Lífið að taka á sig eðlilega mynd


Úff jæja þá er nú lífið að taka á sig nokkuð eðlilega mynd aftur, ég er komin með eldhús en þó ekki rennandi vatn þar, það klikkaði eitthvað í samskiptum Þráins og píparans í gær en vitiði það er nú minnsta málið enda er ég vön að vera með uppþvottavélina í þvottarhúsinu en þó getur verið hvimleitt að hlaupa inn á bað til að hella restinni sem maður gleymdi að drekka úr kaffibollanum oþh.

En ég er víst búin að vera svolítið pirruð og ekki nógu þakklát í þessu eldhúsmáli að sögn eiginmannsins sem reyndar hefur verið alveg ofboðslega duglegur.  Hann hefur varla farið úr skónum þegar hann kemur heim úr vinnu og er byrjaður að gera eitthvað í eldhúsinu okkar.  Takk Þráinn minn og fyrirgefðu pirringinn í mér.

En ég hef náttúrulega alveg skýringar á pirringnum, ég vissi ekki að þetta væri svona mikið mál og Þráinn skilur ekki að ég vissi þetta ekki.  En svona er þetta stundum vitið er bara ekki meira en Guð gaf og samt var hann nú þokkalega gjafmildur við mig en ég er nú einu sinni með hárið litað ljóst og það hlýtur að trufla.

Fyrsta vikan í vinnu búin og það er búið að vera glampandi sól allan tímann, fólk er búið að senda inn pantanir að vera ekki í fríi á sama tíma og ég.  Og ég er reyndar búin að segja að fólk getur þá alveg eins borgað mér fyrir að vera í vinnu til að halda veðrinu góðu.  Þetta er allavega ekki einleikið þetta sumarið, það var þvílíkt gott veður fram yfir 17. júní en þá byrjaði ég í fríi og svo var þetta líka SKÍTAVEÐUR í 4 vikur og svo…. bara sólin.

Ég er svosem alveg sátt við að vera í vinnu og geta hætt kl. 14 í svona góðu veðri frekar en vera í fríi í skítaveðri svo þið vitið það bara og ég læt ykkur hafa bankanúmerið mitt svo þið getið lagt inn greiðslur til mín, við gætum kallað þetta veðurgreiðslur og þá lofa ég að fara ekki í frí á sama tíma og þið.
En svona ykkur til fróðleiks þá verð ég að fara í frí á næsta ári um miðjan júlí og frameftir ágúst því leikskólinn verður lokaður þá og litla dúkkan mín er svo að byrja í SKÓLA.  Þannig að þið skuluð taka fríið ykkar fyrripart sumars árið 2006.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.