Áramótaheit

Ég var að hugsa um þessi áramótaheit og við hjónin vorum reyndar búin að ákveða eitt saman og það er að hreyfa sig meira en áður.
Svo datt mér í hug annað og það er að fara að hugsa aðeins betur um MIG og vera ekki eilíflega að hugsa um aðra.
Ég held að ég sé alltof dugleg að segja já þegar ég ætti að segja “því miður ég get það ekki”.  Enda er alveg nóg fyrir mig að hugsa um mína fjölskyldu og ég þarf ekkert að vera að ættleiða aðrar fjölskyldur líka.  Það þýðir þó ekki að ég ætli að hætta að hugsa um hana ömmu mína eða hann afa minn en það eru önnur mál sem ég gæti alveg verið duglegri að segja “því miður” við og ég ætla að hafa það að leiðarljósi á nýju ári.

Ég er samt einhvern veginn þannig að ef einhver á í einhverjum erfiðleikum þá held ég alltaf að ég verði að koma til aðstoðar.  En það er alveg nóg að hugsa um mig, prinsessuna mína og Þráinn minn.  Ekki að það þurfi svo mikið að hugsa um hann en samt… ég má ekki alltaf vera orðin svo útkeyrð af því að hugsa um aðra að ég hafi ekki orku fyrir fjölskylduna.
Þetta er samt ekkert stórmál, meira kannski bara svona í kollinum á mér en mér finnst gott að tala um það.  Kannski af því að ég er þessi týpa sem verð alltaf svo “obsesst” af því sem er í gangi og nú er það væntanleg Kínaferð eftir alltof langan tíma og það á þá bara að vera nóg er það ekki?
Svo hefur veðrið ekki leikið við mig og ég fundið fyrir talsverðu þunglyndi í vetur.. mig vantar sól og mig vantar hana heima hjá mér ekki í útlöndum, mig langar að fara í bústaðinn og slá blettinn og vera á stuttbuxum og og og….

En ég ætlaði nú ekki að fara í einhverjar djúpar pælingar, tek orð lítillar stúlku í Glitnisauglýsingu mér í munn og segi:  “Næsta ár verður ógeðslega skemmtilegt”.

Svo ég segi bara Gleðilegt nýtt ár og takk fyrir það gamla.  Gangið hægt um gleðinnar dyr og munið að það er bara til eitt ráð við timburmönnum:  “Vertu edrú”.  Veit þó ekki hvort ég noti það eða ekki.

Þangað til næst,
ykkar Kristín Jóna

kjona

Related Posts

Blómin í hjólbörunum

Blómin í hjólbörunum

Hetjurnar mínar!

Hetjurnar mínar!

Gervigreindin

Gervigreindin

Þrjóska

Þrjóska

No Comment

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

flokkar

nýjar fréttir

komment

Um mig

Ég heiti Kristin Jona og er frá  Vestmannaeyjum. En  bý núna í Marnardal í Suður-Noregi og hef búið hér síðustu tólf árin. Ég hugsa alltaf um Ísland sem heimilið mitt, en ég elska líka að búa hér í Noregi.

Ég hef bloggað síðan árið 2003 svo ef einhvern langar að kíkja aftur í tímann þá er það hægt hérna.

Ég ákvað svo nýlega að bæta ljósmyndablogginu mínu við á þessa síðu svo hægt væri að sjá það samhliða vengjulegu bloggi og mataruppskriftum.