Loro Park


29. júlí 2006

Jæja leigðum okkur bílaleigubíl til að fara í Loro Park hinum megin á eyjunni og “O my god” það er sagt að það sé auðvelt að rata hér en við villtumst 3svar.  Þráinn minn er ekki sá ratvissasti og ég greinilega ekki með háskólapróf á kortið svo þetta endaði á að Klara var sett í aðstoðarökumannssætið og það gekk betur en var samt ekki fullkomið við vorum rúma 2 tíma á leið sem á að taka 1-1,5 tíma.  En í garðinn komumst við og hann er rosalega flottur, miklu flottari en Jungle Park og Háhyrningasjóið er geggjað en krakkarnir voru alltaf að bíða eftir einhverju svipuðu og höfrungasjóinu en þetta eru svo stórar skepnur að það er ekkert sambærilegt.

Þarna voru líka höfrungasjó og við kíktum á það en hitt í Aqualand er miklu betra og við reyndar kölluð það “okkar sjó”.  Síðan var þarna sæljónasjó sem var mjög skemmtilegt því þau klöppuðu alltaf sjálf og kysstu þjálfarana sína og vönguðu við þá og ég veit ekki hvað og hvað.   Myndirnar skýra þetta líklega betur en nokkur orð.

Jæja við komumst heim, náðum þó að villast aftur en semsagt komin heim og allir í lagi.

Ykkar TenerifeKristín

kjona

Related Posts

Blómin í hjólbörunum

Blómin í hjólbörunum

Hetjurnar mínar!

Hetjurnar mínar!

Gervigreindin

Gervigreindin

Þrjóska

Þrjóska

No Comment

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

flokkar

nýjar fréttir

komment

Um mig

Ég heiti Kristin Jona og er frá  Vestmannaeyjum. En  bý núna í Marnardal í Suður-Noregi og hef búið hér síðustu tólf árin. Ég hugsa alltaf um Ísland sem heimilið mitt, en ég elska líka að búa hér í Noregi.

Ég hef bloggað síðan árið 2003 svo ef einhvern langar að kíkja aftur í tímann þá er það hægt hérna.

Ég ákvað svo nýlega að bæta ljósmyndablogginu mínu við á þessa síðu svo hægt væri að sjá það samhliða vengjulegu bloggi og mataruppskriftum.