylgjast með því sem gerist heima á gamla ylhýra landinu okkar.

Í gær tröllriðu brjóstamyndir öllum vefmiðlum og ég leitaði og leitaði og átti hreinlega mjög erfitt með að finna hvað, hvurs og hvers vegna.

Komst þó að því með aðstoð vina á fésbókinni að þetta tengdist jafnréttismálum, þe. konur vilja fá að ganga um bæinn berbrjósta án þess að það þyki tiltökumál alveg eins og kallar.

Humm, af hverju?  Ég skil umræðuna um að mega gefa barni brjóst hvar sem er, því það er eitthvað sem þarf en af hverju hafa einhverjar konur þörf á að bera brjóst sín annars staðar en í sólbaði.  Ég er kona og mér þykir ekkert skrítið við að sjá brjóst en ég er greinilega komin yfir miðjan aldur því mig langar ekkert að sjá alls konar júllur hoppandi og skoppandi út um allan bæ eins og sumir eru að halda fram að sé hluti af þessum gjörningi.

Hvort karlar geti farið úr að ofan þegar þeir eru að vinna á sumrin en konur ekki skiptir mig bara engu máli.  Það að karlar horfi á brjóst sem kynfæri er nú trúlega ekki rétt, ekki réttara en að ég horfi á sixpax á strák og hugsi um maga sem kynfæri.  En ég get alveg viðurkennt það að það hreifir við mér alveg eins og brjóst sjálfsagt hreyfa við mörgum manninum.  Ég veit líka að það er til fólk sem fær fiðring þegar það sér bera öxl.  Er hún þá orðin kynfæri?  Þetta er svo mikið kjaftæði að tala svona.  Kynfæri eru kynfæri og aðrir líkamspartar geta orðið hluti af hrifnæminu sem ýtir undir kynlöngun þess sem horfir.  Það breytist ekkert þó það verði hoppandi brjóst út um allan bæ frekar en að við séum að fara að heimta að allar konur gangi í síðerma bolum til að hylja axlir.

En baráttan fyrir því að fá að gefa barni brjóst er eitthvað sem má alltaf vera í gangi en þetta var að mínu mati kolröng leið til að ná því fram. Reyndar skil ég samt ekki þá baráttu heima á Íslandi því ég hef aldrei orðið vör við að það megi ekki gefa brjóst hvar sem er.  Ég hef reyndar orðið vitni að því að kona gaf barninu sínu brjóst á veitingarstað og fór bara úr að ofan, mér fannst það mjög óþægilegt.  Af hverju gat hún ekki bara gert þetta á fallegan hátt eins og flestar konur gera, jú að mínu mati vegna mótþróa eða sýniþarfar.

En þarna erum við enn og aftur komin að því að ég er tepra og ég myndi til dæmis aldrei fara á nektarnýlendu því mér finnst almennt venjulegt fólk fallegra í fötum, mér finnst ekkert fallegt við ókunnuga gamla slappa kalla með ístru en þegar þeir klæða sig þá sést þetta ekki lengur og þeir jafnvel afar sjarmerandi.  Mér finnst heldur ekkert fallegt við konur með stór lafandi brjóst (sorrý en ég er alin upp í brjóstalítilli fjölskyldu og finnst stór brjóst ljót), en þegar þær eru komnar í brjóstahaldara og jafnvel fallega skó þá breytist allt og þær verða kannski ofursjarmerandi.

OK, kannski eru það einmitt þessir fordómar sem þessi unga stúlka sem stóð að þessu var að berjast á móti en af hverju?  Og ef það eru nokkrar konur sem langar svo að vera berbrjósta niðrí bæ á Íslandi, af hverju gera þær það þá bara ekki.  Ekki myndi ég gera neitt í því þó ég sæi berbrjósta konu niðrí bæ, annað en að finnast það asnalegt.

Jafnrétti hefur ekkert með brjóst að gera, eða ég skal hundur heita ef það er málið en það er kannski þess vegna sem ég hef verið í sama starfinu í öll þess ár því brjóstin eru kannski ekki nógu stór.  Nei það getur ekki verið því ég er þá líkari karlmanni en konan með stóru brjóstin svo….. nei þetta er svo mikil vitleysa.

Ef það á að berjast fyrir réttindum á einhvern hátt þá verður að vanda sig svo baráttan kafni ekki í bullinu.

Kannski hefði þessi barátta frekar átt að beinast að ungum stúlkum sem endalaust eru að taka myndir af sér ber- og ekki berbrjósta og senda áfram og virðast ekki skilja að einu sinni komið á veraldarvefinn þá fer það aldrei þaðan aftur.  Heyrði  af ungum stelpum sem í gær tóku myndir af sér berbrjósta og settu stút á munninn sem er eitthvað kyntákn ungra stúlkna í dag, þarna voru þær alls ekki að skilja tilganginn með þessum mótmælum og nýttu sér daginn til að strippa og fá athygli.  Þessu þarf að breyta og við getum aldrei sagt það of oft við dætur okkur að vera ekki að taka myndir af sér berum og setja á netið eða þó það sé sent á snapchat, það eru alltaf einhverjir sem kunna að vista þannig myndir líka, svo það er ekkert öruggt ef það er farið út.

Og aldrei of oft sagt við þær að virða sjálfar sig framar því að vilja þóknast einhverjum strákum sem á endanum bera enga virðingu fyrir þeim stelpum og myndu líklega ekki giftast þeim heldur stelpunni sem ekki gerði þetta.

Þangað til næst,

Ykkar Kristín

13.03.2015

Allskonar….

Jæja fyrst þarf ég nú aðeins að monta mig, því við Mirra vorum á fundi í skólanum hennar og ég þurfti að lesa texta í bók og aldrei slíku vant hnippti dóttirin í mig og hrósaði því hvað ég læsi norskuna vel.  Jeiiiii hún sem hefur alltaf verið að gera grín að því hvernig ég tala norskuna var bara ánægð með mömmu sína í gær og það var ansi notarleg tilfinning.  Ég nefnilega les meira en ég tala og þegar ég tala þá er ég svo mikið að hugsa hvernig ég eigi að segja þetta og hitt og hvernig það sé borið fram osfrv.  Alla vega alltaf gott að fá smá hvatningu og hrós, það er víst ekki mikið um það í hinu daglega lífi.

En svo ætla ég að hrósa stúlkunni minni en það var sem sagt ekki skóli í gær en krakkarnir voru með matreiðsluverkefni til að vinna heima, þau áttu að gera morgunmat, baka gerbakstur og svo kvöldmat með eftirrétt og að sjálfsögðu að lesa uppskriftir, gera innkaupalista, fara út í búð og kaupa í þetta, elda og ganga frá.

Snilldarverkefni sem heppnaðist svona ótrúlega vel hjá Mirrunni minni sem er svo góður kokkur að í gær fékk ég að borða besta lax ever.  Ég hef nefnilega aldrei verið hrifin af laxi, líkleg vegna þess að ég hef ekki fengið hann góðan en nú verður breyting á og í framtíðinni verður þessi laxaréttur eldaður (og af Mirrunni) í hverjum mánuði.

Ég myndi nú mæla með svona verkefnum í alla skóla, því krakkarnir okkar hafa svo gott af því að kynnast lífinu frá öllum hliðum og það að sjá um matinn, innkaupin, fráganginn og allt sýnir þeim að þetta er vinna, vinna sem við foreldrarnir erum að gera á hverjum degi.

Já og svo var lyktin svona góð að hann Tommi nágrannaköttur bankaði á svaladyrnar hjá okkur, já hann bankaði eða klóraði í hurðina þangað til við opnuðum fyrir honum og hann fór í smá skoðunarferð um íbúðina og endaði að fá sér að borða með Erro, ekki Nóa mat, vildi ekki sjá hann.  Krúttkisa hann Tommi.

Fleiri montverkefni voru í vikunni því Mirra Photography (ég sem sagt) fékk það verkefni að mynda nýja stjórn hjá Nito í Aust-Agder á þriðjudagskvöldið  og svo aftur að mynda nýja stjórn hjá Nito í Vest-Agder á miðvikudagskvöldið.  Þetta gekk ótrúlega vel og gott var að Hadda vinkona vinnur hjá Nito er minn tengiliður og reflectormeistari því það er erfitt að vinna svona verkefni aleinn.  Og Nito er að tala um fleiri verkefni á árinu sem er ótrúlega spennandi og gott að vita af þegar ég á bara mánuð eftir í vinnu hjá Wise en þá skrepp ég í sumarfrí og svo verð ég bara hætt.  Það er skrítið að hugsa til þess að geta bara vaknað á morgnanna og stjórnað eigin degi sjálfur og þurfa ekki skrá niður hvað ég gerði hverja mínútu dagsins og ákveða hvort það skuli rukkast eða vera innan þjónustusamnings.  Þetta er líka það leiðinlegasta við starfið mitt.  Mikið verður gaman að mæta bara í vinnuna sína og vinna hana vel og samviskusamlega án þess að þurfa að hugsa um þetta.

Svo á næstunni verður sett ennþá meira púður í að reyna að kynna mig sem ljósmyndara og koma mér á framfæri hérna úti.  Ég þarf bara að passa uppá sjálfstraustið og muna að ég er æðisleg eins og ég er, get allt sem ég vil og svo skelli ég mér bara í föt í fallegum litum og brosi framan í heiminn.

Eigum við aðeins að ræða föt í fallegum litum, eins og allir vita sem þekkja mig þá er ég ekki mikið fyrir að þekkja einhver merki og þau skipta mig engu máli, finnst alltaf best ef fötin hafa verið ódýr en samt falleg og þægileg en ég rak augun í auglýsingu frá henni Gudrun Sjoden sem ég held að sé reyndar sænsk en ekki norsk en hún er alla vega með sölusíðu á norsku og hún er að hanna kjóla og annnan fatnað sem ég gjörsamlega féll fyrir.  Ég get setið og skoðað og dáðst að þessum fötum daglega.  Svo ákvað ég að kaupa mér bara sokkabuxur og sokka frá henni og byrja þannig að blanda saman litum við kjólana sem ég á en þá dettur inn um lúguna tilboð bara í 2 daga sem ég gat ekki sleppt svo ég keypti mér einn kjól af henni áður en ég hætti í föstu vinnunni með föstu tekjurnar og ég er svo að elska’nn en ég er ekkert viss um að allir aðrir séu sammála mér en það er bara allt í lagi, því ég er að verða 52 ára og ætla að klæða mig eins og mér þykir flott en ekki eins og þér þykir flott.  Svo langar mig pínu að vera þessi sérkennilegi ljósmyndari sem er frá íslandi og klæðist bara kjólum og helst í fallegum litum.

Gudrun Sjoden  endilega kíkið á hana og segið mér hvað ykkur finnst.

Svo verð ég nú fyrst ég er að tala um föt og merki að segja frá því að vinkona mín sat um daginn ásamt vinnufélaga í verslunarmiðstöð á Starbucks og var að horfa í kringum sig þegar hún sá verslun með risastóru merki yfir dyrunum og um leið og hún les merkið fer hún að skellihlægja og vinnufélaginn kom ofan af fjöllum og spurði hvað hefði fengið hana til að hlægja svona mikið og þá benti hún á merkið og hló ennþá meira.  Ekki skyldi maðurinn mikið í þessu hátterni en þegar hún bauð honum að koma með sér í búðina til að skoða þessi föt og sagði honum söguna af mér og þessu merki sem hann var held ég ekki alveg að skilja almennilega fyrr en hann kom inn í búðina og sá eintóm náttföt sem honum fannst heldur ekkert sérstaklega falleg.  Þið sem þekkið mig þekkið þetta merki og ég var gerð að sérfræðingi í því mér óspurðri en það sem mest er um vert að það er fólk út um allan heim að hlægja að þessu og hafa gaman af.

Þangað til næst,
ykkar Kristín Jóna

05.03.2015

Gestalaust hús….

Jæja þá er húsið orðið gestalaust aftur og eins og það var nú gaman að hafa tengdamömmu hjá okkur þá er alltaf ósköp indælt að vera bara aftur við 3 eða 5 í kotinu.  En það kom nú smá babb í bátinn með flugið hennar Steinu í gær, Norwegian flugmenn eru í verkfalli og aflýst fluginu hennar frá Kristiansand til Oslo en ekki aflýst fluginu frá Oslo til Reykjavíkur sem þýddi að hún þurfti að kaupa sér nýtt flug með SAS á uppsprengdu verði hérna innanlands.  Úps eins og þetta átti að vera auðvelt fyrir hana, ekkert að þurfa að sækja töskuna, ekkert að bóka sig inn aftur í Osló þar sem hægt væri að ganga frá öllu alla leið frá KRS.  En það er ekki hægt ef maður flýgur með mörgum flugfélögum.  Og svo til að kóróna þetta allt fengum við SMS í morgun um að Jetx myndu fljúga til Íslands.

Ég reyndi að segja Steinu að vera bara róleg og finna bara einhvern til að hjálpa sér sem hún og gerði og ég heyrði í henni áðan og þá var hún komin með staðgengil minn hana Kristínu sem einnig er gift smið.  Svo þrátt fyrir rugl með flugfélög, seinkun á flugi og alls konar vesen er hún á réttum stað núna og með góðri konu sem ætlar að borða með henni áður en þær fara í vélina.  Vona svo bara að veðrið verði ekki leiðinlegt við hana á Íslandi svo hún komist alla leið heim í kvöld.

Sakna hennar strax og hlakka til að eiga skypesamtöl við hana um lífið og tilveruna og Mandal sem hún fór að elska á fyrsta degi.

En nú er ég tvisvar í þessari viku búin að þurfa að vakna kl. 5 til að fá bílinn hjá Þráni og ég get ekki annað sagt en að ég er bara hundþreytt og nenni engu.  Ætla samt að vera dugleg um helgina og fara að setja niður lauka og kaupa blóm og fá vorið í garðinn okkar.  Þeir sögðu nefnilega á Radio Norge í dag að vorið kæmi í öllum Noregi um helgina.  Jeiiiiiiiiii

Og ef þið íslendingar góðir sem ekki þolið að ég hafi betra veður en þið, komið bara í heimsókn og njótið vorsins með okkur.

Þangað til næst,
Ykkar Kristín Jóna

01.03.2015

Að djamma með ….

tengdamömmu og eiginmanni getur verið ljómandi skemmtun.  Við fórum á föstudaginn út að fá okkur pizzu og hvínvín með og enduðum bara á pöbbarölti með tilheyrandi karaoki og allt.  Svo gaman og sérstaklega þegar eiginmaðurinn tekur hið stórkostlega lag Feel fyrir sína konu.  Þarna voru nokkrir vanir karaokisöngvarar misgóðir að sjálfsögðu en hann Finn stóð uppúr.  Hann er countrysöngvari og er með þokkalegt sjálfstraust gengur um fjaðurmagnaður og brosir út að eyrum þegar við klöppum fyrir honum.  Bara gaman þar til hann var að vonast til að við gætum greitt götu hans til frægðar á Íslandi í karaoki söng. Við gátum ómöuglega sagt honum að við hefðum því miður engin tengsl í þann heim.  Held ég hafi einu sinni farið á karaoki í Glæsibæ fyrir hundrað árum en annars bara í útlöndum eða heima hjá okkur.  En alltaf finnst mér gaman að fylgjast með og hlusta á fólkið af götunni standa upp og syngja.

En þetta er sko ekki eini tónlistarviðburðurðurinn okkar þessa vikuna því á miðvikudaginn fórum við Buen á Jazz og ég held nú bara ekki vatni yfir því tónlistafólki sem þar var að flytja.  Torun Eriksen heitir söngkonan sem jazzaði upp Coldplay, Pink Floyd og fleiri.  Söng af svo mikilli tilfinningu að hún var í fingurgómunum hvað þá meira.  Aðrir tónlistarmenn með henni voru sko ekki síðri og ég er ekkert brjálæðislega mikið fyrir jazz en þetta var sko svo frábært að ég færi nú aftur.

Ætla að láta fylgja með hérna link á youtube lag með henni Torunn.

Annars er vikan búin að vera rigningarsöm og við ekki farið eins mikið út og skyldi, reyndar í bæinn í Kristiansands á föstudaginn að sýna Steinu þann miðbæ.  En dagurinn í dag er síðasti rigningardagurinn í bili svo nú förum við að brosa út að eyrum og njóta vorsins, því laukarnir eru að koma upp hérna í næsta garði svo þetta lítur vel út hjá okkur.

Ein risastór frétt má líka opinbera núna og hún er sú að ég er búin að segja upp hjá Wise ehf og ætla að fara að vinna hjá Mirra Photography í fullu starfi, hætta að reyna að byggja upp fyrirtæki og vera ávallt svo þreytt eftir fullan vinnudag, geta bara einbeitt mér að því og ég hlakka svo til og verð að segja að þrátt fyrir 19 ár sem ráðgjafi hjá AKS/TM Software/Maritech/Wise (ég fylgdi með í öllum þessum sameiningum) þá er ekki vottur af kvíða í mér.  Held að núna sé bara rétti tíminn til að hætta.

Sumir hafa áhyggjur af þvi að þegar maður fari að vinna hjá sjálfum sér að þá missir maður af öllu félagslífinu úr vinnunni en ég er löngu búin að missa það, ég er líka búin að missa af svo mörgu öðru í vinnunni því “out of side, out of mind” hefur átt við mig síðustu mánuði þar sem farið er að gleyma að boða mig á fundi, gleyma að afboða mig sé þeim frestað og alls konar sem tengist því að ég er ekki á staðnum.  Eftir þessa 3ja ára reynslu mína í fjarvinnu þá er ég mjög hlynnt henni en það þarf að vinna öðruvísi í fyrirtækjunum gagnvart því starfsfólki og fyrirtækið þarf að hafa áhugann á því að hafa starfsfólk í fjarvinnu ef hann vantar þá er viðbúið að þetta gangi ekki upp.

Ég upplifði bara frelsi og tilhlökkun þegar ég var búin að gera upp hug minn á því að hætta að gera það sem ég er búin að gera vel í 19 ár.  Það segir bara svolítið mikið um það hvað ég hef breyst og hvað þessi flutningur til Noregs hefur þroskað mig og gert mig betri, sjálfstæðari og ánæðari með lífið.

Í dag verður borgarferð aftur þar sem okkur er boðið í mat til góðra vina í Kristiansand og hlakka ég til því það er allt of langt síðan við sáum þau síðast.

Þangað til næst,
Ykkar Kristín Jóna

Ps. er búin að krútta yfir mig af myndum af yndislegum börnum sem ég fékk að mynda á íslandi um daginn og hér er smá sýnishorn.

24.02.2015

Að færast meira til hægri….

Það er eitthvað sem er að gerast með mig þessa dagana.  Þetta gerist ekkert svakalega hratt og þó.  Það er nánast ekkert eftir að vinstrimanneskju í mér lengur og ég get sko alveg sagt ykkur það að eiginmaðurinn er alsæll með þetta.

Ég er til dæmis farin að geta tannburstað mig með hægri aftur og það bara eðlilega.  Greitt á mér hárið og þvegið í sturtunni með báðum höndum.  Klósettferðirnar eru sittá hvað til hægri eða vinstri og ég er ekki viss hvort það sé sveigjan á bakinu sem stýrir því eða eitthvað annað en já elsku fólk þetta er allt að koma og ég þarf bara að vera dugleg að æfa hendina.  Þegar ég fór til Íslands þá gat ég snúið hægri hendinni í tæplega 45° en þeirri vinstri í 90°.  Núna get ég líka snúið þeirri hægri í 90° (vona að ég sé að fara með gráðurnar, þetta þýðir bara að ég geti snúið lófanum alveg uppí loft).

Hvað fleira af því sem okkur þykir eðlilegt að gera, get ég aftur?  Jú smurt brauð, skorið matinn á disknum mínum og ekki síst undið tusku og þurrkað af.  Já gott fólk undið tusku og þurrkað af, held að það sé eitt að því sem var svo yndislegt að fá að gera aftur og já gott fólk ég er dóttir móður minnar og af þessu tilefni ætla ég ekki að setja inn mynd heldur lag.

Njótið dagsins og syngið hástöfum, það geri ég.

Vindur

ps. fann ekki lagið allt á netinu en set hér sýnishorn af því.

Ykkar Kristín Jóna

23.02.2015

Að faðma púða…

Já það geta verið ýmsar ástæður fyrir því að maður faðmar púða.  Spurning er það eðlilegt eða ekki.  Hverjir faðma púða og hverjir ekki.  Ég er mikið að faðma púða þessar næturnar og þetta er ekki púði með fallegri mynd (eins og púðinn með myndinni af Nóa) og þetta er ekki af því að maðurinn minn eitthvað langt frá mér, hann sefur hinum megin við púðann.  Þetta er ósköp venjulegur púði úr Ikea og reyndar er hann ekki alveg orðinn púði ennþá því þetta er hreinlega púðafylling í munstruðu efni en það lætur ekki mikið yfir þessum púða en ég faðma hann samt alla morgna þegar ég vakna.  Ég veit ekkert hvort ég sé að faðma þennan púða alla nóttina eða bara svona rétt undir morgun.  Ég veit hins vegar að þegar ég fer að sofa kemur þessi púði með og á að vera stuðningur undir úlnliðinn á hægri hendinni, svona ekstra hvíldarstuðningur en alla morgna þegar ég vakna er ég bara að faðma hann.

Heppinn púði.

22.02.2015

Ísland og heimkoman

Jæja gott fólk, ég get trúað því að allir hafi beðið eftir bloggi frá Íslandsferðinni minni en því miður þá faðmaði ég og kyssti of marga ættingja sem líklega hafa verið búnir að vera með flensu því ég fékk þá svæsnustu flensu ég hef fengið í mörg ár.  Alla vega ekki fengið neitt í líkingu við þetta eftir að ég flutti til Noregs en það er ekki af því að Norðmenn fái ekki flensur, heldur af því að ég vinn heima og er því ekki að umgangast svo margt fólk.  Og þó að Þráinn vinni úti þá fær hann aldrei flensur eða verður veikur.  Hann hefur verið veikur í 2 daga síðan hann flutti til Noregs fyrir rúmum 3 árum.  Ég tók saman veikindadagana mína hjá Wise/Maritech/TM/AKS og hef að meðaltali verið veik í 3 daga á ári sem telst ekki mikið þó það sé talsvert meira en Þráinn er.  Þannig að þegar ég brotnaði og varð frá í 5 vikur þá er í rauninni hægt að segja að það sé í fyrsta skipti í 19 ár sem ég verð eitthvað veik að ráði.  Og já svo skelli ég mér heim til Íslands og fæ flensu þegar ég kem til baka, pínulítið fyndið bara.

En já þá að Íslandsferðinni.  Í fyrsta lagi þá er ekki allt í lagi þessi veðrátta þarna eða ég bara svona fljót að gleyma, alla vega brá mér þegar vélin lenti með þvílíkum rússíbanalátum og þegar ég leit út um gluggana á flugstöðinni þá var bara blindbylur.  Og ég hugsaði með mér:  “Hvað er ég að gera að vera að koma í heimsókn til Íslands á þessum árstíma”?  Ég verð líklega bara innikróuð í Grafarvoginum allan tímann þar sem það verður ekki fært á milli húsa.  En viti menn þegar við Siggi löbbum útí bíl er ennþá blindbylur en um leið og við komum út á Reykjanesbrautina þá birtir til og sólin fer að skína.  Typical Iceland.

Svo við fórum uppí Grafarvog þar sem ég fékk að knúsa mömmu mína eftir allt of langan tíma.  Fór svo í heimsókn til Klöru og yndisdrengjanna hennar um kvöldið og RD Hænkuson man sko alveg eftir frænku sinni núna og veit meira að segja hvar hún á heima.

Daginn eftir var Siggi svo vænn að skutla mér í Kópavoginn þar sem ég var með eitt lítið barnaverndarnámskeið og þaðan tók ég svo strætó til Óla Bogga í klippingu og ég er orðin þvílík dekurdrottning hjá honum að hann bókaði engan annan á meðan ég var svo við gætum setið og kjaftað og það gerðum við og plönuðum næstu ferð hans hingað og það með mömmu sinni og verður sú ferð líklega 12. mai til 18. maí þannig að þau ætla að fá að upplifa mestu skemmtun sem hægt er að upplifa og það er þjóðhátíðardagur Norðmanna og öll gleðin og allir litirnir og dásamlegheitin sem eru þá.  Ég hlakka mikið til að vera með þeim að upplifa þennan dag.  Já og auðvitað ætlar Óli að klippa og lita nokkrar konur en það verður þó í lágmarki í þetta sinn þar sem hann ætlar að njóta lífsins með okkur og mömmu sinni.  Og já það er orðið uppselt hjá honum 2 dögum eftir að ég sagði frá því að hann væri að koma.

Fimmtudagurinn er mættur og þá kom Konný með flugi í bæinn og morgunkaffi til okkar og síðan fórum við að ljosmyndast eftir hádegi í Stúdioinu hennar Heidu.  Mikið gaman að fá að mynda nokkra yndiskrakka á Íslandi.

Aðalfundur Slysavarnarfélagsins um kvöldið þar sem ég fékk að smakka á íslenskum mat og njóta samveru með frábærum konum og vera hluti af kosningu nýrrar stjórnar sem mér líst mjög vel á.  Óska þeim velfarnaðar á árinu og hlakka til að vinna með þeim í fjarvinnu.

Föstudagurinn byrjaði vel, Klara systir hringdi og spurði hvort við Konný vildum ekki fá bílinn hennar til að stússast í Reykjavík sem við þáðum með þökkum og byrjuðum á myndlistabúð þar sem Konný var að kaupa fyrir myndlistaklúbbinn.  Svo kaffi hjá mömmu.  Kíktum svo til Heidu til að skila lyklunum af Stúdioinu og kjafta og sátum þar alveg í næstum 2 tíma.  Enduðum svo hjá ömmu þar sem ég sat svo alveg þar til Klara var búin að vinna.  Mikið var nú gott að fá að faðma hana og vera hjá henni að spjalla og njóta.    Endaði svo föstudagskvöldið á því að fara í mat til Konna og Drífu og sat þar til kl. 2 um nóttina þegar Andri keyrði mér heim.

Laugardagurinn var svo dagurinn hans afa því þá héldum við ættingjarnir uppá 100 ára afmælið hans. Það var svo gaman að hitta alla og njóta samvista og minnast afa sem var mikill karakter og skemmtilegur kall.

Laugardagskvöldið var svo hjá Klöru og co og planið að ég svæfi þar bara um nóttina því við ætluðum að fá okkur hvítvín með undakeppni eurovision.  Ég var nú reyndar á taugum yfir því að Friðrik Dór myndi vinna þetta því ég get ómögulega sagt að drengurinn hafi fallega rödd og ég svo sem veit ekkert fyrir hvað hann varð frægur, alla vega eru það ekki sönghæfileikarnir það er á hreinu.  Ábyggilega besti strákur en ætti bara að mínu mati að gera eitthvað annað en syngja.  En litla sæta stúlkan úr versló sem ég vildi að væri í öðru sæti vann á endanum og þar með var það ákveðið að ég myndi eftir sem áður styðja landið mitt í Eurovision en ég var búin að hóta því að gera það ekki ef Friðrik færi út.  Hjúkk fyrir Ísland, því mitt atkvæði hlýtur að hafa eitthvað að segja ha ha ha.

Kósí kvöld hjá systrunum og svo var kósí morgun á sunnudeginum þar sem við RD kúrðum saman meðan Klara fór í ræktina og svo fórum við öll út þar sem veðrið var svo gott og ég ætlaði að taka nokkar útimyndir en það varð heldur betur svaðilför.  Við sem sagt pökkuðum strák og hundi í aftursætið og ferðinni var heitið út á Álftarnes að kíkja á forsetann.  En bara eftir 3 mín. í bílnum breyttist veðrið úr blíðskaparveðri í snjókomu sem síðan breyttist í slyddu og rok og ég veit ekki hvað.  En út á nes fórum við og kíktum aðeins út og niður í fjöru þar sem piltur áttaði sig ekki á því að þarinn lá stundum ofan á polli og steig ofan á einn og fór á með löppina uppá hné og okkur brá svo og kölluðum til hans að fara beint uppúr að hann næstum datt kylliflatur svo Klara henti hundi í mig og hljóp að drengnum og beint með hann út í bíl þar sem hann var klæddur úr sokkunum og settur í vettlinga á tærnar.  Þessi svaðilför með þessi 3-4 veður tók okkur korter eða þar um bil. Svo við héldum bara út í búð og keyptum það sem vantaði uppá að gera bollur þar sem Konný og Silja og Kastíel ætluðu að koma í bollukaffi til okkar.  Svo komu þau og við áttum yndislegan dag saman og ég fór síðan með Silju og Kastíel að skutla Konný út á flugvöll og kveðja hana og svo fór ég til mömmu sem beið alveg undrandi á hvar ég hefði verið, því annað hvort hef ég gleymt að segja henni að ég ætlaði að gista hjá Klöru eða hún verið búin að gleyma því.  Alla vega þegar hún vaknaði á sunnudagsmorgninum þá var ég ekki komin heim……. hóst hóst hóst

Jæja næsta heimsókn beið handan við hornið en það var uppí Mosó til Hugrúnar og Baldurs þar sem ég var í góðu yfirlæti og yndisfélagskap allt kvöldið þar til Hugrún keyrði mér heim uppúr miðnætti.

Og þá rann mánudagurinn upp, kósítími með mömmu og Sigga um morguninn þar sem Siggi hjálpaði mér að græja málverkið hans Þráins í umbúðir og svo fórum við mamma með það uppá pósthús og þaðan til ömmu en elsku amma var búin að hringja nokkrum sinnum til að athuga hvort ég ætlaði nú ekki að koma og kveðja hana.  Hún gaf eitt það dýrmætasta sem hún á en það er myndin af afa sem hún hefur haft á borðinu hjá sér alltaf en nú er sú mynd á borðinu hjá mér við hliðina á myndinni af afa og mömmu sem mér þykir líka svo vænt um.  Dýrmæt gjöf sem ég met mikils frá bestu ömmu í heimi.

Mánudagskvöldið kom svo Snorri og sótti mig og ég borðaði með þeim og Adda fjölskyldu sem reyndar stoppuðu allt of stutt en svona er þetta bara.  Spjallaði við Sunnevu meira en ég gert lengi og bíð spennt eftir að hún stofni síðu fyrir utanlandsferðina sína sem hún er að fara í, í næstu viku.  Hlakka til að fylgjast með þeim vinkonum á heimsflakkinu.

Jæja þá er kominn þriðjudagur og Siggi skutlaði mér eftir knús og góðar kveðjur frá mömmu (hún sagði að við skyldum ekkert gráta núna, svo ég harkaði bara af mér) niður á umferðarmiðstöð þar sem ég ætlaði að hitta Steinu tengdó sem ætlaði að koma með mér hingað út til Mandal.

Við vorum búnar (eða bara ég) að ákveða að taka ekki rútuna allt of snemma, og eyða frekar litlum tíma á flugstöðinni í Keflavík þar sem við áttum von á að vera 4,5 tíma á Oslóarflugvelli.  En viti menn, rútunni seinkaði, ég held að Steina hafi ekkert tekið eftir að ég varð pínulítið stressuð yfir því en allt í lagi við vorum komnar 1,5 tíma fyrir brottför svo það myndi verða allt í lagi.  Humm, engir sjálfsafgreiðslukassar fyrir Norwegian í Keflavík svo við urðum að fara í allt of langa röð sem gekk allt of hægt, við Steina vorum farnar að plana hvernig við kæmumst sem hraðast yfir það sem við urðum að gera í fríhöfninni því við vorum sko ekkert búnar að borða, áttum að kaupa harðfisk fyrir Íslendingafélagið, smá íslenskt nammi og ilmvatn handa Steinu.  Þetta ?gekk upp og við keyptum okkur samlokur sem við ætluðum að borða í flugvélinni sem við vorum alveg að fara út í …… eða hvað?  Nei nei það endaði með klukkutíma seinkun og þá þökkuðum við fyrir að hafa keypt flugið til KRS þetta mörgum klukkutímum seinna.  Svo varð einhver meiri seinkun á að vélin færi í loftið og svo endaði þetta þannig að við rétt náðum að fá okkur kvöldmat á Oslóarflugvelli áður en við þurftum að fara í vélina til KRS.  Mikið var nú svo yndislegt að hitta aftur kallinn minn og fallegu dótturina sem ég var ekki búin að sjá í viku og gott að koma heim til sín eftir langt ferðalag sem tók í rauninni meira en hálfan sólarhring.

Daginn eftir var ég byrjuð að vera smá slöpp og á fimmtudaginn var orðin ansi slöpp og föstudaginn lá ég nánast meðvitundarlaus í rúminu og missti svo af þorrablótinu í gær.  En Þráinn fór í gær í apotekið og keypti eitthvað undrameðal með engifer, sitron, timian og c vítamíni og í dag er ég hress, ekki kannski 100% en allavega 85% og er búin að klæða mig vel svo ég geti farið í bíltúr með fólkinu mínu í þessu yndislega veðri sem nú er.

Þangað til næst.
ykkar Kristín Jóna

04.02.2015

Hætt með einari

Já gott fólk nú er ég hætt með einari og laus við gipsið sem ég ef búin að hafa í rúmar 5 vikur. Hjúkk.  En skrítið var það að losna við gipsið og ég kannast ekkert við þessa hendi, hún er alveg flöt, nánast hreyfingarlaus, og allt öðruvísi í langinu en hin.  Spurning hvort læknarnir hafi skipt um hendi þegar ég sá ekki til.  Þegar gipsið var farið þá þurfti ég að halda undir handlegginn því það reyndi svo á úlnliðinn bara að halda henni uppi, einkennilegt!  En sem sagt ég er laus og á að gera æfingar oft á dag, hann marg sagði að ég þyrfti að gera þær sko oft á dag til að fá aftur fulla hreyfigetu í úlnliðinn og það er langt í land, það er eins og ég sé með spítuhendi en fingurnir eru aðeins að koma til og ég gat þvegið mér um hendurnar í gær alla vega 8 sinnum, hjúkk hvað það var gott.

Ég sé það núna hvað það var gott að ég skyldi hlífa hendinni svona vel, meðan brotin voru að gróa, því þetta hefur gengið langtum betur en á horfðist í fyrstu.  Maður sem sagt græðir á því að hugsa vel um sig í svona aðstæðum.

Fyrsta sem ég hugsa um eftir að hafa verið einhent í 5 vikur er virðing fyrir öllum þeim sem eru fatlaðir eða hafa misst útlimi og aðdáun á því ærðuleysi sem fólk virðist vera gefið.  Ég var svaka dugleg til að byrja með og reyndi að gera allt sem ég gat með annarri hendinni en þegar fór að líða á fór óþolinmæðin að kræla á sér og ég meira að pirrast og hætta við því ég hreinlega nennti ekki að eyða 10 mín í að gera eitthvað sem tæki annað fólk 2 mín.  Þráinn hefur örugglega fundið fyrir því.  Ég hefði aldrei trúað því hvað það er erfitt að missa hægri hendina sína.  Hvað allt sem við gerum í lífinu snýst um það að hafa tvær hendur og hvað allur skrokkurinn og hreyfinar verða öðruvísi því balansinn er ekki réttur þar sem þú getur ekki notað hægri hendina og og að standa uppúr rúminu og þurfa að nota olnbogann til að lyfta þér upp eða velta sér á magann og renna sér fram úr.  Ég finn það alveg að ég gæti auðveldlega náð meiri hæfileika með vinstri hendi en mér datt í hug áður en ég þarf alltaf að hafa þá hægri með til að balasera þetta allt.  Eins og að smyrja brauð, ég get alveg haldið með góðu móti á hnífnum núna með smjörinu í vinstri en mikið munar nú um það að hafa þá hægri til að styðja við brauðið og vera ekki lengur að nota áhöld til að skorða brauðið á milli svo það hlaupi ekki bara undan hnífnum.  Alls konar svona hlutir hafa opnað augun á mér fyrir því hvað okkur þykir sjálfsagt að hafa alla útlimi heila og hvað allt gengur út á það.

En ég má ekki gera hvað sem er strax og alls ekki halda á neinu þungu, einungis byrja á því að fara með fingurna í fimleika og aðrar æfingar sem læknirinn sýndi mér í gær.  Ég þekki fólk sem hefur úlnliðsbrotnað og er eftir mörg ennþá stíft í úlnliðnum og ég ætla ekki að láta það koma fyrir mig, ég nota fingurna svo mikið og vil hafa hendurnar í góðu lagi.  Ég meina ég var farin að mastera í hekluðum borðtuskum og nú þarf ég alveg að byrja uppá nýtt að æfa mig að halda á heklunálinni.

En nú er einnig sá léttir að gera farið í sturtu og þvegið hægri hendina, hún var nú hreinlega farin að lykta og dauða skinnið sem datt af henni í gær, hefði alveg eins getað komið af tánum á einhverjum sveittum kalli.

Um næstu helgi er afmælispartý hjá Þráni, Grím og Höddu en þau eiga öll stórafmæli þessa dagana og þetta verður Legendary sýnist mér.  Hlakka mikið til og við verðum með góða gesti úr Sandefjord sem gerir þetta enn skemmtilegra og svo á þriðjudaginn er ég bara að fara til Íslands í frí sem var planað síðasta sumar og er í tilefni þess að hann elsku Konni afi minn hefði orðið 100 ára hefði hann lifað.  Sakna hans alla daga og hugsa oft til hans enda einn skemmtilegasti karakter sem ég hef kynnst.

Hlakka til að sjá fólkið mitt og knúsa.

Þangað til næst,
ykkar Kristín sem er að reynda að pikka með báðum höndum í fyrsta sinn í langan tíma og það gengur ágætlega en ég er samt strax orðið þreytt eftir þennan litla pistil svo það er eins gott að fara varlega svona fyrst um sinn.

11.01.2015

Vinstrihandarskyttan í Mandal…

….um erfiðleikana við að vera með hægri hendina í gipsi og alveg óvirka.

Ég varð fyrir því óláni að nota ekki vitið sem Guð gaf mér milli jóla- og nýárs þegar við skruppum með vinum okkar á tónleika hér í Buen.  Ég fór nefnilega í spariskóm í hálku og þegar ég var á leiðinni heim þá var búið að snjóa yfir svellið sem var.

Það er ekki að spyrja að því að ég rann og datt framfyrir mig, notaði hægri hendina til að taka af mér fallið og úpsadeizý, einhver sá svakalegasti sársauki sem ég hef upplifað hríslaðist um kroppinn en upp stóð ég með hjálp eiginmannsins og komst heim og í bólið því ég trúði því að þetta myndi lagast yfir nóttina sem það gerði svo sannarlega ekki og sársaukinn í hendinni um morguninn var svo mikill að það tók mig 4-5 klukkutíma og 4 verkjatöflur að komast fram úr rúminu.  Ef Þráinn rak sig í tána á mér fann ég til í úlnliðnum.  En mér tókst að komast á fætur og við skruppum uppá læknavakt og þar sátu tvær aðrar konur og héldu um handlegginn á sér.

Læknirinn rétt þreyfaði á hendinni og sendi okkur svo inn til Kristiansand á sjúkrahúsið þar í röntgen.  Þar hittumst við aftur allar 3 konurnar úr Mandal og allar fórum við út í gipsi.

Niðurstaðan hjá mér var, tvíbrotin um úlnliðinn og einnig gekk kúlan úr slíðrinu og var ég sett í smá meðferð til að reyna að koma henni aftur á sinn stað.

Það hófst með risastórri sprautu þar sem læknirinn minn sprautaði inní brotið og já bara útum allt skv. röntgenmyndinni til að deyfa mig.  Já kæru vinir sem sáu myndbandið hans Þráins, ég var deyfð en samt…..

Jæja næsta skref var að setja króka á fingurna á mér og hengja hendina upp, strappi var settur utan um upphandlegginn til að toga á móti og svo sneri læknirinn hjólinu sem togaði hendina upp, þetta var svona eins og talía.  Svona var ég látin vera í 30 mí. til að reyna að rétta úlnliðinn við en þar sem það dugði ekki, tóku 3 læknar til við að rétta hendina við með handafli og ef þið hafið ekki séð hið fræga myndband af því það er það hérna með.

Ég hef alltaf heyrt það á læknum að ég væri með háan sársaukaþröskuld en hann dugði ekki til þarna, því ég öskraði af kvölum og fæ ennþá svona illt í magann tilfinningu þegar ég hugsa um hvað þetta var sárt.

Jæja svo var mér skellt í gips og aftur teknar myndir og eftir að læknirinn minn var búinn að ráðfæra sig við annan lækni var ákveðið að prófa að hafa mig í þessu gipsi í eina viku, taka þá aftur myndir og sjá hvernig þetta komi út og að vonandi myndu þau ekki þurfa að gera aðgerð á mér.  Jæja, ég er búin að fara aftur í myndatöku og það var ákveðið að sjá til í eina viku í viðbót, svo ég er á reynslulausn ennþá.

Ég fékk ekki eina einustu verkjatöflu hjá læknunum en ég er búin að talsvert kvalin í hendinni og sérstaklega á nóttunni, vakna jafnvel upp með svo mikla taugaverki að verkjatöflukokteilinn minn sem er 1 voltarine og 1 paratabs eða 1 ibufen er rúman klukkatíma að virka og þetta endar stundum með 3-4 tíma vöku yfir nóttina en ég lifi það af.

Ég er búin að heyra af fullt af fólki sem hafa aldrei náð sér eftir úlnliðsbrot og sumir jafnvel öryrkjar á eftir og það er gott að frétta af svona tilfellum, því þá hef ég minni móral yfir því að hlífa hendinni svona mikið.  Enda finn ég það að um leið og ég ætla eitthvað smá að beita henni þá bara aukast verkirnir og þá er komið að því að segja ykkur hvernig lífið er með eina, og það bara vinstri hendina virka.

*Að skeina sig með vinstri er talsvert flókið og ég tala ekki um að slíta klósettpappírinn með einni hendi er eiginlega ekki hægt, svo þá er gott að hafa munn til að bíta í pappírinn til að geta slitið með hendinni.

*Að klæða sig tekur talsverðan tíma og útsjónarsemi.  Að krækja brjóstahaldara með einni hendi getur tekið talsverðan tíma og reynir alveg svakalega á þolinmæðina.  Að klæða sig í sokkabuxur er annað eins, að hífa þær upp með einni hendi er svo mikil þolinmæðisvinna að mér finnst ég eigi skilið verðlaun þegar ég stend á baðherbergisgólfinu á brjóstahaldaranum og sokkabuxunum.  Að fara í bol eða kjól er sko ekkert mál en að fara úr því og hafa bara eina hendi krefst svo mikillar lagni og enn og aftur þolinmæði.  Annað er auðveldara þó ekkert sé kannski auðvelt.  Ég er mjög glöð að ganga alltaf í kjólum því ég prófaði um daginn að fara í buxur og það var allt í lagi alveg þangað til ég þurfti að hneppa tölunni, ég endaði með að vera í óhnepptum buxum þann daginn og ekki farið í þær aftur.

*Prófið að smyrja brauð með einni hendi, það er bara ekki hægt. Það eru bara smjörklessur hér og þar og alls ekki hægt að dreifa úr því, því það verður að styðja við brauðið á móti svo það fari ekki af stað með hnífnum.

*Að borða mat með einni er ekki hægt nema fá þann við hliðina á þér til að skera fyrir þig.  Það er ekki hægt að skera með bara hníf í vinstri, það vantar alltaf gaffalinn á móti.

*Að taka eldfast mót út úr ofni er heldur ekki hægt með einni.

*Að mála sig og greiða er mjög flókið og ég hef tekið ákvörðun að hafa hárið bara greitt slétt og vera ómáluð.  Það var reyndar ekkert erfið ákvörðun.

*Það tekur allt tvöfalt lengri tíma td. að fá sér eitthvað að borða og drekka.  Það er nefnilega mjög erfitt að opna flöskur með einni hendi. Og ekki hægt að halda bæði á disk og glasi yfir að borðinu, svo það þarf alltaf tvær ferðir.

*Hengja upp þvott og brjóta saman er bara ekki hægt, en ég get stungið í þvottavél.

*ð lesa bók uppí rúmi krefst lagni, því það er ekki hægt að styðja við bókina eða halda á henni og fletta með sömu hendi, en ég er komin með ákveðna tækni þarna, nota sængina til að styðja við. 

*Ég get ekki keyrt bíl og er algjörlega uppá vini komin með það að komast til Kristiansand til læknis svo dæmi séu tekin, annað bíður bara í nokkrar vikur.

*Það að hitta lykilinn í skráargatið tekur á þolonmæðina.

*Það að nota mús með vinstri er erfitt og seinlegt og að pikka á lyklaborð með einni hendi er bara ótrúlega seinlegt og til dæmis er ég búin að vera í 1,5 tíma að skrifa þennan pistil, sem þýðir að stundum er ég búin að missa þráðinn á því sem ég er að skrifa því ég er svo lengi að því. Venjulega hefði ég kannski verið hálftíma að skrifa þetta. Ég mun seint skilja afhverju fólk lærir ekki fingrasetningu á lyklaborð og sparar sér allavega 50% af tímanum sem fer í að leita af stöfunum á lyklaborðinu í staðinn fyrir að láta fingurna bara leika um borðið blindandi.

*Ég get ekki hrist sængina mína.

*Ég get ekki brotið saman teppi.

*Ég get ekki skorið neitt nema sveppi, mér tókst það áðan en kartöflur skjótast undan hnífnum svo það gengur ekki.

Jæja elskurnar mínar, þangað til næst.

Ykkar Kristín Jóna

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.