Skipt um skoðun

8.9.2007

Ég hef oft sagt að það er allt í lagi að skipta um skoðun, það er eitt af því sem við sem lifum í frjálsu þjóðfélagi getum auðveldlega.  Ég gerði það um síðustu helgi, þe. skipti um skoðun og nú erum við hjónin búin að taka ákvörðun að setja íbúðina á sölu og stækka við okkur.

Við ætlum að vera búin að koma okkur vel fyrir í næstu íbúð áður en við förum að sækja litla kínakrílið okkar.

Við erum búin að fá verðmat á okkar íbúð og það kemur ljósmyndari á þriðjudaginn að mynda íbúðina.  Svo erum við með augastað á einni sem er ekki enn komin á sölu (sami fasteignasali sem er með okkar og þá íbúð og við erum öll frændsystkyn, þe. ég fasteignasalinn hún Sigga Guðna og sá sem á hina íbúðina) við fáum vonandi að vita á mánudaginn hvað er sett á þá íbúð og skoðun hana í framhaldinu.

Það sem mér finnst erfiðast við þetta allt núna er að ákveða, hvort ætlum við að selja fyrst, og þurfa þá kannski að kaupa bara eitthvað svo við endum ekki í götunni.  Eða að kaupa og svo selst kannski ekki strax hjá okkur og fjármálin fara í steik.

Þráinn segist vilja selja frekar fyrst, við getum þá alltaf verið í bústaðnum á meðan.  Humm hávetur og hvenær þurfum við þá að leggja að stað í bæinn til að koma dömunni okkar í skólann kl. 8, klukkan 6.30 eða þar um bil.  Nei ég held að það gangi ekki, við ÁM fáum kannski að vera hjá Klöru systir eða ömmu í nýju íbúðinn en Þráinn getur verið uppí bústað ef hann vill, ég held það gangi ekki fyrir okkur stelpurnar.

En alla vega ákvörðun er tekin svo ef þið vitið um kaupanda að okkar íbúð þá er hann vel þeginn og ef þið vitið um góða 4 herb. íbúð uppá holti þá eru allar ábendingar vel þegnar líka.

Hér er allt á fullu núna að setja gólflista þar sem vantaði og lakka alla glugga, við ætluðum nú að taka gluggana í haust en ákváðum að drífa í því áður en íbúðin færi á sölu því það getur skipt máli var okkur sagt.  Það skiptir meira máli að gluggar séu vel lakkaðir heldur en gólfefnin.

En alla vega þá vona ég bara að þetta gangi allt upp hjá okkur fljótlega og við gætum þá kannski flutt fyrir jól.  🙂

Þangað til næst
Kristín Jóna

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.