Kjúklinga- og grænmetisborgari

Kjúklinga- og grænmetisborgari

Ég tók 400 gr. af kjúklingahakki, hálfan poka af (250 gr.) blönduðu grænmeti (frosnu í poka) sauð grænmetið og maukaði og blandið síðan saman við kjúklingahakkið ásamt einu eggi og svolitlu af raspi því kjötdeigið var svo blautt án raspsins, ég vissi ekki alveg hvað ég ætti að nota til að þykkja deigið og vildi ekki nota hveiti svo þetta varð niðurstaðan. Steikti í 20 mín á 180° í Lofti (Airfryer). Hitaði hamborgarabrauð og setti steiktan lauk og kokteilsósu undir og hafði gúrkusalat með “on the side” (þetta sama gúrkusalat og ég hafði með laxinum og nýja rúgbrauðinu í gær.

Geggjað gott og lítur líka bara vel út.

kjona

Related Posts

Heimagerður rjómaís

Heimagerður rjómaís

Chili lax með pasta carbonara

Chili lax með pasta carbonara

Nýja ósæta rúgbrauðið mitt

Nýja ósæta rúgbrauðið mitt

PASTA CARBONARA

PASTA CARBONARA

No Comment

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

flokkar

nýjar fréttir

komment

Um mig

Ég heiti Kristin Jona og er frá  Vestmannaeyjum. En  bý núna í Marnardal í Suður-Noregi og hef búið hér síðustu tólf árin. Ég hugsa alltaf um Ísland sem heimilið mitt, en ég elska líka að búa hér í Noregi.

Ég hef bloggað síðan árið 2003 svo ef einhvern langar að kíkja aftur í tímann þá er það hægt hérna.

Ég ákvað svo nýlega að bæta ljósmyndablogginu mínu við á þessa síðu svo hægt væri að sjá það samhliða vengjulegu bloggi og mataruppskriftum.