Þessi pastaréttur er klárlega ekki fyrir fólk sem er illa við sveppi eða rjóma. Hann er hins vegar fullkomin fyrir þá sem vita fátt betra en löðrandi dásamlegt pasta sem bráðnar í munninum. Nánast eins og að vera komin til Ítalíu í huganum.
Sjúklegt sveppapasta
Sjúklegt sveppapasta
- 120 g smjör
- 2 hvítlauksgeirar eða hvítlaukssalt
- 400 gr ferskir sveppir (meira ef þú vilt)
- 250 ml rjómi
- 450 g fettuccine pasta
- ½ bolli parmesanostur – niðurrifinn
- 250 ml pastasoð
- 1 tsk sjávarsalt – meira ef þarf
- Fersk niðurskorin steinselja
Aðferð:
- Þrífðu sveppina og saxaðu þá niður. Því næst steikirðu sveppina og hvítlaukinn upp úr 2 msk af smjöri. Steikið þar til sveppirnir eruð orðnir mjúkir og fallega brúnir eða í 10-15 mínútur. Bætið þá rjómanum við og afganginum af smjörinu. Leyfið þessu að malla á lágum hita.
- Sjóðið pastað í stóru potti samkvæmt leiðbeiningum. Hellið soðinu af pastanu þegar það er tilbúið en passið upp á að taka 250 ml til hliðar. Setjið pastað aftur í pottinn.
- Hellið sveppasósunni yfir pastað og blandið. Bætið parmesan ostinum og pastasoðinu eins og þurfa þykir til að ná fram réttri áferð. Kryddið með salti og pipar og skreytið með steinselju.