Sælgætisterta ala Gott í Matinn

Innihald

12 skammtar  

Svampbotn:

3egg
100 gsykur
45 ghveiti
45 gkartöflumjöl
12 tsk.lyftiduft
Þeytið saman egg og sykur þar til létt og ljóst.
Sigtið saman hveiti, kartöflumjöl og lyftiduft og bætið varlega saman við.
Smyrjið um 22 cm smelluform vel og setjið bökunarpappír í botninn, bakið við 175°C í um 12-15 mínútur eða þar til prjónn kemur hreinn út.

Marengs:

4eggjahvítur
190 gsykur
Þeytið saman eggjahvítur og sykur þar til topparnir halda sér.
Teiknið um 20 cm hring á bökunarpappír og dreifið jafnt úr marengsblöndunni.
Bakið við 100°C í tvær klukkustundir.

Súkkulaðifylling:

4eggjarauður
5 msk.flórsykur
100 gsuðusúkkulaði
12 dlrjómi frá Gott í matinn
Þeytið eggjarauður og flórsykur þar til blandan þykkist og lýsist.
Bræðið súkkulaðið, leyfið hitanum að rjúka úr í nokkrar mínútur og blandið því næst varlega saman við eggjablönduna.
Þeytið rjómann og vefjið honum saman við súkkulaðiblönduna með sleif.

Rjómi og skraut:

500 mlrjómi frá Gott í matinn
50 gsuðusúkkulaði
Þeytið rjómann og bræðið suðusúkkulaðið.

Samsetning

  • Fyrst fer svampbotninn á kökudisk.
  • Næst helmingur af þeytta rjómanum og ofan á hann helmingur af súkkulaðifyllingunni.
  • Marengsinn kemur þá á milli og svo aftur restin af rjómanum og súkkulaðifyllingunni.
  • Að lokum má strá brædda suðusúkkulaðinu ofan á súkkulaðikremið.
  • Kælið kökuna vel. Best er hún ef hún fær að vera yfir nótt í kæli.

Höfundur: Berglind Hreiðarsdóttir

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.