Kjúklingabitar og heimagerðar franskar í LOFTI (Airfryer)!

Kjúklingabitar og heimagerðar franskar í LOFTI (Airfryer)!

Jæja þá er komið að úrslitaleiknum í heimsmeistarakeppninni í fótbolta og af því tilefni höfum við boðið Jan nágranna að koma og borða middag (eins og Norðmaðurinn kallar það) og horfa á leikinn, það verður kannski kíkt í einn eða tvo bjóra með þessu eins og sæmir góðum fótboltaáhangendum.

Ég byrjaði að sjálfsögðu á að gera íslenska kokteilsósu til að hafa með þessu en það er bara majones, tómatssósa, smá sinnep og 3 dropar af sítrónusafa.

Svo krydda ég kjúklinginn með salti, kjöt og grillkryddi og sítrónupipar en ég nota þá kryddblöndu nánast eingöngu á allt kjöt. Ég leyfi kjúklingnum að standa krydduðum í klukkutíma áður en ég elda hann.

Franskarnar eru gerðar úr stórum kartöflum sem ég kaupi af bónda en ég byrja á að þvo þær og skræla og síðan er Tupperware supers slicerinn tekinn úr skápnum og í honum skerum við kartöflurnar. Þær síðan látnar liggja í köldu vatni í 30 mín. en svo þurrkaðar með því að leggja þær á eldhúsbréf og þerra.

Jæja ég ákvað að setja kjúllann fyrst í Loft því hann helst heitari lengur en franskarnar. Stillti hitann á 185° og hafði í 20 mín. Svo setti ég kartöflurnar og hafði þær á 130° í 10 mín en svo 200 í 20 mín.

Þetta var geggjað gott og kokteilsósan líka, tók enga mynd af henni. Norðmanninum fannst hún æðisleg.

Þangað til næst, ykkar Kristín Jóna og besti vinurinn Loftur.

kjona

Related Posts

Heimagerður rjómaís

Heimagerður rjómaís

Chili lax með pasta carbonara

Chili lax með pasta carbonara

Kjúklinga- og grænmetisborgari

Kjúklinga- og grænmetisborgari

Nýja ósæta rúgbrauðið mitt

Nýja ósæta rúgbrauðið mitt

No Comment

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

flokkar

nýjar fréttir

komment

Um mig

Ég heiti Kristin Jona og er frá  Vestmannaeyjum. En  bý núna í Marnardal í Suður-Noregi og hef búið hér síðustu tólf árin. Ég hugsa alltaf um Ísland sem heimilið mitt, en ég elska líka að búa hér í Noregi.

Ég hef bloggað síðan árið 2003 svo ef einhvern langar að kíkja aftur í tímann þá er það hægt hérna.

Ég ákvað svo nýlega að bæta ljósmyndablogginu mínu við á þessa síðu svo hægt væri að sjá það samhliða vengjulegu bloggi og mataruppskriftum.