Glæpamennirnir


29. júlí 2006

Vá í gærkvöldi fórum við að borða á Monkey bar sem mikið er auglýstur hér og á leiðinni til baka var Sara alveg ákveðin í því að reyna að finna einhverja kerlingu sem væri að flétta úti á götu því hana langaði svo í fléttur.
Jú, jú gott ef hún var ekki þarna þessi kolsvarta sem við sáum um daginn og önnur með henni.  Þær kölluðu strax til okkar og meira að segja kölluðu Þráinn ?you sexy man? til að að lokka hann með stelpurnar sínar til þeirra.  Jæja við ætlum að kíkja í myndaalbúm hjá þeim og þá allt í einu rjúka þær upp og eitthvað í burtu og við á eftir ásamt parinu sem var að láta flétta stelpuna hjá hinni konunni.  Við eltum þær eitthvað uppí sund og svo er farið að ræða hvað þetta kosti og konan byrjar á að segja 85 eur. sem okkur fannst alveg hræðilega mikið og svo bauð hún 110 fyrir báðar stelpurnar en ég sagði bara að það væri allt of mikið og ætlaði að hætta við en Söru langaði þetta svo mikið og konan spurði aftur og aftur hvað ég myndi vilja borga og ég ætlaði nú ekki að þora að segja henni 25 eur.  en gerði það samt og hún ætlaði nú að móðgast en ég sagðist vera nýbúin að borða og hefði ekki meiri pening á mér ég yrði þá að koma seinna og þá sagði hún 30 eur og ég samþykkti það.  Sagði Þráni að fara heim með Ástrós og Kristófer því mér fannst þetta eitthvað svo skuggalegt og hann gerði það og tók veskið sitt með sér svo ég hafði ekki meira en 30 eur.  Jæja gellan ætlaði að byrja að flétta en heimtaði fyrirframgreitt sem ég og gerði og svo þegar hún var búin með 3 fléttur þá allt í einu sagði hin (svarta konan) eitthvað og þær ruku á fætur og töluðu og töluðu einhverja afrísku og ruku af stað og ég hélt að hún ætlaði að stela peningunum mínum og svíkja okkur því við vildum ekki borga meira en þá voru þær svona hræddar við lögguna því þetta er ólöglegt að þær voru alltaf að færa sig úr stað ef löggan skildi koma.  Við eltum þær ofan í kjallaratröppur og inn í einhvern bakgarð og svo aftur viður á götu þar sem mér leið nú skást en ég var í því mikilvæga hlutverki að rétta teigjurnar.

Þetta tók tæpan klukkutíma og ég gjörsamlega á taugum sjálf byrjuð að segja “Policia” “Policia” þegar ég sá mann í hvítri skyrtu með bindi.  En alla vega stelpan fékk fléttur og er voða fín en það kemur ekki til mála að leyfa Ástrós þetta en hún skilur það ekki alveg.

Ég er viss um að það sé minna stress að kaupa sér hass en að fá sér fléttur á Tenerife.

Þangað til næst,
ykkar Kristín Jóna

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.