Kristín Jóna (Hrúturinn) er athafnasamur, bráðþroska, duglegur, einlægur, fljótfær, framkvæmdaglaður, hreinskilinn, hvatvís, kappsfullur, kraftmikill, líflegur, orkumikill, sjálfstæður, skemmtilegur, stórtækur og uppátækjasamur.
Þráinn (Steingeitin) er alvarlegur, athugull, duglegur, eftirtektarsamur, er með fullkomnunarþörf, fullorðinslegur, hjálpsamur, metnaðargjarn, raunsær og vandvirkur. Ég er ekki sammála því að Steingeitin eða Þráinn sé alvarlegur og ég bæti við hreinskilinn, þrjóskur, vinnusamur, húmoristi, stríðinn,
Sporðdrekinn er blíður, elskulegur, forvitinn, hugmyndaríkur, kraftmikill, næmur, ráðríkur, skapstór, tilfinningaríkur, viljasterkur og þrjóskur.
Skv. þessum lýsingum eru við 3 sem erum í þessari litlu fjölskyldu ansi ólík en samt fúnkerar þetta bara fínt.