Ég tók 400 gr. af kjúklingahakki, hálfan poka af (250 gr.) blönduðu grænmeti (frosnu í poka) sauð grænmetið og maukaði og blandið síðan saman við kjúklingahakkið ásamt einu eggi og svolitlu af raspi því kjötdeigið var svo blautt án raspsins, ég vissi ekki alveg hvað ég ætti að nota til að þykkja deigið og vildi ekki nota hveiti svo þetta varð niðurstaðan. Steikti í 20 mín á 180° í Lofti (Airfryer). Hitaði hamborgarabrauð og setti steiktan lauk og kokteilsósu undir og hafði gúrkusalat með “on the side” (þetta sama gúrkusalat og ég hafði með laxinum og nýja rúgbrauðinu í gær.
Geggjað gott og lítur líka bara vel út.