Fjölskyldur


Jæja þá er búið að halda kveðjuboð fyrir Aron, Sigrúnu, Victor og Klöru Rún  en þau eru að flytja til Danmerkur síðar í þessum mánuði.  Ég á eftir að sakna þeirra mikið. Vona að Aron verði duglegur að setja inn myndir á veraldarvefinn svo við getum séð hvernig börnin stækka (en vonandi ekki foreldrarnir).

Boðið heppnaðist bara fínt, var með allt of mikinn mat, Þráinn gerði tvær pizzur fyrir krakkana en það var ein og hálf í afgang.  Ég gerði kúúúúffullt eldfast mót af Lazanja það var við það að flæða út þegar fólk fór að fá sér og þar er helmingur eftir enn, svo var ég með kjúklingapottrétt með núðlum og þar er nægur afgangur til að gefa afa og ömmu að smakka en þau hafa aldrei smakkað svona mat áður, vonandi að þetta sé ekki of sterkt fyrir ömmu.

En alla vega þá sit ég hér núna stútfull af kvefi og var reyndar í gærkveldi alveg á mörkunum að geta verið með svona matarboð enda stóð Þráinn mest í eldhúsinu ég var ekki alveg með heyrnina í lagi og viðbragðið var eitthvað skrítið líka þannig að líklega er daman bara lasin, ekkert flóknara en það.  Svo planið í dag var að skreppa í sveitina og kíkja á aðstæður því við fréttum að hurðin hefði opnast í óveðrinu fyrr í haust, en ætli það verði ekki bara Þráinn og Ástrós sem skreppi og ég skríði uppí rúm til að ná heilsu aftur.  Skrítið hvað ég er oft lasin um helgar en ekki á virkum dögum.

Ég hef ekki sett neinar nýjar myndir hér lengi en það er eitthvað nýtt á mirra.net svo þið skulið nú bara kíkja þeim megin því við erum nú oftast að gera sömu hlutina ég og hún Mirra mín svo …..

andleysið er að yfirbuga mig í þetta sinn svo best að hætta.

kjona

Related Posts

Blómin í hjólbörunum

Blómin í hjólbörunum

Hetjurnar mínar!

Hetjurnar mínar!

Gervigreindin

Gervigreindin

Þrjóska

Þrjóska

No Comment

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

flokkar

nýjar fréttir

komment

Um mig

Ég heiti Kristin Jona og er frá  Vestmannaeyjum. En  bý núna í Marnardal í Suður-Noregi og hef búið hér síðustu tólf árin. Ég hugsa alltaf um Ísland sem heimilið mitt, en ég elska líka að búa hér í Noregi.

Ég hef bloggað síðan árið 2003 svo ef einhvern langar að kíkja aftur í tímann þá er það hægt hérna.

Ég ákvað svo nýlega að bæta ljósmyndablogginu mínu við á þessa síðu svo hægt væri að sjá það samhliða vengjulegu bloggi og mataruppskriftum.