Alein og yfirgefin…

…ég arka æviveginn osfrv.

Sit hér ein á hótel Kea og hugsa heim.  Skrítið hvað fjarlægðin gerir fjöllin blá og mennina betri.  Ég fór bara í morgun og strax fyrir hádegi var ég farin að sakna Þráins og Ástrósar Mirru.  Ég geri það ekki ef ég er í Kópavoginum og jafn langur tími liðinn.  Hvað ætli það þýði.  Er það hugmyndin um að ég muni ekki sjá þau í kvöld eða hvað?

Ég er samt pollróleg núna, líður bara vel, er með nettengingu á hótelinu og flatsjónvarp með fullt af stöðvum, fékk mér Nings uppá herbergi.  Fer nú samt líklega snemma að sofa svo ég verði hress á morgun.  Var að kenna í dag frá 10-15 með matarhléi og það er ótrúlegt hvað það að troða eigin visku inní aðra er þreytandi, þrátt fyrir að vera með frábæra nemendur eins og ég í dag.

Hefði sjálfsagt farið í göngu áðan ef ég væri komin með nýju myndavélina mína en nennti ekki með þá gömlu, geri það kannski á morgun enda sýnist mér að ég hafi komið með sunnanveðrið með mér, því hér í morgun var suddi og kalt en í dag var sólin farin að skína og allt bjart og fallegt.

Þangað til næst,
ykkar Kristín Jóna

kjona

Related Posts

Blómin í hjólbörunum

Blómin í hjólbörunum

Hetjurnar mínar!

Hetjurnar mínar!

Gervigreindin

Gervigreindin

Þrjóska

Þrjóska

No Comment

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

flokkar

nýjar fréttir

komment

Um mig

Ég heiti Kristin Jona og er frá  Vestmannaeyjum. En  bý núna í Marnardal í Suður-Noregi og hef búið hér síðustu tólf árin. Ég hugsa alltaf um Ísland sem heimilið mitt, en ég elska líka að búa hér í Noregi.

Ég hef bloggað síðan árið 2003 svo ef einhvern langar að kíkja aftur í tímann þá er það hægt hérna.

Ég ákvað svo nýlega að bæta ljósmyndablogginu mínu við á þessa síðu svo hægt væri að sjá það samhliða vengjulegu bloggi og mataruppskriftum.