Idol 

Jæja ég er aftur dottin í Idol og það Amarican Idol en það er nú bara af einni ástæðu og hún er Þráinn minn.  Ég nefnilega hafði ekkert fylgst með þessu núna en fékk alltaf að heyra á þriðjudagsmorgnum hvað hann Þráinn minn hefði staðið sig vel en það er sem sagt söngvari þarna sem fólki finnst svo líkur Þráni.  Einhver hafði á orði að þessi söngvari væri svona blanda af Þráni og Vin Diesel sem er ekki slæm blanda.

Nú og svo er það Eurovision í næstu viku og hvar haldið þið að ég verði þegar undankeppnin verður?  Ég verð í Herjólfi á leið til Eyja að hjálpa pabba gamla að halda uppá 70 ára afmælið sitt.  Það er ekkert smá sem maður fórnar fyrir sína!

Það kom smá pása hér á bloggið því Cris var að syngja og Oh, my god hann er æðislegur, vona að hann vinni þetta.

En það er lítið annars títt nema að sumarið er komið með 18 stiga hita á Þingvöllum í gær og 15 stiga hiti í bænum í dag svo þetta er bara frábært.

Gleðilegt sumar
ykkar Kristín Jóna

kjona

Related Posts

Blómin í hjólbörunum

Blómin í hjólbörunum

Hetjurnar mínar!

Hetjurnar mínar!

Gervigreindin

Gervigreindin

Þrjóska

Þrjóska

No Comment

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

flokkar

nýjar fréttir

komment

Um mig

Ég heiti Kristin Jona og er frá  Vestmannaeyjum. En  bý núna í Marnardal í Suður-Noregi og hef búið hér síðustu tólf árin. Ég hugsa alltaf um Ísland sem heimilið mitt, en ég elska líka að búa hér í Noregi.

Ég hef bloggað síðan árið 2003 svo ef einhvern langar að kíkja aftur í tímann þá er það hægt hérna.

Ég ákvað svo nýlega að bæta ljósmyndablogginu mínu við á þessa síðu svo hægt væri að sjá það samhliða vengjulegu bloggi og mataruppskriftum.