Stundum er smá bara allt of mikið…

12.08.2016

og það sannast núna með Nölu og kettlingana því hún er búin að taka þá og fela undir hjónarúmi og vill alls ekki að við sjáum þá eða skiptum okkur af þeim.

Mér fannst við alls ekki vera mikið í þeim, kannski svona 3svar á dag sem við vorum eitthvað að vesenast með þá og þess á milli bara að horfa en þarna erum við Nala bara ekki sammála og núna er það hún sem ræður, þó það hafi verið ótrúlega skrítið að fara að sofa vitandi það að nýfæddir kettlingar lægju undir rúminu mínu.  Muna að horfa niður fyrir sig áður en maður stígur framúr oþh.

En þeir héldu nú ekki mikið vöku fyrir okkur bara smá tíst en svo kemur í ljós í kvöld og næstu kvöld hvernig hún vill hafa þetta.

Hún kom aðeins niður í dag að fá sér meira að borða en það sem er á boðstólnum uppí svefnó og á meðan prófaði Ástrós Mirra að setja kettlingana á nýjan stað sem ég var búin að útbúa í herberginu en um leið og Nala kom upp tók 2 yngri og fór með undir rúm en elsti hann Emil hann er svo feitur að hún nær bara ekki taki á honum, ekki að hún hafi ekki reynt að taka hann með sér undir rúm en það tókst ekki og hún missti hann á miðri leið og lét hann bara liggja þar.  Ástrós bjargaði honum og hjálpaði henni að fara með hann undir rúm og þar eru þau öll núna.

En þetta er litli gaurinn sem var bara skilinn eftir á miðju gólfi af því að hann er svo feitur.

Læt svo fylgja mynd hér sem er tekin 15. ágúst af þeim öllum 3 vikugömlum en búandi enn undir hjónarúmi.

Mér sýnist Emil búinn að opna augun og sýndist þau blá til að byrja með en það getur nú breyst.

Nú er bara spurningin hversu lengi ætlar Nala að hafa kettlingana undir hjónarúmi því það er í rauninni ekkert notarlegt að vita af þeim þarna og það er eins gott að passa sig ef maður stígur fram úr rúminu því þeir fara bráðum að hreyfa sig.  En ég verð bara að vona að það gerist fljótt og ég geti sett þá undir stigann í gerðið sem búið er að útbúa fyrir þá.

ykkar
Kristin á Nesan

kjona

Related Posts

Blómin í hjólbörunum

Blómin í hjólbörunum

Hetjurnar mínar!

Hetjurnar mínar!

Gervigreindin

Gervigreindin

Þrjóska

Þrjóska

No Comment

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

flokkar

nýjar fréttir

komment

Um mig

Ég heiti Kristin Jona og er frá  Vestmannaeyjum. En  bý núna í Marnardal í Suður-Noregi og hef búið hér síðustu tólf árin. Ég hugsa alltaf um Ísland sem heimilið mitt, en ég elska líka að búa hér í Noregi.

Ég hef bloggað síðan árið 2003 svo ef einhvern langar að kíkja aftur í tímann þá er það hægt hérna.

Ég ákvað svo nýlega að bæta ljósmyndablogginu mínu við á þessa síðu svo hægt væri að sjá það samhliða vengjulegu bloggi og mataruppskriftum.