16.12.2015
Hún bregst mér ekki frekar en fyrri daginn hún Dröfn hjá Eldhússögum en ég ætla að fá eftirréttinn úr uppskriftabókinni hennar:
Uppskrift:
- 4 eggjahvítur (lítil egg)
- 3 dl sykur
- 1 tsk vanillusykur
- 1 tsk lyftiduft
- 160 g Ültje salthnetur
- 80 g Ritz kex
Dumle krem:
- 60 g smjör
- 1 poki dökkt Dumle (110 g) eða orginal
- 4 eggjarauður
Ofan á kökuna:
- 3 dl rjómi
- 40 g Ültje salthnetur, saxaðar gróft
- nokkrir Dumle molar, skornir eða klipptir í þrennt.
Ofn hitaður í 180 gráður við undir- og yfirhita. Eggjahvítur stífþeyttar og sykrinum bætt út í smátt og smátt. Salthnetur og Ritzkex mulið smátt í matvinnsluvél og bætt út í marengsinn með sleikju ásamt vanillusykri og lyftidufti. Deiginu er hellt í 24 cm smellu- eða silíkonform. Bakað í ofni við 180 gráður í um það bil 25-30 mínútur.
Smjör er sett í pott og brætt við meðalháan hita. Dumle molum er bætt út í og allt látið bráðna, kælt lítillega. Eggjarauður eru þeyttar ljósar og léttar og bræddu Dumleblöndunni bætt út í. Kakan er sett á kökudisk og Dumlekreminu dreift yfir kökuna. Að lokum er rjóminn þeyttur og honum dreift yfir kökuna. Skreytt með gróft söxuðum salthnetum og niðurskornum Dumle karamellum.
Takk Dröfn fyrir allar frábæru uppskriftirnar þínar