Fyrsti bróðirinn í heimsókn

Já Konni bróðir er fyrsti bróðir okkar Þráins sem kemur í heimsókn til okkar en hann kom ásamt Drífu konu sinni og Birtu dóttur þeirra í síðustu viku og erum við búin að eiga frábærar stundir saman hérna á Nesan.

Þau hafa fengið allar gerðir af veðri og sem betur fer smá sól líka en því miður ekki nóg til að fara á ströndina og þess háttar.

Við fórum í göngutúr hér um Nesan og eru þessar myndir teknar þá.

Birta skellti sér í myndatöku hjá mér í Marnafoto studio og hér sjáið þið smá sýnishorn af henni einni og með frænku sinni en þær eru svo yndislega ólíkar.

Svo tókum við að sjálfsögðu hinn hefðbundna bíltúr um Skjernøy og Tregde.

Takk fyrir dásemdartíma hérna á Nesan, hlakka til að sjá ykkur aftur í sumar á Íslandi.

Ykkar Kristin á Nesan.

ps. svo mætir bróðir nr. 2 á miðvikudaginn og hefst þá önnur svona dásemdarvika.

kjona

Related Posts

Blómin í hjólbörunum

Blómin í hjólbörunum

Hetjurnar mínar!

Hetjurnar mínar!

Gervigreindin

Gervigreindin

Þrjóska

Þrjóska

No Comment

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

flokkar

nýjar fréttir

komment

Um mig

Ég heiti Kristin Jona og er frá  Vestmannaeyjum. En  bý núna í Marnardal í Suður-Noregi og hef búið hér síðustu tólf árin. Ég hugsa alltaf um Ísland sem heimilið mitt, en ég elska líka að búa hér í Noregi.

Ég hef bloggað síðan árið 2003 svo ef einhvern langar að kíkja aftur í tímann þá er það hægt hérna.

Ég ákvað svo nýlega að bæta ljósmyndablogginu mínu við á þessa síðu svo hægt væri að sjá það samhliða vengjulegu bloggi og mataruppskriftum.