Kulturdagur á Odderøya

Við ákváðum að skella okkur á kulturdaga á Odderøya í dag með Mirru og Helge. Þetta var auglýst sem opinn jólamarkaður og við vissum ekki beint hverju við áttum von á en Ó mæ, þetta var geggjað það eru sem sagt ógrynnin af listamanna vinnustofum þarna úti á eyjunni og þær voru sem sagt allar opnar í dag. Kom okkur á óvart hvað það var mikið um ljósmyndalist eða fotokunst eins og það er kallað hérna, eitthvað um listmálun en allt of lítið af keramik og þess háttar en samt eitthvað og auðvitað féll ég fyrir einhverju á þessari vegferð okkar um eyjuna.

Og af því ég varð alveg heilluð af þessum kertastjökum með andlitunum þá fékk ég jólagjöfina mína snemma frá eiginmanninum og nú er hann kominn á skenkinn minn við hliðina á henni Freyju minni.

Og hvað á hann svo að heita þessi magnaði maður?

Þangað til næst, ykkar Kristín Jóna andlega nærð eftir að hafa upplifað svona mikla list í dag.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.