Ljósmyndaferð

26.7.2007

Við Konný systir fórum í ljósmyndaferð í Hvalfjörðinn í gærkvöldi og komum ekki heim fyrr en um miðnætti, þreyttar en ánægðar.  Lentum að sjálfsögðu í ýmsum ævintýrum og tókum fullt af myndum.  Held að ég hafi tekið um 300 myndir svo það er eins gott fyrir ykkur að fylgjast með flickrinu mínu næstu viku því það á ábyggilega eftir að taka mig um viku að fara í gegnum myndirnar og velja þær sem eru bestar, vinna þær í tölvunni og setja á Flickrið.
Þið sem ekki vitið hvað Flickrið mitt er smellið bara á “Tengla” hér á mirruneti og þar efst er “Flickrið mitt”.

Þráinn og Ástrós Mirra eru búin að vera uppí bústað þessa vikuna og gera ýmislegt skemmtilegt eins og að fara út á bát, sjá símamyndir sem Þráinn er búinn að senda inn úr símanum sínum á bloggið okkar.

Svo er Þráinn að fara í veiðiferð um helgina svo við MirraSkotta verðum eitthvað að þvælast með Konný og kíkja á Söru Rún að spila fótbolta og svo er fríið búið hjá okkur báðum og vinnan tekur við.

Kolla frænka ætlar að líta eftir Mirrunni og svo fer hún á námskeið 1. – 17. ágúst hjá Fimleikafélaginu og svo er bara skólinn að fara að byrja aftur.

Vonandi verður ekkert lát á góða veðrinu svo allir njóti sín í botn í sumar.

Þangað til næst,
Kristín Jóna

kjona

Related Posts

Blómin í hjólbörunum

Blómin í hjólbörunum

Hetjurnar mínar!

Hetjurnar mínar!

Gervigreindin

Gervigreindin

Þrjóska

Þrjóska

No Comment

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

flokkar

nýjar fréttir

komment

Um mig

Ég heiti Kristin Jona og er frá  Vestmannaeyjum. En  bý núna í Marnardal í Suður-Noregi og hef búið hér síðustu tólf árin. Ég hugsa alltaf um Ísland sem heimilið mitt, en ég elska líka að búa hér í Noregi.

Ég hef bloggað síðan árið 2003 svo ef einhvern langar að kíkja aftur í tímann þá er það hægt hérna.

Ég ákvað svo nýlega að bæta ljósmyndablogginu mínu við á þessa síðu svo hægt væri að sjá það samhliða vengjulegu bloggi og mataruppskriftum.