Pappírsfjallið

Síðasta skrefið í þessu pappírsfjalli var stigið í dag þegar ég fór með öll frumritin og lét stimpla þau Notarius Publicus stimpli hjá Sýslumanni.
Á morgun verður farið með alla hrúguna niður á skrifstofu Íslenskrar ættleiðingar og munu þau sjá um að senda pappírana í utanríkisráðuneytið og kínverska sendiráðið (eða ég vona að ég hafi ekki misskilið það).
Þá ættum við að vera formlega komin í hóp 25.
Vá hópur 15 er úti núna og fengu börnin sín í fangið á aðfangadag, ég vona að það verði ekki lengri bið en þessir 18 mánuðir sem við erum búin að vera að reikna með.

Þangað til næst,
ykkar Kristín Jóna

kjona

Related Posts

Blómin í hjólbörunum

Blómin í hjólbörunum

Hetjurnar mínar!

Hetjurnar mínar!

Gervigreindin

Gervigreindin

Þrjóska

Þrjóska

No Comment

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

flokkar

nýjar fréttir

komment

Um mig

Ég heiti Kristin Jona og er frá  Vestmannaeyjum. En  bý núna í Marnardal í Suður-Noregi og hef búið hér síðustu tólf árin. Ég hugsa alltaf um Ísland sem heimilið mitt, en ég elska líka að búa hér í Noregi.

Ég hef bloggað síðan árið 2003 svo ef einhvern langar að kíkja aftur í tímann þá er það hægt hérna.

Ég ákvað svo nýlega að bæta ljósmyndablogginu mínu við á þessa síðu svo hægt væri að sjá það samhliða vengjulegu bloggi og mataruppskriftum.