Já Konni bróðir er fyrsti bróðir okkar Þráins sem kemur í heimsókn til okkar en hann kom ásamt Drífu konu sinni og Birtu dóttur þeirra í síðustu viku og erum við búin að eiga frábærar stundir saman hérna á Nesan.
Þau hafa fengið allar gerðir af veðri og sem betur fer smá sól líka en því miður ekki nóg til að fara á ströndina og þess háttar.
Við fórum í göngutúr hér um Nesan og eru þessar myndir teknar þá.
Birta skellti sér í myndatöku hjá mér í Marnafoto studio og hér sjáið þið smá sýnishorn af henni einni og með frænku sinni en þær eru svo yndislega ólíkar.
Svo tókum við að sjálfsögðu hinn hefðbundna bíltúr um Skjernøy og Tregde.
Takk fyrir dásemdartíma hérna á Nesan, hlakka til að sjá ykkur aftur í sumar á Íslandi.
Ykkar Kristin á Nesan.
ps. svo mætir bróðir nr. 2 á miðvikudaginn og hefst þá önnur svona dásemdarvika.