06.03.2016
Sveitarfélagið sem ég bý í núna, Marnardalur er að auglýsa eftir sjálfboðaliðum til að koma og hjóla með gamla fólkið í bænum. Þeir skaffa reiðhjólin, hjálmana og vestin og það eina sem þú þarft að gera er að mæta og hjóla um með gamla fólkið. Ástæðan fyrir þessari þjónustu er að þau hjá sveitarfélaginu vilja gefa öllum í bænum tækifæri til að fara út og þeysast um og finna vindinn í hárinu.
Ég fór alvarlega að hugsa um að bjóða Þráin fram í svona sjálfboðaliðastarf, því hann er líka svo skemmtilegur að þetta yrði þvílíkt upplifelsi fyrir gamla fólkið.
Nei mér datt ekki í hug að bjóða mig sjálfa fram, enda er það svo oft svoleiðis hjá mér þe. ég rekst á eitthvað sniðugt fyrir aðra að gera ha ha ha.
En hér sjáið þið krúttlegustu auglýsingu ever, ég ætla að vona að svona verði líka í boði þegar ég verð gömul. Ég er líka viss um að hún amma mín, já eða bara hún mamma mín myndi njóta þess að fara út að hjóla.
Eigið dásamlegan sunnudag eða eins og við segjum hér í Norge, ha en strålende dag videre,
ykkar Kristin á Nesan