Tilviljanir…

10.03.2016

Stundum er ég ekkert að blogga en svo suma daga get ég ekki hætt eins og í dag, en af því að ég var að blogga um tilviljun áðan þegar ég sagði frá því að við héldum að Mirran væri með ofnæmi fyrir lýsi þegar hún fékk streptokokkasýkingu á sama tíma og ég byrjaði að gefa henni lýsið þá minnti það mig á aðra tilviljun sem var þegar við sóttum um lán í bankanum okkar hérna og hann sagði nei, því þú ert ekki með fasta vinnu og litlar sem engar tekjur og af hverju ertu ekki á bótum?

Já af hverju var ég ekki á bótum?  Jú af því að ég var ekki til í hvaða vinnu sem var þar sem ég ætlaði að byggja upp ljósmyndafyrirtækið mitt en jú fyrst það var ástæðan fyrir neiinu þá sótti ég bara um bætur en náði aldrei að vera samþykkt þar inn og fá bætur því ég fékk vinnu.  Já ég fékk vinnu við skúringa hjá Mandalsbæ og vinnutíminn hentar mér frábærlega 6-9 og allur dagurinn eftir til að sinna Mirra Photography og þarna koma líka fastar tekjur svo ég þarf að hafa áhyggjur að ég hafi ekki nægar tekjur út úr ljósmynduninni en það klikkaði ýmislegt þegar ég var að byrja í vinnunni og það gleymdist að skrá mig sem launþega og þar með fékk ég ekkert útborgað fyrr en um miðjan febrúar sl. og er að fá í annað sinn útborgað í dag svo ég vissi ekkert hvað ég væri með í laun en var búin að heyra að það væri vel borgað í hreingerningarvinnu hjá bænum en almáttugur þegar ég fékk launin mín þá var ég bara í sjokki.

Ekki af því að þau voru svo lág, heldur öfugt.  Já gott fólk ef ég reikna tímalaunin mín uppí mánaðarlaun miðað við fullt starf þá er ég með sömu laun í ræstingum hérna úti í Noregi og ég var með sem ráðgjafi hjá Wise með 18 ára starfsaldur, reyndar ef ég á að vera alveg hreinskilin þá er ég með aðeins hærri laun en það munar ekki miklu.

Svo það er ekkert skrítið að allir hérna úti hafi sagt að ég væri heppin að komast í þetta starf og nú verð ég bara að vona að ég verði fastráðin en hérna byrja allir að vinna sem vikar sem er ekki fastráðinn starfsmaður og ég td. þarf ekki að biðja um frí heldur segi bara að ég geti ekki unnið þennan og hinn daginn ef mér býður svo en ég er nú svo vanaföst að ég vinn auðvitað alla daga ef ég er ekki lasin og ég hef nú bara 2 svar verið lasið fyrir utan beinbrot og skurðaðgerðir eftir að ég flutti hingað út svo ég hef ekki miklar áhyggjur af því hjá mér.

En já ég mátti til að deila þessu með ykkur þar sem ég var bara að setja þetta í samhengi við mánaðarlaun og hálf brá þegar ég sá hvað ég hafði góð laun.

Þangað til næst,

ykkar Kristín á Nesan

 

ps. ekkert skrítið að ég hafi viljað taka myndir af tengdó í skúringavinnu 🙂

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.