Pizza í AirFryer

Já nei, ég held ég sé ekkert að fara að prófa það aftur, pizzan fer áfram á grillið, en nú er ég búin að prófa þetta og það virkaði ekki eða var alla vega allt of mikil vinna til að nenna því.

En við byrjuðum daginn á að undirbúa okkar árlegu laufabrauðsgerð, ég bakaði vöfflur og Þráinn hnoðaði í laufabrauðið. Hann stendur alltaf eins og hetja við að hnoða og fletja á meðan ég er meira í að sinna gestunum og skera út munstur og steikja. En það er gott að hafa ákveðin hlutverk þegar kemur að svona vinnu.

En eftir að gestirnir voru farnir og við næstum búin að sjæna allt og gera fínt, þá var ég nú orðin svöng og vildi endilega prófa þetta með pizzuna. Ég hafði sko heyrt systurnar í Morðcastinu tala um pizzur í AirFryer en ég hefði átt að muna að þær vilja botninn bara hálfbakaðann.

Alla vega ég skar pizzuna í 4 parta og setti á sósu á 2 parta plús ost og jukkið og setti svo eitt stykki í ofninn en botninn var hrár þegar restin af pizzunni var tilbúið, svo ég setti stykkið aftur í og svo prófaði ég að setja botninn án alls í 2 mín og setja svo á pizzuna sem var reyndar mjög óþægilegt því þetta er svona pottur en ekki á grind og það var skárra á bragðið en þetta fyrsta en allt of mikil vinna að gera þetta svona og alls ekki nógu gott svo eins og ég sagði í upphafi pizzan fer á gasgrillið því þar er hún æði.

Í dag verður svo fiskur með kartöflum og grænmeti prófað í AirFryernum. Hummmm ég þarf að finna nafn á hann eins og öll tæki og bíla á heimilinu.

Bíllinn heitir Guðni í höfuðið á forseta Íslands. Róbot ryksugan heitir Tóti í höfuðið á Tóta vini okkar sem er bara svo duglegur að ryksuga og gera fínt. Svo fengum við okkur nýja ryksugu sem er svona handryksuga með löngu skafti og hún heitir Dísa. Svo nú óska ég eftir tillögum í nafn á AirFryernum.

Þangað til næst, ykkar Kristín Jóna

One thought on “Pizza í AirFryer

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.