![](https://usercontent.one/wp/blogg.mirra.no/wp-content/uploads/2021/02/151189348_1833751590105734_1403401087132740887_n.jpg)
Uppskrift (1 brauð):
- 2 bollar hveiti
- 1 bolli sykur
- 1 bolli döðlur eða 15 stk.
- 1 bolli vatn
- 1 tsk matarsódi
- 1 msk smjör
- 1 egg
![](https://usercontent.one/wp/blogg.mirra.no/wp-content/uploads/2021/02/151239049_3639270282792988_5225177975848750113_n-1-1024x1024.jpg)
Ofninn er hitaður í 180 gráður undir- og yfirhita. Ég persónulega nota alltaf blástur. Brauðform er smurt að innan.
Döðlur skornar niður og steinninn tekinn úr.
Döðlur, vatn og smör sett í pott og hitað að suðu og látið malla í 1 – 2 mínútur, hrært á meðan.
Síðan er blandan hrærð í hrærvél þar til hún er orðin að mauki.
Restinni að hráefninu er bætt út í hrærivélaskálina og öllu blandað saman. Deigið er sett í brauðform og bakað við 180 gráður í 50 mínútur.
![](http://blogg.mirra.no/wp-content/uploads/2021/02/152174789_484580456264972_3905357508612628428_n.jpg)
Verði ykkur að góðu, þetta smakkast best með smjöri og osti.