Dresskóti eða Skilyrtur fatnaður á vinnustað


Ég held ég verði að tjá mig hér um þetta fyrirbrigði því ég rökræddi í gær bæði við Klöru systur og eins Þráin um þessa hluti.

Ég verð nefnilega svolítið heit í svona umræðum.

Umræðuefnið er að á mörgum vinnustöðum er bannað að vera í gallabuxum.  Að öðru leiti eru reglurnar óljósari og talað um snyrtilegan klæðnað oþh.  sem er sjálfsagt mál.  Allir eiga að vera snyrtilegir í vinnunni en ekki má ganga í einni tegund buxna.

Bíddu er einhver kall eða kelling þarna á toppnum sem finnast gallabuxur ljótar og ákveður þetta.  Af hverju er ekki ákveðið að ekki megi vera í grænum stretsbuxum (mér finnast stretsbuxur ljótar).  Það má nefnilega vera í kakíbuxum (þannig að ekki er það efnið, því gallaefni er bara kakíefni) það má vera í bláum terlínbuxum svo ekki er það liturinn og því spyr ég hvað er það við gallabuxur sem veldur því að aðeins þær mega ekki koma inn á vinnustaðinn.  Ég tel mig vita það en er samt ekki sátt.

Í gamla daga voru gallabuxur huti af fatnaði verkamannsins og ekki vilja þessir sem ákveða svona fatareglur láta fólkið af götunni halda að þeir borgi svo léleg laun að starfsfólkið verði að ganga í vinnumannafatnaði og því hafa þeir sett svona reglur.  Því það eru í raun engar aðrar reglur um þetta, restin af þeim er svo loðin að auðvelt væri að fara í kringum það.  En nei ekki GALLABUXUR og þó eru þær sá fatnaður sem mest er í tísku núna.

Ég veit ekki hvernig stendur á því að ég æxlaðist á vinnustaði sem treystir sínu starfsfólki til að koma snyrtilegt í vinnu án þess að taka út úr fataskápnum þeirra eina tegund fata, en mikið er ég fegin.

En nú megið þið ekki misskilja mig og halda að ég sé á móti td. skólabúningum því það er ég ekki og er meira að segja frekar hlynnt því, vegna þess að börn mismuna hvort öðru eftir klæðnaði og þá er það nú meira eftir einhverjum merkjum (sem mér tekst nú aldrei að læra og því segi ég aumingja dóttir mín þegar hún fer að biðja móður sína um eitthvað ákveðið merki) ég vil að börnin verði metin að eigin verðleikum en ekki efnum og smekk foreldranna og því er ég hlynnt skólabúningum.

Ég er alveg þokkalega sátt við að fyrirtæki séu með einkennisklæðnað á sínu starfsfólki og skaffi hann þá því það er mjög huggulegt að sjá svona heildarsvip á starfsfólki og fyrirtækinu.  Mér td. fyndist sniðugt að fyrirtæki eins Maritech gæfi starfsfólkinu fallegar peysur með logoinu (því það er ekki minna mikilvægt að það sjáist að við séum starfsmenn fyrirtækisins) og þegar við færum út í bæ eða á fundi þá tækjum við þessar peysur með okkur en að ákveða það einar buxur sem ég á séu ekki við hæfi en aðrar séu það, er algjörlega út í hött.

Þegar ég var 17 ára framhaldsskólanemi í Eyjum þá var bannað að koma í gallabuxum á ball í Höllinni og við vorum ekkert smá brjáluð yfir því krakkarnir í Framhaldsskólanum því gallabuxur voru í tísku þá og alltaf þurfti maður að skilja flottustu buxurnar eftir heima þegar farið var á ball.  Mjög ósanngjarnt eins og Ástrós Mirra myndi kalla það.

En við ákváðum að mótmæla þessu og skrifuðum bréf og fleiri bréf og báðum um fundi með rekstraraðilum Hallarinnar og þar kom td. fram að ein ástæða þess að ekki væri hægt að segja við dyraverðina að þeir ættu að meta snyrtilegan fatnað frekar en að allt er leyfilegt nema gallabuxur væri vegna þess að það væri svo erfitt fyrir þá.  Sem sagt bottom line bönnum frekar eina tegund fatnaðar í stað þess að nota commen sense.

En með þrjóskunni og ákveðninni tókst okkur að fá þá til að breyta þessum reglum með því skilyrði að ég væri í eina til tvær helgar með dyravörðunum til að leiðbeina þeim hvað væri snyrtilegur klæðnaður og hvað ekki hvort sem það væru gallabuxur eða ekki.  Þeir stóðu sig nú ekkert rosalega vel dyraverðirnir og ég sá að þeir ætluðu að hleypa inn strákum í slorgalla en það voru ekki gallabuxur og svo kom stelpa í rosalega flottum gallabuxum þá voru þeir bara ekki vissir hvað þeir ættu að gera.

Sem sagt “The bottom line is” þegar þú ekki treystir starfsfólki þínu til að klæða sig snyrtilega og sjálfum þér til að meta hvað er snyrtilegt burtséð frá eigin smekk, þá skaltu frekar bara skaffa búning á liðið.

kjona

Related Posts

Blómin í hjólbörunum

Blómin í hjólbörunum

Hetjurnar mínar!

Hetjurnar mínar!

Gervigreindin

Gervigreindin

Þrjóska

Þrjóska

No Comment

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

flokkar

nýjar fréttir

komment

Um mig

Ég heiti Kristin Jona og er frá  Vestmannaeyjum. En  bý núna í Marnardal í Suður-Noregi og hef búið hér síðustu tólf árin. Ég hugsa alltaf um Ísland sem heimilið mitt, en ég elska líka að búa hér í Noregi.

Ég hef bloggað síðan árið 2003 svo ef einhvern langar að kíkja aftur í tímann þá er það hægt hérna.

Ég ákvað svo nýlega að bæta ljósmyndablogginu mínu við á þessa síðu svo hægt væri að sjá það samhliða vengjulegu bloggi og mataruppskriftum.