ÞᖇIðᒍᑌᗪᗩGᑌᖇ OG ᔕTYTTIᔕT í ᒍóᒪIᑎ…

ÞᖇIðᒍᑌᗪᗩGᑌᖇ OG ᔕTYTTIᔕT í ᒍóᒪIᑎ…

Já það er bara kominn 20. desember og þar sem ég er þessi kona sem er alltaf tilbúin 10 mín fyrir tímann þá er ég líka tilbúin viku fyrir jól og veit hreinlega ekkert hvað ég á að gera af mér meðan ég bíð. Ég er búin að setja saman alla matseðla og búin að kaupa og pakka inn öllum gjöfum, búin að setja jólaskraut um allt og jólatréið komið á sinn stað svo það vantar bara að fara í eina lokainnkaupaferð áður en við skellum í lás og bjóðum jólin velkomin til okkar.

Skellum samt alls ekkert í lás, það hljómaði bara svo skemmtilega, nei það verða gestir hjá okkur á jólunum og þar á meðal maður sem við höfum aldrei hitt en tengist börnunum okkar, hann hefði verið einn á jólunum og það má ekki, þess vegna er hann velkominn til okkar, það verður bara gaman að vera fleiri, við vorum bara 2 hérna í fyrra en fengum svo gesti á jóladag og það var skrítið, nú verður gaman með fullt af fólki því það koma líka gestir á jóladag og svoleiðis eiga jólin að vera.

En þriðjudagurinn leið við vinnu og jólamyndagláp, já ég datt í eina nýja jólamynd og hún var bara alveg ágæt, nýtt þema lesbíur saman heima hjá annarri þeirra um jólin en úps hún hafði gleymt að koma út úr skápnum til fjölskyldunnar svo þarna komu alls konar fyrrverandi kærastar og fleiri óvæntir aðilar en að sjálfsögðu fór allt vel að lokum.

Svo fór ég að horfa á nýju Norsku þættina (og ég elska norskt sjónvarp) JULESTORM og þeir gerast að mestu á Gardemoen held ég, ég er bara búin með 2, ætla að treyna mér þá aðeins.

Jæja miðvikudagur kominn og þá er svo létt vinnan hjá mér að ég held ég komist ekki undan því að skella mér í göngutúr með hundinn í dag. Spáir reyndar rigningu en við látum okkur hafa það við höfum bæði svo gott að þessu, og dagurinn verður ekki eins hanginn.

Talandi um að vera hanginn því við erum farin að halda framhjá íslenskum kjötbændum og kaupa norsk hangilæri, smökkuðum í fyrra badstuerøkt lammelår úr Meny og það er selt reykt og soðið og var mjög gott, svo sáum við núna reykt lambalæri í Rema og ákváðum að kaupa það þar sem óvíst væri að við fengum hitt í Rema, við vorum víst orðin svolítið sein. En svo kom það líka og svo kom eitt íslenskt úrbeinað ósoðið hangilæri frá Íslandi svo við erum vel sett þessi jólin, engin skata þó, það var allt of mikið vesen að panta hana og reyna að koma þeirri hefð á.

En þá er það Ribbe á aðfangadag og hangikjöt á jóladag með alls konar á undan og eftir og full af nýju spennandi. Hlakka mjög til jólanna núna.

Þangað til næst, Ykkar Kristín Jóna! Jólin eru að koma………..

kjona

Related Posts

Blómin í hjólbörunum

Blómin í hjólbörunum

Hetjurnar mínar!

Hetjurnar mínar!

Gervigreindin

Gervigreindin

Þrjóska

Þrjóska

No Comment

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

flokkar

nýjar fréttir

komment

Um mig

Ég heiti Kristin Jona og er frá  Vestmannaeyjum. En  bý núna í Marnardal í Suður-Noregi og hef búið hér síðustu tólf árin. Ég hugsa alltaf um Ísland sem heimilið mitt, en ég elska líka að búa hér í Noregi.

Ég hef bloggað síðan árið 2003 svo ef einhvern langar að kíkja aftur í tímann þá er það hægt hérna.

Ég ákvað svo nýlega að bæta ljósmyndablogginu mínu við á þessa síðu svo hægt væri að sjá það samhliða vengjulegu bloggi og mataruppskriftum.