Jólaís…

10.12.2015

Þessi uppskrift er fengin hjá Búkonunni

—–

Heimagerður ís er eitt það besta sem hægt er að hafa í eftirrétt á jólunum. Þessi uppskrift er búin að vera lengi í fjölskyldunni. Amma mín Steinunn Gísladóttir lærði að gera hann þegar hún var vinnukona í vist á Laufásveginum árið 1947. Ísinn er himneskur og yndislega einfaldur.

 

Amma taldi uppskriftina koma frá fjölskyldu frúarinnar sem hún vann hjá en sú frú var ættuð úr Vatnsdalnum í Austur-Húnavatnssýslu. Síðan tók mamma að gera þessa uppskrift  og tók uppskriftina með sér norður í Húnavatnssýslu til Blönduós og ísinn hefur fylgt okkar jólum síðan ég man eftir mér.

Vanilluís
1/2 l rjómi
6 egg
100 g sykur
2 tsk vanilludropar

Aðferð
Skiljið að eggjahvítur og eggjarauður og setjið í skálar sem hægt er að þeyta þær í.

jolaisinn1_s

Byrjið á því að þeyta saman eggjarauður og 100 grömm af sykri þar til blandan verður þykk og ljósgul.

jolaisinn2_s

Næst eru eggjahvíturnar þeyttar vel þar til þær verða léttar og þykkar.

jolaisinn3_s

Rjóminn er þeyttur seinast en setjið 2 tsk af vanilludropum út í rjómann áður en þið þeytið hann. Síðan er þeytta rjómanum bætt út í eggjarauðurnar og hrært varlega saman.

jolaisinn4_s

Eggjahvíturnar fara seinast út í blönduna. Best er að hræra þessa blöndu varlega saman með sleikju.

jolaisinn5_s

Þegar búið er að blanda ísinn er hann setur í form. Þið fáið um það bil tvo lítra af ís út úr þessari blöndu. Sniðugt er að setja þessa blöndu í sérstakt ísform eða í einhver ísbox sem þið hafið geymt. Ef ykkur langar í súkkulaðibitaís, þá getið þið saxað uppáhalds súkkulaðið ykkar í litla eða stóra bita og hrært saman við blönduna. Ísinn er glerharður þegar hann er tekinn úr frysti, þannig að það er gott að taka hann út um það bil 1 klst fyrir eftirrétta gleði og geyma í ískápnum, þá ætti hann að vera orðin mátulega mjúkur.

jolaisinn7_s

kjona

Related Posts

Heimagerður rjómaís

Heimagerður rjómaís

Chili lax með pasta carbonara

Chili lax með pasta carbonara

Kjúklinga- og grænmetisborgari

Kjúklinga- og grænmetisborgari

Nýja ósæta rúgbrauðið mitt

Nýja ósæta rúgbrauðið mitt

No Comment

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

flokkar

nýjar fréttir

komment

Um mig

Ég heiti Kristin Jona og er frá  Vestmannaeyjum. En  bý núna í Marnardal í Suður-Noregi og hef búið hér síðustu tólf árin. Ég hugsa alltaf um Ísland sem heimilið mitt, en ég elska líka að búa hér í Noregi.

Ég hef bloggað síðan árið 2003 svo ef einhvern langar að kíkja aftur í tímann þá er það hægt hérna.

Ég ákvað svo nýlega að bæta ljósmyndablogginu mínu við á þessa síðu svo hægt væri að sjá það samhliða vengjulegu bloggi og mataruppskriftum.