Salthnetuterta á aðfangadag….

16.12.2015

Hún bregst mér ekki frekar en fyrri daginn hún Dröfn hjá Eldhússögum en ég ætla að fá eftirréttinn úr uppskriftabókinni hennar:

Salthnetuterta með Dumle karamellukremi

 

Uppskrift:

  • 4 eggjahvítur (lítil egg)
  •  3 dl sykur
  • 1 tsk vanillusykur
  • 1 tsk lyftiduft
  • 160 g Ültje salthnetur
  • 80 g Ritz kex

Dumle krem:

  • 60 g smjör
  • 1 poki dökkt Dumle (110 g) eða orginal
  • 4 eggjarauður

Ofan á kökuna:

  • 3 dl rjómi
  • 40 g Ültje salthnetur, saxaðar gróft
  • nokkrir Dumle molar, skornir eða klipptir í þrennt.

IMG_8072

Ofn hitaður í 180 gráður við undir- og yfirhita. Eggjahvítur stífþeyttar og sykrinum bætt út í smátt og smátt. Salthnetur og Ritzkex mulið smátt í matvinnsluvél og bætt út í marengsinn með sleikju ásamt vanillusykri og lyftidufti. Deiginu er hellt í 24 cm smellu- eða silíkonform. Bakað í ofni við 180 gráður í um það bil 25-30 mínútur.

Smjör er sett í pott og brætt við meðalháan hita. Dumle molum er bætt út í og allt látið bráðna, kælt lítillega. Eggjarauður eru þeyttar ljósar og léttar og bræddu Dumleblöndunni bætt út í. Kakan er sett á kökudisk og Dumlekreminu dreift yfir kökuna. Að lokum er rjóminn þeyttur og honum dreift yfir kökuna. Skreytt með gróft söxuðum salthnetum og niðurskornum Dumle karamellum. Salthnetuterta með Dumle karamellukremi

IMG_8084

Takk Dröfn fyrir allar frábæru uppskriftirnar þínar

Eldhússögur úr Breiðholtinu

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.