Sjúk­legt sveppap­asta

Þessi pasta­rétt­ur er klár­lega ekki fyr­ir fólk sem er illa við sveppi eða rjóma. Hann er hins veg­ar full­kom­in fyr­ir þá sem vita fátt betra en löðrandi dá­sam­legt pasta sem bráðnar í munn­in­um. Nán­ast eins og að vera kom­in til Ítal­íu í hug­an­um.

Sjúklegt sveppapasta

Sjúk­legt sveppap­asta

  • 120 g smjör
  • 2 hvít­lauks­geir­ar eða hvít­laukssalt
  • 400 gr fersk­ir svepp­ir (meira ef þú vilt)
  • 250 ml rjómi
  • 450 g fettucc­ine pasta
  • ½ bolli par­mesanost­ur – niðurrif­inn
  • 250 ml pasta­soð
  • 1 tsk sjáv­ar­salt – meira ef þarf
  • Fersk niður­skor­in stein­selja

Aðferð:

  1. Þrífðu svepp­ina og saxaðu þá niður. Því næst steik­irðu svepp­ina og hvít­lauk­inn upp úr 2 msk af smjöri. Steikið þar til svepp­irn­ir eruð orðnir mjúk­ir og fal­lega brún­ir eða í 10-15 mín­út­ur. Bætið þá rjóm­an­um við og af­gang­in­um af smjör­inu. Leyfið þessu að malla á lág­um hita.
  2. Sjóðið pastað í stóru potti sam­kvæmt leiðbein­ing­um. Hellið soðinu af past­anu þegar það er til­búið en passið upp á að taka 250 ml til hliðar. Setjið pastað aft­ur í pott­inn.
  3. Hellið sveppasós­unni yfir pastað og blandið. Bætið par­mes­an ost­in­um og pasta­soðinu eins og þurfa þykir til að ná fram réttri áferð. Kryddið með salti og pip­ar og skreytið með stein­selju.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.