Elgsteik í Lofti

Featured Post Image - Elgsteik í Lofti

Já nú um helgina eldaði ég elgsteik (innrafillet sem nágranni okkar gaf okkur) í Lofti (Airfryer, þið munið að hann heitir Loftur).

Fyrst tók ég bökunarkartöflur og skar i tvennt og smurði með olíu og saltaði, setti svo í Loft með skrælinginn niður í 10 mín á 165° og sneri þeim svo við í 30 mín á 180° og tók þá úr pottinum og geymdi í lokaðri skál.

Þá tók ég kjötstykkin, kryddaði með salt og pipar og setti í Loft á 200° í 10 mín fyrst, tók svo kjötið út og leyfði því að anda.

Þá fyllti ég sveppi með íslenskum camembert smurosti hellti smá olíu yfir og setti í Loft í 10 mín við 180°.

Þegar sveppirnir voru tilbúnir setti ég kjötið aftur í og hafði það í 10 mín við 180°

Og herregud þetta var svo gott og meyrt og já bara mikið villibragð af elgnum sem ég var að fýla í botn. Piparsósa ala Toro höfð með.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.