Vallararnir…

14.12.2007

Við erum búin að vera meira og minna á Völlunum í dag.  Fórum í heimsókn í Hraunvallaskóla í morgun og þar eru svo kraftmiklir krakkar að þeir létu nú smá óveður ekki stoppa sig af að mæta í skólann.  (Það var aflýst kennslu í Hvaleyrarskóla)

Okkur mætti alveg yndislegt andrúmsloft, starfsfólk, kennarar og krakkar.  Við biðum með hinum krökkunum eftir því að það yrði hleypt uppí stofu og þá heyri ég nokkra stráka tala saman og einn sagði, þetta er ábyggilega þessi Ástrós!  Þannig að kennarinn var búinn að undirbúa krakkana með það að ný stelpa væri að koma í bekkinn, þeir vissu hvað hún heitir og allt.  Svo krúttlegt.

Svo fórum við uppí stofu og voru svolítið að spyrja krakkana útí stofuna, kennsluna oþh. og þau voru alveg frábær í því að kenna okkur.  Svo hittum við hana Önnu mömmu hennar Lilju Hrundar en hún er ein af þremur kennurum í 2. bekk.  Svo kom Guðrún Bryndís kennarinn hennar Ástrósar Mirru og leyst okkur rosalega vel á hana.  Ástrós Mirra verður í Lóuhóp og þar í Sandlóunum.

Eftir áramót verða 17 krakkar í hennar hópi svo það er alveg temmilegt, ekki 24 eins og er í bekknum hennar núna, þarna munar nú bara um 7.  Við fengum að skoða matsalinn, matreiðslustofuna, tekstílstofuna, bókasafnið, Hraunsel ofl. og allir svo frábærir og buðu okkur svo velkomin.  Ástrós Mirra verður í Hraunseli þriðjudaga – föstudaga til kl. 15 en á mánudögum er hún í sundi og er ekki búin fyrr en um 14.30 og þá tekur því ekki að fara í Hraunsel svo ég mun bara hætta snemma á mánudögum í staðinn fyrir fimmtudögum núna.

Jæja svo fór Ástrós Mirra með pabba sínum í vinnu því það var enginn skóli og Þráinn gat ekki tekið frí því það var eitthvað verkefni í gangi sem hann þurfti að gera.

Eftir vinnu í dag fórum við svo öll fjölskyldan að skoða íbúðina okkar og Ástrós Mirru leyst vel á en var samt í vandræðum með að velja herbergið sitt en það liggur nú ekkert á, enda fær hún eiginlega til að byrja með bæði herbergin.
Okkur leyst sko ekkert minna á íbúðin í annað sinn, eiginlega bara betur og sáum ákveðna möguleika með ákveðna hluti.  Við munum líklega kaupa af þeim ísskápinn því hann passa svo vel og nýr svona kostar ekki undir 75.000 og þau selja þennan á 50.000 svo við erum allavega að græða, sérstaklega  ef okkar kaupandi kaupir okkar ísskáp á 20.000-25.000.

Jæja þegar við vorum búin að skoða íbúðina fórum við í Bónus á Völlunum og leyst Þráni og Ástrós Mirru vel á hverfisbúðina okkar, svo enduðum við bara heima við kertaljós og huggulegheit.

Á morgun á að fara á fullt að pakka niður því nú er þetta allt að bresta á, jólin, áramótin og svo að flytja 6. janúar að öllum líkindum, en þau ætla að afhenda okkur íbúðina þann 5. janúar og við erum að hugsa um að flytja strax inn og mála svo með vorinu.  Þá erum við komin á okkar stað þegar skólinn byrjar og þurfum ekkert að vera að skutla Ástrós Mirru fram og til baka.

Spennandi tímar framundan hjá okkur.
Þangað til næst,
Kristín Jóna

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.