Döðlubrauð

Uppskrift (1 brauð):

  • 2 bollar hveiti
  • 1 bolli sykur
  • 1 bolli döðlur eða 15 stk.
  • 1 bolli vatn
  • 1 tsk matarsódi
  • 1 msk smjör
  • 1 egg

Ofninn er hitaður í 180 gráður undir- og yfirhita. Ég persónulega nota alltaf blástur. Brauðform er smurt að innan.
Döðlur skornar niður og steinninn tekinn úr.
Döðlur, vatn og smör sett í pott og hitað að suðu og látið malla í 1 – 2 mínútur, hrært á meðan.
Síðan er blandan hrærð í hrærvél þar til hún er orðin að mauki.
Restinni að hráefninu er bætt út í hrærivélaskálina og öllu blandað saman. Deigið er sett í brauðform og bakað við 180 gráður í 50 mínútur.

Verði ykkur að góðu, þetta smakkast best með smjöri og osti.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.