AirFryerinn mun heita Loftur

AirFryerinn mun heita Loftur

Já ég fékk þessa tillögu senda frá Konný systir og verð að segja að þetta er með betri nöfnum á AirFryer sem ég hef heyrt. Okkur Þráni leiðist ekki að segjast ætla að skella pulsum í Loft eða spyrja ertu búin að gera eitthvað með Lofti í dag? Hvað voruð þið Loftur að spá í að hafa í matinn?

Ég gerði tilraun að sjóða egg í Lofti áðan og það gekk svona ljómandi fínt.

Ég stillti Loft á 150° og 11 mín fyrir harðsoðin egg. Það þarf bara 7 mín fyrir linsoðin og 9 mín fyrir millihörð eða smilende egg eins og norðmaðurinn kallar það.

En ástæðan fyrir því að ég er að sjóða egg núna er vegna þess að ég ætla að búa til kartöflusalat til að hafa með pulsunum í kvöld, ég get ekki séð að ég geti soðið kartöflur í Lofti svo ég mun bara þvo þær, skræla og skera í bita og sjóða í potti á eldavélinni.

Þangað til næst, Ykkar Kristín Jóna

kjona

Related Posts

Heimagerður rjómaís

Heimagerður rjómaís

Chili lax með pasta carbonara

Chili lax með pasta carbonara

Kjúklinga- og grænmetisborgari

Kjúklinga- og grænmetisborgari

Nýja ósæta rúgbrauðið mitt

Nýja ósæta rúgbrauðið mitt

No Comment

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

flokkar

nýjar fréttir

komment

Um mig

Ég heiti Kristin Jona og er frá  Vestmannaeyjum. En  bý núna í Marnardal í Suður-Noregi og hef búið hér síðustu tólf árin. Ég hugsa alltaf um Ísland sem heimilið mitt, en ég elska líka að búa hér í Noregi.

Ég hef bloggað síðan árið 2003 svo ef einhvern langar að kíkja aftur í tímann þá er það hægt hérna.

Ég ákvað svo nýlega að bæta ljósmyndablogginu mínu við á þessa síðu svo hægt væri að sjá það samhliða vengjulegu bloggi og mataruppskriftum.