Nýtt áhugamál…

Featured Post Image - Nýtt áhugamál…

Já oftast finnst flestum nýtt áhugamál spennandi og einnig fólkinu í kringum mann, það óskar manni til hamingju með að vera farin að gera þetta og hitt sem gaman er að en ég veit ekki með mitt nýja áhugamál, ég hef hingað til ekki þorað að segja ykkur frá því. Því að sumu leiti skammast ég mín fyrir það, þó maður eigi aldrei að skammast sín fyrir áhugamálin, því er það ekki bara krúttlegt að safna servíettum og frímerkjum, er ekki bara geggjað að skera út í við eða mála málverk? Jú auðvitað en mitt nýja áhugamál er ekki þannig.

En það er þannig að ég tala eiginlega ekki um neitt annað og heyri að fólk er að verða þreytt á mér. Ég hugsa ekki um neitt annað, það fyrsta sem ég geri þegar ég vakna er að skoða hvernig þetta lítur út í dag, hvað get ég gert í dag og hvað ekki. Ég finn þó að ég þarf að reyna að minnka þetta eitthvað en ég á bara svo sjúklega erfitt með það, þetta er bara næstum eins og einhver sýki, ég bara verð að gera þetta og get ekki hætt.

Ég fer inná YR.no appið minnst á hálftíma fresti og skoða hvernig veðrið er, hvernið veðrið verður seinna í dag og að ég tala nú ekki um á morgun og næstu daga. Er eitthvað sem ég get hlakkað til eða held ég bara áfram að grafa inni í húsi alein með kveikt á kamínu og horfa á sjónvarpið og hekla.

Ég til dæmis ætlaði nú að fara að klára að bæsa “slottið” í gær en nei nei það fór allt á kaf í snjó og þá meina ég kaf í snjó og það er ekkert að sjá í kortunum neitt annað en þennan snjó og aðeins meira og svo bara rigningu. HVAR ER SÓLIN OG HITINN OG BRUMIÐ OG GRÆNA GRASIÐ OG VORIÐ OG LÍFIÐ OG ALLT SEM ÉG ELSKA? Alla vega ekki hérna í Suður Noregi og ekki segja mér að þetta hafi oft verið svona því það eru 8 síðan síðast. Það hefur komið föl í byrjun apríl sem fór á 2 tímum aftur en ekki allt fullt af snjó og öll snjóruðningstæki voru komin inní skúr og við eigum faktískt að vera búin að taka nagladekkin af bílnum en sem betur fer vorum við það ekki.

Ég heyri á öllum og sérstaklega ungu fólki sem man ekki hvernig veðrið var fyrir 10 árum að það er að gefast upp, það eru allir orðnir svo þreyttir á þessu og okkur öllum hlakkar til vorsins.

Þangað til næst, vonandi verður komið vor þá,
ykkar Kristín Jóna

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.