Flickr

29.7.2007

Ég er orðinn meðlimur í mjög sérstöku samfélagi sem heitir Flickr.  Það er ljósmyndavefur þar sem áhugaljósmyndarar og atvinnu sjálfsagt líka eru að setja inn myndirnar sínar og skoða myndir annarra og kommenta á hjá öðrum oþh.
Mjög skemmtilegt.  Því að fá feedback frá fólki með sama áhugamál er óskaplega gott og gaman.  Sérstaklega þegar maður skoðar myndir annarra og finnst þeir allir betri en maður sjálfur en samt eru þeir að hrósa mínum myndum líka.

Þetta eflir sjálfstraustið og ég finn að ég er að verða frakkari og frakkari í þessum heimi.  Var upphaflega með mynd að mér síðan ég var lítil því ég ætlaði ekki að láta þetta fólk þekkja mig úti á götu en í gær tók ég þá afdrifaríku ákvörðun að setja inn mynd af mér síðan í hitteðfyrra og skrifa mitt rétta nafn í staðinn fyrir nicknamið sem ég fékk þarna og er kristjona.
En nú heiti ég Kristín Jóna og þessi mynd birtist þegar ég geri eitthvað .

En meira af þessu ljósmyndadæmi mínu, ég er búin að vera að þvælast með Konný systir og taka fullt af myndum undanfarið og það er búið að vera óskaplega gaman, það er svo gaman að eiga þetta áhugamál með systur sinni en ég er ekki viss um að mennirnir okkar séu sammála því þeim hefur alltaf þótt við tala mikið saman í síma og þegar við hittumst og nú versnar það, því nú höfum við um miklu meira að tala og erum jafnvel oft hálfóskiljanlegar fyrir aðra.  En að sjálfsögðu er svona alltaf mest fyrst og þetta mun jafna sig, ég þarf að læra að eyða ekki allt of miklum tíma á Flickrinu osfrv.

En núna yfir sumarið er bara svo gaman að taka myndir og að fá hrós og annað frá fullt af fólki hvaðanæva að úr heiminum er svo bónus á það.

En alla vega þá setti ég hér inn á Mirrunet albúm sem heitir Flickr myndir þar sem þið sem lesið þetta getið skoðað myndirnar sem ég er að sérvelja, vinna í tölvunni og setja þar inn og þið megið endilega kommenta á þær ef þið viljið því þeir sem ekki eru skráðir í Flickrsamfélagið geta ekki kommentað þar.

En ég er ekkert hætt að setja inn venjulegar myndir hér, langt í frá svo það er ekkert að óttast í þeim efnum.  Afar og ömmur og frænkur og frændur og vinir og vandamenn munu geta fylgst með opnu lífi þessarar litlu fjölskyldu áfram.

Þangað til næst,
Kristín Jóna

kjona

Related Posts

Blómin í hjólbörunum

Blómin í hjólbörunum

Hetjurnar mínar!

Hetjurnar mínar!

Gervigreindin

Gervigreindin

Þrjóska

Þrjóska

No Comment

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

flokkar

nýjar fréttir

komment

Um mig

Ég heiti Kristin Jona og er frá  Vestmannaeyjum. En  bý núna í Marnardal í Suður-Noregi og hef búið hér síðustu tólf árin. Ég hugsa alltaf um Ísland sem heimilið mitt, en ég elska líka að búa hér í Noregi.

Ég hef bloggað síðan árið 2003 svo ef einhvern langar að kíkja aftur í tímann þá er það hægt hérna.

Ég ákvað svo nýlega að bæta ljósmyndablogginu mínu við á þessa síðu svo hægt væri að sjá það samhliða vengjulegu bloggi og mataruppskriftum.