Laufabrauð ala mogginn!

Laufabrauð ala mogginn!

Uppskriftir að laufabrauði eru breytilegar eftir fjölskyldum. Sumir búa til hreinar hveitikökur, á meðan aðrir bæta heilhveiti eða rúgmjöli í uppskriftina. Enn aðrir setja kúmen út í deigið.

1 kg hveiti

30 g sykur

1 tsk. lyftiduft

1 tsk. salt

6 dl mjólk

1 msk. smjörlíki

Muna að við þurfum bara 4 kubba Flott til að steikja 60 laufabrauð eða 3falda uppskrift og MUNA að ekki hnoða í vélinni.

Blandið saman þurrefnunum. Hitið mjólkina upp að suðumarki og bræðið smjörlíkið í henni. Hellið saman við þurrefnin og hrærið vel saman. Hnoðið í samfellt deig, og búið til lengjur. Geymið undir rökum klút. Þetta þarf að ganga hratt fyrir sig, því best er að fletja deigið út á meðan það er ennþá volgt.

Skerið eða klípið deig af rúllunni og fletjið þunnt. Stráið smáhveiti undir áður en flatt er, og berið hveiti á kökukeflið. Það er talin góð flatning ef hægt er að lesa fyrirsagnirnar á forsíðu Morgunblaðsins (sumir segja textann) í gegnum deigið.

Leggið disk ofan á útflatt deigið og skerið út. Notið kleinujárn til að fá skemmtilegar brúnir á kökurnar.

Ef geyma þarf kökurnar í einhvern tíma áður en þær eru steiktar, staflið þeim þá upp með bökunarpappír á milli, og geymið í kæli í lokuðum plastpoka (ekki lengur en í 1-2 sólarhringa).

Skerið kökurnar út með laufabrauðsjárni eða hníf, og pikkið kökurnar vel með kartöflugaffli eða hnífsoddi. Ef það er ekki gert geta myndast loftbólur í kökunum við steikingu.

Steiking

Hitið steikingarfeiti í djúpum, víðum potti. Ýmiskonar feiti má nota, t.d. tólg, djúpsteikingarfeiti eða hrossafitu. Feitin er tilbúin þegar byrjar að rjúka úr henni.

Leggið kökurnar í feitina, eina í einu. Ágætt er að nota steikargaffal til að snúa þeim. Steikið í nokkrar sekúndur og snúið síðan við. Gætið þess að ekki komi brot á kökurnar.

Þegar þær eru gullinbrúnar eru þær veiddar upp úr og lagðar á þykkt lag af eldhúspappír og feitin látin renna af þeim (ágætt er að nota dagblöð og leggja eldhúspappír ofan á). Þrýstið létt ofan á hverja köku með flötum diski eða hlemmi til að þær verði sléttar.

Látið kökurnar kólna alveg, og geymið í lokaðri dós. Ef laufabrauð eru geymd á svölum og þurrum stað geta þau geymst mánuðum saman.

Laufabrauð passar vel með nánast öllum mat, hvort sem er með eða án smjörs.

Ábendingar

Hægt er að borða laufabrauðið með pönnukökusírópi.

Ekki hnoða afskurðinn upp aftur. Geymið hann frekar og steikið í lokin til þess að maula sem nasl.

Sumir eru farnir að búa til snakk úr laufabrauðsdeigi; þá er deigið flatt úr á vanalegan hátt, skorið í strimla og steikt. Strimlarnir eru síðan snæddir líkt og nachos eða kartöfluflögur.

kjona

Related Posts

Heimagerður rjómaís

Heimagerður rjómaís

Chili lax með pasta carbonara

Chili lax með pasta carbonara

Kjúklinga- og grænmetisborgari

Kjúklinga- og grænmetisborgari

Nýja ósæta rúgbrauðið mitt

Nýja ósæta rúgbrauðið mitt

No Comment

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

flokkar

nýjar fréttir

komment

Um mig

Ég heiti Kristin Jona og er frá  Vestmannaeyjum. En  bý núna í Marnardal í Suður-Noregi og hef búið hér síðustu tólf árin. Ég hugsa alltaf um Ísland sem heimilið mitt, en ég elska líka að búa hér í Noregi.

Ég hef bloggað síðan árið 2003 svo ef einhvern langar að kíkja aftur í tímann þá er það hægt hérna.

Ég ákvað svo nýlega að bæta ljósmyndablogginu mínu við á þessa síðu svo hægt væri að sjá það samhliða vengjulegu bloggi og mataruppskriftum.