Fiskiblanda með grænmeti

Fiskiblanda með grænmeti

Ég ákvað að hafa blandaðan fisk, þorsk og lax þar sem átti smá af hvoru. Hefði haft þetta bara lax hefði ég átt nóg.

Eitt af því sem ég ætla að læra núna með nýja AirFryernum mínum er að elda ekki alltaf eins og ég sé með stórheimili. Ég skil ekki þessa áráttu í mér, sérstaklega í ljósi þess að ég á nú bara eina dóttur sem aldrei borðaði neitt sérstaklega mikið svo ekki er það þess vegna. Kannski er þetta vegna leti, mér finnst rosalega gott að eiga mat í ísskápnum og ekki endilega þurfa að elda á hverjum degi, þó mér þyki mjög gaman að elda. En alla vega í þetta sinn þá var bara afþýddur sá fiskur sem til var í frystinum.

Ég byrjaði á að þvo kartöflurnar, því við kaupum kartöflur hérna af bónda og fáum þær bara beint uppúr moldinni og þurfum því að þvo þær sjálf, en Guð minn góður hvað þessar kartöflur eru góðar og mikill munur á þeim og þeim karföflum sem eru fjöldaframleiddar.

Ég skar kartöflurnar í dáldið stóra bita og smurði með bræddu smjöri og smá kryddsalt yfir. Ég hafði þær í 25 mín. í AirFryernum.

Ég kaupi mikið frosið grænmeti í pokum, alls konar því það er svo hentugt að nota í mat og í þetta sinn var ég með smávegis af Wok og smávegis af svokölluðu Lapskas grænmeti sem er bara svona súpugrænmeti. Ég hafði líka opnað maisbaunadós í gær og notaði því hluta af því og svo átti ég niðurskorinn rauðlauk þannig að hann lenti þarna með líka. Ég dreifði þessu svo yfir kartöflurnar og hafði í 6 mín.

Að lokum smurði ég fiskstykin með smjöri og setti salt og sítrónupipar á þau og lagði ofan á allt saman í 12 mín.

Ég var búin að heyra að lax væri geggjaður í AirFryer og ég tek sko undir það en þorskurinn var sko ekki síðri, ég held ég eigi aldrei eftir að elda fisk öðruvísi en í AirFryer nema það sé plokkfiskur í matinn.

Þetta var geggjað gott og mikið bragð og safaríkt.

Þangað til næst, ykkar Kristín Jóna

kjona

Related Posts

Heimagerður rjómaís

Heimagerður rjómaís

Chili lax með pasta carbonara

Chili lax með pasta carbonara

Kjúklinga- og grænmetisborgari

Kjúklinga- og grænmetisborgari

Nýja ósæta rúgbrauðið mitt

Nýja ósæta rúgbrauðið mitt

No Comment

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

flokkar

nýjar fréttir

komment

Um mig

Ég heiti Kristin Jona og er frá  Vestmannaeyjum. En  bý núna í Marnardal í Suður-Noregi og hef búið hér síðustu tólf árin. Ég hugsa alltaf um Ísland sem heimilið mitt, en ég elska líka að búa hér í Noregi.

Ég hef bloggað síðan árið 2003 svo ef einhvern langar að kíkja aftur í tímann þá er það hægt hérna.

Ég ákvað svo nýlega að bæta ljósmyndablogginu mínu við á þessa síðu svo hægt væri að sjá það samhliða vengjulegu bloggi og mataruppskriftum.