mirru gullkorn
Október 2010
ÁM: Mamma það er tuttugugasta og fyrsta öldin núna. Fötin þín gætu verið frá þeirri nítjándu. Áttu engan svartan sléttan kjól sem þú getur farið í og farið úr þessum buxum.
Október 2010
ÁM: Mamma vissir þú að Miley Cyrus var tekin blindfull að dansa við staur? Svona dansstaur!
Mamma: Ertu að meina að hún hafi verið að dansa súludans?
ÁM: Já súludans var það.
Mai 2010
Ég ákvað að að taka mig aðeins á og fara í megrun og æfingaprógram. Ég og Sara vinkona vorum búnar að finna til dýnur, fara á orbitrekk tækið og hamast og hamast og því mig langaði að léttast aðeins.
Svo kom mamma heim og sá þá hálfétið epli á eldhúsborðinu og spurði mig hvort ég ætlaði ekki að klára það, en ég svaraði henni að vörmu að hún mætti henda því, því það virkaði hvort eð er ekki.
Virkaði ekki hvað? Spurði mamma.
Nú ég léttist ekki neitt, sagði ég þá.
(ég sem sagt viktaði mig og fékk mér svo epli og viktaði mig aftur og það hafði ekki breyst neitt).
Mai 2010
Ég fór að kaupa mér kjól í Krónunni, mamma sagði mér að fara bara einni inn, því ég átti sjálf peninginn og ætlaði að kaupa ákveðinn kjól.
Þegar ég kom á kassann sagði maðurinn sem var að afgreiða þar, veistu hvað þetta kostar? Já, sagði ég. 2000 krónur. Nei, sagði maðurinn, hann kostar 1.999 krónur. Þá svara ég aftur, nú eigðu þá bara afganginn.
Skrítinn afgreiðslumaður þetta.
Desember 2009
Pabbi, stelpur þroskar fyrr en strákar en ekki taka þetta persónulega.
Nóvember 2009
Ástrós Mirra hringdi, sagði að strákur í bekknum hennar gæti látið hana fá hvolp og hún spurði hvað hann myndi kosta og hann sagði að hún gæti bara fengið hann ókeypis.
Já, sagði Ástrós Mirra, fylgir þá eitthvað með honum, td. hálsól og þess háttar, já það getur gert það svaraði strákurinn.
.. Svo sagði Ástrós Mirra, mamma hann getur meira að segja geymt hann fyrir mig þangað til ég fer að heiman.
Ja, hérna hér… svo hringdi hún í pabba sinn og vildi undirbúa hann fyrir þessar samræður í kvöld og sagði honum að hún þyrfti að ræða svolítið við hann og hann yrði að vera rólegur þegar hún myndi gera það. Hann var talsvert hissa og spurði hvort hann mætti ekki vita um hvað þetta snerist svo hann gæti hugsað málið og þá sagði hún: Pabbi, þetta varðar mig….. og strák.
Þá hringdi Þráinn í mig til að athuga hvað væri í gangi, og ég svaraði því til, að strákur í bekknum hefði verið að bjóða henni hvolp.
September 2009
Ég fór í fyrsta samræmda prófið mitt 17. sept. og þegar það var búið hringdi ég í mömmu því ég var búin í skólanum fyrr en vanalega.
Mamma spurði mig að sjálfsögðu hvernig mér hefði gengið, og ég svaraði að vörmu að mér hefði gengið vel.
Þá spurði mamma “Hvort varstu í íslensku eða stærðfræði”? Ha, sagði ég, svo mamma endurtók spurninguna. Þá svaraði ég snögglega: “Ég veit það ekki, ég svaraði öllum spurningunum”.
Júlí 2009
Ég fór að hjóla með pabba uppá Hvaleyrarvatn og var orðin þreytt þegar við komum þangað, pabbi var eitthvað að stríða mér á því að ég væri löt og þá sagði ég: “Sko pabbi, ég hef letina frá mömmu en andlitið frá þér!”
Ágúst 2008
Ég var með mömmu í bílnum í dag og við vorum hreinlega að kafna úr hita og þá sagði mamma mér frá því að þau hefðu átt einu sinni bíl með loftkælingu sem hefði komið sér vel í dag og þá sagði ég við mömmu:
Mamma einu sinni í cirka about 40 stiga hita, já það var cirka 40 stiga hiti og ég sá mann í bíl sem var ekki með kælingu á miðstöðinni, ég sá það vel því að ég var með Konný í bíl og sá því vel inní bílinn hjá manninum og ég sá að miðstöðin var á rauðu en ekki bláu. Veistu, ég held að þetta hafi verið Pólverji. Þeir þola hitann miklu betur en við.
Ágúst 2008
Ég sagði við mömmu í dag að ég væri alveg viss um að þegar ég verði unglingur þá verði ég áfram með gleraugu, með spangir og fæ svo ábyggilega freknur. Mamma hló að þessu og sagði ég myndi líklega ekki fá freknur því ég væri með húð eins og hann pabbi minn.
Ég var hugsi smá stund en spurði svo: Fæ ég þá skegg?
Mars 2008.
Ég og Sara vinkona komum heim eftir skóla og ég var eithvað slöpp svo ég hringdi í mömmu og spurði hvort við mættum poppa og leggjast uppí rúm og horfa á mynd og borða popp.
Mamma var pínu stressuð yfir poppinu því hún var eitthvað hrædd um við myndum stilla á of langan tíma og allt brenna en hún leiðbeindi okkur í gegnum símann og sagði mér svo að hringja um leið og poppið væri tilbúið svo hún vissi að allt væri í lagi.
Eftir 3 mín. hringdi ég í mömmu alveg á öndinni, því við Sara horfðum á poppið bengjast út í pokann sem alltaf stækkaði og stækkaði og svo héldum við að hann myndi springa svo við hlupum inn í svefnherbergi og lokuðum að okkur alveg skíthræddar en þá allt í einu heyrðum við Ding og poppið hætti. Svo við hlutum fram og kíktum á ofninn og þar lá popppokinn alveg tilbúinn og fínn. En við héldum sko í alvörunni að hann myndi springa.
Mars 2008.
Við vorum í fermingarveislu hjá Sunnevu frænku minni og þegar við erum að fara og allir búnir að kveðja alla þá komu Jón afi Önnu Daggar og Systa konan hans og voru að kveðja mömmu og pabba. Þá allt í einu segir Systa, æ, við eigum eftir að kyssa Ástrós Mirru bless og ég horfi bara á hana smá stund og segi svo: En ég þekki ykkur ekki neitt! Þá segir mamma, en þetta eru afi og amma Önnu Daggar heldurðu að þú þekkir þau ekki? Og ég horfi enn fast á þau og segi, nei ég þekki ykkur ekki neitt og labbaði í burtu.
Þar með var það útrætt.
Júlí 2007.
Ég var í bíl með mömmu og Már afa um daginn og þá fór ég að spekúlera í því hvað það væri skrítið að Auður amma er mamma hennar mömmu og Már afi er pabbi hennar mömmu en þau eiga bæði nýja kærustur. Þ.e þau eru ekki hjón þó þau séu mamma og pabbi hennar mömmu.
***
Í apríl 2007 hittumst við öll fjölskyldan hans pabba hjá Adda og Önnu Sif og þegar Anna og Snorri komu leit ég á Önnu sem er með stóra kúlu á maganum og sagði svo með ákveðnum tóni: “Eruð þið að fara að koma með enn eitt barnið?” Og þetta hljómaði eins og þau væru alltaf að. Anna og Snorri hlógu bara að þessu.
Í Október 2006 varð ég frekar pirruð þegar ég fór á klósettið og setan var uppi. Ég öskraði fram, ‘Hver var á klósettinu’ og pabbi svaraði að hann hefði verið það og þá varð ég mjög pirruð því hann er alltaf að segja mér að sturta niður og loka klósettinu og svo gerir hann það ekki sjálfur. Og svo kom ég fram og sagði við hann að ég væri mjög hugmyndarík en hann væri bara eins og lítill grænn ánamaðkur fyrst hann væri alltaf að segja mér að gera þetta en hann gerði það svo ekki sjálfur.
Í september 2006 var mamma í baði með fullt af kremum framan í sér og ég fer að spyrja hana af hverju hún sé með þessi krem, þá svarar hún að það sé svo húðin verði mjúk og fín.
Já, af því að þú ert orðin svo gömul, spyr ég hana. Já það líka segir mamma og svo ég fái ekki hrukkur.
Hrukkur! Ég veit eiginlega ekki hvað það er, segi ég við mömmu. Og mamma segir mér þá að það sé svona eins og hún Sigga gamla sé með.
Já, þú meinar svona “kremjur” í andlitinu.
Mamma svarar, já svona kremjur.
Í apríl 2006 var ég lasin heima með pabba og kom til hans og sagði: Pabbi, mér leiðist þegar þú ert að horfa á sjónvarpið. Leiðist þér þegar ég (Ástrós) er að horfa á sjónvarpið? Pabbi svarar, nei.
Þá segi ég: Sko þetta er einmitt stóra vandamálið, pabbi.
Í apríl 2006 var ég að spila við pabba minn “Olsen Olsen” þegar ég sagði allt í einu: Átturnar dýrka mig!
Í febrúar 2006 vorum við nokkrir krakkar að föndra saman við borð í leikskólanum og eins og alltaf þá eru fjörugar umræður hjá okkur eins og hinum fullorðnu.
Ein stelpan var að tala um hvað hún átti gamla ömmu og að fyrst hefði Guð skapað ömmuna en þá gríp ég fram í fyrir henni og segi:
Nei, nei, nei, nei, ég veit alveg hvernig þetta var. Fyrst skapaði Guð jólasveinana 13 og svo……
Í Október 2005 þá erum við mamma að koma á leikskólann einn morguninn og veðrið var mjög stillt og fallegt og smá snóföl yfir öllu og þá sjáum við og finnum að bíll sem stóð þarna fyrir utan var í gangi og reykurinn sem kom úr honum var mikill. Mamma sagði við mig að þetta mætti ekki og það væri líka merki sem segði að það ætti ekki að hafa bíla í gangi þegar fólk fer inn.
Svo höldum við mamma bara áfram inn í leikskólann en þegar við erum alveg að koma sé ég að konan á hinum bílnum er að koma út svo ég kalla til hennar:
Heyrðu þú slökktir ekki á bílnum þínum, sástu ekki merkið góða?
Og konan fór smávegis hjá sér og kallaði á móti: Fyrirgefðu ég skal aldrei gera þetta aftur.
Í september 2005 var pabbi að lesa fyrir mig bókina “Hvernig börnin verða til” og þá segi ég allt í einu: “Pabbi, áttir þú bara eina sæðisfrumu?” Nei, sagði pabbi en þá spurði ég aftur: “En mamma átti hún bara eitt egg?” Þá spurði pabbi mig af hverju ég væri að spyrja að þessu (hans leið til að koma sér frá efninu) og þá svaraði ég: “Af því að mig langar svo í lítinn bróður sem getur svo líka verið með á leikskólanum og svoleiðis.” Þá sagði pabbi að ef ég myndi eignast systkyni þá myndi það ekki geta verið með mér á leikskólanum því ég væri að fara í skóla næsta vetur og litla systkynið myndi ekki byrja á leikskóla fyrir þann tíma og þá bara ræddi ég þetta ekki meira.
Í júlí 2005 vorum við ég, Konný frænka og mamma að fá okkur með kaffinu og fórum svo útí bíl og þá sagðist Konný vera alveg að springa, hún hefði ekki átt að hafa borðað svona mikið og svo ekkert meira með það.
Við kíktum svo í heimsókn til Auðar ömmu og hún gaf mér ís eins og venjulega og þá spurði Konný mig hvort hún hefði ekki frekar átt að fá ísinn því ég var búin að fá ís fyrr um daginn en þá lít ég á hana með voða svip og segi:
Varst þú ekki að segja að þú værir að springa?
Við mamma vorum saman í bílnum í dag, 9. maí 2005 og þá segi ég allt í einu við mömmu: Mamma verður þú ekki til þegar ég er orðin fullorðin?
Og mamma svaraði, jú jú og þegar þú ert orðin kona og eignast börn þá verð ég amma þeirra.
Þá sagði ég: Mamma ég ætla ekki að verða kona, ég ætla að verða búðarkona til að safna peningum svo ég geti keypt mér bóndabæ og orðið bóndakona.
Þá sagði mamma: Og þegar þú ert búin að kaupa bóndabæinn og orðin bóndakona þá geturðu farið og fundið þér mann til að giftast og eignast með börn.
Þá sagði ég: Verður Davíð líka fullorðinn þegar ég er fullorðin?
Í mars 2005 voru mamma og pabbi að tala saman þegar mamma segir “það gerir ekkert til”. Þá kem ég fram og segi: “En Guð er til.”
Á Kanarí í janúar 2005 átti ég nokkur gullkorn og þau koma hér.
Ég fór í tívolí og fékk að fara á trampolín með teyjum og flaug hátt upp í himinn á þeim og mamma stóð niðri og var með hjartað í buxunum og þá kallaði ég niður til hennar: Mamma ekki hafa áhyggjur þetta er allt í lagi.
Svo þegar ég var komin heim þá var ég að segja Söru frænku minni frá þessu og sagði: Ég fékk næstum því hjartaáfall ég flaug svo hátt.
Og í flugvélinni las ég vel og vandlega bæklinginn um öryggisreglurnar og ef þið hafi ekki lesið hann þá skulið þið vita að það er BANNAÐ að vera í skóm í flugvél, það er BANNAÐ að vera með rafmagnstæki og það sem er ekki síst mikilvægt, það er BANNAÐ að vera með REYKELSI.
Um jólin 2004 fékk ég í jólagjöf ásamt öðru prjónað pils frá Kollu frænku, ég sá bara hitt dótið sem var í pakkanum en mamma var eitthvað að reyna að benda mér á pilsið og svo loks sá ég það og þá segir mamma: “Nei, vá þetta er pils og Kolla hefur prjónað það”.
Þá lít ég snökkt á mömmu með voða svip og segi: Nei, hún Auður amma prjónaði það og gaf Kollu sem svo gaf mér það”.
Og ekkert meira með það, það er greinilegt að það er aðeins ein kona í ættinni sem kann að prjóna.
Í des. 2004 vorum við mamma að bíða eftir pabba og sátum á rúminu mínu og fylgdumst með honum út um gluggann og þá fór ég í smá hlutverkaleik og sagði mömmu að hún væri frænka mín ekki mamma mín, því mamma mín væri dáin og svo gekk leikurinn smá stund og svo gleymdi ég mér aðeins en ætlaði svo að byrja aftur á leiknum og sagði við mömmu að hún væri frænka mín því mamma mín væri dáin en þá sagðist mamma ekki vilja leika við mig ef hún ætti að vera dáin, það þætti henni ekki skemmtilegt.
Þá segi ég: “Jæja, Ok þá er hún á Kanarí, þar sem tvær sundlaugar eru.”
Í sept. 2004 vorum við mamma á leiðinni heim af leikskólanum þegar við mættum einni mömmunni með pínu lítið barn í fanginu og mamma sagði við mig: “Sjáðu litla barnið, ætli það sé að fara að byrja á leikskólanum?”
Ég sagði við mömmu: “Nei, hann Ingi á þetta barn”. (Ingi er jafngamall mér)
Svo spurði ég mömmu hans Inga hvort Ingi ætti ekki þetta barn og hún sagði “Jú, þetta er bróðir hans”.
Þá sagði ég: “Ég á engan lítinn bróður, bara dýr, lítinn fisk í kúlu sem heitir Kúta” og þar með var það búið.
Enda er þetta ekki næstum eins? Að eiga lítinn bróður eða eiga lítinn fisk í kúlu.
Í ágúst 2004 sagði ég við ömmu Steinu: Veistu að ég fór einu sinni með pabba í strákaklefann og veistu hvað ég sá?
Ég sá mann sem var með handklæði með mynd af hesti á! Finnst þér það ekki skrítið?
Í nóv. 2004 voru mamma og pabbi að horfa á bíómynd og mamma var eitthvað að spyrja pabba útí myndina þá segi ég: “Pabbi, þú veist allt!”
Og ég meinti þetta sko heilshugar og ekki komu mótmæli frá pabba mínum.
Í apríl 2004 fór mamma mín á námskeið í skyndihjálp fyrir foreldra ungra barna og svo var hún að segja mér frá þessu námskeiði og reyna að útskýra fyrir mér hvað þetta væri, þá sagði hún mér að það væru til foreldrar sem hugsuðu ekki vel um börnin sín og þá sagði ég: “En þú mamma, þú hugsar alltaf vel um mig”.
Í október 2003 vorum við í heimsókn hjá Sigrúnu (Ömmu númer 5) og svo var hún eitthvað að bardúsa frammi og ég kom til hennar og sagði: “Nú er ég reið!” og Sigrún sagði: “Ertu reið?” Þá svaraði ég “Nei, ég er pirruð og nú er ég reið!” Þá segir Sigrún við mig “Af hverju ertu reið?” og þá svaraði ég “Af hverju?, Af hverju?” Eins og það væri fáráðanlegt af henni að spyrja svona.
Í apríl 2004 kom ég til mömmu og spurði hvort hún væri búin að borða nógu mikið til að vera með mjólk í brjóstunum sínum, en mamma sagðist ekki hafa haft mjólk í þeim síðan ég var lítil, þá sagðist ég vera með 3 stelpur í maganum mínum, 2 eru dánar og ein er lifandi og hún heitir Kría. Og svo skokkaði ég í burtu.
3 ára gömul sagði ég oft við mömmu, “Hey mamma, ég fékk hugmynd!” og svo spurði mamma “Hvaða hugmynd fékkstu?” og þá sagði ég “Ekkert”
Í september 2005 var ég einn föstudaginn skoppandi um leikskólann og sönglaði: Ég vona að pabbi minn, Vestmannaeyingurinn sæki mig í dag!
Og fóstran mín hún Andrea spurði mig þá en mamma þín er hún ekki líka Vestmannaeyingur?
Nei, nei svaraði ég, hún er Íslendingur.
Forsaga málsins er að það eru svo mikið af krökkum með mér á leikskólanum sem eru annað hvort útlensk eða hálfútlensk og þarna fann ég að ég get líka verið hálfvestmannaeyisk og hálf íslensk og því líklega tvítyngd.
Ég var með pabba í bílnum og við hringdum í mömmu til að athuga hvort við ættum að koma að sækja hana í vinnuna og ég segi við mömmu: Heyrðu mamma… kallaði svo til pabba í bílnum: Pabbi hvaða átt er þetta? og bendi í ákv. átt. Pabbi svarar fljótt til: Þetta er vestur. Þá held ég áfram við mömmu: Heyrðu mamma, veistu, vesturfóturinn skórinn þar er brotinn.
Og þá heyri ég að pabbi skellihlær í bílnum og mér sárnaði nú en sem betur fer heyrði ég ekki að mamma skellihló í símanum.
Því ég mundi ekki Hægri og Vinstri og auðvitað gat Vestur verið líka vinstri. Sem sagt, málið er að vinstri skórinn er bilaður eða
Vesturfóturinn er með brotinn skó.
Í febrúar 2005 sagði ég við mömmu þegar við vorum búnar að keyra pabba í vinnuna og vorum á leiðinni í leikskólann:
Mamma hvenær förum við til Vestmannaeyja svo ég geti hitt stelpurnar mínar, veistu hverjar eru stelpurnar mínar? Það eru Silja og Sara og ein önnur sem ég man ekki hvað heitir en hún á heima við hliðina á Söru. Mamma spyr er það Dóra? Já það er Dóra hún er líka stelpurnar mínar.
Svo eftir smá tíma segi ég: Þegar maður flytur þá fær maður kött. Manstu ekki mamma að þú sagðir það þegar þú varst í baði og sagðir svo …viltu ekki frekar bara naggrís.
Þá vil ég flytja til Vestmannaeyja og í húsið við hliðina á Markúsi og Konnýju því þá get ég labbað á gangstéttinni ein til þeirra og þú og pabbi eruð bara heima.
Í febrúar 2005 vaknaði ég um miðja nótt (ég var reyndar lasin) og sagði, mamma veistu hvað mig dreymdi? Og mamma vissi það auðvitað ekki og þá sagði ég: Mig dreymdi að pabbi var Súperman og bjargaði Guði.
Í janúar 2005 var mamma að syngja í karaoki í tölvunni okkar þegar ég kom til hennar og sagði: ‘Mamma þetta er mjög fínt hjá þér en bara aðeins of hátt.’
Annað sem ég sagði í janúar 2005 var þegar ég var í heimsókn hjá Kristófer og þeim og var að segja Klöru eitthvað þá sagði ég: ‘Heyrðu það er eitt mál!’ og lyfti upp hendi til að ítreka þetta eina mál sem um var að ræða.
Í maí 2004 vorum við mamma að keyra pabba í vinnunna einn morguninn og þá segir ég við mömmu: “Mamma, mig langar að vera strákur”.
Og fyrst hugsaði mamma að ég væri eins og hún, því hana langaði stundum að vera strákur þegar hún var lítil, en svo spurði hún mig af hverju ég vildi vera strákur og þá sagði ég: “Af því að þá get ég fengið borvél”
Ég veit ekki hvert hún mamma mín ætlaði og ræðan sem ég fékk frá henni úr framsætinu um að stelpur gætu alveg átt og notað borvélar og að ég gæti gert allt sem ég vildi og þyrfti ekki að breytast í strák til þess var of löng fyrir mig að muna og skilja en kannski mamma minni mig bara á þetta seinna.
Í maí 2004 fór ég í fermingu í Skálholtskirkju og þegar presturinn var að blessa hann Danna frænda minn, sagði ég: Mamma er þá Guð kominn í Danna?
Í febrúar 2004 sagði ég einn morguninn við mömmu mína: “Mamma, stjörnurnar á himnum, er ástin á þig”. Vá, rómantísk stúlka og bræddi mömmu sína margfalt. En ætli besti vinur hennar Ástrósar Mirru á leikskólanum sem heitir Aron Breki sé svona rómantískur eða hvað?
Í desember 2003 var ég að skoða plötutíðindi á sunnudaginn og rek þá augun í nýju plötuna með Botnleðju og dauðbrá og kallaði til mömmu “Mamma, mamma hér er skrímsli með teppið hans pabba!”
Skýring:
Teppi = Tippi, Skrímslið er allsber maður með grímu á hausnum og það er
greinilegt að það er aðeins einn maður með svona “TEPPI” humm.
Í maí 2003 var ég var að kúra á milli mömmu og pabba í rúminu og sneri mér að mömmu og spurði “Mamma, ertu stelpa eða strákur?” og mamma svaraði að hún væri stelpa, þá sneri ég mér að pabba og spurði “Pabbi ertu kelling?” og aumingja pabbi gat ekki svarað neinu, ég held hann sé svolítið móðgaður útí mig. spurning
Í janúar 2004 vorum við mamma að fara í sund og mamma segir “Eigum við að fara í sund” og þá svara ég “Já og afi minn líka” og mamma spyr “Hvaða afi?” Þá segi ég “Hann heitir Guð!” “Guð Jónsdóttir”
Um páskana 2004 spurði Sunneva okkur Önnu Dögg hvað hefði skeð á páskunum og við vissum það ekki, en þá spurði hún aftur, hvað hefði komið fyrir Jesús og þá sagði ég “Hann meiddi sig”.
Í júlí 2004 sagðist ég ekki elska hunda, ég sem hef alltaf elskað öll dýr nema kóngulær.
En mamma var að spyrja mig hvaða dýr ég elskaði og þá sagði ég: “Ég elska ketti, ég elska hesta” og þá spurði mamma “En elskarðu ekki hunda?” og þá svaraði ég: “Nei, ég elska ekki hunda því þeir eru villtir, það er ekki hægt að fara á bak á þeim”.
Hana nú, fyrst hundarnir vilja ekki leyfa mér að fara á hestbak á þeim þá eru þeir sko ekki í náðinni.
Í júlí 2004 var ég einatt að gefa mömmu og pabba rósir, þe. alltaf þegar mig langaði að vera einstaklega góð við þau þá kom ég að þeim og hvíslaði “Ég gef þér rauða rós” og stundum sagði ég “Ég gef þér rauða rós í hjartað þitt”.
Í apríl 2004 var mamma að setja á sig eyeliner og ég spurði hana hvort ég mætti fá svona líka, en mamma sagði “Ekki fyrr en þú ert 21.” Þá dreg ég vigtina undan skáp og steig á hana og sagði “En 14,9?” En ég er einmitt 14,9 kg og var pabbi nýbúinn að vigta mig, þannig að ég mundi það. En ég greinilega vissi ekkert hvað 21 árs var.
mirrusögur
Sögurnar hennar Ástrósar Mirru
Ástrós Mirra skrifar ansi skemmtilegar sögur í heimanámi í skólanum, okkur skilst að það sé algengara að krakkar á hennar aldri skrifi tvær, þrjár línur en hún á það til að skrifa allt að þrjár blaðsíður og myndskreyta.
Hér ætlum við að birta sögurnar hennar.
Sumarfríið mitt
Skrifað í byrjun hausts 2008.
Ég fór upp í sumarbústað og fann mús sem var undir pallinum og náði henni og Sara fór með.
Viðtal við Auði ömmu 68 ára.
tekið og skrifað í byjun okt. 2008
ÁM: Hvað var öðruvísi þegar þú varst lítil?
AK: Ekki strætó.
ÁM: Hvernig var skólinn?
AK: Húsið var úr steinum (hlaðið).
ÁM: Hvernig var uppföðin í skólanum?
AK: Það sátu allir einir við borð og stól.
ÁM: Hversu langur var skólinn?
AK: Frá kl. 8 – 12.
ÁM: Hvað var skólaárið langt?
AK: Skólinn byrjaði í sept. og var fram í mai
ÁM: Hvenær byrjaðir þú að vinna, fyrsta starfið þitt?
AK: Þegar ég var 12 ára, þá fór ég til konu í jólafríinu og átti að þrífa fyrir hana
ÁM: Hvernig var heimilið þitt
AK: Húsið var 3 hæðir, risastórt steinhús með járnþaki og eitt klósett fyrir allt húsið niðrí kjallara
ÁM: Hvað bjuggu margir á heimilinu?
AK: Við vorum 4 í minni fjölskyldu, en það bjuggu 15 manns í öllu húsinu
ÁM: Hvað voru mörg herbergi í þinni íbúð?
AK: 4 herbergi og eldhús
ÁM: Hvernig var maturinn?
AK: Alveg eins og í dag en borðað meira af fiski
ÁM: Voru nammidagar?
AK: það var ekki mikið hægt að fá nammi og ekki heldur epli og appelsínur nema á jólunum
ÁM: Hver var uppáhaldsmaturinn þinn?
AK: kjöt í karrý
Og þá þakkaði Ástrós Mirra ömmu sinni kærlega fyrir viðtalið sem var tekið vegna þess að þau eru að læra um lífið í byrjun 20. aldarinnar.
Texti við myndasögu
Þau eru að pakka í bílinn því þau eru að fara í útilegu.
Þau eru að fara. Æ, æ bílinn bilaði og þá þarf pabbinn að fara að laga bílinn. En svo nær hann að laga bílinn.
Svo eru þau komin og þá fara þau að tjalda og leika sér.
Umferðin
Einu sinni um morgun voru Óli og Ása að fara í leikskólann og pabbinn Páll og þau voru að verða of sein í leikskólann og Páll þurfti að skafa.
Þegar hann var búinn að búinn að skafa smá þá kíkti Páll á úrið sitt, þá var klukkan korter yfir átta og þau áttu að fara í leikskólann klukkan átta en þá varð Páll svo æstur og með krakkana í leikskólann. Svo var hann kominn langt og þá kom rautt ljós hjá þeim og hann það ekki og grænt hjá hinum og það varð árekstur.
Vetrarfríið
Ég fór til frænku minnar og fór í sunda og það var gaman.
Uppáhaldsárstíðin.
Uppáhalds árstíðin mín er vetur. Vetur er snjót og í snjó er hægt að fara í brekku og renna sér á sleða.
Jólasaga
Einu sinni var lítil stelpa sem heitir Dísa og hún bjó úti í sveit og það var 23. des. og það var kvöld og Dísa átti að fara að sofa og hún fór að sofa. Svo klukkan 5 um nótt hrökk hún upp og heyrði hrikaleg læti inni í eldhúsi og hún læddist inn í eldhús og sá jólasvein sem heitir Ketkrókur. Og svo kíkti hún upp á þak og sá sleðann og hreindýrin með risa hornin og svo sagði Dísa, Vááá, og þarna er risapoki sveinka og langaði að sjá betur og þarna er Rúdólfur með rauða nefið og svo kom Ketkrókur og þá faldi Dísa sig í pokanum og hún fór með jólasveininum til álfanna og sást aldrei aftur.
Ti end.