Allt að gerast …

17.10.2007

Komin frá London, það var æðislegt.  Yndislegt veður, frábært mannlíf og margt að skoða.  Æðislegur hópur fólks sem við vorum með, mikið hlegið og mikið gaman.

Og þá er það alvaran.  Það er komið tilboð í íbúðina sem við förum líklega að skrifa undir í dag og við erum með eina í huga sem við ætlum að gera tilboð í, vona bara að graurinn sem er að kaupa af okkur standist greiðslumat, því tilboðið er með fyrirvara um það.

Annars bara allt gott að frétta, mikið var nú gott að knúsa Mirruna og kúra hjá henni í nótt og það besta er að hún er alveg sammála.

Ég hef ekki komist í það að skoða myndirnar sem við tókum úti en það kemur á næstu dögum svo þið verðið bara að fylgjast með á þessar síðu og Flickrinu mínu líka, það eru örfáar komnar inn þar.

Þangað til næst
Kristín Jóna

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.