Skinkuhorn ala Eva Laufey en smá breytt

  • 900 g. Hveiti
  • 60 g. Sykur
  • ½ tsk. Salt
  • 100 g. Smjör
  • ½ l mjólk
  • 1 pakki þurrger

Ofan á:

  • 1 egg
  • Smá mjólk
  • sesamfræ og parmesan/basil salt

Aðferð: Hitið mjólkina í potti við vægan hita (mjólkin
á að vera volg). Bætið þurrgerinu út í mjólkina og látið standa í 4 – 5 mínútur.
Bræðið smjörið við vægan hita. Blandið öllu saman og hnoðið deigið vel saman eða þar til deigið er slétt og samfellt.

Leyfið deiginu að lyfta sér í 60 mínútur.
Þá hnoðið þið deigið einu sinni enn og leyfið því að lyfta sér í 30 mínútur til
viðbótar. Á meðan deigið er að lyfta sér þá er gott að
undirbúa fyllinguna. Þið getið auðvitað fyllt deigið með allskyns góðgæti en í dag erum við að búa til skinkuhorn og þá er skinka auðvitað aðalatriðið.

Hér er innihaldið í þessa einföldu og stórgóðu fyllingu.

  • 1 pakki skinka ca. 250 g
  • 2 túpur beikon smurostur

Aðferð:Skerið skinkuna í litla bita og blandið henni
saman við smurostinn.Þegar deigið er tilbúið þá er því skipt niður í 4 einingar. Fletjið út hverja einingu í hring og skerið hverja einingu í átta þríhyrninga (mér finnst gott að nota kleinujárn). Setjið fyllingu í hvern þríhyrning.
Rúllið deiginu frá breiðari endanum þegar þið lokið hornunum. Pískið eitt egg og smá mjólk saman og penslið yfir hornin. Kryddið með parmesan salti og dreifið sesamfræum yfir.
Bakið hornin við 200°C í 10 – 12 mínútur. (Fylgist vel með hornunum því ofnar eru auðvitað misjafnir)

2 thoughts on “Skinkuhorn ala Eva Laufey en smá breytt

    1. Sæl smurostur í túpum fæst í Noregi en ég er búsett þar og því oft að aðlaga íslenskar uppskriftir að því sem ég get keypt hérna, kauptu bara góðan beikonsmurost á íslandi hann er hvort eð er miklu betri 😉

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.