Besta fiskisúpa í heimi

Besta fiskisúpa í heimi

Uppskriftin er fengin úr gömlum bæklingi.

Fiskisúpa fyrir fjóra:

1 púrrlaukur

2 stórar gulrætur

1 græn paprika

1 tsk karrý

Grænmetið skorið smátt og steikt í smjöri.

1 fiskteningur og 1 grænmetisteningur

Rúmlega 1 líter af vatni

Salt og annað krydd eftir smekk (til dæmis tarragon - ég set þó bara salt og pipar).

3 meðalstórar kartöflur (hráar) skornar í bita og settar út í súpuna. Látið sjóða í smástund.

Góður brúskur af brokkolí settur út í og látið malla í fimm mínútur (ég set alltaf brjálæðislega mikið af brokkólí - mæli bara með því fyrir einhleypa sem geta leyst vind í friði að loknu súpuáti).

1 rjómaostur með kryddjurtum

1 piparostur

Ostarnir látnir bráðna í súpunni (það þarf að gefa piparostinum dálítið góðan tíma)

Ýsa skorin í strimla og sett í pottinn (ég nota 2-4 flök)

Súpan tekin af hellunni og látin standa í 3-5 mínútur.

Borið fram með góðu brauði.Þessi súpa er hreinn unaður og ennþá betri daginn eftir. Ég er nú þegar farin að hlakka til að gæða mér á henni í hádeginu á morgun. 

Mæli með að þið prófið.

kjona

Related Posts

Heimagerður rjómaís

Heimagerður rjómaís

Chili lax með pasta carbonara

Chili lax með pasta carbonara

Kjúklinga- og grænmetisborgari

Kjúklinga- og grænmetisborgari

Nýja ósæta rúgbrauðið mitt

Nýja ósæta rúgbrauðið mitt

No Comment

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

flokkar

nýjar fréttir

komment

Um mig

Ég heiti Kristin Jona og er frá  Vestmannaeyjum. En  bý núna í Marnardal í Suður-Noregi og hef búið hér síðustu tólf árin. Ég hugsa alltaf um Ísland sem heimilið mitt, en ég elska líka að búa hér í Noregi.

Ég hef bloggað síðan árið 2003 svo ef einhvern langar að kíkja aftur í tímann þá er það hægt hérna.

Ég ákvað svo nýlega að bæta ljósmyndablogginu mínu við á þessa síðu svo hægt væri að sjá það samhliða vengjulegu bloggi og mataruppskriftum.