Loksins….

Loksins….

Já loksins skein sólin úti og náði inn til mín. Það er búið að rigna síðan snjórinn fór, kom hálfur dagur um daginn með sól en þá var skítakuldi en í dag segir fröken Ýr að hitinn muni fara uppí 16 gráður og hálf sól allan daginn ef ekki meira.

Ég fór bara snemma að sofa í gær, enn einn rigningardaginn svo ég væri úthvíld og glöð í dag þar sem ég ætla að brjóta allar kristilegar samfélagsreglur norðmanna og bera á Slottið mitt áður en það skemmist í rigningunum, það hefur nefnilega ekki verið einn einasti dagur sem hægt hefur verið að bera á og vitiði hvað mér finnst það gaman. Hlakka líka geðveikt til að sjá útkomuna. Sko ég get alveg verið að vinna svona vinnu án þess að trufla nágrannana en verst að Þráinn getur ekki farið í að saga í sundur vegginn bak við slott, því það má ekkert heyrast á þessum heilaga degi frekar en hverjum sunnudegi. Alveg stórundarleg regla að maður geti hreinlega fengið á sig nágrannakæru ef maður vinnur og er með hávaða á sunnudögum og öðrum kristilegum frídögum. Hvað með verk sem hafa beðið endalaust vegna veðurs og núna loksins í dag er hægt að fara út og vinna? Ég tek sénsinn og sýni ykkur mynd seinnipartinn þegar slottinn verður komið með ævintýralitinn að utan. Það verður svo að sjálfsögðu grillað lamb og skellt í pottinn í tilefni veðursins.

Þetta er svona FYRIR mynd.

Og hérna kemur EFTIR mynd.

Þangað til næst,
ykkar Kristín Jóna

kjona

Related Posts

Blómin í hjólbörunum

Blómin í hjólbörunum

Hetjurnar mínar!

Hetjurnar mínar!

Gervigreindin

Gervigreindin

Þrjóska

Þrjóska

2 Comments

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

flokkar

nýjar fréttir

komment

Um mig

Ég heiti Kristin Jona og er frá  Vestmannaeyjum. En  bý núna í Marnardal í Suður-Noregi og hef búið hér síðustu tólf árin. Ég hugsa alltaf um Ísland sem heimilið mitt, en ég elska líka að búa hér í Noregi.

Ég hef bloggað síðan árið 2003 svo ef einhvern langar að kíkja aftur í tímann þá er það hægt hérna.

Ég ákvað svo nýlega að bæta ljósmyndablogginu mínu við á þessa síðu svo hægt væri að sjá það samhliða vengjulegu bloggi og mataruppskriftum.