10.12.2007
Það hlakka víst ekki öll börn til jólanna eins og maður hefði haldið. Sum börn kvíða jólunum svo mikið því þau vita ekki í hvaða ástandi mamma eða pabbi verða. Verða þau edrú eða verða þau drukkin? Verða þau kannski lítið drukkin svo þetta reddist einhvern veginn?
Ég held að það sé ekki hægt að verða lítið… eitthvað gagnvart þessum börnum. Mig greip svo mikil sorg þegar ég heyrði viðtal við konu sem vill vekja athygli okkar á þessu. Hvernig getur einhver gert barninu sínu þetta. Hvernig stendur á því að fólk sem ekki tekur barnið sitt framyfir sjálft sig sé að fá að eiga börn (og oft svo mörg börn líka).
Ég gæti vel trúað að það sé betra hlutkesti að vera fátækur og fá fáar og litlar gjafir heldur en að kvíða því að mamma verði kannski ofurölvi og æli ofan í jólamatinn.
Mikið væri nú gott ef þessi börn gætu sagt okkur hinum frá því hvernig ástandið er á þeirra heimili og hætta að hylma yfir með alkanum sem gerir barninu aldrei neitt gott. Mikið væri nú gott ef heimurinn væri betri en það er víst ekki svo.
Munum eftir börnunum um jólin. Öllum börnunum.
Þangað til næst,
ykkar Kristín Jóna