Nesan kanilsnúðar

  • 900 g. Hveiti
  • 60 g. Sykur
  • ½ tsk. Salt
  • 100 g. Smjör
  • ½ l mjólk
  • 1 pakki þurrger

Aðferð: Hitið mjólkina í potti við vægan hita (mjólkin
á að vera volg). Bætið þurrgerinu út í mjólkina og látið standa í 4 – 5 mínútur.
Bræðið smjörið við vægan hita. Blandið öllu saman og hnoðið deigið vel saman eða þar til deigið er slétt og samfellt.

Leyfið deiginu að lyfta sér í 60 mínútur.
Þá hnoðið þið deigið einu sinni enn og leyfið því að lyfta sér í 30 mínútur til
viðbótar. Á meðan deigið er að lyfta sér þá er gott að
undirbúa fyllinguna sem að þessu sinni er brætt smjör og kanilsykur.

Þegar búið er að fletja deigið út er bræddu smjöri smurt á deigið og síðan sáldrað kanilsykri yfir.

Bakað í ofni við 200° í 12 til 15 mín.

Að lokum skal eldhúsið þrifið og gengið frá öllu meðan snúðarnir bakast í ofninum.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.