Elgsteik í Lofti

Elgsteik í Lofti

Já nú um helgina eldaði ég elgsteik (innrafillet sem nágranni okkar gaf okkur) í Lofti (Airfryer, þið munið að hann heitir Loftur).

Fyrst tók ég bökunarkartöflur og skar i tvennt og smurði með olíu og saltaði, setti svo í Loft með skrælinginn niður í 10 mín á 165° og sneri þeim svo við í 30 mín á 180° og tók þá úr pottinum og geymdi í lokaðri skál.

Þá tók ég kjötstykkin, kryddaði með salt og pipar og setti í Loft á 200° í 10 mín fyrst, tók svo kjötið út og leyfði því að anda.

Þá fyllti ég sveppi með íslenskum camembert smurosti hellti smá olíu yfir og setti í Loft í 10 mín við 180°.

Þegar sveppirnir voru tilbúnir setti ég kjötið aftur í og hafði það í 10 mín við 180°

Og herregud þetta var svo gott og meyrt og já bara mikið villibragð af elgnum sem ég var að fýla í botn. Piparsósa ala Toro höfð með.

kjona

Related Posts

Heimagerður rjómaís

Heimagerður rjómaís

Chili lax með pasta carbonara

Chili lax með pasta carbonara

Kjúklinga- og grænmetisborgari

Kjúklinga- og grænmetisborgari

Nýja ósæta rúgbrauðið mitt

Nýja ósæta rúgbrauðið mitt

No Comment

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

flokkar

nýjar fréttir

komment

Um mig

Ég heiti Kristin Jona og er frá  Vestmannaeyjum. En  bý núna í Marnardal í Suður-Noregi og hef búið hér síðustu tólf árin. Ég hugsa alltaf um Ísland sem heimilið mitt, en ég elska líka að búa hér í Noregi.

Ég hef bloggað síðan árið 2003 svo ef einhvern langar að kíkja aftur í tímann þá er það hægt hérna.

Ég ákvað svo nýlega að bæta ljósmyndablogginu mínu við á þessa síðu svo hægt væri að sjá það samhliða vengjulegu bloggi og mataruppskriftum.